Bloggfćrslur mánađarins, desember 2007
29.12.2007 | 20:20
Usāmah bin Muhammad bin 'Awad bin Lādin
Ussama eđa Osama bin Laden fćddist líklega áriđ 1957 í Riyadh í Sádí-Arabíu. Ekki er vitađ međ vissu hvađa dag hann er fćddur en 10. mars og 30. júlí 1957 heyrast oftast nefndir.
Bin Laden ţví 50 ára. Fullt nafn hans er Usāmah bin Muhammad bin 'Awad bin Lādin en orđiđ bin ţýđir sonur á arabísku.
Ussama er sagđur 16. eđa 27. sonur Mohammed bin Laden í einni ríkustu fjölskyldu Sádi-Arabíu.
Á vefsíđu Alríkislögreglu Bandaríkjanna er bin Laden lýst sem hávöxnum (193-198 cm) og grönnum manni sem vegur um 75 kg. Hann er örvhentur og gengur venjulega međ staf og hvítan vefjarhött, túrban. Taliđ er ađ bin Laden ţjáist af lifrarsjúkdómi.
Bin Laden bođar nýtt heilagt stríđ | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
28.12.2007 | 14:16
Ţöggunn LÍÚ og Háskólans á Akureyri
LÍÚ kaupir sér opinberan stuđning Háskólans á Akureyri til ađ kenna áfram hvernig á ađ klúđra fiskveiđistjórninni enn betur.
LÍÚ svífst einskis og kaupir nú opinberan stuđning viđ allan ósómann í fiskveiđistjórninni: mistökin um uppbyggingu ţorskstofnsins, brottkast, framhjálöndun, eignarupptöku fjölskyldna í sjávarbyggđum og eyđingu byggđa.
Man fólk ekki hvernig Fiskvinnsluskólinn og Stýrimannaskólinn á Ísafirđi, Dalvík, og Vestmannaeyjum - frábćrir skólar voru eyđilagđir og í stađ ţess er plottađ eitthvert samsćri um kennslu í kvótafrćđum LÍÚ í Háskólunum á Akureyri og Háskóla Íslands ţar sem blóđpeningar og gjafir LÍÚ gegna lykilhlutverki viđ útbreiđslu frćđa sem eru ađ eyđa bćđi ţorskstofninum og sjávarbyggđum kring um landiđ.
Ţađ er alvarleg siđblinda hjá yfirstjórn Háskóla Akureyrar ađ taka ţátt í ađ kenna ţennan ósóma - gegn greiđslu 45 milljón blóđpeninga.
Sjá link; http://www.skip.is/frettir/2007/12/21/nr/11465
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:55 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
27.12.2007 | 21:31
تیتر خبر کوتاه ولی
Andlitsmynd af leiđtoga pakistanska Ţjóđarflokksins, Beneazir Bhutto, sem tekin var á fréttamannafundi ţann 7. nóvember 1985 á Carlton hótelinu í Cannes.
Hún var elsta dóttir Zulfikar Ali Bhutto, fyrrverandi forsćtisráđherra Pakistan, fćdd áriđ 1953 og lagđi stund á nám viđ Harvard háskóla. Hún varđ leiđstogi Pakistanska ţjóđarflokksins áriđ 1979 eftir ađ fađir hennar var hengdur.
Benazir Bhutto eyddi sjö árum í útlegđ og fangelsi. Hún snéri aftur til Pakistan áriđ 1986 og var kjörin forsćtisráđherra landsins í apríl 1987. Hún sór embćttiseiđ sem forsćtisráđherra 2. desember 1988, fyrst kvenna til ađ gegna ţví embćtti í íslömsku ríki.
Hún var endurkjörin 1993 en svift embćtti sínu ţremur árum seinna vegna ásakana um spillingu vegna samninga sem gerđir voru viđ svissnesk fyrirtćki í valdatíđ hennar.
Henni var vikiđ úr ríkistjórn 1996 og fór í útlegđ til Bretlands. Eiginmađur hennar, Asif Ali Zardari, eyddi átta árum í fangelsi vegna ásakana um spillingu en var látinn laus í nóvember áriđ 2004.
Lík Bhutto flutt til Larkana | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 28.12.2007 kl. 00:12 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
27.12.2007 | 12:23
Vestfizkar landnáms hveitikökur
Viđ karlarnir í minni fjölskyldu erum fullir áhuga um baksturinn líkt og bresku konurnar. Ég veit ekki hvađ ţeim finndist Nigellu Lawson og Deliu Smith um uppskrift formćđra okkar af vestfizku hveitikökunum en fyrir minn smekk eru hveitikökurnar nauđsynlegur hluti af jólahaldinu.
Vestfizkar landnáms hveitikökur:
500 gr hveiti
3 1/2 tsk lyftiduft
1 tsk salt
1 msk sykur
50 gr brćtt smjörlíki
3 1/2 - 4 dl nýmjólk eđa súrmjólk.
Mjólkin volgruđ og smjörlíki brćtt og kćlt ađ líkamshita. Ţurrefnum blandađ saman, mjólkinni og smjörlíkinu dreypt saman viđ hćgt međan hnođađ er. Bezt er ađ geyma deigiđ undir loki í kćli yfir nótt.
Deiginu skipt upp í 5-6 kúlur og flattar út hringlaga. Nota steikapönnu međ ţykkum botni og hitinn á hellunni á ađ vera 75-80%. Sett er smjörlíkisklípa á pönnuna viđ hverja hveitiköku.
Hveitikökurnar borđist volgar međ miklu íslenzku smjeri og hangiketi eđa kindakćfu.
Konurnar sćkja í baksturinn | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 28.12.2007 kl. 00:38 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
25.12.2007 | 02:03
S.t Romanus H-223 ?
Klussiđ er áberandi á luningunni undir fremstu stođ viđ bátapallinn. Ekkert er vitađ um afdrif S.t Romanus H-223, en skipiđ hvarf í janúar 1968 ađ taliđ er NA af Íslandi. Kingston Periot H-591, hvarf í sama veđri og ekki er vitađ nákvćmlega um örlög ţess togara heldur. Ég skođađi myndir af Kingston Periot, en fć ekki séđ nein klussholt á lunningunum á honum.
Fengu hluta af skipi í trolliđ | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 27.12.2007 kl. 10:59 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (5)
23.12.2007 | 16:30
Stór skata og tindaskata (lóđskata eđa tindabykkja )
Stór skatan hin eina og sanna getur orđiđ feiknastór, segir sagan ađ veiđst hafi skötur sem veriđ hafa yfir 2 metrar á breidd, og ţá um og yfir 3 metrar á lengd.
Eins og flestar ađrar skötur er ţessi tegund ljós á kviđ, en dökkbrún eđa móleit ađ ofan nokkurnveginn ómynstruđ og einlit.Hún ber mun fćrri gadda en frćnka hennar Tindabykkjan, gaddar skötunnar eru nćr eingöngu á hala hennar ţeir stćrstu í beinni röđ eftir miđju efra borđi halans.
Fullorđnar skötur eru rándýr sem leggjast á ýmsa ađra fiska en ungar skötur ţurfa sjálfsagt ađ láta sér nćgja smćrri dýr og orma af mismunandi tagi. Skötur hafa lengi veriđ á borđum íslendinga, og hefur vestfirska ţorláksmessuskatan náđ ađ festa sig í sessi um land allt ţó sennilega sé stöđugt minna etiđ af skötu ađra daga ársins.
Tindaskatan (vestfizka heitiđ er; lóđskata eđa tindabykkja) er einna algengust ţeirra fjölmörgu skötutegunda sem fundist hafa á íslandsmiđum.Tindaskatan er oft kölluđ tindabykkja og ber hún nöfn sín međ réttu, ţví á efri hliđ er hún alsett göddum stórum og smáum, ţeir stćrstu eru á hala, miđju baki og umhverfis augun.
Tindaskatan verđur ekki stór miđađ viđ margar skötutegundir en hún getur ţó stundum slagađ hátt í metra ađ lengd.Kviđurinn er ljós en á baki er hún móleit og nokkuđ breytileg.
Skatan smökkuđ í fyrsta sinn | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:17 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
21.12.2007 | 09:02
Landnámabók
Ţórólfur spör kom út međ Örlygi og nam Patreksfjörđ fyrir vestan og víkur fyrir vestan Barđ nema Kollsvík; ţar bjó Kollur fóstbróđir Örlygs. Ţórólfur nam og Keflavík fyrir sunnan Barđ og bjó ađ Hvallátrum. Ţeir Nesja-Knjúkur og Ingólfur hinn sterki og Geirţjófur voru synir Ţórólfs sparrar. Ţórarna var dóttir Ingólfs, er Ţorsteinn Öddleifsson.
Ţorbjörn tálkni og Ţorbjörn skúma, synir Böđvars blöđruskalla, komu út međ Örlygi; ţeir námu Patreksfjörđ hálfan og Tálknafjörđ allan til Kópaness.
Ketill ilbreiđur, son Ţorbjarnar tálkna, nam dali alla frá Kópanesi til Dufansdals; hann gaf Ţórörnu dóttur sína Hergilsi hnapprass; réđst hann ţá suđur í Breiđafjörđ og nam Berufjörđ hjá Reykjanesi.
Örn hét mađur ágćtur; hann var frćndi Geirmundar heljarskinns; hann fór af Rogalandi fyrir ofríki Haralds konungs. Hann nam land í Arnarfirđi svo vítt sem hann vildi; hann sat um veturinn á Tjaldanesi, ţví ađ ţar gekk eigi sól af um skammdegi.
Ánn rauđfeldur, son Gríms lođinkinna úr Hrafnistu og son Helgu dóttur Ánar bogsveigis, varđ missáttur viđ Harald konung hinn hárfagra og fór ţví úr landi í vesturvíking; hann herjađi á Írland og fékk ţar Grélađar dóttur Bjartmars jarls. Ţau fóru til Íslands og komu í Arnarfjörđ vetri síđar en Örn. Ánn var hinn fyrsta vetur í Dufansdal; ţar ţótti Grélöđu illa ilmađ úr jörđu.
Örn spurđi til Hámundar heljarskinns frćnda síns norđur í Eyjafirđi, og fýstist hann ţangađ; ţví seldi hann Áni rauđfeld lönd öll milli Langaness og Stapa. Ánn gerđi bú á Eyri; ţar ţótti Grélöđu hunangsilmur úr grasi.
Dufann var leysingi Ánar; hann bjó eftir í Dufansdal.
Bjartmar var son Ánar, fađir Végesta tveggja og Helga, föđur Ţuríđar arnkötlu, er átti Hergils; ţeirra dóttir var Ţuríđur arnkatla, er átti Helgi Eyţjófsson. Ţórhildur var dóttir Bjartmars, er átti Vésteinn Végeirsson. Vésteinn og Auđur voru börn ţeirra. Hjallkár var leysingi Ánar; hans son var Björn ţrćll Bjartmars. Hann gaf Birni frelsi. Ţá grćddi hann fé, en Végestur vandađi um og lagđi hann spjóti í gegnum, en Björn laust hann međ grefi til bana.
Geirţjófur Valţjófsson nam land í Arnarfirđi, Fossfjörđ, Reykjarfjörđ, Trostansfjörđ, Geirţjófsfjörđ, og bjó í Geirţjófsfirđi; hann átti Valgerđi, dóttur Úlfs hins skjálga. Ţeirra son var Högni; hann átti Auđi, dóttur Óláfs jafnakolls og Ţóru Gunnsteinsdóttur. Atli var son ţeirra; hann átti Ţuríđi Ţorleifsdóttur, Eyvindarsonar knés og Ţuríđar rymgyltu. Ţorleifur átti Gró dóttur Ţórólfs brćkis. Höskuldur var son Atla, fađir (Atla, föđur) Bárđar hins svarta.
Leynihópurinn gleđur á Patró | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
20.12.2007 | 15:35
O Lavrador de Cafe
Á 20. öldini skapađi Candido Portinari (1903-1962) einstakan, brasilískan stíl međ ţví ađ blanda saman óhlutstćđum ađferđum Evrópumanna og landslagi Brasilíu.
Verđmćtum verkum stoliđ í Brasilíu | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:40 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
20.12.2007 | 14:25
Minnir á ađgerđir Fiskistofu
Ég tel ađ sakborningarnir í Glitnismálinu hafi sloppiđ vel miđađ viđ ţann dóm sem ég hlaut fyrir ađ henda 53 smá ţorskum í sjóinn fyrir framan myndavélar.
Geri ađrir betur; Sekt kr, 1.700.000,00.- máls og dómskostnađur kr, 1.200.000,00.- ađ auki ţriggja mánađa fangelsi og níu mánađa veiđileyfissvifting. Halelúla !
Yndisleg stofnun Fiskistofa, bođberar réttlćtis og mannkćrleiks. Guđ launi ţessum góđu mönnum.
Ísland 1000 ár !
Skilorđsbundiđ fangelsi fyrir ađ nýta sér kerfisvillu banka | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:53 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
20.12.2007 | 10:34
Daniel Defoe
Skáldsagan um ćvintýri "Róbinson Krúsó" var gefin út áriđ 1719 og er eftir rithöfundinn Daniel Defoe (1660-1731). Sagan varđ strax mjög vinsćl og margir muna eftir nafninu Róbinson Krúsó og nafni einkaţrćls Krúsós sem hét "Fjárdagur".
Upphaflega hét sagan: "The Life and Strange Surprising Adventures of Robinson Crusoe, of York, Mariner, written by himself".
Bannar Frjádag | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 59
- Frá upphafi: 764335
Annađ
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 43
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar