Leita í fréttum mbl.is

Góður maður Karl V. Matthíasson

karl v. matthíassonKarl V. Matthíasson, varaformaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar, segist hafa viljað sjá í svarbréfi ríkisstjórnarinnar til mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna að skýrar væri kveðið á um tímasetningar um endurskoðun og uppstokkun núverandi fiskveiðistjórnunarkerfis. Af því leyti segist hann vera glaður með bréfið en jafnframt að endurskoðunarvinnan þurfi að hefjast strax.

Núverandi kvótakerfi hefur fengið mikinn áfellisdóm frá mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna að mati Karls og verði ekkert gert muni kerfið ,,einfaldlega molast niður því það ber í sér dauðann." Hann telur brýnt að gerðar verði víðtækar grundvallarbreytingar þar sem að mannréttindi, atvinnufrelsi og sjálfstæði einstaklinga verði ekki brotið. Þá telur Karl nauðsynlegt að sem flestir komi að þeirri vinnu svo hægt verði að koma á víðtækri sátt.

Heimild af; visir.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband