Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007
24.1.2007 | 14:34
Hvenær fer Samkepniseftirlitið á LÍÚ ?
Hugmynd af stjórnarfundi LÍÚ í nánustu framtíð ?
http://nilli.blog.is/blog/nilli/entry/100660
http://nilli.blog.is/blog/nilli/entry/103625
![]() |
11 fyrirtæki sektuð um ólöglegt verðsamráð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.1.2007 | 19:25
Vonlaust framboð:

![]() |
Margrét Sverrisdóttir býður sig ekki fram til formanns Frjálslyndra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.1.2007 | 16:50
Ekki bara draugabær á Keflavíkurvelli:

![]() |
Vel útbúinn draugabær til sölu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.1.2007 | 11:44
Jarðgangagerð á Vestfjörðum:
Vill vekja athyggli á frábærri grein sýslumanns okkar Barðstrendinga á bb.is. Góður maður Þórólfur ef hann heldur þessu striki til þrautar.
http://bb.is/?PageID=161&NewsID=94067
http://www.vegur.is/valkostir.html
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.1.2007 | 09:38
Hvað með sjávarútvegsstefnu Samfylkingarinnar ?
![]() |
Sveik loforð sitt við Framsóknarflokkinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.1.2007 | 23:47
Hver er stefna Samfylkingarinnar í sjávarútvegsmálum ???

Auðlindir og umhverfi - Framtíðin krefst svara - Auðlindanýting í sátt við umhverfið.
Samfylkingin telur að sameiginlegar auðlindir Íslendinga, svo sem nytjastofnar sjávar og orkan í fallvötnum og á jarðhitasvæðum, skuli vera ævarandi þjóðareign. Eðlilegt endurgjald fyrir afnot af þeim á að renna til þjóðarinnar.
Náttúran og náttúruauðlindir
- Villt íslensk náttúra er auðlind, hún er hluti af efnahagsstarfsemi þjóðarinnar og hafa má af henni verulegar tekjur og/eða annan ávinning nú og í framtíðinni. Af þessum sökum ber að líta á náttúruvernd sem eina aðferð við nýtingu náttúruauðlinda.
- Ganga ber út frá því að tilgangur auðlindanýtingar sé að auka velferð þeirra sem í hlut eiga. Ef aukin auðlindanýting eykur velferð einhverra án þess að skaða velferð annarra er hún í eðli sínu sjálfbær.
- Náttúruauðlind sem virðist fela í sér lítil verðmæti í dag gæti orðið verðmæt á morgun. Ef stjórnvöld ákveða að færa tiltekna náttúruauðlind sem skilgreina má sem almenning ótímabundið yfir í einkaeign, kann samfélagið að afsala sér möguleika til að afla tekna til samfélagsverkefna í framtíðinni. Það er því ekki í anda sjálfbærrar þróunar að breyta þjóðareign í einkaeign, heldur ber að veita af henni tímabundinn afnotarétt.
Ef litið er til stærðar landsins og íbúafjölda er Ísland er afar ríkt af náttúrurauðlindum og skynsamleg nýting þeirra hefur átt drjúgan þátt í að skapa forsendur fyrir almennri efnahagslegri velmegun í landinu. Á undanförnum áratugum hefur mikið verið fjallað um stjórnun auðlindanna og sanngjarna skiptingu þess afraksturs sem fellur til við nýtingu náttúruauðlinda í almannaeign.
Skipan þessara mála hefur á margan hátt verið ófullnægjandi og óviðunandi séð fá bæjardyrum jafnaðarmanna. Þó þekking á náttúru landsins sé talsverð, og hafi aukist mikið á undanförnum árum, kemur oft upp sú staða að ekki er hægt að sjá fyrir allar afleiðingar tiltekinna framkvæmda. Í slíkum tilvikum ber að líta til varúðarreglunnar sem fram kemur í Ríó-yfirlýsingunni frá 1992 en samkvæmt henni á náttúran að njóta vafans og áform um framkvæmdir að víkja þar til meiri þekkingar hefur verið aflað.
Það er sífelldum breytingum undirorpið hvaða náttúrugæði má nýta í efnahagslegum tilgangi, en almennt verða sífellt fleiri þættir náttúrunnar liður í efnahagsstarfsemi landamanna. Það er því nauðsynlegt að skapa nýtingu náttúrurauðlinda lagaumgjörð sem tekur mið af þessum sífelldu breytingum og tekur jafnframt ríkt tillit til jöfnuðar í samfélaginu.
Í þessari greinargerð hefur verið leitast við að svara nokkrum grundvallarspurningum um nýtingu náttúruauðlinda og hvaða leiðir séu færar til að tryggja sjálfbæra nýtingu þeirra og sem jafnasta skiptingu afraksturs þeirra. Það er von vinnuhópsins að þessi umfjöllun sé upplýsandi og gefi forsendur fyrir skapandi pólitískri umræðu um eitt mikilvægasta viðfangsefnið í íslenskum stjórnmálum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 23.1.2007 kl. 01:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.1.2007 | 13:57
Samfylkingin komi fram með stefnu í sjávarútvegsmálum:
Ég kalla eftir stefnu Samfylkingarinnar í sjávarútvegsmálum. Af hverju hefur Ingibjörg Sólrún ekki minnst einu orði á kvótamálin eftir að hún hélt fræga sáttaræðu á landsfundi Íslenskra útvegsmanna haustið 2004 að mig minnir ? Hver er raunveruleg afstaða Samfylkingarinnar til núverandi fiskveiðistjórnunnar og örlaga sjávarbyggða á Islandi ?
Stjórnmál og samfélag | Breytt 23.1.2007 kl. 13:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.1.2007 | 11:56
Vandi Samfylkingarinnar er kvótakerfið:
Sá vandi sem blasir við Ingibjörgu Sólrúnu og Samfylkingunni er að mínu mati fyrst og fremst því að kenna að "kvótakerfið" í fiskveiðum hefur verið sett á bannlista allt kjörtímabilið sem nú er að líða. Fylgistap Samfylkingarinnar er ekki vegna "umhverfismála" sem eru bara lítill hluti að skýringunum. Ef Ingibjörg Sólrún tæki strax í dag afstöðu í kvótamálinu og boðaði gagngerar breytingar þá færi fylgi flokks hennar strax í 35 til 40% fylgi.
Ég set höfuð mitt að veði fyrir þessari skoðun !
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.1.2007 | 20:06
Gleðifrétt:
![]() |
Hjálmar Árnason hættir í stjórnmálum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.1.2007 | 16:29
Hnignun sjávarþorpa á Vestfjörðum:
Sú var tíð að sjávarþorpin á vestfjörðum voru eins og blóm í eggi. Iðandi mannlíf, menning og sagan út um allt. Eins og segir í sögu Hrafna flóka. "smjör draup af hverju strái" Eilíft vor í lofti og bjartsýnin réð ríkjum hjá hverri sálu.
Fólkið sem bjó í þorpunum byggði sér bæi, skóla, bryggjur, flugvelli og vegir voru lagðir. Útvegsbændur byggðu sér öflug skip og fiskhús af flottustu hönnun þess tíma.
Fræknustu sjómenn og fengsælustu skipstjórar við N Atlandshaf mönnuðu flota Vestfirðinga sem var sá öflugasti og best búni í víðri veröld. Valinn maður í hverju rúmi.
Harðduglegir íbúar þorpana höfðu nóg að bíta og brenna og atvinnan var meiri en næg fyrir alla. Erlendir sem Íslenskir farandverkamenn komu í þorpin til að aðstoða heimamenn við að gera verðmæti úr öllum þeim afla sem barst að landi.
Frystihús, salthús, skreiðarhús, fiskimjölsverksmiðjur og lýsisbræðslur voru í hverju þorpi sem möluðu samfélaginu og eigendum sínum gull allt árið. Peningarnir flóðu frá útlöndum líkt og í lækjum og hagsældin í þorpunum var mikil.
Árið var 1983: Fiskifræðingar og stjórnmálamenn fundu það út að þorskstofninn við Ísland væri ofveiddur. Þetta sama ár var komið á kvótakeffi við stjórn fiskveiða. Vestfirðingar vöruðu við slíkum bölsýnis spám og töldu að um náttúrlega niðursveiflu væri að ræða.
Vestfirðingar vöruðu við markaðsdrifnu kvótakerfi í fiskveiðum og að sjávarþorpin við Ísland gætu nánast þurkast út þar sem fiskveiðiheimildinar færðust á hendur örfárra braskara sem gerðu sér sjómennina að þrælum og leiguliðum.
Árið er 2005. Sjávarþorpin á Vestfjörðum og víðast hvar á landinu eru eins og eyðibýli. Skipin upp höggvin, brend, sökt, eða þeim hreinlega verið stolið eins og mörg dæmin sanna.
Tilvitnun í Íslandsljóð Einars Benediktsonnar.
Þú folk með eymd í arf !
Snautt og þyrst við gnóttir lífsins Linda,
Litla þjóð, sem geldur stórra synda.
Tilvitnun lýkur.
Örfá sjávarútvegsfyrirtæki eru eftir á Vestfjörðum, nánast allur flotinn er farinn. Stór hluti af íbúunum er flúin eða við það að flýja. Þeir sem fara og eru farnir eru flest allir meira en minna eignarlausir.
Þeir sem eftir hokra verða að sætta sig við yfirvald þorpana sem haga sér flestir líkt og Jóhann Bogesen stórversír á Óseyri við Axafjörð forðum daga í söguni "Sölku Völku"
Það er komið meira en nóg af ofbeldi sem Íslensk stjórnvöld hafa farið fram með gegn íbúunum í sjávarþorpum vestfjarða. Það verður aldrei sátt né friður á meðan ekki verður snúið til réttlætis og auðlindinni aftur skilað.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
-
Ársæll Níelsson
-
Jóhannes Ragnarsson
-
Hafdís Ösp
-
Jón Kristjánsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Þórður Sævar Jónsson
-
Lýður Árnason
-
Ólafur Ragnarsson
-
Karl V. Matthíasson
-
Valmundur Valmundsson
-
Árni Gunnarsson
-
Elfar Logi Hannesson
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Ketill Sigurjónsson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Ívar Pálsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Magnús Jónsson
-
Jens Guð
-
Jón Valur Jensson
-
Þorsteinn Valur Baldvinsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
S. Einar Sigurðsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.5.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 765036
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar