2.6.2011 | 11:13
Hvers vegna þarf strangari löggjöf um krókaveiðar á Íslandi en í Noregi - og stenst það mannréttindaákvæði stjórnarskrár Íslenska lýðveldisins ?
Það virðist orðið að hefð á Íslandi þegar málefni fiskveiðistjórnar eru til umræðu, að skauta létt yfir aðalatriði málsins, - en oftar en ekki eru haldnar langar ræður um aukaatriði.
En það sem verra er - er að vanþekking alþingismanna opinberast einnig á því hvaða grundvallaratriði þarf að hafa í heiðri þegar löggjöf er til umræðu sem takmarkar mannréttindi.
Til þess að takmarka slík mannréttindi (atvinnufrelsi) í siðuðu landi - þarf slíkur lagabálkur að fara gegn um fyrirfram ákveðna "síu" - að slík löggjöf standist mannréttindaákvæði stjórnarskrár viðkomandi lands:
Úr Stjórnarskrá lýðveldisins
75. gr. [Öllum er frjálst að stunda þá atvinnu sem þeir kjósa. Þessu frelsi má þó setja skorður með lögum, enda krefjist almannahagsmunir þess.
Samkvæmt annarri setningu 75. gr. stjórnarskrár, "enda krefjist almannahagsmunir þess".....
... verða að liggja fyrir rökstuddar SANNANIR sem duga til að svipta almenning í sjávarbyggðum frelsi til að róa til fiskveiða.
Hvaða sannanir liggja á borðinu um einhverja "hættu" af krókaveiðum. Ágiskanir út loftið duga skammt!!
Umrætt "minna frumvarp" virðist (hugsanlega?) til þess fallið að koma að einhverju leyti til móts við áminningu mannréttindanefndar Sameinuðu Þjóðanna um mannréttindabrot í lögum um stjórn fiskveiða hérlendis - en betur má ef duga skal!
Löggjöfin um þetta "minna frumvarp" virðist því í rétta átt - en gengur of skammt.
Gallinn við umræðuna nú - er að lítil umræða er um þau grundvallar-mannréttindi sem um er að ræða.
T.d:
- hvers vegna þarf strangari löggjöf á Íslandi um krókaveiðar - en gilda nú í Noregi um slíkar veiðar?
Í Noregi gildir einföld almenn regla um krókaveiðar báta undir 11 metrum.
Þar er heimilt að veiða allt að 38 tonn af þorski pr. bát - á slíka báta - og ótakmarkaðar heimildir eru til veiða í aðrar fisktegundir á slíkum bátum.
Ef - engin - merkjanleg "hætta" er af slíku fyrirkomulagi við veiðar báta í Noregi undir 11 metrum - hver er þá "hættan" af sambærilegu fyrirkomulagi hérlendis?
Ef slíkir bátar veiða meira en umrædd 38 tonn af þorski í Noregi - kemur 50% gjald (auðlindagjald?) á landaðan þorskafla af umframveiði - umfram umrædd 38 tonn.
Gjaldið rennur beint til viðkomandi sveitarstjórnar við sölu aflans.
Í Noregi hlýtur að ríkja:
- sömu fiskifræðilegu grundvallaratriðin
- og sömu mannréttindákvæðin
- svo hvers vegna þarf löggjöf á Íslandi að vera langtum róttækari en í sambærileg löggjöf í Noregi - um sama málefnið?
Er ekki kjarni málsins sá - að í Noregi eru uppfyllt þarna þau atriði sem varða tilgreinda 75. gr. stjórnarskrár Íslands - og jafnræðis er einnig gætt skv 65. gr stjórnarskrár...
65. gr. [Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.
Nú fer þessi tillaga til sjávarútvegsnefndar.
Ég myndi vilja sjá tillöguna koma aftur frá nefndinni þannig að allir nefndarmenn sjávarútvegsnefndar Alþingis sameinist um Norsku leiðina og þetta verði fyrsta skrefið í að afnema tilefnislausa ofstjórn á fiskveiðum hérlendis - ofstjórn sem ekki stenst tilgreind ákvæði stjórnarskrár lýðveldisins.
Rétt er svo að hafa í huga - að lagaheimild til ofstjórnar -(alvarleg skeðring mannréttinda án faglegs tilefnis),
kann að vera refsivert mannréttindabrot, sem þá er á ábyrgð viðkomandi fagráðherra.
Allir þingmenn skrifa undir drengskaparheit að stjórnarskrá lýðveldisins.
Ráðherrar, ráðuneytisstjórar og æðstu embættismenn ríkisins - undirrita einnig slík skjöl í votta viðurvist - embættiseið - um að virða stjórnasrkrá lýðveldisins.
Grein eftir Kristinn Pétursson.
Kynna útreikninga um áhrif kvótafrumvarpa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:27 | Facebook
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 7
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 764089
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Með "Tvíhöfðanefndinni" voru frjálsar handfæraveiðar stöðvaðar og settur kvóti í þeim eina tilgangi að búa til verð á kvóta af óveiddum fiski. Enginn fiskur mátti vera utan kvóta. Svo verðið stæði og veðin væru haldbær.
Það voru engin rök fyrir því að afnema þessar frjálsu veiðar og hlógu menna af þessu því að ef ekki er hægt að leyfa frjálsar handfæraveiðar er hægt að hætta öllum veiðum hér við land því þá er ekkert eftir.
Ólafur Örn Jónsson, 2.6.2011 kl. 12:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.