Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007
11.11.2007 | 23:34
Kynskiptingar
Maðurinn hefur 46 litninga, þar af eru 44 (22 pör) sjálflitningar og tveir kynlitningar. Karlmenn hafa einn X-litning og einn Y-litning en konur hafa tvo X-litninga. Þessir litningar eru í öllum frumum líkamans nema kynfrumunum.
Ef kynskiptingur, til dæmis karlmaður sem væri búinn að gangast undir kynskiptiaðgerð og væri nú kona, yrði klónaður þá yrði nýi einstaklingurinn karlkyns því að það er samsetning litninganna í frumum einstaklingsins sem ræður því hvort kynið verður.
Breytingar sem gerðar eru á líkamanum eftir fæðingu breyta ekki samsetningu litninganna og því verður eftirmyndin af sama kyni og fyrirmyndin var upphaflega, það er að segja ,,gamla" kyninu.
![]() |
Kynskiptingar keppa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.11.2007 | 20:52
Nonni frændi frá Eyri við Arnarfjörð
Í Landnámu segir svo:
Örn hét maður ágætur. Hann var frændi Geirmundar heljarskinns. Hann fór af Rogalandi fyrir ofríki Haralds konungs. Hann nam land í Arnarfirði svo vítt sem hann vildi. Hann sat um veturinn á Tjaldanesi, því að þar gekk eigi sól af um skammdegi.
Án rauðfeldur, sonur Gríms loðinkinna úr Hrafnistu og sonur Helgu dóttur Ánar bogsveigis, varð missáttur við Harald konung hinn hárfagra og fór því úr landi í vesturvíking. Hann herjaði á Írland og fékk þar Grelaðar, dóttur Bjartmars jarls.
Þau fóru til Íslands og komu í Arnarfjörð vetri síðar en Örn. Án var hinn fyrsta vetur í Dufansdal. Þar þótti Grelöðu illa ilmað úr jörðu.
Örn spurði til Hámundar heljarskinns, frænda síns, norður í Eyjafirði og fýstist hann þangað. Seldi hann því Áni rauðfeldi lönd öll milli Langaness og Stapa. Án gerði bú að Eyri. Þar þótti Grelöðu hunangsilmur úr grasi
![]() |
Níðstöng reis á Austurvelli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.11.2007 | 02:19
Snyrtifræðingar
![]() |
Erfitt að veiða á litlu dýpi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.11.2007 | 08:57
Fyrverandi stjórnarformaður mælir með kaupum í Icelandair
Finnur Ingólfsson seldi rúmlega 15% hlut sinn í Icelandair 31. ágúst síðastliðinn. Í dag er gengi bréfa félagsins 30,5% lægra en þegar Finnur seldi og má því leiða líkum að Finnur hafi selt á hárréttum tíma
"Ég sá þetta ekki fyrir þetta hrun þegar ég seldi. Það voru aðrar ástæður sem lágu að baki sölunni á bréfunum mínum," segir Finnur í samtali við Vísi.
Aðspurður segist Finnur ekki hafa í hyggju að kaupa bréf í Icelandair nú þótt hann telji gengi bréfanna langt undir markaðsvirði. "Ég er þó viss um sá sem kemur inn núna í félagið á eftir að græða fullt af peningum," segir Finnur.
Trúir einhver þessum manni ?
![]() |
Tap Dresdner Bank 52 milljónir evra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.11.2007 | 17:49
Beðið fyrir vinum í LÍÚ
Vanmáttur LÍÚ félaga er algjör gagnvart heimsmarkaðsverði á olíu. Nú getur maður ekkert annað en beðið Guð um hjálp þeim til handa.
Beðið um styrk til handa þeim sem þess þurfa og líkn handa þeim er þjást.
Í auðmýkt bið ég af öllu hjarta fyrir þjáðum vinum í LÍÚ.
![]() |
Olíuverð komið í 97 dali |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
6.11.2007 | 12:39
Kvótakerfið rót vandans
Hvenær ætla forsvarsmenn sjómanna að opna augun fyrir því að kvótakerfið illræmda er rót alls vanda útgerðarinnar, sjómanna, fiskverkafólks og sjávarþorpana ?
Eru það virkilega bara Húsvíkingarnir sem þora að segja skoðanir sínar umbúðalaust ?
![]() |
Sjómenn eiga eftir að taka fastar á vandanum sem upp er kominn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.11.2007 | 22:28
kvótafíklar
Kvótafíklar fóru á krá,
kenndir, allir tíu
einn var tekinn aftanfrá,
og eftir voru níu.
Níu litlir kvótafíklar
nutu þess að hátta
einn fékk skæða samráðssótt
og eftir sátu átta.
Átta hýrir kvótafíklar
hittust klukkan tvö
einn tók fullstórt upp í sig
og eftir sátu sjö.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
4.11.2007 | 12:26
Húsið mikla
Orðið faraó merkir "húsið mikla". Egyptar trúðu að faraóar væru guðir og jafnvel eftir dauða þeirra voru þeir taldir guðdómlegir.
Menes er talinn hafa verið fyrsti konungur sameinaðs Egyptalands og hann ríkti á árunum 3100-2850 fyrir Krist, en á þeim tíma voru þjóðhöfðingjar Egyptalands ekki kallaðir faraóar.
Það var ekki fyrr en árið 1539 fyrir Krist sem byrjað var að nota orðið faraó sem samheiti yfir egypska konunga.
Á þeim tíma ríkti Ahmosis yfir Egyptalandi og hann var því fyrsti faraóinn.
Ahmosis stofnaði átjándu konungsættina í Egyptalandi og færði Núbíu og Palestínu undir vald Egypta.
Hann fylgdi gamalli hefð og giftist systur sinni Nefertari. Þau eignuðust einn son sem hét Amenhotep I.
![]() |
Andlit Tutankamons til sýnis í fyrsta sinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.11.2007 | 06:20
Ekki vanþörf á
........að setja sérstaka stjórn yfir heimastjórn Grænlands enda landstjórnin alls ekki að valda sínu hlutverki.
Það er líka löngu tímabært að setja sérstaka stjórn yfir málefni Vestfjarða til að veita ríkistjórn Íslands aðhald og stöðva helför ákveðina einstaklinga, stofnanna og LÍÚ gagnvart sjávarbyggðunum.
![]() |
Vilja setja sérstaka stjórn yfir heimastjórn Grænlands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.11.2007 | 00:58
1200 ára gamlar fréttir
Þessi frétt kemur ekki nokkrum manni á suðurfjörðum Vestfjarða neitt á óvart !
Svona hefur það verið síðan land byggðist, nema hvað forfeður okkar höfðu vit á því að fara sjóleiðina á milli fjarða.
Samgöngum á sjó né í lofti er ekki að heilsa árið 2007 á milli suðurfjarða og norðurfjarða Vestfjarða og standa Vestfirðingar í sömu sporum og Gísli Súrson forðum daga.
Hvað ætli fólki þætti ef leiðin á milli Keflavíkur og Reykjavíkur væri ófær stóran hluta af árinu ?
![]() |
Ófært á Dynjandisheiði og Hrafnseyrarheiði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
-
Ársæll Níelsson
-
Jóhannes Ragnarsson
-
Hafdís Ösp
-
Jón Kristjánsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Þórður Sævar Jónsson
-
Lýður Árnason
-
Ólafur Ragnarsson
-
Karl V. Matthíasson
-
Valmundur Valmundsson
-
Árni Gunnarsson
-
Elfar Logi Hannesson
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Ketill Sigurjónsson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Ívar Pálsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Magnús Jónsson
-
Jens Guð
-
Jón Valur Jensson
-
Þorsteinn Valur Baldvinsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
S. Einar Sigurðsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 42
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar