Bloggfærslur mánaðarins, október 2007
16.10.2007 | 11:26
Óþarfa yfirlýsing
![]() |
Vantrausti lýst á Margréti Sverrisdóttur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.10.2007 | 20:21
Hver man ekki eftir Sound of Music ?
Yndislegasti söngleikur allra tíma
![]() |
Meðlimur úr Tónaflóðsfjölskyldunni er látinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.10.2007 | 13:25
Glæsilegur fulltrúi
Það hefði ekki verið hægt að velja betur. Til hamingju allir Reykvíkingar !
Oddný Sturludóttir er tveggja barna móðir sem lagt hefur stund á píanókennslu, ritstörf, blaðamennsku og skrifað bækur, kvikmyndahandrit og þýtt skáldsögur á íslensku.
![]() |
Oddný Sturludóttir formaður menntamála í Reykjavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.10.2007 | 12:51
Loðnuveiðar orsökin
Hvenær ætli stjórnmálamenn Íslenzkir opni augun fyrir alvarleika loðnuveiða hér við land ? Ég á erfitt með að trúa því að ríkistjórn og Alþingi láti það viðgangast mikið lengur að Samherji hf, og þeirra kónar verði látnir ráðskast áfram með sjávarútvegsráðherrann og Hafransóknarstofnun.
Ákvörðun Einars K. Guðfinnssonar sjávarútvegsráðherra frá því í sumar um að leyfa loðnuveiðar hér við land 1. nóvember nk, er vítaverð í ljósi reynslunnar og þeirra vitneskju sem við búum yfir er varðar mikilvægi loðnunnar á lífríki hafsins.
Ríkistjórn Íslands ætti tafarlaust að ógilda ákvörðun sjávarútvegsráðherra frá því í sumar eða að öðrum kosti sem væri enn betri að víkja honum úr embætti.
![]() |
Samdráttur í afla íslenskra skipa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.10.2007 | 22:56
Frábærir náungar báðir tveir
Lengi lifi byltingin !
![]() |
Kastró hringdi í sjónvarpsþátt Chavez |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.10.2007 | 01:57
Pourquoi-Pas ?
Af heimasíðu Einars K. Guðfinnssonar.
Rýtingsstunga í bak Halldórs Ásgrímssonar
Segja má að koss Alfreðs Þorsteinssonar á tárvota hvarma Björns Inga Hrafnssonar og sem þjóðin varð vitni að í sjónvarpinu - hafi verið innsigli hins nýja meirihluta í Reykjavík. Þetta var viðeigandi. Alfreð er sjálfur guðfaðirinn( skrifað hér með litlum staf) og slæmir kossi á sitt pólitíska sköpunarverk.
Upphafið markar svo framhaldið. Það var ofið svikum af hálfu Björns Inga Hrafnssonar og snúið utan um hagsmuni en ekki hugmyndir, né málefni. Það hefur komið vel í ljós undanfarna daga og er nú alveg óumdeilt.
Björn Ingi Hrafnsson lýsir svo eftirfarandi yfir á vakningafundi Framsóknarflokksins í Reykjavík í gær: "Mér hefur fundist á undanförnum árum og kannski einhverjum fleirum að oftar hefði mátt standa í lappirnar í erfiðum málum og segja hingað og ekki lengra." Þess ber að geta þessum orðum var fagnað með lófataki í hópi trúnaðarmanna Björns Inga í Reykjavík í gær.
Hverjum eru nú þessi skeyti ætluð?
Það er augljóst. Halldór Ásgrímsson fyrrverandi forsætisráðherra verður fyrir þessum örvum Björns Inga Hrafnssonar fyrrum aðstoðarmanns síns. Það var Halldór Ásgrímsson sem stofnaði til hins farsæla stjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn. Síðustu árin sín í stjórnmálum var hann forsætisráðherra. Björn Ingi Hrafnsson er að segja núna að allt hafi þetta verið of dýru verði keypt. Forsætisráðherrastóllinn þá væntanlega líka. Engum manni öðrum geta því verið ætluð þessi eitruðu skot.
Svona er ekki sagt í hita leiksins, heldur meðvitað. Það er verið að kynda undir tiltekinni skoðun.
Þetta er líka drengilega mælt af hinum gamla aðstoðarmanni eða hitt þó heldur. Úti í Kaupmannahöfn situr Halldór Ásgrímsson á friðarstóli og er ekki gerandi í stjórnmálum dagsins í dag. Nú má hann sæta þessum lymskulegum árásum frá Birni Inga Hrafnssyni; í atburðarrás þar sem Halldór er víðsfjarri.
Hvað gengur honum eiginlega til, meintum framtíðarfoingjanum í Framsókn? Hvers vegna þarf hann að vega svona úr launsátri sínu í garð síns gamla læriföður? Er svarið kannski það að honum megi bara fórna á sigurstundinni, þegar að baki er tvöfeldnin í garð Sjálfstæðisflokksins, einleikirnir í hinni pólitísku skák; á sigurstundinni sé því í lagi að niðurlægja sómamanninn Halldór Ásgrímsson.
Staða Björns Inga Hrafnssonar sem aðstoðarmanns formanns Framsóknarflokksins, lyfti honum í upphafi til þeirra metorða sem hann nýtur svo sæll og glaður í dag. Nú launar kálfurinn ofeldið.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
9.10.2007 | 15:10
Búrhvalir stunda fjölkvæni
Búrhvalur er stærstur tannhvala. Algeng lengd búrhvals er 8-20 m og þyngd 20-50 tonn. Kýrin er oftast minni en tarfurinn.
Höfuðið er mjög stórt og er þriðjungur af lengd hvalsins. Hann er dökkgrár að ofanverðu, ljósari á hliðunum en silfurgrár að neðan.
Hann hefur um 50 tennur í neðri skolti. Hann hefur stærsta heilabú sem nú þekkist í lifandi dýri. Hann er mesti djúpkafari allra hvala. Fæða hans er risablekfiskur, túnfiskur, risaskata, hákarl, og stór kolkrabbi. Hann lifir í öllum heimshöfum.
Hann er fjölkvænisdýr. Hann heldur sig í margvíslegum hópum. Hann er farhvalur og til Íslands koma einungis ung karldýr og gamlir tarfar. Búrhvalurinn getur kafað niður á 3 kílómetra dýpi og getur verið í kafi í allt að 2 klukkustundir.
Heimild; hvalavefurinn.
![]() |
Búrhval rak á land á Ströndum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.10.2007 | 23:37
Nýbúi 1931
Minkar voru fyrst fluttir til Íslands haustið 1931 en þá voru þrjú dýr keypt af norskum loðdýrabændum og flutt að Fossi í Grímsnesi.
Síðar voru 75 minkar fluttir á nýstofnað bú á Selfossi.
![]() |
Minkur um borð í skipi í Vestmannaeyjahöfn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.10.2007 | 22:51
Aung San Suu Kyi
Hún hefur setið í stofufangelsi í 17 ár. Hvernig væri nú að forseti vor herra Ólafur Ragnar Grímsson beitti sér í málefnum Búrma ?
![]() |
Leiðtogi Búrma fellst á viðræður við Aung San Suu Kyi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.10.2007 | 12:05
Aðgát skal höfð í nærveru sálar
![]() |
Strokufangarnir fundnir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
-
Ársæll Níelsson
-
Jóhannes Ragnarsson
-
Hafdís Ösp
-
Jón Kristjánsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Þórður Sævar Jónsson
-
Lýður Árnason
-
Ólafur Ragnarsson
-
Karl V. Matthíasson
-
Valmundur Valmundsson
-
Árni Gunnarsson
-
Elfar Logi Hannesson
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Ketill Sigurjónsson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Ívar Pálsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Magnús Jónsson
-
Jens Guð
-
Jón Valur Jensson
-
Þorsteinn Valur Baldvinsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
S. Einar Sigurðsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.4.): 1
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 764896
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 40
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar