Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007
23.3.2007 | 10:29
Til hafnar með 508 hvali.

Frá þessu segir á Portal.fo en fram kemur að yfirvöld í Japan hafi bannað fréttamönnum aðgang að hafnarsvæðinu þar sem skipið kemur að bryggju. Óhætt er að segja að úthald skipsins hafi verið viðburðaríkt. Fyrst dó einn skipverja eftir að eldur kom upp í Nisshin Maru en síðan rak skipið í nokkra daga fyrir veðri og vindi á meðan verið var að koma vélum þess í lag. Vegna óhappsins var hvalveiðum Japana hætt fyrr en ráðgert var.
Af; skip.is
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.3.2007 | 01:53
Íslenzk kvikmynd.
Anno; 1924. Loftur Guðmundsson ljósmyndari framleiðir kvikmynd.
Loftur Guðmundsson ljósmyndari hefur gert kvikmynd í sex köflum, er sýnir dagleg störf Íslendinga. Eru þar sýnd vinnubrögð um borð í togurum og verkun aflans í landi, sýndur er heyskapur, bæði á smábýlum upp á gamla vísu og á stórbýlinu Hvanneyri, þar sem vélarnar vinna erfiðustu verkin. Auk þess eru ýmsar landslagsmyndir, sumar mjög fagrar, myndir af Reykjavík og helztu kaupstöðum, ennfremur myndir af föngulegum konum og fallegum ungum stúlkum í alls konar búningum. Yfirleitt þykir myndin hin prýðilegasta.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.3.2007 | 23:24
Sendiherraembættið í Kaupmannahöfn lagt niður.
Anno; 1924. Sparnaðarandi.
Á alþingi hefur að þessu sinni verið allmikið rætt um sparnað á útgjöldum ríkisins og niðurfellingu óþarfa embætta. Helzti ávöxtur þeirrar stefnu hefur orðið sá, að samþykkt var sú breyting á lögum um Hæstarétt, að í stað fimm dómara skulu vera aðeins þrír, og lög um sameiningu á embættum landsbókavarðar og þjóðskjalavarðar, hið síðarnefnda þó með fyrirvaranum, "er því verður við komið". Loks var samþykkt, að leggja niður sendiherraembættið í Kaupmannahöfn í sparnaðarskyni.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.3.2007 | 20:06
Óvenju góð aflabrögð um land allt.
Hvað segir gáfnaljósið í Vinnslustöðinni við þessum fréttum, á ekki að halda áfram að skerða þorsk kvótann ?
Mikil og góð aflabrögð eru nú nánast allt í kringum landið. Skipstjórar á Suðurnesjum segjast aldrei hafa lent í öðru eins fiskeríi og þorskurinn sé vænni en sést hafi í manna minnum. Þeir segja skilyrði í hafinu gefa tilefni til miklu meiri veiða og hvetja fiskifræðinga til að koma út á sjó og sjá þetta með eigin augum. Það er sannarlega stemmning í sjávarbyggðum þessa dagana.
Ógrynni virðist vera af þorski í hafinu og sjómenn segja að öll veiðarfæri séu að skila góðum afla. Hjá Fiskistofu segir Þórhallur Ottesen að mikil aflabrögð séu nánast um allt land, ekki bara í þorski. Ýsuveiði er einnig mjög góð. Í Grindavík var línuskipið Ágúst GK að landa hundrað tonnum í dag eftir fjögurra daga útilegu, mest þorski, og Kristín var að koma með tæp 90 tonn að landi.
Þar er vandinn sá að þorskkvótinn er að klárast. Minni bátar hafa einnig verið í mokfiskeríi. Netabáturinn Skátinn, með fjórum mönnum um borð, kom með sex tonn úr síðustu veiðiferð eftir daginn, þar áður ellefu tonn.
Frétt af; visir.is
Stjórnmál og samfélag | Breytt 23.3.2007 kl. 01:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
22.3.2007 | 15:46
Íbúðarhús á Súgandafirði fauk á sjó fram með öllum innanstokksmunum.
Anno; 30. janúar 1924: Stórviðri geisar um Vestfirði.
Hið mesta stórviðri geisaði hér um slóðir í fyrradag. Urðu miklar skemmdir á húsum og bátum víða á Vestfjörðum. Þrír vélbátar sukku, sinn á hverjum stað, Álftarfirði, Ísafirði og Súgandafirði. Manntjón varð þó ekki. Mestar skemmdir urðu í Súgandafirði. Þar fauk íbúðarhús með öllum innanstokksmunum í sjó fram, en fólk bjargaðist með naumindum niður í kjallara. Samkomuhús Súgfirðinga fauk af grunni, en brotnaði þó ekki nema lítið. Fjós og heyhlaða fauk einnig. Skaðinn á Súgandafirði er metinn á 30-40 þús, kr.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.3.2007 | 13:45
Sígarettur afar hollar.
![]() |
Mikil kaffidrykkja veldur ekki hækkun blóðþrýstings |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.3.2007 | 13:19
Velktust 6 klukkustundir á skipsflaki í brimgarðinum.
Anno; 07.05.1923. Fjögur skip stranda í Hornvík.
Í aftakaveðrinu, sem gerði fyrir Vestfjörðum um síðustu helgi, strönduðu fjögur skip í Hornvík. Skipin voru Sigurfari Ís og Björninn Ís frá Ísafirði, Róbert EA frá Akureyri og Kristjana SI frá Siglufurði. Einn maður drukknaði af Róbert, en allir aðrir komust af. Skipverjar á Róbert velktust 6 klukkustundir á flakinu í brimgarðinum.
22.3.2007 | 12:38
Fárviðri brýtur 150 metra skarð í aðalhafnagarðinn í Reykjavík.
Í fyrradag gerði ofsaveður af útsuðri hér í Reykjavík, eitthvert hið mesta, sem komið hefur á síðari áratugum. Veðrið mun hafa orðið einna mest hér, en náði annars yfir mikinn hluta landsins. Í gærmorgun var talsambandslaust við hverja einustu landsímastöð frá Reykjavík, nema Hafnarfjörð, enda höfðu geysimiklar skemmdir orðið á símalínum.
![]() |
Brimvarnargarður við Ánanaust rofnaði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.3.2007 | 12:16
Metveiði á vertíðarsvæðunum í Noregi.
Það virðist sama hvar borið er niðri á norsku vertíðarsvæðunum. Alls staðar er mokafli. NRK greinir frá því að í Senja séu nú komin 9000 tonn af þorski á land á vertíðinni en það er 3000 tonnum meiri afli en á sama tíma í fyrra. Aflaverðmætið hefur aukist um 600 milljón ísl. krónur á milli ára. Í Vesterålen hafa aflabrögðin einnig verið frábær og víða hefur verið löndunarbið. Fiskvinnslufyrirtækin hafa ekki haft undan að vinna fiskinn og því hefur mikið af fiski verið flutt með flutningabílum til annarra landshluta.
Að sögn Fiskeribladet var vertíðaraflinn í Lófót kominn í 15.800 tonn í lok síðustu viku. Það er aðeins 2600 tonnum minni afli en á allri vertíðinni í fyrra og þar sem að besti veiðitíminn er að fara í hönd er ljóst að heildaraflinn nú verður miklu meiri en í fyrra.
Af; skip.is
22.3.2007 | 10:47
Hræðilegt ástand !
Það er ótrúlegt að ekki skuli vera búið að verja byggðir Vestfjarða fyrir þessum ósköpum fyrir mörgum árum í ljósi þeirra hræðilegu atburða sem urðu á Patreksfirði, Súðavík og Flateyri.
![]() |
Hús í Bolungarvík rýmd á ný vegna snjóflóðahættu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
-
Ársæll Níelsson
-
Jóhannes Ragnarsson
-
Hafdís Ösp
-
Jón Kristjánsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Þórður Sævar Jónsson
-
Lýður Árnason
-
Ólafur Ragnarsson
-
Karl V. Matthíasson
-
Valmundur Valmundsson
-
Árni Gunnarsson
-
Elfar Logi Hannesson
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Ketill Sigurjónsson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Ívar Pálsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Magnús Jónsson
-
Jens Guð
-
Jón Valur Jensson
-
Þorsteinn Valur Baldvinsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
S. Einar Sigurðsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.4.): 0
- Sl. sólarhring: 22
- Sl. viku: 61
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 44
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar