21.4.2007 | 12:27
Ekki bara í Reykjavík
............sem hús hafa orðið að bráð. Hvað með sjávarþorpin sem hafa orðið kvótakerfinu að bráð ? Er ekki tími til kominn að ríkisstjórnin fari að vakna af þyrnirósasvefni og skili sjávarþorpunum til baka nýtingarréttinum á fiskimiðunum eða að öðrum kosti kaupi upp eignir fólksins á stofnverði ? Eiga þessi svik að viðgangast mikið lengur og eftir hverju er verið að bíða ? Þessi skepnuskapur verður ekki látinn afskiptalaust af minni hálfu og fleiri aðila ef ekki bólar á aðgerðum mjög fljótlega !
Reykjavíkurborg vill kaupa hús sem urðu eldi að bráð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:29 | Facebook
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Vilt þú að sjávarbyggðunum verði skilað aftur nýtingaréttinum á fiskimiðunum ?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 34
- Frá upphafi: 763848
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hmm, talandi um að velja sér vitlausan vettvang fyrir röfl. Eða veistu um einhver tengsl borgarstjórnar við ríkisstjórnina sem við hin höfum ekki frétt af?
Gísli Friðrik Ágústsson (IP-tala skráð) 21.4.2007 kl. 12:36
Háttvirtur yfir röflari. Já ég veit það, þú verður að taka betur eftir drengur minn.
Níels A. Ársælsson., 21.4.2007 kl. 22:14
Niels er það ekki furðulegt hvað margir af þessum sem seldu kvótann sinn á sínum tíma eru sammála um að ríkið eigi að taka kvótann af þeim sem keyptu hann og afhenda Heimamönnum hann aftur, ég bara skil ekki þessa menn svo æpa þeir eins og þeir eigi lífið að leysa, um það að fiskifræðingar viti ekki neitt hvað þeir eru að gera í sambandi við ráðgjöf um fiskveiðar, þeir sjálfir vilja veiða 50 þúsund tonnum meira en fræðinga “ fíflin “ svo notuð séu þeirra eigin orð um fiskifræðinga, og fréttamiðlar éta þessa steypu hráa án þess að einusinni tala við fiskifræðinganna. Hvað er um að vera eiginlega eru menn alveg að fara á límingunum eða hvað, hvað þarf til að menn taki sönsum þessu máli, alltaf eru til margar leiðir að ákveðnum markmiðum enn þessari þvæla veiðimanna verður linna það er takmarkað magn af fiski í sjónum og það er verið að rannsaka það, er ekki í lagi að leifa þeim sem stunda þær að segja sitt álit án þess að einhver ofurgáfaður trillusjómaður af vestfjörðum kali þá fávita sem ekkert vit hafa á fiski yfirleitt sé fréttaefni sjónvarps í hvert skipti sem þeir fiskifræðingar segja eitthvað.
Magnús Jónsson, 21.4.2007 kl. 23:25
Hefði ég vit á þessu myndi ég án efa segja eitthvað mjög gáfulegt hér. En kýs að þegja frekar.
Brynja Hjaltadóttir, 22.4.2007 kl. 00:12
Ein spurning til þín Magnús: Ætli vísindaráðgjöf um fækkun slysa yrði nokkuð umdeild ef hún hefði skilað umtalsverðri aukningu slysa eftir aldarfjórðungs reynslu?
Árni Gunnarsson, 22.4.2007 kl. 00:38
Svar til Árna Samkvæmt ráðgjöf voru gatnamót höfðabaka og vesturlandsvegar gerð að mislægum gatnamótum með umferðarbrú, árinn áður en brú þessi var byggð urðu 1 til 2 banslis á hverju ári á þessum gatnamótum fyrir utan mörg slys sem skildu eftir ófáa öryrkja. Bara eitt smá dæmi um ráðgjöf.Kristinn Pétursson þú ert samnefnari ofurgáfaða trillusjómansins af skrifum þínum á blogginu að dæma.Kveðja að sunnan
Magnús Jónsson, 22.4.2007 kl. 16:37
?????Hef ég misst eitthvað úr hérna....?
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 22.4.2007 kl. 18:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.