Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007
13.3.2007 | 11:28
Einar Guðfinnsson hf, í Bolungarvík.
Kvótanum stolið með aðstoð Landsbankans:
Aflahemiildir EG voru um 3.419 tonn eða ca 6,5 milljarðar á núverandi
verðlagi.
Sagt er að Landsbankinn - ríkisbanki (fyrir einkavæðingu) - hafi látið
selja Þorbirni Fiskanesi hf, kvótann á 45% gangverðs. Sé þetta rétt - var þá EG
aldrei gjaldþrota? Þess má geta að búi EG hefur ekki verið slitið.
Stjórnvöld höfðu m.ö.o alla þræði í hendi sér á þessum tíma- til að aðstoða
byggðarinnar vestra á þessum tíma. Ekkert var gert, var það þrýstingur frá
LÍÚ.......
Hér er frétt úr Mbl um þetta mál á þessum tíma:
ÞRÖSTUR Ólafsson, annar formaður Tvíhöfðanefndarinnar, sagði á síðasta
kynningarfundi nefndarinnar, sem haldinn var á Hótel Sögu í Reykjavík í
gærkvöldi, að niðurstaðan hjá Einari Guðfinnssyni hf. á Bolungarvík hefði
getað orðið önnur ef komið hefði verið á kerfi veiðiheimilda handa
vinnslustöðvum í landi eins og nefndin leggur til í skýrslu sinni.
Þröstur sagði að með tilkomu kvótakerfisins hefðu skip hækkað í verði en hús
lækkað. Þess vegna legði Tvíhöfðanefndin til að teknar verði upp
veiðiheimildir á fiskvinnsluhús til þess að jafna þann mun.
Þröstur sagðist telja að niðurstaðan hjá Einari Guðfinnssyni hf. á
Bolungarvík hefði getað orðið önnur ef þetta kerfi hefði verið komið á. Menn
hefðu þá skipt kvótanum og sett hluta hans á húsin en hluta á skipin. Nú
væri svo komið að hátt verð væri á skipunum en húsin í landi næstum
verðlaus.
Verðlækkun kvóta
Vilhjálmur Egilsson, formaður Tvíhöfðanefndarinnar af hálfu
Sjálfstæðisflokks, sagðist giska á, að þegar því fyrirkomulagi sem
Tvíhöfðanefndin stingur upp á, að bókfæra kvóta sem eign sem ekki fyrnist,
yrði komið á, gæti varanlegur kvóti lækkað í verði um 25%. Vilhjálmur sagði
að með hliðsjón af þessu hefði Tvíhöfðanefndin lagt til að gildistöku
þessara tillagna yrði frestað til ársins 1996 til að menn hefðu
aðlögunartíma að þeirri röskun sem slík verðlækkun ylli.
13.3.2007 | 03:25
Geðveikin skynseminni yfirsterkari !
Brot úr ræðu Geirs Haarde á landsfundi LÍÚ 2006.
Núverandi kvótakerfi hefur sannað gildi sitt. Það hefur leitt til bæði ábyrgrar og hagkvæmrar nýtingar auðlindarinnar. Með upptöku auðlindagjaldsins á sínum tíma var einnig séð til þess að útgerðarmenn greiddu rentu til þjóðarinnar fyrir afnot af auðlindinni. Brýnasta verkefnið er að treysta þá sátt sem er um núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. Eyða þarf enn frekar óvissu um réttarstöðu útgerðarmanna, þannig að ljóst liggi fyrir að réttindi þau sem þeir nú kaupa á markaði muni ekki á einni nóttu verða af þeim tekin.
Með þeim hætti skapast traustari rekstrarforsendur, útgerðirnar geta skipulagt rekstur sinn til lengri tíma. Jafnframt stuðlar slíkt að enn ábyrgari umgengni um auðlindina. Þótt stjórnvöld hafi hlutverki að gegna við stýringu þá er ábyrgð þeirra sem í greininni starfa ekki síður ljós. Nú þegar fiskveiðistjórnunarkerfið er komið í fastar skorður og stjórnvöld stýra veiðunum ekki lengur með handafli vex ábyrgð útgerðarmanna að hugsa til langs tíma þeim sjálfum og öllum landsmönnum til hagsbóta.
Athugasemdir við orð Geirs Haarde.
Það er bráð nauðsynlegt að upplýsa forsætisráðherra um þá gríðarlegu hagræðingu sem fellst í núverandi aflamarkskerfi við stjórn fiskveiða.
a. Brottkast á verðlitlum fiski í stórum stíl, co 20-30% af öllum veiddum fiski.
b. Svindl á uppgefnum tegundum til hafnarvogar, þorskur skráður sem ýsa.
c. Löndun framhjá hafnarvog, að meðaltali 25% á landsvísu.
d. Svindl og upplognar tölur varðandi hlutfall ís í afla, ca. 10-15% að jafnaði.
e. Hlutfall undirmálsfisks upplogið í 95% tilvika, 50% undan kvóta.
f. Nýting fiskvinnslu á afla upplogið með sprautun í fiskhold með vatni, salti og fósfallt, ca. 15% að jafnaði.
g. Yfirvikt Eouro brettum á afurðum til útflutnings + 20%.
h. Gámafiskur fluttur út óveginn sem mix og bland og engin veit rétta tölu á vikt og tegundum.
í. Frystitogarar og uppsjávarveiðiskip sturta í hafið að jafnaði 70% af öllum afla.
j. Verðmesti fiskurinn hjá kvótalausum skipum fer í Hafró sjóð en skemmdur fiskur í hafið.
k. LÍÚ hefur samráð um verð á aflaheimildum og virkjar leiguliðana til afborgana af lánum yfirskuldsettra og löngu gjaldþrota fyrirtækja í sjávarútvegi.
l. Allar skýrslur Hafró um stofnstærðarmat og ástand fiskistofnana við Ísland eru markleysa og eintómt bull og þvæla í ljósi fyrgreindra athugasemda.
m. Stærsti hluti sjávarþorpa á Íslandi rjúkandi rústir og íbúarnir eignarlausir, gjaldþrota og andlegir sjúklingar.
LOKAORÐ: Ef einhver vill rökræða framangreind atriði eða gera við þau athugasemdir þá vinsamlega sá hinn sami gefi sig fram.
12.3.2007 | 15:57
Marklaust kjaftæði.
Eina raunhæfa aðgerðin til handa Vestfirðingum er sú að fella ríkistjórnina. Það er ekkert að marka þessa menn og við skulum ekki láta þá ljúga að okkur eina ferðinna enn.
![]() |
Ríkisstjórnin mun ræða um vandamál Vestfjarða á morgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.3.2007 | 15:45
Íslenzka aðferðin.
![]() |
Egypskur áfrýjunardómstóll staðfestir dóm yfir bloggara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.3.2007 | 13:59
Vonandi síðasta loðnuvertíðin.
![]() |
Síðustu loðnuskipin komin í höfn eftir vertíð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.3.2007 | 22:01
Vestfirðir fái heimastjórn.
Vestfjarðaþing:
Ég legg til að rætt verði í alvöru að Vestfirðingar taki upp heimastjórn. Til að byrja með verða Vestfirðingar að ríða á vaðið og sameina öll sveitafélög á Vestfjörðum í eitt.
Næsta skrefið verður að Vestfirðingar kjósi sitt eigið þing sem sett verði á Ísafirði og hafi sitt eigið þinghús. Þingmenn Vestfjarða verði 21.
Vestfjarðaþing starfi með líkum hætti og Alþingi Íslands. Vestfjarðaþing kjósi sér fimm manna Vestfjarðastjórn sem fer með umboð Vestfjarðaþings gagnvart ríkisvaldinu.
Vestfirðingar fái sjálfstjórn frá Alþingi Íslands í öllum sínum málum að utanríkismálum undanskildum.
Ríkisvaldið hefur rækilega sýnt það með háttalagi sínu gagnvart Vestfirðingum að þeim er ekki treystandi til að fara með málefni landshlutans og því tímabært að við tökum sjálf stjórnina í okkar hendur.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.3.2007 | 16:45
Játning heilags Patreks.
Ég þekki vel sem sagt er um Drottin í sálminum: "Þú tortímir þeim sem lygar mæla." Og enn aftur segir hann: "Lygavarir deyða sálina." Og með sama hætti segir Drottinn í guðspjallinu: "Hvert ónytjuorð sem menn mæla munu þeir verða að svara fyrir á dómsdegi."
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.3.2007 | 01:25
Samfylkingin og Frjálslyndir í frjálsu falli.
Fylgi Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna eykst frá síðustu könnun um tvö prósentustig. 38,9 prósent segjast nú myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn og fengi flokkurinn 25 þingmenn. 25,7 prósent segjast myndu kjósa Vinstri græn og fengi flokkurinn samkvæmt því sautján þingmenn. Aðeins fleiri segjast nú myndu kjósa Framsóknarflokkinn, 9,3 prósent og fengi flokkurinn samkvæmt því sex þingmenn.
Fylgi Frjálslynda flokksins dalar hins vegar aðeins. Nú segjast 5,7 prósent myndu kjósa flokkinn og fengi flokkurinn því þrjá þingmenn.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.3.2007 | 09:44
Fíflið "Ingjalds" gengur enn laust !
"Slátrarinn" meðal 16 handtekina ! Voðalegur maður handtekinn í Írak í morgun. Hann er kallaður Slátrarinn í sínu heimalandi: Ástæðan ? Hann lét höggva hausinn af andstæðingum sínum. Á Íslandi gengur einn slíkur laus og gapir eins og hálfviti framan í þjóðina. Hver er munurinn á því að slátra sjávarbyggðum í stórum stíl og fólkinu sem þar bjó, fjárhagslega, andlega og félagslega, eða ganga hreint til verks og hálshöggva andstæðingana ? Ég spyr ? Og ríkisstjórnarflokkunum datt ekkert betra í hug en að gera gapuxann að fjármálaráðherra !
Úr "fiskisleysisguðinn"
"að orðið gapuxi merkir mann, sem gapir hálfvitalega framan í viðmælanda
sinn og mælir sífellt sömu orðin"
![]() |
Slátrarinn meðal 16 handtekinna uppreisnarmanna í Írak |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
8.3.2007 | 22:19
Fyrsti og annar kafli laga um stjórn fiskveiða, grein 1. til 9.
Þingskjal 1316, 112. löggjafarþing 352. mál: stjórn fiskveiða (heildarlög).
Lög nr. 38 15. maí 1990.
Lög um stjórn fiskveiða.
I. KAFLI-Almenn ákvæði.
1. gr.
Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum.
2. gr.
Til nytjastofna samkvæmt lögum þessum teljast sjávardýr, svo og sjávargróður, sem nytjuð eru og kunna að verða nytjuð í íslenskri fiskveiðilandhelgi og sérlög gilda ekki um.
Til fiskveiðilandhelgi Íslands telst hafsvæðið frá fjöruborði að ytri mörkum efnahagslögsögu Íslands eins og hún er skilgreind í lögum nr. 41 1. júní 1979, um landhelgi, efnahagslögsögu og landgrunn.
3. gr.
Sjávarútvegsráðherra skal, að fengnum tillögum Hafrannsóknastofnunarinnar, ákveða með reglugerð þann heildarafla sem veiða má á ákveðnu tímabili eða vertíð úr þeim einstökum nytjastofnum við Ísland sem nauðsynlegt er talið að takmarka veiðar á. Heimildir til veiða samkvæmt lögum þessum skulu miðast við það magn.
Leyfður heildarafli botnfisktegunda skal miðaður við veiðar á 12 mánaða tímabili, frá 1. september ár hvert til 31. ágúst á næsta ári, og nefnist það tímabil fiskveiðiár. Skal heildarafli fyrir komandi fiskveiðiár ákveðinn fyrir 1. ágúst ár hvert. Ráðherra er heimilt innan fiskveiðiársins að auka eða minnka leyfðan heildarafla einstakra botnfisktegunda, þó er óheimilt að breyta leyfðum heildarafla þorsks eftir 15. apríl. Heildarafli annarra tegunda sjávardýra skal ákveðinn með hæfilegum fyrirvara fyrir upphaf viðkomandi vertíðar eða veiðitímabils og er ráðherra heimilt að auka hann eða minnka á meðan vertíð eða veiðitímabil varir.
II. KAFLI-Veiðileyfi og aflamark.
4. gr. Enginn má stunda veiðar í atvinnuskyni við Ísland nema hafa fengið til þess almennt veiðileyfi. Veiðileyfi skulu gefin út til árs í senn.
Ráðherra getur með reglugerð ákveðið að auk almenns veiðileyfis skuli veiðar á ákveðnum tegundum nytjastofna, veiðar í tiltekin veiðarfæri, veiðar ákveðinna gerða skipa eða veiðar á ákveðnum svæðum háðar sérstöku leyfi ráðherra. Getur ráðherra bundið leyfi og úthlutun þess þeim skilyrðum er þurfa þykir. Ráðherra getur m.a. ákveðið að aðeins hljóti leyfi ákveðinn fjöldi skipa, skip af ákveðinni stærð eða gerð eða skip er tilteknar veiðar stunda eða hafa áður stundað.
5. gr. Við veitingu leyfa til veiða í atvinnuskyni koma til greina þau skip ein sem veiðileyfi fengu skv. 4. og 10. gr. laga nr. 3/1988, um stjórn fiskveiða, og ekki hafa horfið varanlega úr rekstri. Enn fremur bátar undir 6 brl. enda hafi beiðni um skráningu þeirra á skipaskrá Siglingamálastofnunar ríkisins eða sérstaka skrá stofnunarinnar fyrir báta undir 6 metrum borist ásamt fullnægjandi gögnum innan mánaðar frá gildistöku laga þessara. Auk þess skal gefinn kostur á veiðileyfi fyrir nýja báta undir 6 brl. enda hafi smíði þeirra hafist fyrir gildistöku laganna og haffærisskírteini verið gefið út innan þriggja mánaða frá þeim tíma.
Hverfi skip, sem á kost á veiðileyfi skv. 1. mgr. þessarar greinar, varanlega úr rekstri má veita nýju eða nýkeyptu sambærilegu skipi veiðileyfi í þess stað, enda hafi veiðiheimildir þess skips, er úr rekstri hvarf, ekki verið sameinaðar varanlega veiðiheimildum annarra skipa eða horfið til Hagræðingarsjóðs sjávarútvegsins.
6. gr. Heimilt er án sérstaks leyfis að stunda fiskveiðar í tómstundum til eigin neyslu. Slíkar veiðar er einungis heimilt að stunda með handfærum án sjálfvirknibúnaðar. Afla, sem veiddur er samkvæmt heimild í þessari grein, er óheimilt að selja eða fénýta á annan hátt.
7. gr. Veiðar á þeim tegundum sjávardýra, sem ekki sæta takmörkun á leyfilegum heildarafla skv. 3. gr., eru frjálsar öllum þeim skipum, sem leyfi fá til veiða í atvinnuskyni skv. 4. gr., með þeim takmörkunum sem leiðir af almennum reglum um veiðisvæði, veiðarfæri, veiðitíma og reglum settum skv. 2. mgr. 4. gr.
Veiðiheimildum á þeim tegundum, sem heildarafli er takmarkaður af, skal úthlutað til einstakra skipa. Skal hverju skipi úthlutað tiltekinni hlutdeild af leyfðum heildarafla tegundarinnar. Nefnist það aflahlutdeild skips og helst hún óbreytt milli ára, sbr. þó 4. málsl. þessarar málsgreinar. Við ákvörðun hlutdeildar einstakra skipa í botnfiskafla skal árlega áætla þann afla, sem er utan aflamarks, á grundvelli heimilda í 1. málsl. 6. mgr. 10. gr.
Aflamark skips á hverju veiðitímabili eða vertíð ræðst af leyfðum heildarafla viðkomandi tegundar og hlutdeild skipsins í þeim heildarafla skv. 2. mgr., sbr. þó ákvæði 9. gr. Skal sjávarútvegsráðuneytið senda sérstaka tilkynningu vegna hvers skips um aflamark þess í upphafi veiðitímabils eða vertíðar.
8. gr. Verði veiðar takmarkaðar skv. 3. gr. á tegundum sjávardýra sem samfelld veiðireynsla er á, en ekki hafa áður verið bundnar ákvæðum um leyfðan heildarafla, skal aflahlutdeild úthlutað á grundvelli aflareynslu síðustu þriggja veiðitímabila.
Ef ekki er fyrir hendi samfelld veiðireynsla á viðkomandi tegund skal ráðherra ákveða aflahlutdeild einstakra skipa. Getur hann við þá ákvörðun tekið mið af fyrri veiðum, stærð eða gerð skips. Getur ráðherra bundið úthlutun samkvæmt þessari málsgrein því skilyrði að skip afsali sér heimildum til veiða á öðrum tegundum.
9. gr. Sé fyrirsjáanlegt að verulegar breytingar verði á aflatekjum milli veiðitímabila af veiðum á öðrum tegundum, sem sæta ákvæðum um leyfilegan heildarafla, en botnfiski og úthafsrækju er ráðherra heimilt að skerða eða auka tímabundið botnfiskaflamark þeirra fiskiskipa sem aflahlutdeild hafa af þeirri tegund sem breytingum sætir. Veruleg telst breyting á aflatekjum af sérveiðum í þessu sambandi ef hún veldur því að heildaraflaverðmæti skipa, sem viðkomandi sérveiðar stunda, hefur að mati ráðherra vikið meira en 20% að meðaltali frá meðalaflaverðmæti síðustu fimm ára miðað við fast verðlag.
Tímabundin breyting botnfiskaflamarks skv. 1. mgr. skal koma til hlutfallslegrar hækkunar eða lækkunar á botnfiskveiðiheimildum annarra fiskiskipa. Leiði þetta til breytinga á botnfiskaflamarki á yfirstandandi fiskveiðiári skal sjávarútvegsráðuneytið þegar í stað senda sérstaka tilkynningu vegna hvers skips um breytingu á botnfiskaflamarki þess, sbr. 3. mgr. 7. gr.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
-
Ársæll Níelsson
-
Jóhannes Ragnarsson
-
Hafdís Ösp
-
Jón Kristjánsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Þórður Sævar Jónsson
-
Lýður Árnason
-
Ólafur Ragnarsson
-
Karl V. Matthíasson
-
Valmundur Valmundsson
-
Árni Gunnarsson
-
Elfar Logi Hannesson
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Ketill Sigurjónsson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Ívar Pálsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Magnús Jónsson
-
Jens Guð
-
Jón Valur Jensson
-
Þorsteinn Valur Baldvinsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
S. Einar Sigurðsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.7.): 3
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 765371
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 36
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar