Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Fólk flýr bæ í Rangárvallasýslu vegna draugagangs

Anno; 11. nóvember 1914:

Draugagangur mikill hefur verið síðastliðinn mánuð á Helli í Rangárvallasýslu. Jörðin er útibú Sigurðar á Selalæk, og býr þar húsmaður með konu og fimm stálpuðum börnum. Þau hjónin flýðu bæinn ásamt börnunum og ýmsir karlmenn úr nágrenninu hafa vakað þar á nóttum og orðið varir við högg, óskiljanleg hljóð, sýnir og annan ófögnuð. Nú hefur bærinn verið rifinn til grunna og fluttur úr stað.


Kúgunartilraun Sameinaða félagsins gagnvart alþingi

Anno; 1913.

Svolátandi símskeyti barst ráðherra Íslands í dag frá Sameinaða félaginu danska: (Íslenzk þýðing)

Til þess að varna misskilningi er yðar hágöfgi hér með tilkynnt, að tilboð vort um strandferðir 1914-1915 verður tekið aftur svo framarlega, sem alþingi samþykkir að styðja millilandaferðir Eimskipafélags Íslands með hlutatöku eða landssjóðsstyrk.

Sameinaða. 


Draugagangur

Anno; 1913:

Dularfullir viðburðir hafa gerzt í Hvammi í Þistilfirði í vetur. Í kring um stúlku, sem þar átti heima, fóru ýmis húsgögn á hreyfingu um hábjartan dag, án þess að séð yrði, að nokkur kæmi við þau, kommóður og skatthol veltust um, loftmælar hentust ofan af veggjum o. s. frv. Stúlkunni var svo komið burtu og hvarf þá þá gaura-eða draugagangurinn.


Uppsegjanlegur hjúskaparsamningur

Anno; Reykjavík í október 1912:

Í hjúskap gengu nýlega Andrés augnlæknir Fjeldsted og ungfrú Sigríður Blöndahl með þeim hætti, að þau gerðu sín á milli samning, er nú er þinglesinn, um að lifa saman sem hjón, og skulu allar reglur hjúskapar um þau gild, eigur þeirra og börn. Uppsegjanlegur er þó hjúskaparsamningur þessi með nokkura mánaða fyrirvara, og eru sérstök ákvæði (um gerðardóm), ef eigi verða hjónin ásátt þar um. Er þetta nýlunda hér, og mun eigi hafa komið fyrir áður, að þessi aðferð væri viðhöfð.


Hélt ræðu karlægur

Anno; Reykjavík 20. nóvember 1909:

Gullbrúðkaup Páls Melsteð sagnfræðings og frú Thoru Melsteð var á laugardaginn í síðustu viku. Var þeim sent skrautritað ávarp frá fjölda bæjarbúa, kvæði sungið eftir Stgr. Thorsteinsson og horn þeytt úti fyrir húsinu, en flögg á hverri stöng. Þennan sama dag (13. nóv.) varð brúðguminn 97 ára. Hann er nú steinblindur og karlægur, en svaraði ávarpinu liggjandií rúminu, og var til þess tekið, hve vel honum fórust orð.


Hvar er þín trú ?

Hvar er þín trú,

þú, sem settist á óveðursdögum undir brekán

og hlýddir á guðsorð gamallar konu, sem mælti.

 

Eitt skjól er til gegn öllum hretum,

einn vegur yfir alla vegu,

ein huggun við öllum raunum,

og hinn vesalasti allra vesalla finnur það,

sem hann leitar að, -

og ég, sem ekkert á nema gleðina að nefna guðs nafn.

 

Þetta er sagt upp úr tátilju og sjóvettlinga prjónaskap,

stundum bætt við:

Mig auma getur hann kanski notað

til þess að fara með eitthvað gott fyrir óvita.

 

Kandísmoli-

kristaltær, ef hann er borinn upp að ljósi-

rennur á tungu þinni.

Hvar er þín trú ?

 

Höfundur Jón úr Vör.


mbl.is Framkvæmdastjóri SÞ heitir að stuðla að varanlegu vopnahléi milli Ísraela og Líbanons
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skaltu það muna, vesæll maður, meðan þú lifir að kona hefur barið þig

,,Sú var tíð er Eyjólfur grái reyndi í einfeldningsskap sínum að véla Auði Vésteinsdóttur  konu Gísla Súrsonar í Geirþjórsfirði við Arnarfjörð til að segja til útlagans með því að bera á hana pyngju silfurpeninga. Allir ættu að muna hvernig þeirri viðureign lauk og láta sér að kenningu verða.

Allir vita líka hvað samtökum LÍÚ gengur til með því uppátæki að bera fé á virta stofnun innan Háskóla Íslands. Lagastofnun Háskóla Íslands skyldi láta af  auðmýkt sinni og afþakka þá blóðpeninga sem forsbrakkar LÍÚ í einfeldningshætti sínum hafa á hana borið með líkum hætti og Eyjólfur grái reyndi forðum við Auði Vésteinsdóttur.

Nær væri að LÍÚ léti umrætt fé rakna til fátæks fólks í sjávarþorpunum sem flest hvert hefur misst aleigu sína og lífsviðurværi vegna fantaskaps, græðgi og skipulagðrar lygastarfsemi forystu LÍÚ


mbl.is Tæplega 6.000 Hafnfirðingar hafa greitt atkvæði í álverskosningunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það verður líka kosið um framtíð sjávarbyggðana í vor

Tilvitnun í leiðara Morgundlaðsins 29. mars sl. Ég tek ofan fyrir ritstjóranum og vill þakka honum kærlega fyrir hugrekið.

"Ef íslenzkir útgerðarmenn og talsmenn þeirra vilja hefja þennan slag á nýjan leik mun ekki standa á þeim, sem tekið hafa til varnar fyrir rétt íslenzku þjóðarinnar til þess að eiga þá auðlind, sem Alþingi Íslendinga hefur undirstrikað að sé sameign hennar, að taka þátt í þeim leik. En útgerðarmenn munu ekki ríða feitum hesti frá þeim umræðum"

Hinir vitrari menn í þeim hópi ættu að hafa vit fyrir þeim, sem nú eru að ana út í ófæru.


mbl.is Kosið um framtíð álversins í Hafnarfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fátækt fólk

Fátækt fólk

kveður eitt þorp, heilsar öðru og kveður að nýju.

Eftir áralanga vist fjarri átthögum sínum flosnar það enn

upp, leitar aftur heim á þær slóðir, þar sem það

Þekkir öll kennileiti og mið.

 

Gömul kona, sem reri sex vetrarvertíðir undir jökli,

Þegar hún var ung, og eignaðist eina dóttur,

segir við ungviðið.

Enginn veit sinn næturstað nema gröfina.

 

Höfundur Jón úr Vör.


mbl.is Áfram sprengt í Mogadishu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var hann ekki nóg og leiðitamur kvótakóngunum ?

Eiríkur St. Eiríksson, sem verið hefur ritstjóri Skip.is frá upphafi, hefur
látið af störfum vegna skipulagsbreytinga. Eiríki eru færðar bestu þakkir
fyrir vel unnin störf og honum óskað velfarnaðar.

Af; skip.is


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband