Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007
19.1.2007 | 12:04
Fyrirgefningin:
Held að fólk ætti frekar að biðja fyrir Guðmundi Jónssyni, fjölskyldu hans og öllum aðstandendum frekar en að ausa svífyrðingum yfir þetta blessaða fólk. Ég vill benda á þá staðreynd að flest allir ef ekki allir skjólstæðingar Byrgisins frá stofnun þess voru og eru einstaklingar sem Þórarinn Tyrfingsson var búinn að úthýsa af sjúkrahúsi SÁÁ og nánast dæma til glötunar. Vek jafnframt athyggli á því að ég best veit var nánast allt starfsfólk Byrgisins fyrverandi fíklar sem áttu hvergi höfði sínu að halla og samfélagið var búið að setja út á gaddinn.
"Aðgát skal höfð í nærveru sálar"
![]() |
Rekstaraðilar Byrgisins brugðust trausti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
18.1.2007 | 23:21
Þorskstofninn og bullið í ICES:
Rússneskir vísindamenn segja þorskstofninn í Barentshafi stórlega vanmetinn.
Vísindamenn við VNIRO rannsóknastofnunina í Rússlandi segja að þorskstofninn í Barentshafi sé helmingi stærri en mat Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES) segi til um en það byggir á upplýsingum frá norsku hafrannsóknastofnuninni og rússneskum fiskifræðingum innan Pinro hafrannsóknastofnunarinnar í Murmansk. Samkvæmt tölum ICES er stærð veiðistofns þorsks í Barentshafi 1,53 milljónir tonna. Vísindamenn VNIRO halda því hins vegar fram að mælingar þeirra hafi leitt í ljós að stofnstærðin sé 2,56 milljónir tonna og í raun hljóti veiðistofninn að vera enn stærri því rannsóknir þeirra taki aðeins til hefðbundinna togslóða.
.-- Það er ekki ætlun okkar að varpa fram einhverri sprengju, heldur bendum við á að það er hægt að nálgast stofnstærðarmælingar á margvíslegan hátt, segir Dmitry Kljotsjkov, líffræðingur og forstjóri VNIRO, í samtali við Fiskeribladet.Hann segir að stofnunin hafi verið að þróa sjálfstæðar rannsóknaaðgerðir og upplýsingarnar sem lagðar séu til grundvallar á stofnstærðarmatinu byggi á skráningum á afla úr hverju einasta holi rússneskra togara og séu þær upplýsingar bornar saman við upplýsingar um ferðir þeirra frá gervitunglum.
Þá sé notuð sérstök reiknisaðferð sem verið hafi í þróun hjá stofnuninni. Bent er á það í Fiskeribladet að hér kunni að vera komin skýring á því hvers vegna rússnesk hafrannsóknaskip tóku ekki þátt í rannsóknaleiðangri sem farinn var á norskum hafrannsóknaskipum fyrr í vetur. Asgeir Aglen, fiskifræðingur hjá norsku hafrannsóknastofnuninni, segir í samtali við Fiskeribladet að VNIRO hljóti að hafa notað einhverjar óhefðundnar aðferðir til að komast að þessari niðurstöðu en það breyti engu um að það athyglisverða í málinu sé að rannsóknir leiði í ljós að þorski, þriggja ára og eldri, fari fækkandi í öllum aldurshópum.Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.1.2007 | 20:55
Þorskstofninn við Ísland og í Barentshafi:

Rússar búnir að bjarga þorskstofninum í Barentshafi frá hruni - með ofveiði?
Grein eftir Kristinn Pétursson: Birt með góðfúslegu leyfi höfundar.
,,Norska fiskistofan áætlar að Rússar hafi veitt mikið umfram kvóta á sl. ári og í mörg ár. Ég hef bent á að samkvæmt fenginni reynlu væru miklar líkur á því að Rússar myndu bjarga þorskstofninum í Barentshafi frá hruni - með þessari meintu ofveiði. Ég tel að þessar staðreyndir og margar fleiri sýni að veruleg sókn umfram rágjöf Alþjóðahafrannsóknarráðsins sé nauðsynleg til að efla frjósemi í þorskstofninum þarna og annars staðar.
,,Þessi reynsla um að veiðar geti örvað vöxt og nýliðun styðst við grundvallarkenningar í fiskilíffræði en er andstæð tölfræðilegum kenningum Alþjóðahafrannsóknarráðsins um að friðun þorsks - burtséð frá fæðuskilyrðum - sé grundvallaratriði við uppbyggingu þorskstofna! Ég vil tengja þetta annarri frétt á skip.is í sl. viku, sem var tilvitnun í frétt í Fiskaren og sagði frá því að rússneskir fiskveiðiráðgjafar hefðu nú komist að niðurstöðu að þorskstofninn í Berentshafi væri nú að öllum líkindum helmingi stærri en Alþjóðahafrannsóknarráðið gerði ráð fyrir.
Allt eru þetta staðreyndir af sama meiði. Veiðar virðst örva vöxt og nýliðun! Þetta er sama þróun og varð hérlendis 1975 -1980. ,,Svarta skýrslan" kom út hérlendis 1975 og spáði hruni þorskstofnsins ef haldið væri áfram að veiða með sömu sókn, sem þá var um 360 þúsund tonn á ári, úr þorskstofni sem var minni en þorskstofninn hérlendis er í dag. Það var gert og þorskstofninn tvöfaldaði stærð sína 1975-1980 eins og nú virðist hafa gerst í Barentshafi við meinta ,,ofveiði"!Reynslan hérlendis 1975-1980 varð þveröfug við spár ,,svörtu skýrslu" og spár Alþjóðahafrannsóknarráðsins.
Við (of)veiddum þorskstofninn hérlendis um 120 þúsund tonn árlega frá 1975-1980 eða um 600 þúsund tonn á fimm árum! Við þessa meintu ofveiði - stækkaði þorskstofninn hérlendis úr 800 þúsund tonnum í 1600 þúsund tonn 1980!Svo kom niðursveifla í umhverfisskilyrði 1980-1983. Loðnustofninn fór í sögulegt lágmark - innan við 100 þúsund tonn - 1981. Þorskstofninn hrundi þá í vaxtarhraða um 35% á þremur árum. Þorskstofninn minnkaði auðvitað við þetta - úr 1600 þúsund tonnum í um 800 þúsund tonn.
Þá var reiknað (logið) ,,ofveiði".Lítum nánar á rökfræðina bak við þessa meintu ,,ofveiði" 1980-1983! Við náðum ekki að veiða það sem Hafró ráðlagði 1982 og 1983 - samtals um 120 þúsund tonn. Stofninn minnkaði samt um 800 þúsund tonn. Liggur þá ekki fyrir að það vanti 800+120 = 920 þúsund tonn í ,,birgðabókhaldið" sem var svo fullyrt að væri ,,ofveiði" - ekki satt!!??Þá kemur lykilspurningin í þessari rökfræði - ef rökfræði skyldi kalla: Hvar var þessum 920 þúsund tonnum landað, sem vantar í þetta ,,bókhald" ef þetta var ofveiði. ,,Ofveiði" merkir að þetta hafi verið veitt, ekki satt?
Ef þetta var í reynd VEIÐI (ofveiði) - hlýtur aflanum að hafa verið landað einhvers staðar - til viðbótar þeim afla sem þegar var skráður! Hvar var þá aflanum landað - 920 þúsund tonnum - á þrem árum?? Svarið er - hvergi!Þetta magn var sem sagt aldrei veitt! Og skilgeiningin ,,ofveiði" er því á venjulegri íslensku - haugalygi!! Sama lygin og nánast öll þessi hörmungarsaga um þorskstofninn og röð mistaka við uppbyggingu hans.
Það sem gera þarf, er að haldin verði stór opin málstofa - eða ráðstefna, - þar sem þeir sem hafa gagnrýnt þessa aðferðafræði hvað harðast undanfarin ár, fái tækifæri til að rökstyðja sín sjónarmið - án þess að fulltrúar Hafró kaffæri jafnóðum málflutninginn með nýrri og nýrri útgáfu af haugalygi!Þorskstofninn hérlendis er án efa vanmetinn. ,,Skipulagt vanmat," sögðu rússnesku sérfræðingarnir. Það er nákvæmlega sama merkingin og ég hef notað og kallað ,,falsað ofmat" á þorskstofninum hérlendis.Í dag sanna línuveiðar hérlendis að það er mokafli þorsks á línu, hvar sem lína er lögð á landgrunninu. Aldrei annað eins í allri Íslandssögunni!
Þetta er nákvæmasta mæling sem við getum fengið um að þorskstofninn er mjög stór en tvístraður um allt landgrunnið í ætisleit. Búinn að éta upp alla rækjuna - enn eina ferðina - sandsílið kláraðist í fyrra og loðnan er étin grimmt en samt vantar fæðu. Fallandi vaxtarhraði í dag og brotthvarf á þorskseiðum og smáþorski bendir til að þorskurinn hafi veriðétinn! Þá er haugalygin látin heita ,,ofmetin nýliðun" ef það er 50% fall á talningu í smáþorski milli ára.
Tölfræði Alþjóðahafrannsóknarráðsins og Hafrannsóknarstofnunar virðist einhver hrikalegasta lygaþvæla í allri Íslandssögunni. Þorskur, sem mælist vera til, er bara blákalt falsaður ,,ofmetinn" 1-3 árum síðar í stað þess að viðurkenna stórhækkaðan dánarstuðul - að öllum líkindum vegna sjálfáts og fæðuskorts. Þetta er ekkert flókið mál. Bara hætta að ljúga!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.1.2007 | 23:18
Brot ríkisvaldsins á bókun 9. í EES samningnum:
Ólöglegt samráð lÍÚ og brot ríkisvaldsins gegn EES samningnum:
Landsamband Íslenskra útvegsmanna stendur fyrir samráði með verð á aflamarki í öllum tegundum á óveiddum fiski og eru aðildarfélagar samtakana með nálega 80% markaðshlutdeild á leigumarkaðnum á sinni könnu. Landsamband Íslenskra útvegsmanna rekur kvótamiðlun í húsakynnum sínum og stjórna þaðan verði á leigukvótum í krafti yfirburða á markaðnum enda handhafar nær allra veiðiheimilda í aflamarkskerfinu. Verð á aflahlutdeild og aflamarki lúta engum lögmálum markaðarins heldur einungis handstýrðu afli Líú. Hvorki ríkisstjórnin né samkeppnisyfirvöld aðhafast neitt í málinu og láta þessi lögbrot yfir þjóðina ganga. Kvóti sem úthlutað er ár hvert af sameiginlegri auðlind þjóðarinnar til útvaldra fyrirtækja og einstaklinga er ríkisstyrkur og hann ber að afnema samkvæmt bókun 9. í EES samningnum.
EESsamningurinn.
2. KAFLI:
RÍKISAÐSTOÐ:
61. gr.
1. Ef ekki er kveðið á um annað í samningi þessum er hvers kyns aðstoð, sem
aðildarríki EB eða EFTA-ríki veitir eða veitt er af ríkisfjármunum og raskar
eða er til þess fallin að raska samkeppni með því að ívilna ákveðnum
fyrirtækjum eða framleiðslu ákveðinna vara, ósamrýmanleg framkvæmd samnings
þessa að því leyti sem hún hefur áhrif á viðskipti milli samningsaðila.
BÓKUN 9 {1}
UM VIÐSKIPTI MEÐ FISK OG AÐRAR SJÁVARAFURÐIR
{1} Sjá samþykktir.
4. gr.
1. Aðstoð sem veitt er af ríkisfjármunum til sjávarútvegs og raskar
samkeppni, skal afnumin.
2. Löggjöf varðandi markaðsskipulag sjávarútvegs skal breytt þannig að hún
raski ekki samkeppni.
3. Samningsaðilar skulu leitast við að tryggja samkeppnisskilyrði sem gerir hinum samningsaðilunum kleift að beita ekki ráðstöfunum gegn undirboðum og
jöfnunartollum.
Níels A. Ársælsson.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.1.2007 | 20:16
Loftlagsbreytingar:
![]() |
Hawking: Loftslagsbreytingar hættulegri mannkyninu en hryðjuverk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.1.2007 | 22:55
Norsk-Íslenski síldarstofninn:
Hvers vegna þarf að semja um norsk-íslensku síldina?
,,Nú eru viðræður í gangi um skiptingu veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum. Staðan náttúrufræðilega er sú að vegna breytinga í hitastigi sjávar til hækkunar á meðalhita, eru vaxandi líkur á göngu síldarinnar í íslenska lögsögu næstu ár hugsanlega svipað og göngur síldarinnar voru var árin 1924-1964 en þá var hlýindaskeið hérlendis þannig að meðalhiti fyrir Norðurlandi fór upp undir 7°C milli 1950 og 1960. Snöggleg kólnun sjávar hafísárin 1965-1972 lækkaði meðalhita hrikalega, þannig að meðalhiti fyrir Norðurlandi var t.d. mínustala eða undir 0°C árið 1969. Meðalhitinn 1972-1992 var ekki nema 2,8°C en meðalhiti áranna 1924-1960 var 5,8°C til samanburðar. Þetta náttúrufar og kólnun sjávar, olli breytingum á göngum síldarinnar en áhrif ,,ofveiða tel ég stórlega ofmetin. Það vantaði fæðu.
Af staðreyndum um hækkun meðalhita nú í dag, tel ég fráleitt að gera bundna samninga í dag til lengri tíma um skiptingu NÍ síldarstofnsins til framtíðar, nema þar séu fyrirvarar um breytingar á samningum ef síldin breytir göngumynstri til fyrra horfs. Þess vegna er hugsanlega best að far að ráðum Rögnvaldar Hannessonar og auka sóknina í NÍ síldarstofninn eins og Norðmenn hafa gert. Væntanlega er einhverjum orðið ljóst fleirum en Rögnvaldi að aðaláhættan í vistkerfi okkar er fæðuskortur nytjastofna en veiði okkar í dag virðist stórlega ofmetin áhætta í öllum fiskistofnum.
Nýgerðir kolmunnasamningar eru stórfelld afglöp. ICES sýndi strax tennurnar í fyrrahaust og skar niður kolmunnakvótann um 800 þúsund tonn! Fiskistofn þarf að éta 7 sinnum þyngd sína árlega og því er þessi niðurskurður kolmunnaveiða aukið álag á vistkerfi hafsins um 5,6 milljónir tonna í beitarálagi. Botnlaus heimska því kolmunni er ránfiskur sem veður um allt Atlantshafið étandi allt sem í færi er af seiðum nytjastofna!
Ég hvet því til að það verði ekki samið nú nema þá bara til eins árs.
Kristinn Pétursson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.1.2007 | 12:38
Flottrollsveiðar ógna öllu lífríki hafsins við Ísland:
Tilvitnun í viðtal í Fréttablaðinu 2006:
Jón Eyfjörð Eiríksson er skipstjóri á Sighvati Bjarnasyni VE-81 frá Vestmannaeyjum. Hann hefur ekki farið leynt með þá skoðun sína að flottroll séu varhugaverð veiðarfæri fyrir framtíð loðnustofnsins fyrir þær sakir að aðeins lítill hluti loðnunnar sem verður á vegi trollsins endar í pokanum en allt hitt vellur út um möskvana og því er óvíst hversu mikið af henni fer forgörðum. Eins segir hann óvíst hvort loðnan þjappi sér saman aftur og haldi stefnu sinni eftir að búið er að ryðjast gegnum göngurnar með flottrollum. Helgi kollegi hans deilir þessari skoðun með Jóni og einnig flestir skipverjar sem blaðamaður ræddi við um borð. Þetta er heit umræða í Eyjum og Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar sem á Sighvat Bjarnason, segir að hann hljóti að hlusta á þessa gagnrýni sjómanna.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.1.2007 | 17:59
Viðtal við okkar ástsæla skipherra Guðmund Kjærnested í tímaritinu Ægir 14.10.2002.
Ég hélt satt að segja að með því að berjast fyrir því að fá yfirráð yfir okkar fiskveiðilögsögu væri vandinn leystur. En það er nú eitthvað annað, mér sýnist vandinn hafa aukist, segir Guðmundur Kjærnested, fyrrum skipherra hjá Landhelgisgæslunni, í samtali í nýútkomnum Ægi, tímariti um sjávarútvegsmál.
Ég segi fyrir mig, að ég hefði ekki staðið í þessari baráttu öll þessi ár ef ég hefði getað ímyndað mér að staðan yrði svona nokkrum árum síðar, segir Guðmundur og vísar til þess að hann sé síður en svo sáttur við núgildandi fiskveiðistjórnunarkerfi. Hann telur að kerfið hafi orðið til þess að aflaheimildirnar hafi færst á hendur nokkurra útgerða og litlu sjávarplássin standi eftir meira og minna kvótalaus.Mér sýnist að það hljóti að vera eitthvað mikið að. Aflaheimildirnar hafa verið að minnka undanfarin ár, þótt nú berist fréttir af einhverjum bata. Með fullri virðingu fyrir fiskifræðingunum okkar, sem ég átti ágætt samstarf við í mörg ár, þá eru þeir ennþá að notast við bók Bjarna Sæmundssonar, sem var eini fiskifræðingur landsins þegar hann skrifaði bókina, og hafa sáralitlu við hana bætt, segir Guðmundur.Ein af meginástæðunum fyrir því að við Íslendingar færðum landhelgina út í 200 mílur var að menn vildu forðast svokallaða ryksugutogara á miðunum, sem fóru á milli hafsvæða og þurrkuðu upp heilu fiskigöngurnar, segir Guðmundur einnig í viðtalinu. Við vildum sem sagt losna við þessa togara, en ég spyr: Hvað erum við að gera í dag?
Eru ekki allir að kaupa frystitogara eða verksmiðjutogara og hætta að koma með aflann til vinnslu í landi? Á þessum skipum er umtalsverðu magni af afskurði og slógi hent fyrir borð. Það ég best veit eru verksmiðjutogarar ekki leyfðir innan 200 mílna við Bandaríkin og það sama hygg ég að sé uppi á teningnum hjá Færeyingum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 15.1.2007 kl. 01:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.1.2007 | 23:28
Sturlungar vorra tíma:
Sturlungar.
Nú er ekki lengur reiknað eftir því, hversu mörgum var banað í einu höggi. Nú skoða ég mína samvisku og mína samtíð í þeim skugga sem ég stend í eftir rúmlega tuttugu ára tímabil kvótakerfis í fiskveiðum og bilaðri ráðgjöf fiskifræðinga. Ég sé þar lesti en kosti fáa, ástríður og syndir nútíðar í fornaldar gerfi.
Hjörtu okkar eru furðu lík í dag og á þeirri þrettándu þegar Sturlungar óðu uppi með báli og brandi um allar sveitir landsins og blóðið lak í straumum, hver höndin upp á móti annari, ástríðurnar æstar og taumlausar, bölvun styrjaldar var steypt yfir okkar land, innlendir smákóngar og héraðshöfðingjar bárust á banaspjótum. Erlendur konungur hafði öll tögl og haldir á Sturlungum og sat um að ná af þjóðinni dýrmætustu sameign þeirra , frelsi og sjálfstæði landsins. Sjálfstæði Íslands fór þar fyrir lítið, kyrkt í vélráðum, kæft í blóði. Sturlungaöld var ein sú mesta ógæfuöld sem á Íslenska þjóð hefur dunið, en það nöturlegasta er, sú staðreynd að þetta voru sjálfskaparvíti og landsmenn sinnar eigin ógæfusmiðir.
Það er margt sérkennilega líkt með Sturlungaöldinni og því tímabili sem liðið er eftir að kvótakerfið hélt innreið sína í Íslenskan sjávarútveg. Nú eru það ekki Sturlungar frá þrettándu öld sem ríða um sveitir og héruð Íslands með vopnaskaki og manndrápum heldur sjálf skipaðir Sturlungar auðvaldsins með tilstyrk meirihluta Alþingis Íslendinga sem situr í skjóli hæpins meirihluta þjóðarinnar.
Níels A. Ársælsson.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 17.1.2007 kl. 17:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.1.2007 | 17:30
Afrekaskrá Árna Matthísen fyrrverandi ráðherra sjávarútvegsmála.
Til umhugsunnar:
Ég sé ástæðu til að benda á afrekaskrá Árna M. Matthiesen fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, vegna fyrirhugaðs framboðs hans í Suðurlandskjördæmi.
- Sýndi hæfileika til að vera þungt haldinn ákvarðanatökufælni.
- Virðist geta stjórnað daglega með skipulögðu aðgerðarleysi.
- Stakk tillögu nefndar á vegum Gunnars Birgissonar um vigtun sjávarafla í frystiskipum, ísfrádrátt á hafnarvog o.fl. - niður í skúffu og gerði ekkert með tillögurnar.
- Gerði ekkert nema í þykjustunni til að íslensk fiskvinnsla gæti boðið í afla sem sendur er óvigtaður og ótegundaskoðaður á erlenda markaði á alltíplati tollskýrslum.
- Ber ábyrgð á ofsóknum Fiskistofu og lánastofnunum á hendur saklausum fjölskyldum þar á meðal fjölskyldu undirritaðs eftir að sýnt var myndband á sjónvarpstöðvum og netmiðlum um allan heim brottkast á 53 fiskum. Ofsóknum sem leiddu til gjaldþrots og eignaupptöku fjölda einstaklinga og fyrirtækja. Lét dæma undirritaðan í fangelsi í 3 mánuði og til greiðslu sektar ásamt kostnaði að upphæð 5 milljónir króna tveimur árum eftir að Fiskistofa svifti Bjarma BA-326, veiðileyfinu í 6 mánuði fyrir sömu sakir. Á ekki að fara fram opinber rannsókn á svona ofsóknum sem virðast beinlínis gerðar til að refsa fólki - vegna þess að það sagði sannleikann.
- Lét troða allri smærri útgerð inn í framseljanlega kvóta, og eyðileggja kerfi dagabáta sem hvoru tveggja er að rústa fjölda sjávarbyggða sem og gera eignir þúsunda fjölskyldna verðlausar af hvaða tilefni???... hver bað um þetta??!
- Boðaði fiskifræði sjómannsins á sama tíma og hann afhenti klíku Alþjóða Hafrannsóknarráðsins meiri og meiri völd og afsalaði þannig fullveldi þjóðarinnar til alþjóðlegrar klíku (sambærilegri alþjóðahvalveiðiráðinu) í stað þess að færa völd um aflahámark fisktegunda inn í Alþingi eins og skylt er skv. grundvallaratriðum í stjórnarskrá og stjórnskipun lýðveldisins.
- Lét afnema lög um Kvótaþing að tilefnislausu, sem hefur leitt af sér stóraukna spennu og spillingu í stjórnkerfi fiskveiða, - aukið brottkast og löndun fram hjá vigt auk vafasamra viðskiptahátta með aflaheimildir með vistun Fiskistofu á aflaheimildum á aðrar kennitölur en kennitölur eiganda fyrir tugi milljarða. Stenst svona vistun skattalög? Má vista verðmæti fyrir milljarða í nótulausum viðskiptum - bara af því Fiskistofa leyfir það?
- Allt stjórnartímabil Árna í sjávarútvegsráðuneytinu virðist mér hafa leitt af sér vaxandi siðblinda kvótafíkn þar litið er orðið á það sem heilbrigðan bissness að rústa sjávarbyggðum og verðfella eignir almennings þar í hagnaðarskyni? Eru þá ekki stjórnvöld ábyrg á framkvæmdinni og bótaskyld ?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
-
Ársæll Níelsson
-
Jóhannes Ragnarsson
-
Hafdís Ösp
-
Jón Kristjánsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Þórður Sævar Jónsson
-
Lýður Árnason
-
Ólafur Ragnarsson
-
Karl V. Matthíasson
-
Valmundur Valmundsson
-
Árni Gunnarsson
-
Elfar Logi Hannesson
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Ketill Sigurjónsson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Ívar Pálsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Magnús Jónsson
-
Jens Guð
-
Jón Valur Jensson
-
Þorsteinn Valur Baldvinsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
S. Einar Sigurðsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.5.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 765036
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Erlent
- Nýr páfi er frá Bandaríkjunum
- Vill að Indland og Pakistan ræði saman
- Sprengingar á flugvelli í Kasmír-héraði
- Drónaárásir trufla sigurhátíð Rússa
- Hvítur reykur berst: Nýr páfi
- Allar birgðir á þrotum
- Skaut fyrrverandi hermann og tengdamóður hans til bana
- Krefjast sex ára dóms yfir rusladrottningunni
Íþróttir
- Þetta er aldrei búið í þessari íþrótt
- Ekkert smá spennandi verkefni
- Getur lent í bölvuðum vandræðum
- Vorum sofandi á verðinum
- Við kýldum þær í magann
- Ótrúlegur sigur Tindastóls
- Betis sló Albert og félaga úr leik
- Fylkir á toppinn eftir dramatík
- Sættir sig enginn við þetta tap
- Heldur áfram með Grindvíkingum