11.5.2008 | 15:22
Biskupsdóttir sver fyrir öll mök við karlmenn
Í Skálholtskirkju 11. mai 1661, sór 19 ára gömul stúlka, Ragnheiður Brynjólfsdóttir í viðurvist fjölda presta úr Árnesþingi, þess dýran eið, að hún væri hrein og óspjölluð mey af völdum karlmanna.
Eiður Ragnheiðar.
"Til þess legg ég, Ragnheiður Brynjólfsdóttir, hönd á helga bók og það sver ég við guð almáttugan, að ég er enn nú á þessari stundu svo óspillt mey af öllum karlmanns völdum og holdlegum saurlífsverkum sem þá, er ég fæddist fyrst í þennan heim af minnar móður lífi, svo sannarlega hjálpi mér guð með sinni miskun, sem ég þetta sver, en refsi mér, ef ég lýg".
Ragnheiður fæddi sveinbarn í Bræðratungu laugardaginn 15. febrúar 1662, réttum fjörtíu vikum eftir að hún sór fyrir öll mök við karlmenn.
Ragnheiður Brynjólfsdóttir andaðist 23. mars 1663, eftir erfið og þungbær veikindi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:02 | Facebook
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 33
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
var það ekki íslenskur jesú sem fæddist þarna?
Reynir Andri, 11.5.2008 kl. 22:27
Drengurinn var skírður Þórður og var Daðason, hann lést tæplega hálfs tólfta árs.
Síðustu orð litla drengsins voru. "Guð hjálpi mér nú". Litlu síðar var hann örendur.
Níels A. Ársælsson., 11.5.2008 kl. 22:59
Takk fyrir þessa fræðslu, sé ekki betur en eiðurinn hafi verið réttur hjá henni og sannur.
40 vikur eru um 9.2 mánuðir.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 12.5.2008 kl. 11:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.