Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007
22.3.2007 | 10:16
Mikil úrkoma í kvöld.
Gert er ráð fyrir sunnan 10-15 m/s með rigningu þegar líður að hádegi í dag, en 18-23 og talsverð rigning í kvöld. Hlýnar, hiti 2 til 7 stig síðdegis. Suðvestan 10-15 og él á morgun.
Á Vestfjarðamiðum er búist við suðvestan 18-23 m/s í fyrstu, síðan talsvert hægari. Vaxandi suðaustanátt þegar líður á daginn, 18-23 m/s og rigning síðdegis. Suðvestan 15-20 m/s og él á morgun. Varað er við snjóflóðahættu á Óshlíð og Súðavíkurhlíð og eru vegfarendur beðnir um að vera ekki að ferðast þar að nauðsynjalausu. Mokstur stendur yfir í Ísafjarðardjúpi og á Steingrímsfjarðarheiði. Eyrarfjall er ófært.Snjóþekja og skafrenningur er á Klettshálsi. Hálka og hálkublettir á öðrum leiðum.Athugun er á flugi til Ísafjarðar kl. 09:05.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.3.2007 | 09:49
Af hverju er þorsk kvótinn 500% dýrari á Íslandi en í Noregi ?
Fjórir framkvæmdastjórar Livedoor fundnir sekir
Fjórir fyrrum framkvæmdastjórar hjá japanska netfyrirtækinu Livedoor voru í dag dæmdir sekir fyrir að blása út hagnað félagsins. Nýverið var forstjóri og stofnandi Livedoor, Takafumi Horie, dæmdur í 2,5 árs fangelsi fyrir að hafa brotið hlutafélagalög. Hann neitaði sök og hefur áfrýjað dómnum.
Í dag var Ryoji Miyauchi, fyrrum fjármálastjóri Livedoor, dæmdur í 20 mánaða fangelsi fyrir bókhaldsbrot. Hann játaði sök. Þrír aðrir framkvæmdastjórar Livedoor voru einnig dæmdir sekir en þeir fengu allir skilorðsbundinn dóm.
Í janúar á síðasta ári réðst lögregla inn á skrifstofur Livedoor vegna gruns um að fyrirtækið hefði átt í ólöglegum viðskiptum með verðbréf og að bókhald félagsins hefði verið falsað. Þurfti að loka Kauphöllinni í Tókýó fyrr þann dag þar sem mikið söluæði greip um sig á markaðnum.
Daginn eftir bárust fregnir um að yfirmaður hjá japönsku verðbréfafyrirtæki, sem tengdist yfirtökusamningum hjá Livedoor, hefði framið sjálfsmorð vegna aðildar að svindli tengdu Livedoor.
Af; mbl.is
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.3.2007 | 22:34
Gæt verið forsmekkurinn !
Á ekki að hraða uppbyggingu íbúðarhverfis í Örfirisey í ljósi hækkandi sjávarborðs áður en allt klabbið verður komið á kaf.
![]() |
Sjór flæddi yfir götuna við Ánanaust |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.3.2007 | 19:41
Samherja lykt af málinu !
Verðstríð er nú í gangi á meðal fiskkaupenda í Vestur-Finnmörku í Norður-Noregi. Fyrirtækið Fjordlaks greiðir rétt tæpar 300 ísl. kr/kg fyrir þorsk, sem er úttroðinn af loðnu, án tillits til stærðar og það er löndunarbið hjá fiskvinnslufyrirtæki félagsins á meðan smærri vinnslur á svæðinu fá lítið sem ekkert hráefni til vinnslu.
Þannig lýsir Finnmarksavisen ástandinu og hefur það eftir eigenda fiskvinnslufyrirtækisins Lean Fish að á meðan eigandi Fjordlaks greiði 90 til 100 ísl. kr/kg yfir lágmarksverð fyrir þorskinn þá styttist í að fleiri fiskvinnslur á svæðinu verði að hætta störfum. Hann segir ómögulegt að keppa við hið fjársterka fyrirtæki um hráefnið. Lean Fish er þó sæmilega stórt fyrirtæki og blaðið segir það vera heimsins stærsta útflytjanda á þurrverkuðum saltfiski (klipfisk).
Annar fiskvinnslumaður telur að með þessum yfirborgunum fyrir tiltölulega slakt hráefni sé Fjordlaks einfaldlega að sýna sig, hnykla vöðvana og freista þess að tryggja sér sem flesta báta í viðskipti. Þriðji viðmælandinn segist borga jafnvirði 270 ísl. kr/kg fyrir þorskinn en vegna þess hve loðnugengd á svæðinu hafi aukist þá henti þorskurinn miður til saltfiskvinnslu. Afurðaverðið taki mið af gæðum hráefnisins og minna fáist fyrir saltfisk ef los sé í holdinu líkt og gjarnan gerist með fisk sem liggur í loðnuáti.
Af; skip.is
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.3.2007 | 15:58
Jarðskorpan horfin fyrir sunnan Ísland
Skorpa jarðar er horfin á mörgþúsund ferkílómetra svæði á Mið-Atlantshafshryggnum, suður af Íslandi. Vísindamenn kunna enga skýringu á þessu fyrirbæri. Jarðskorpan á hafsbotni er yfirleitt um átta kílómetra þykk. Á umræddu svæði er nú opið niður í kviku og vísindamenn lýsa þessu sem risastóru opnu sári á jörðinni. Breskir vísindamenn eru nú í leiðangri til þess að kanna þetta sár.
Jarðfræðilega er yfirleitt mikið um að vera á þessum slóðum. Mið-Atlantshafshryggurinn klýfur Atlantshafið í tvær úthafsplötur og kemur á land á Reykjanesi. Segja má að hann sé fæðingarstaður Íslands, því jarðhræringar á honum hafa orðið til þess að margar eyjar hafa risið úr sæ. Meðal þeirra eru Ísland, Azoreyjar og Madeira.
Vísindamennirnir telja ekki að þetta skapi hættu enda hefur þetta sár verið opið í mörg ár, og þetta er talið náttúrulegt fyrirbæri. Ekki af manna völdum. Engu að síður telja þeir mikilvægt að rannsaka þetta, til þess að fá betri skilning á því hvernig jörðin "hagar sér."
Af; visir.is
21.3.2007 | 15:27
Afleiðingar offriðunar !
Fjölgun skarfa í Stokkhólmsléni í Svíþjóð er farin að valda vanda. Skarfarnir eru frekir til fóðurs og talið er að þeir éti árlega níu sinnum meira af fiski en sjómenn veiða á sömu veiðislóð.
Af skip.is
21.3.2007 | 13:36
Vestfirðingar gætu lent í svipuðum sporum.
![]() |
Fimmti hver unglingur á Grænlandi reynir sjálfsmorð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.3.2007 | 13:14
Hvalveiðar eiga mikla framtíð fyrir sér.
Langreyðarstofninn á ekki heima á válista CITES
Vísindanefndin tók saman yfirlit um stöðu langreyðarstofnsins á svokölluðu miðsvæði Norður-Atlantshafs að beiðni Íslendinga. Niðurstaðan er í stuttu máli sú að engar líffræðilegar forsendur séu fyrir því að stofninn sé á svokölluðum Appendix I lista CITES en það er sú stofnun sem hefur umsjón með því að ekki fari fram viðskipti með plöntur og dýr sem taldar eru vera í útrýmingarhættu.
Á ársfundinum var samþykkt ályktun þar sem lýst er yfir miklum áhyggjum vegna þeirra herferða sem í gangi eru í sumum ríkjum Evrópu og beinast gegn innflutningi á selskinnum og öðrum selaafurðum. Ekkert mið væri tekið af fyrirliggjandi upplýsingum frá NAMMCO og selveiðiþjóðunum um hina miklu stærð flestra selastofna, þá staðreynd að stofnarnir væru nýttir með sjálfbærum hætti og að alþjóðleg samvinna væri um veiðiaðferðirnar á milli veiðimanna og sérfræðinga á sviði dýralækninga. Rannsóknir bendi til að inntaka sela- og hvalalýsis sé jafnvel enn heilsusamlegri en neysla á venjulegu fisklýsi.
Af öðrum málum, sem bar á góma, eru áform um auknar rannsóknir á sela- og hvalastofnum en vísindanefnd NAMMCO telur t.a.m. óhætt að veiddir séu 10 hnúfubakar við Vestur-Grænland á ári án þess að stofninum stafi hætta af. Hins vegar hafa vísindamenn miklar áhyggjur af veiðum Grænlendinga á náhvölum og mjöldrum en þær veiðar séu ekki stundaðar undir merkjum sjálfbærrar nýtingar í dag.
Ath; af skip.is
![]() |
Einar K. Guðfinnsson: Ekki óeðlilegt í ljósi umræðu og óvissu um framhaldið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.3.2007 | 09:58
Færeyingar innkalla fiskveiðileyfin.
Það er hafið yfir alla gagnrýni að ráðherrann hefur sagt að innkalla eigi fiskveiðileyfin og skerða hlut erlendra fyrirtækja í færeyskri útgerð. Þetta hefur hann sagt án þess að hafa rætt við sitt pólitíska bakland og hagsmunaaðila í sjávarútvegi, segir Niclasen í samtali við vefsíðu Norðlýsið í Klaksvík. Hann segir það lágmarkskröfu að ráðherrann ráðfæri sig við pólitíska samherja. Það hafi ekki verið gert og því hafi ráðherrann kippt stoðunum undan atvinnugreininni með ummælum sínum
21.3.2007 | 08:54
Söfnun til styrktar fjölskyldu Eiríks Þórðarsonar
Ættingjar og vinir Pálínu Þórarinsdóttur, sem missti sambýlismann sinn Eirík Þórðarson þegar Björg Hauksdóttir ÍS fórst þann 13. mars, hafa stofnað reikning til styrktar fjölskyldunni. Fyrir þá sem vilja leggja málefninu lið er reikningurinn í Glitni á Ísafirði og er númer 0556-14-603900. Kennitala: 060951-3499.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
-
Ársæll Níelsson
-
Jóhannes Ragnarsson
-
Hafdís Ösp
-
Jón Kristjánsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Þórður Sævar Jónsson
-
Lýður Árnason
-
Ólafur Ragnarsson
-
Karl V. Matthíasson
-
Valmundur Valmundsson
-
Árni Gunnarsson
-
Elfar Logi Hannesson
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Ketill Sigurjónsson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Ívar Pálsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Magnús Jónsson
-
Jens Guð
-
Jón Valur Jensson
-
Þorsteinn Valur Baldvinsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
S. Einar Sigurðsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.4.): 0
- Sl. sólarhring: 21
- Sl. viku: 61
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 44
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar