Leita í fréttum mbl.is

Fyrstu veggöngin

jarðgöng í gegnum arnardalshamarÁrið 1948 voru fyrstu veggöngin á Íslandi tekin í notkun. Þá var sprengt í gegnum Arnardalshamar sem er 30 metra þykkur berggangur á leiðinni milli Ísafjarðar og Súðavíkur.

Lengstu veggöngin eru Vestfjarðagöng undir Breiðadals- og Botnsheiði milli Skutulsfjarðar (sem Ísafjörður stendur við), Önundarfjarðar og Súgandafjarðar.

Þau eru 9.120 metra löng en ólík öðrum veggöngum á Íslandi að því leyti að þau eru þriggja arma.

Nánar tiltekið þá er Tungudalsleggur (sem liggur frá Skutulsfirði) um 2.000 metra langur, Breiðadalsleggur (sem liggur frá Önundarfirði) er um 4.000 metrar og Botnsdalsleggur (sem liggur frá Súgandafirði) er um 3.000 metrar.

Heimild; Vegagerðin.

 


mbl.is Framkvæmdir við Héðinsfjarðargöng komnar á gott skrið eftir tafir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband