Leita í fréttum mbl.is

Lýst eftir Jóni Hreggviðssyni

jón hreggviðsson 2Á Öxarárþingi 1684, var Jón Hreggviðsson frá Fellöxi í Skilmannahreppi, dæmdur sannprófaður morðingi, "líflaus og ófriðhelgur, hvar sem hittast kann, utan lands eður inn an".

Jón Hreggviðsson strauk úr haldi frá Bessastöðum þar sem honum var gefið að sök að hafa myrt böðul Guðmundar sýslumann Jónssonar, Sigurð Snorrasson að nafni.

Hittist hann fyrir hér innan lands, skal hann hverjum manni óhelgur, ef hann leitast við að verja sig, og er að ósekju, "hvort hann fær heldur sár, ben eður bana".

Auðkenni Jóns Hreggviðssonar voru þessi: Í lægra lagi en meðalvexti, réttvaxinn, þrekvaxinn, fótgildur, með litla hönd, koldökkur á hárslit, lítið hærður, skeggstæði mikið, en nú afklippt, þá síðast sást, móeygður, gráfölur í andliti, snareygður og harðlegur í fasi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalheiður Ámundadóttir

Hann svo aldrei sannprófaður blessaður kallinn. Hann þótti bara svo illur í viðmóti og því gott að reyna að losa sig við hann...

Aðalheiður Ámundadóttir, 22.6.2008 kl. 14:46

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Hef ekki rekist á Jón á ferðum mínum hér á Akranesi og í nágrenni. Held hins vegar að hann hafi verið frá Rein í Innri-Akraneshreppi, þar sem nú býr formaður Bændasamtakanna, nafni minn Benediktsson.

Haraldur Bjarnason, 22.6.2008 kl. 14:59

3 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Alla.

Já hann var illur viðureignar enda ekki annað í stöðunni, gefast upp fyrir spiltu valdi og vera höggvinn eða bjóða þeim byrginn, sem og hann gerði.

Mikið askoti hvað hann var klókur og lífseigur karlinn.

Það virðast gilda alveg sömu lögmál í dag !

Haraldur.

Jón Hreggviðsson er sagður frá Fellöxi á þeim tíma sem hann var í varðhaldi á Bessastöðum.

Níels A. Ársælsson., 22.6.2008 kl. 15:14

4 Smámynd: Aðalheiður Ámundadóttir

Jón Hreggviðson er sagður frá Rein í Íslandsklukku Halldórs Laxness, sem er skáldsaga þó hún sé byggð á sögulegum heimildum. Því má Akranes uppruni hans vel vera skáldskapur í Nóbelskáldinu. Það veit ég ekki.

Aðalheiður Ámundadóttir, 23.6.2008 kl. 00:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband