Leita í fréttum mbl.is

Gríðarlegt brottkast í ESB

netaveiðar

Sjómenn í fiskveiðiflota Evrópusambandsins köstuðu fyrir borð 2,1 milljón tonna af þorski á árunum frá 1963-2008, samkvæmt rannsókn stofnunarinnar New Economic Foundation.

Guardian segir frá þessu í dag. Verðmæti þessa afla sé framreiknað um 2,7 milljarðar punda, jafnvirði um 510 milljarða króna. Blaðið segir brottkastið hafa verið á Norðursjó, Skagerrak og Ermarsundi.

Búist er við því að rannsóknin veki enn umræðu um brottkast á miðum Evrópusambandsríkjanna, þar sem stórlega hefur verið gengið á þorskstofninn með ofveiði, svo liggur við útrýmingu.

Á sumum miðum hefur brottkastið numið tveimur þriðju af veiddum afla. Maria Damanaki, fiskveiðistjóri Evrópusambandsins, vill breyta reglum um kvóta, og grípa til ýmissa annarra ráðstafana, til að stemma stigu við brottkasti.

Hugmyndir hennar hafa þó fallið í grýtta jörð hjá þeim sem eiga hagsmuna að gæta í fiskveiðum; bæði sjómönnum og útgerðarmönnum.

RUV segir frá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband