Leita í fréttum mbl.is

Biskupsdóttir sver fyrir öll mök við karlmenn

hugmynd af ragnheiði brynjólfsdóttur

Í Skálholtskirkju 11. mai 1661, sór 19 ára gömul stúlka, Ragnheiður Brynjólfsdóttir í viðurvist fjölda presta úr Árnesþingi, þess dýran eið, að hún væri hrein og óspjölluð mey af völdum karlmanna.

Eiður Ragnheiðar.

"Til þess legg ég, Ragnheiður Brynjólfsdóttir, hönd á helga bók og það sver ég við guð almáttugan, að ég er enn nú á þessari stundu svo óspillt mey af öllum karlmanns völdum og holdlegum saurlífsverkum sem þá, er ég fæddist fyrst í þennan heim af minnar móður lífi, svo sannarlega hjálpi mér guð með sinni miskun, sem ég þetta sver, en refsi mér, ef ég lýg".

Ragnheiður fæddi sveinbarn í Bræðratungu laugardaginn 15. febrúar 1662, réttum fjörtíu vikum eftir að hún sór fyrir öll mök við karlmenn.

Ragnheiður Brynjólfsdóttir andaðist 23. mars 1663, eftir erfið og þungbær veikindi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Reynir Andri

var það ekki íslenskur jesú sem fæddist þarna?

Reynir Andri, 11.5.2008 kl. 22:27

2 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Drengurinn var skírður Þórður og var Daðason, hann lést tæplega hálfs tólfta árs.

Síðustu orð litla drengsins voru. "Guð hjálpi mér nú". Litlu síðar var hann örendur.

Níels A. Ársælsson., 11.5.2008 kl. 22:59

3 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Takk fyrir þessa fræðslu, sé ekki betur en eiðurinn hafi verið réttur hjá henni og sannur.

40 vikur eru um 9.2 mánuðir.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 12.5.2008 kl. 11:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband