Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007
4.2.2007 | 11:28
Samfylkingin komi fram með sjávarútvegsstefnu strax !
![]() |
Allt undir 32% fylgi óviðunandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.2.2007 | 03:12
Þríburafæðing í Hörgárdal:
Anno; 1727: / Húsfreyjan á Fjalhöggsstöðum fæddi þrjú meybörn.
Húsfryjan á Fjalhöggsstöðum í Hörgárdal varð léttari fyrir nokkru, og fæddi hún þrjú meybörn, öll lifandi. Telpurnar voru allar skírðar sama nafni, "Guðrún", svo sem títt er, þegar meybörn fæðast með þeim hætti, að furðu þykir gegna. Langlífir urðu þessir þríburar ekki, því að telpurnar dóu allar hver af annari.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.2.2007 | 00:02
Þetta er mjög einfallt mál:
![]() |
Kvótagreifar sitja ekki á friðarstóli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.2.2007 | 21:46
26 menn drukkna á Grímseyjarsundi.
Annó, 1727: / Ægilegir mannskaðar.
Föstudaginn fyrir hvítasunnu urðu tveir skipstapar á Grímseyjarsundi og drukknuðu þar 26 menn. Lögðu skipin af stað frá Grímsey seint um kvöldið í þoku og stórsjó, bæði mikið hlaðin.
Annað þessara skipa var sexæringur sem prestur Grímeyinga, séra Jóns Jónsson, hafði fengið lánaðan til þess að flytja á konu sína hina dönsku og búslóð alla til lands. Var skipið mjög hlaðið gegn vilja formanns og komst aðeins skammt undan eynni, áður en því hlektist á. Fórust þar níu menn, auk prests sjálfs, konu hans, barns þeirra í reifum, vinnukonu og bróður prestsins.
Hitt skipið var áttæringur, Grýmseyjarfar frá Möðruvallaklaustri, og voru á því tólf menn. Ætlun manna er, að það hafi hrakizt vestur í haf í dimmviðri og stormi. Fyrir þremur árum fórst annað klausturskip með varnaði og mönnum í mynni Eyjafjarðar í skreiðarför til Grímseyjar. Á því skipi voru fimmtán menn.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.2.2007 | 15:34
Stokkseyrar-Dísa látin.
Anno, 1728:/ Sett út af sakramentinu og biskup hótaði bannfæringu.
Þórdís Markúsdóttir, hin nafntogaða Stokkseyrar-Dísa, andaðist í svefni nú fyrir skömmu. Hún var sem kunnugt er borin galdri fyrr á árum, og nú síðustu misseri átti hún í miklu málaþrasi við kennivaldið út af forráðum og reikningum Stokkseyrarkirkju. Sóknarprestur hennar hafði sett hana út af sakramentinu. Biskup hafði í byrjun þessa árs skipað sóknarpresti hennar að biðja fyrir henni af predikunarstóli og beita fortölum við hana sjálfa, en hóta henni bannfæringu, ef hún léti ekki skipast við annað.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.2.2007 | 13:12
Verða menn ekki náttúrulausir af stera áti ?

![]() |
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á yfir 30.000 steratöflur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
3.2.2007 | 11:22
Séra Þorleifi Arasyni stefnt dauðum.
Anno; 1727. "Svartkoppumál" ná út yfir gröf og dauða"
Annar Dana þeirra, sem bar vitni í Svartkoppumálinu, Páll Kinch, er kominn út hingað og orðinn undirkaupmaður á Vestfjörðum. Hafði hann meðferðis hæstaréttarstefnu til séra Þorleifs Arasonar, sem dæmdi hann ærulausan í fyrra, er Svartkoppumálið var tekið upp að nýju að skipan konungs, og Fuhrmanns amtmanns, er sótti hann til saka fyrir vitnisburð hans. Með því að séra Þorleifur drukknaði í Markarfljóti í vetur, lét Kinch lesa stefnuna yfir gröf prófastsins. Virðist svartkoppumálið ekki einu sinni ætla að skilja við hann í gröfinni.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.2.2007 | 23:45
Marmennill fundinn í hákarlsmaga í Tálknafirði:
Annó; 1733:
Tálknfirðingum brá í brún nú fyrir nokkru, er þeir ristu á kviðinn stóran hákarl, sem þeir höfðu veitt. Þeir fundu nefninlega í maga hans flikki mikið, sem var harla líkt efri hluta af mannsbúk. Þar vestra er því trúað, að þetta hafi verið marmennill, sem hákarlinn hafi gleypt.
Að stærð var þessi marmennill Tálknfirðinga viðlíka og átta til níu ára gamall drengur. Höfuðlagið segja þeir áþekkt og á manni, en hnakkabeinið hvasst og útstætt og hnakkagrófina djúpa. Hárið var svart, strítt og sítt, svo að tók á herðar niður, en hvergi annars staðar sýnilegt hár á skrokknum. Eyrun segja þeir verið hafa stór og síð, tennurnar langar og keilulaga eins og í steinbít, tunguna breiða og stutta og augnlit sem í þorski.
Ennið var hátt og bogadregið að ofan, hörundið ljós mógult. Nasir voru sem á manni, djúp rák undir miðnesi og dálítið skarð í höku, axlir háar og hálsinn stuttur, handleggirnir samsvöruðu líkamsstærðinni og fimm fingur, ærið grannir, á höndum. Brjóst og hryggur var eins og á manni, en rifin brjóstkennd. Kjötið var gróft og svart eins og selkjöt, þar sem í það sást.
Farið hafði verið innan í hákarlinn í fjörunni, þegar komið var að landi með veiðina. Sagt er, að hræið af þessari ókennilegu veru hafi legið við vörinna á Syðri-Eyri í vikutíma. En þar eð mönnum var ekki um það gefið að hafa það þar til langframa, var því varpað á sjó út. Hefur það ekki sést síðan.
Margt er um þetta fágæta fyrirbæri rætt á Vestfjörðum, og segja fróðir menn, að ekki hafi marmennill fyrr komizt í í mannahendur á Íslandi síðan á landnámsöld, að Grímur Ingjaldsson dró einn í fiskiróðri á Steingrímsfirði, og vísaði sá syni hans til lands. Sjá link;
http://www.snerpa.is/net/thjod/marbend.htm
Stjórnmál og samfélag | Breytt 3.2.2007 kl. 14:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.2.2007 | 21:14
Reiddist prestinum og drap hann.
Anno, 1512 / Presturinn í Reykjadal stunginn til bana:
Brátt varð um prestinn í Reykjadal, er hann var á ferð með bónda einum í Merkurhrauni á Skeiðum.
Þeir riðu samsíða og áttu í þrasi, og rann bónda svo í skap, að hann stakk hníf sínum í brjóst prests neðan við geirvörtuna og sló á skaftið með hnefanum. Þetta varð presti að bana, og komu menn að, er bóndi hugðist ríða með líkið fram í Hvítá. Vegandinn hefur verið settur í myrkrastofu og hýddur og sveltur til yfirbótar og skal standa við kirkjudyr í Skálholti á Þorláksmessu, er þar er fjölmenni mest við messu, og hljóta vandarhögg af hverjum manni, sem inn gengur í kirkjuna.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 3.2.2007 kl. 00:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.2.2007 | 20:31
Sifjaspell:
Anno, 1548-1550:
Systursonur Ögmundar Pálssonar biskups, Þorsteinn Þórðarson frá Hvoli, hefur orðið uppvís að legorði með systur sinni. Hann leitaði á náðir Jóns Hólabiskups, er skotið hefur yfir hann skjólshúsi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
-
Ársæll Níelsson
-
Jóhannes Ragnarsson
-
Hafdís Ösp
-
Jón Kristjánsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Þórður Sævar Jónsson
-
Lýður Árnason
-
Ólafur Ragnarsson
-
Karl V. Matthíasson
-
Valmundur Valmundsson
-
Árni Gunnarsson
-
Elfar Logi Hannesson
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Ketill Sigurjónsson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Ívar Pálsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Magnús Jónsson
-
Jens Guð
-
Jón Valur Jensson
-
Þorsteinn Valur Baldvinsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
S. Einar Sigurðsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.5.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar