9.12.2010 | 22:53
Þorvaldur Gylfason skrifar:
Þorvaldur Gylfason, stjórnlagaþingmaður og prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands
Stjórnarskráin er æðstu lög landsins. Þeim lögum sem öðrum ber öllum Íslendingum að virða. Eins og margir hafa bent á, er ekki nóg, að landsmenn búi við góða stjórnarskrá, heldur þarf einnig að búa svo um hnútana, að stjórnarskráin sé virt.
Á því hefur tvisvar orðið misbrestur undangengin ár.
Tvö nýleg dæmi til upprifjunar:
Þegar forseti Íslands beitti málskotsrétti sínum til að vísa til þjóðaratkvæðis fjölmiðlalögum, sem Alþingi samþykkti 2004, bar ríkisstjórninni að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um málið skv. stjórnarskránni.
Slík atkvæðagreiðsla var ekki haldin.
Alþingi lét sér duga að fella lögin úr gildi, þótt stjórnarskráin kveði ekki á um slíka málsmeðferð.
Stjórnlagadómstóll, sem gæti verið Hæstiréttur eða sérstakur dómstóll skv. nýrri stjórnarskrá, hefði þurft að vera til staðar til að úrskurða, hvort stjórnvöld brutu stjórnarskrána, svo sem virtist vera, og gera gagnráðstafanir.
Þegar Hæstiréttur felldi dóm sinn 1998 í máli Valdimars Jóhannessonar gegn ríkinu vegna synjunar sjávarútvegsráðuneytisins á umsókn Valdimars um leyfi til fiskveiða, taldi rétturinn fiskveiðistjórnarkerfið brjóta gegn jafnræðisákvæðum í 65. grein stjórnarskrárinnar.
Þar segir, að allir skuli vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.
Oddvitar ríkisstjórnarinnar réðust gegn dómi Hæstaréttar í fjölmiðlum og sögðu landauðn vofa yfir, næði dómurinn fram að ganga. Þá sendu 105 prófessorar Háskóla Íslands af 150 frá sér yfirlýsingu til varnar Hæstarétti.
Hæstiréttur sneri dómi sínum við nokkru síðar í öðru skyldu dómsmáli (Vatneyrardómur) og sá þá ekkert athugavert við ókeypis afhendingu verðmætra aflaheimilda til fáeinna útvalinna. Tveir dómarar skiluðu þó séráliti í síðara málinu í samræmi við fyrri dóminn.
Málið var ekki dautt. Árið 2007 gaf mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna út bindandi álit þess efnis, að fiskveiðistjórnarkerfið brjóti gegn brjóti gegn 26. grein Alþjóðasamnings um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi.
Álit mannréttindanefndarinnar er í samræmi við Valdimarsdóm Hæstaréttar 1998, enda er 26. grein Alþjóðasamningsins nánast samhljóða 65. grein stjórnarskrár okkar.
Þótt álitið sé bindandi, þar eð Ísland hefur fullgilt Alþjóðasamninginn, hefur mannréttindanefndin engin tök á að tryggja, að ríkisstjórnin virði álit nefndarinnar með því að nema mannréttindabrotaþáttinn burt úr fiskveiðistjórnarkerfinu og bæta fórnarlömbum skaðann.
Mannréttindanefndin getur gert það eitt að setja Ísland á lista með þeim löndum, sem neita að falla frá mannréttindabrotum.
Það er ekki góður félagsskapur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
-
Ársæll Níelsson
-
Jóhannes Ragnarsson
-
Hafdís Ösp
-
Jón Kristjánsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Þórður Sævar Jónsson
-
Lýður Árnason
-
Ólafur Ragnarsson
-
Karl V. Matthíasson
-
Valmundur Valmundsson
-
Árni Gunnarsson
-
Elfar Logi Hannesson
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Ketill Sigurjónsson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Ívar Pálsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Magnús Jónsson
-
Jens Guð
-
Jón Valur Jensson
-
Þorsteinn Valur Baldvinsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
S. Einar Sigurðsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.3.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 52
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Erlent
- Leitaði að skrímsli en fann mann
- Fundu örplastsagnir í jórturleðri
- Umdeilt forsetaframboð McGregors
- Myndskeið: Öngþveiti á spítala í höfuðborginni
- Þarf að auka varnir á norðurslóðum
- Trump: „Við munum veita aðstoð“
- Telur að ekki sé þörf á að beita hervaldi
- Norskum innviðum alvarleg hætta búin
- Yfir 150 látnir og mörg hundruð særðir
- Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.