Leita í fréttum mbl.is

Gálmastrengur

gstring

Heitið G-string hefur áunnið sér slíkan þegnrétt að ekki er vert að umbylta því, heldur laga að íslenskunni og mætti því áfram tala um G-streng en láta G-ið öðlast íslenska merkingu.

Í því sambandi er nærtækt að tala um gálmastreng, en orðið “gálmi” þýðir m.a. snurða á bandi eða gúlpur á vefnaði. Hér er myndmálið sterkt enda er G-strengurinn efnislega séð líð annað en band með snurðu eða gúlpi sem rétt hylur og heldur við þá staði sem þurfa þykir.

Heimild; kello.is


mbl.is Umhverfissamtök mæla með g-streng í jólapakkann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ég fæ ekki betur séð en stúlkunni atarna á myndinni veitti ekki af að fá sér rassumbúðir af einhverju öðru tagi og úr sterkara efni. Mér er sagt að þessháttar nærhöld megi nálgast hjá Seglagerðinni Ægi, en þar eru samdar kvennærbuxur úr frönsku skútusegli, mógráar að lit, úr efni sem stenst vindhraða allt að 200 metra á sekúndu.

Jóhannes Ragnarsson, 16.12.2007 kl. 21:29

2 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Já Jói, en ég reikna með að rochopper mundi betur duga.

Níels A. Ársælsson., 16.12.2007 kl. 21:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband