Þetta er góður árangur hjá áhöfn Venusar og óska ég þeim áframhaldandi velfarnaðar í störfum sínum.
Ég get ekki varist því að leiða hugann að orðum Guðmundar Jónssonar skipstjóra Venusar frá því sl, vetur er hann við fréttamann sjónvarps lét þau orð falla að afrakstur áhafnar Venusar væri nú ekki mikill miðað við einn "bankastjóra ræfill", sem fengið hafði í kaupauka kr, 300 milljónir bara fyrir það eitt að mæta fyrsta daginn í vinnunna.
Nú berast fréttir af stórfeldum ágreiningi LÍÚ og sjómannaforystunnar vegna kröfu þess fyrrnefnda að áhafnir fiskiskipa beri þyngr byrðar vegna hækkunar á heimsmarkaðsverði á olíu.
Þetta gerist á sama tíma og ljóst er að olíufélögin eru með 37% álagningu sem var á sama tíma fyrir ári síðan 11%.
Er ekki nóg komið af vitleysunni í kringum LÍÚ og tími til kominn að leysa þessi hryðjuverkasamtök Þorsteins Más Baldvinnssonar og Samherja hf, upp í eitt skipti fyrir öll.
Ég skora á sjómannaforystuna að semja aldrei aftur við LÍÚ og hafna öllum samskiptum við samtökin.
Skipa þarf gerðadóm til að taka á öllum málefnum sjómanna og sjávarútvegs á Íslandi án allra afskipta LÍÚ.
Aflaverðmætið 162 milljónir króna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:51 | Facebook
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 15
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 72
- Frá upphafi: 764328
Annað
- Innlit í dag: 13
- Innlit sl. viku: 54
- Gestir í dag: 13
- IP-tölur í dag: 13
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll félagi:Tek undir með þér sem og endranær.Kvitta hér fyrir mörg innlit.Kært kvaddur.
Ólafur Ragnarsson, 23.8.2008 kl. 00:00
Vel skrifað Nilli eins og þín var von og vísa, sammála hverju orði.
Jóhann Elíasson, 24.8.2008 kl. 18:14
Takk fyrir innlitið og comentin strákar.
Níels A. Ársælsson., 24.8.2008 kl. 22:35
Vonandi gæti það orðið en líklega er, að sjómenn kyssi á vöndinn eins og vanalega.
Afi sló margan ,,Hvítliðann í rot og tók sér þar stöðu með ,,körlunum sínum" í Togaraslagnum forðum- en hann var skipstjori. Hann uppskar ráðningabann og þurfti að flytja til Vestmannaeyja.
LÍJúgararnir fá þá bara heimildir til að flagga skipunum út í áhafnalegu tilliti.
Treysti ekki því, að menn stoppi við farmannaflotann.
Kratarnir vilja inn í ESB til að geta flaggað út og verið með útlenda menn í áhöfnum fiskiskipa.
kveðjur
Miðbæjaríhaldið
Bjarni Kjartansson, 25.8.2008 kl. 12:59
Ég hélt það þyrfti nú ekki inn í ESB til að vera með erlenda menn í áhöfnum fiskiskipa? Veit ekki betur en það sé nú þegar og sumstaðar ekki smátt hlutfall, eins og á línuflotanum, hvar kauplaust og grímulaust þrælaríið er svakalegast. Spái að það verði meirihlutinn eftir 10-15 ár og það hefur ekkert með krata að gera, miklu fremur íhaldið þitt Bjarni minn.
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 26.8.2008 kl. 00:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.