Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Barðist um á hæl og hnakka.

Það gerir Framsóknarflokkurinn líka. Það er eðli harðsvíraðra þjófa að berjast um á hæl og hnakka. Beita lygum og blekkingum þegar til þeirra næst eftir að sporin hafa verið rakin.
mbl.is Lögregla náði innbrotsþjófi með því að rekja spor hans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mjög friðvænlegt.

Þetta er bara ekki neitt miðað við að búið er að slátra c.a, 600.000 hausum í það heila með fulltingi og velvilja hinna staðföstu þjóða.
mbl.is Átta féllu í árásum uppreisnarmanna í Bagdad í morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjávarbyggðirnar hafa náð fiskimiðunum aftur á sitt vald !

Vonandi verður fyrirsögnin "Sjávarbyggðirnar hafa náð fiskimiðunum aftur á sitt vald" yfir fyrstu frétt í öllum fjölmiðlum landsins daginn eftir kosninganótt nk.
mbl.is Stjórnarherinn hefur náð Kinshasa aftur á sitt vald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þrjátíu og fjórir menn drukkna.

Anno; 1922. Þrjú skip farast.

476828_pirate_shipwreck_1Laugardagskveldið 13. mai skall á voðaveður af norðri, og stóð það allan sunnudaginn. Í veðrinu fórust þessi þrjú skip. M/s Samson frá Siglufirði með 7 mönnum. Formaður var Oddur Jóhannsson frá Siglunesi. Eigandi bátsins var Þorsteinn Pétursson á Siglufirði, og skipverjar allir þaðan nema formaðurinn. Maríanna, eign Höfnersverzlunar á Akureyri, skipstjóri Jóhann Jónsson. Alls voru á skipinu 12 menn. Alden frá Akureyri, eigandi Guðmundur Pétursson. Á skipinu voru 15 menn. Skipstjóri var Vésteinn Kristjánsson.


Kjötbiti kæfði hann.

Anno; 15.10.1922.

Það fáheyrða slys varð á bænum seli við Eskifjörð fyrir skömmu, að kjötbiti stóð í manni og kæfði hann. Maðurinn var að borða kjöt og kendi sér einskis meins, en allt í einu hrökk munnbiti af kjöti niður í barka hans og sat þar fastur, svo að maðurinn kafnaði.


Er LÍÚ gert löglegt að stela peningum í skjóli Verðlagsstofu skiptaverðs ?

Línuskipið Páll Jónsson GK kom nýlega til heimahafnar í Grindavík með metaflaverðmæti. Aflinn í veiðiferðinni var 105,5 tonn og aflaverðmætið 15.5 milljónir króna.

Samkvæmt upplýsingum frá útgerðinni skiptist aflinn þannig að þorskur var 57 tonn, ýsa 8 tonn, langa 25 tonn, keila 8,5 tonn og annar afli var 7 tonn. Veiðiferðin stóð yfir í rétt rúma 5 daga og gerir það aflaverðmæti upp á 3 milljónir á dag.

Samkvæmt upplýsingum af vef Reiknistofu fiskmarkaða var meðalverð á ofangreindum slægðum tegundum í afla Páls Jónssonar dagana 16.03.2007 - 22.03.2007, sem hér segir. Þorskur kr, 270: Ýsa 186,40: Langa 142: Keila 93: Annað bland c.a, 150:

Mismunurinn á aflaverðmætinu sem útgerðin borgar áhöfninni og því verði sem skipið hefði fengið með því að selja afla sinn á markaði er kr, 6.800.000,00.-  Það gerir -30% lægra verð til áhafnar. Sem þíðir kr, 2.800.000,00.- lægri launagreiðslur til áhafnar og kr, 920.000,00.- lægri greiðslu til ríkis og sveitarfélaga í formi skatta. Grindavíkurhöfn fær kr, 100.000,00.- minna í hafnargjöld.


Níræð brúður.

Anno; 24. september 1922:

Það þykir nokkrum tíðindum sæta, enda næsta óvenjulegt, að tvö gamalmenni voru í gær gefin saman í hjónaband í Reykjavík. Brúðurin, Odný Hannesdóttir, er að verða níræð (f.4. nóv. 1832), en brúðguminn, Oddur Oddsson, er "aðeins" 74 ára.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband