Leita í fréttum mbl.is

Snjór á Íslandi

Á Íslandi snjóar mest í suðurhlíðum Mýrdalsjökuls, á Öræfajökli og sunnan til á Vatnajökli. Snjókomutíðni er yfirleitt háð hæð yfir sjó og hitafari.

Snjór er oftast meiri og þrálátari á hálendi en láglendi.

Einnig er oft mjög mikill snjór í útsveitum á Norðausturlandi eins og á Raufarhöfn og nyrst á Austfjörðum, frá Borgarfirði eystra suður til Norðfjarðar.

Einnig eru Hornstrandir og skaginn milli Eyjafjarðar og Skjálfanda mjög snjóþung svæði.

Siglufjörður og Ólafsfjörður eru líklega snjóþyngstu byggðir landsins.

Mesti jafnfallni snjór sem mælst hefur á íslenskri veðurstöð var við Skeiðsfossvirkjun í Fljótum 19. mars 1995, 279 cm.


mbl.is Vetrarveður á sunnanverðu landinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband