Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007
21.11.2007 | 12:18
Seglin koma aftur
Og nú er eins gott að fara æfa sig strákar og stelpur
![]() |
Verð á olíu nálgast 100 dali tunnan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.11.2007 | 08:47
Eldsmatur
Minnir á máltækið "Eins og að skvetta olíu á eldinn".
Eru brunavarnir á Íslandi almennt ekki í lagi eða er verið að gera grín að fólki ?
![]() |
Sölutryggja 180 milljarða hlutafjárútboð Kaupþings |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.11.2007 | 13:35
Tundurdufl
Tundurdufl er nafn á sprengjum sem lagðar eru í sjóinn til þess að granda skipum og kafbátum.
Herskipin sem leggja tundurduflin kallast tundurduflaleggjarar. Sprengjurnar springa ef þær verða fyrir höggi vegna áreksturs, hljóðs, segulsviðs eða þrýstings.
Tundurdufl eru oft lögð í höfnum eða vogum og víkum til þess að loka siglingaleiðum. Stundum eru tundurduflin látin sökkva til botns og kallast þá botndufl.
En stundum eru þau fest við akkeri og látin mara í kafi og kallast þá flotdufl. Sprengjuhleðsla getur verið frá 150 til 500 kíló.
![]() |
Fékk tundurdufl í veiðarfærin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.11.2007 | 09:56
Ísbirnir við Ísland
Á Íslandi eru skráðar heimildir um 250 ísbjarnarkomur til landsins frá upphafi byggðar, með um 500 dýrum.
Elsta frásögn um ísbjarnakomu er sögð vera frá um 890, en þá á Ingimundur gamli, landnámsmaður í Vatnsdal, að hafa séð birnu með tvo húna og varð þá til örnefnið Húnavatn í Austur-Húnavatnssýslu.
Síðasta Íslandsheimsókn hvítabjarnar var líklega árið 1993, þegar skipverjar á línubátnum Guðnýju frá Ísafirði silgdu fram á ísbjörn á sundi norður af Horni.
Sægarparnir sem komu að dýrinu brugðu á það ráð að hífa björninn um borð á hausnum og við þá aðgerð hengdist dýrið.
Femínískar karlkerlingar fengu taugaáfall við þennan atburð og lintu ekki látum fyrr en misvitur stjórnvöld gerðu húninn upptækann.
![]() |
Ísbirnir í grennd við byggð á Grænlandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.11.2007 | 01:12
Enda er Exista
.......skítabakarí og loftbóla sem er sprungin fyrir margt löngu !
Hvað hefur markaðsverð Vestfjarða fallið mikið síðastliðin 25 ár frá upphafi kvótakerfisins ?
Það er ekki frétt ! Enda er um að ræða "fólk" en ekki hlutabréf í "Existu" og því ekki fréttnæmt og því síður líkleg "frétt" til að selja verðlaus hlutabréf í sumum félögum !
Eins og Cato hinn gamli hefði mjög líklega sagt; "Auk þess legg ég til að Samherja hf, og álíka óþvera verði eytt" !
![]() |
Markaðsverðmæti eigna Exista fellur |
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana. |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.11.2007 | 00:41
Þetta gæti gerst á Íslandi
.......ef fer fram sem horfir.
Glegsta dæmið mátti sjá á Stöð 2, í kvöld í þætti Sigmundar Ernirs Rúnarssonar "Mannamál" þar sem skoffínið Finnur Ingólfsson var viðmælandi Sigmundar Ernirs.
Íslenzk þjóð mun ekki sætta sig við það til lengdar að þjófar og ómenni vaði uppi með fullar hendur fjár og kaupi sig inn í viðtalsþætti í þeim eina tilgangi að reyna að ljúga til um eigið ágæti og atyrða saklaust fólk sér til framdráttar.
Finnur Ingólfsson réðst með þvílíku offorsi, lygum og illmælgi á fyrrum Landsbankastjóra Sverrir Hermannsson í nefndum þætti í kvöld að vart má finna hliðstæðu fyrir slíku í víðri veröld.
Hverslags manngerð er það sem með slíkum hætti vegur að gömlum manni sem fyrir mörgum árum er horfin af hinu póítíska sviði og sestur í helgan stein ?
Er nema von að drullusokkurinn Finnur sé álitinn af flestum íslendingum holdgervingur alls þess verzta í samfélagi siðaðra manna ?
Hvar standa 365 miðlar eftir þáttinn í kvöld ?
![]() |
Fyrrverandi uppreisnarleiðtogi líklegur forsætisráðherra Kosovo |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.11.2007 | 14:28
Tundurdufl við Ísland
Miklum fjölda tundurdufla var lagt í sjóinn í seinni heimstyrjöld eða 600 til 700 þúsund. Allt að þriðjungur þeirra var lagður kringum Ísland og tundurduflabelti voru þá út af Vestfjörðum, í Faxaflóa, Hvalfirði, Eyjafirði og Seyðisfirði.
Íslenskir sjómenn hafa því frá lokum seinna stríðs oft fengið dufl í veiðarfærin eða séð þau á reki. Fundist hafa hátt í 3000 dufl við Ísland en á seinni árum hafa fimm til sex dufl fundist á ári.
Tundurdufl hafa grandað tugum eða jafnvel hundruðum Íslenzkra sjófarenda við strendur landsins og víðar.
![]() |
Virkt þýskt tundurdufl að landi í Rifi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.11.2007 | 20:27
Draugur setur vagl á auga
Maður einn var sá á Árskógsströnd sem Pétur hét; lifði hann fram á 19. öld og dó gamall. Hann var einsýnn og hafði stórt vagl á öðru auganu er hann fékk snemma aldurs síns af orsök þeirri að sagan segir að hann fór að læra galdur.
Og sem hann þóttist fullnuma í því vildi hann reyna mennt sína og vekja upp draug. Fór hann á náttarþeli til starfa þess í kirkjugarðinn á Stærra Árskógi. Fólk var allt í svefni á staðnum og allt þar kyrrt.
Pétur fer nú að öllu sem lög stóðu til og eftir langvinnar særingar kemur upp draugur; lízt Pétri hann heldur ófrýnn og brestur nú áræði að karra honum, en svo óhappalega tókst hér til að það var móðir hans sem hann vakti upp.
Kerling magnast skjótt, bröltir á fætur og ræður heldur óþyrmilega á son sinn. Reyna þau nú fangbrögð með sér og hún því æstari sem þau þreyta lengur glímuna.
Nú víkur sögunni til prestsins á staðnum að hann vaknar í rúmi sínu um nóttina og af vizku sinni veit hann að eitthvað er um að vera í kirkjugarðinum. Hann klæðist skjótt og kemur út; sér hann þá glímu þeirra Péturs og kerlingar og gengur þar að, og er Pétur þá að þrotum kominn.
Þegar kerling sér prestinn hrækir hún í auga syni sínum, sleppir honum og hverfur á brott. Af hráka kerlingar átti Pétur síðan að hafa fegnið vaglinn á augað.
Jón Árnason, Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri I
![]() |
Nýtt fjós gjörónýtt vegna eldsvoða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.11.2007 | 15:38
Rítalín getur verið hættulegt efni
Rítalín er aðeins ein tegund lyfja sem innihalda virka efnið metýlfenídat. Það örvar miðtaugakerfið og líkist því efnum á borð við koffín, sem meðal annars er í kaffi, súkkulaði og mörgum gosdrykkjum, og ólöglegra vímuefna eins og amfetamíns og kókaín.
Ef efnið er tekið gegnum munn eða nef koma fram þekktar aukaverkanir eins og hjartsláttartruflanir, hækkaður blóðþrýstingur, blóðsykurstruflanir, mikill kvíði eða ótti, ofsóknaræði, ranghugmyndir, ofskynjanir, árásarhneigð, óstjórnleg reiði, kækir og síendurteknar hreyfingar.
Þegar virkni lyfsins fer svo aftur að minnka fylgir því gjarnan þunglyndi og jafnvel sjálfsvígshugsanir.
Þegar rítalín er misnotað getur það verið vanabindandi. Sé það tekið í of stórum skammti eða notað í miklu magni í langan tíma getur það sömuleiðis valdið verulegum eitrunaráhrifum svo sem hármissi, taugaskemmdum og lifrarskemmdum.
Allt of stór skammtur getur valdið meðvitundarleysi, dauðadái og jafnvel dauða.
![]() |
Sprautaði rítalíni í æð og lést |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.11.2007 | 00:46
Kræklingarækt
Við staðarval fyrir kræklingarækt er að mörgu að hyggja. Veðurfar, hita- og seltustig sjávar, fæðuframboð (svifþörungar), fjöldi kræklingalirfa, mengun og afræningjar eru allt þættir sem vel þarf að athuga áður en af stað er farið.
Helstu erfiðleikar við kræklingarækt hér við land eru til að mynda óblítt veðurfar, lagnaðarís og æðarfugl sem étur kræklinginn.
Á árinu 1998 voru framleidd um 500 þúsund tonn af kræklingi í heiminum. Afkastamestir í ræktuninni eru Spánverjar, Ítalir, Hollendingar, Frakkar og Kínverjar.
Þegar allar kræklingategundir eru hins vegar teknar með í reikninginn var framleiðslan um 1,4 milljónir tonna þetta sama ár og stóðu Kínverjar fyrir um þriðjungi þeirrar framleiðslu.
Ólíkt flestum öðrum sjávardýrum er mun minna veitt af villtum kræklingi en aflað er með ræktun.
![]() |
Kræklingarækt hafin í Ísafjarðardjúpi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
-
Ársæll Níelsson
-
Jóhannes Ragnarsson
-
Hafdís Ösp
-
Jón Kristjánsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Þórður Sævar Jónsson
-
Lýður Árnason
-
Ólafur Ragnarsson
-
Karl V. Matthíasson
-
Valmundur Valmundsson
-
Árni Gunnarsson
-
Elfar Logi Hannesson
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Ketill Sigurjónsson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Ívar Pálsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Magnús Jónsson
-
Jens Guð
-
Jón Valur Jensson
-
Þorsteinn Valur Baldvinsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
S. Einar Sigurðsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.4.): 1
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 764896
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 40
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar