Leita í fréttum mbl.is

Aurelia aurita

marglyttaLíklegast er að marglyttufárið á Norður-Írlandi hafi valdið súrefnisskorti í laxeldiskvíunum en að öðru leiti geta marglyttur verið ban eitraðar en ekki er sennilegt að marglyttan hafi komist inn í kvíarnar í þessu tilviki.  

Til eru mörghundruð tegundir af marglyttum í heimshöfunum. Sumar tegundir verða allt að 2,3 metrar í þvermál.

Ástæðan fyrir því ef lax drepst þegar marglytta snertir hann eru  líffæri á yfirborði dýranna sem nefnast "nematocysts" sem eru  byggð upp af ummynduðum frumum sem nefnast "cnidoblasts".

Nematocyst er prótein-hylki sem er inni í frumunni og opnast út á yfirborð hennar. Í hylkinu er löng snúin slanga með eitruðum oddi. 

Þegar laxinn snertir þessa frumu afskautast hún með þeim afleiðingum að hylkið opnast og oddurinn skýst út og í hold fisksins.

Eitrið sem marglyttur gefa frá sér er mjög misjafnlega skaðlegt. Eitur sumra marglytta getur verið banvænt en eitur annarra veldur aðeins óþægilegum sviða hjá mannfólki og dýrum.


mbl.is Marglyttur drápu allan eldislaxinn á Norður-Írlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Slík tilfelli eru einnig þekkt hér í Noregi en þar leggst marglyttan, brennimarglytta, á næturnar og lokar hreinlega fyrir innstreymi súrefinsríks sjávar, af þessu geta hlotist mikil afföll.  Að auki slitna brenniþræðir af og valda fiskinum talsverður skaða.  Þannig að það sem lifir af er oft verulega skaddað.  Þetta mun einnig hafa gerst austur í Mjóafirði fyrir fárum árum.

U (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 20:49

2 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Já ég hef heyrt um þetta. Það verður sennilega mikil aukning á þessum marglyttusköðum í sjókvíaeldi hér í norðurhöfum í framtíðinni vegna hlýnunnar sjávar.

Níels A. Ársælsson., 21.11.2007 kl. 20:57

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Sennilega eru þetta samverkandi þættir eins og Björgólfur bendir á. Nú er spurning hvaort ekki sé hægt að nýta þessar eiturpöddur í læknis eða efnafræðilegum tilgangi, svo einhverjir sjái hag sinn í að skófla þeim upp.  Verðugt styrkverkefni fyrir háskólana.

Jón Steinar Ragnarsson, 21.11.2007 kl. 21:18

4 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Sammála Jón Steinar.

Níels A. Ársælsson., 21.11.2007 kl. 21:24

5 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Þetta er fróðleg lesning, takk fyrir Niels.

Ég er sammála því að gott væri ef hægt væri að nýta þessar marglyttur, en vitiði eitthvað um hvort að rannsóknir hafi farið fram á marglytunum eins og far þeirrar sem kom í Mjóafjörð og kjörhitastig ofl.ofl.

Ég held því fram Níels að kvíaeldi verði ekki við Ísland hvorki á einni tegund né annari og hef haldið því fram lengi.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 21.11.2007 kl. 21:44

6 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Þetta er líklega rétt hjá þér varðandi kvíaeldi, því miður. En Japanir kunna að nýta marglyttu og eflaust fleiri þjóðir þarna austurfrá.

Níels A. Ársælsson., 21.11.2007 kl. 21:56

7 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Þannig að Japanir hafa kannski þekkingu sem Sæsilfur hefði hugsanlega geta nýtt sér.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 21.11.2007 kl. 22:08

8 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Örugglega er það svo.

Níels A. Ársælsson., 21.11.2007 kl. 22:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband