27.4.2009 | 16:32
Mjaldur (White Whale-Delphinapterus leucas)
Fullvaxnir tarfar eru 4,2 5,5 m langir og vega 1-1,6 tonn en kýrnar 3 4,1 m og vega 400 600 kg. Lífslíkur eru 30 40 ár.
Fullvaxin dýr eru ljósgul eða alhvít en kálfar gráir eða brúnir en lýsast með aldrinum.
Höfuðið er lítið og kúpt og dýrið getur hreyft það í allar áttir og breytt framstæðum munnsvipnum.
Bægslin eru fremur stutt, spaðalaga, lítið eitt uppsveigð og velhreyfanleg. Sporður er oft dökk á jöðrum og bakuggi enginn en dökk rák í staðinn. Hann kafar oft í 1-2 mínútur í einu.
Mjaldurinn er flækingur umhverfis Ísland og er oftast í 5-20 dýra hópum en líka miklu stærri, rúmlega 1000 saman.
Hann syndir oft upp stórfljót í kaldari löndum og eltir laxfiska stundum mörg hundruð km frá strönd, en þar heldur hann sig að mestu og verður lítið vart við hann á djúpsævi. Hann er gæfur og auðvelt að komast að honum.
Aðalfæðan er ýmsar fiskategundir, smokkfiskur og áta. Hann kafar líklega ekki miklu dýpra en 300 m, þar sem hann er að mestu á grunnsævi.
Kýrnar verða kynþroska um 5 ára aldur en tarfar átta ára. Mökunin á sér stað, þegar ísa leysir, og meðgangan er u.þ.b. 14 mánuðir Kálfurinn er u.þ.b. 1,5 m langur og 80 kg við fæðingu.
Dýrin verða ekki hvít fyrr en á 5-12 ára aldri. Engin önnur hvalategund getur gefið frá sér eins margbreytileg hátíðnihljóð og mjaldurinn og aðeins hnoðarar og náhvalir geta hreyft höfuðið eins frjálslega og mjaldurinn.
Grænlendingar hafa frá alda öðli veitt mikið af þessari norðlægu og sílspikuðu skepnu, 400-1000 dýr á ári.
Skozkir og norskir hvalveiðimenn ofveiddu mjaldur og enn þá er ekki talið að stofnarnir, sem þeir tóku úr, hafi náð sér á strik. Hvítabirnir og rostungar taka líka úr stofnunum og talið er að mengun hafanna ógni tilveru þeirra verulega.
Heildarstofnstærð er áætluð 50.000 70.000 dýr.
Sjaldséður mjaldur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:07 | Facebook
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 59
- Frá upphafi: 764335
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 43
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hnúfubakurinn er flottur á myndbandinu en er ekki til myndband með mjaldri?
corvus corax, 27.4.2009 kl. 16:47
Góð grein hjá þér og skemmtilegt myndband. Einhvernveginn fannst mér þó að hvalurinn í myndbandinu væri eitthvað annað en mjaldur. Hann leit allavega öðruvísi út en myndirnar að neðan.
Ég var fyrir stuttu síðan í Sea world í San Antonio og þá var einmitt Mjaldur sem synti með fólk á bakinu í stórri laug þar, en hann var alveg eins og myndirnar hjá þér.
Kanski er þetta vitleysa hjá mér en góð grein hjá þér engu síður.
kveðja Rafn.
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 17:08
Fróðlegur pistill að venju. Takk fyrir hann.
Heimir Tómasson, 27.4.2009 kl. 17:09
Heirðu detti mér nú allar dauðar lýs á höfði. Ég kveikti aftur á myndbandinu þá kom allt annar hvalur sem sem líkist meira mjaldri.
kveðja Rafn.
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 17:10
Takk fyrir ábendinguna.
Það fór vitlaust myndband óvart (nema kanski fyrir þekkingarleysi) inn hjá mér...heheh .
Níels A. Ársælsson., 27.4.2009 kl. 17:12
Flott grein og hafðu bestu þakkir fyrir.
Jóhann Elíasson, 28.4.2009 kl. 07:38
Þakka ykkur öllum fyrir góð orð.
Níels A. Ársælsson., 28.4.2009 kl. 08:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.