Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007
5.4.2007 | 14:36
Ævilok Eggerts í Hergilsey
Það er sagt að Eggert hafi séð nálægt hundrað afkomendur sína áður en hann dó (1819) og hefur að því skapi fjölgað allajafna síðan. En þótt Eggert væri í flestu gæfumaður hlaut hann að þola þungan og undarlegan sjúkdóm hin síðustu árin. Byrjaði vanheilsa sú að hann fannst einn dag úti á velli mállaus og rænulaus, og fékk hann eigi fullt vit né mál síðan. Eftir hann bjó lengi í Hergilsey Jón sonur hans; hann var og hamingjudrjúgur og mikilmenni.
Athugasemd frá ritstjóra: Það er eitthvað í þessari frásögn sem minnir svo mikið á örlög og ævilok Framsóknarflokksins.
5.4.2007 | 13:03
Stefna gegn öllu óhreinu eftir Sæmund fróða
Að stefna frá sér öllu óhreinu af mönnum og skepnum, kviku sem dauðu, úti og inni, hvort heldur það er af lofti eða jörð. Ég stefni þér, vættur, vofa, draugur, dís, andi, ár, með svofelldu stefnuvætti, sem fylgir, frá mér og mínum, úti og inni, mönnum sem fénaði, kviku sem dauðu, á sjó og landi, hvort þú ert í austri eða vestri, norðri eða suðri.
Draugaþáttur og þursa:
Undan vindi vondan sendi,
óskir ferskar raski þrjózkum;
galdurs eldur gildur holdið
grenni, kenni og að innan brenni.
Eyrun dára örin særi,
eitrið ljóta bíti hann skeytið
allur fyllist illum sullum,
eyði snauðum bráður dauði.
![]() |
Þrír menn ákærðir fyrir aðild að hryðjuverkunum í Lundúnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.4.2007 | 02:22
Þursinn tjáir sig
Fyrverandi forsætisráðherra í útlegð reynir að hafa áhrif:
Vaxandi fylgi vinstri grænna er loftbóla. Þetta segir Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins. Hann hefur ekki áhyggjur af litlu fylgi við Framsóknarflokkinn, það hafi hann áður séð stuttu fyrir kosningar.
Halldór tók þátt í íslenskum stjórnmálum í rúma þrjá áratugi, þar af tvo í ríkisstjórn. Hann segir forystu flokksins sterka en flokkurinn gjaldi þess hins vegar að ósekju hafa staðið að umdeildum málum eins og nýtingu auðlinda og breytingum á fjármálamarkaði sem þó séu forsenda framfara á undanförnum árum.
Ath; hvað er þetta að vilja upp á dekk ?
![]() |
Bush sniðgengur öldungadeild þingsins með útnefningu sendiherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
4.4.2007 | 22:23
Það skiptir ekki máli
hvað starfsmenn Hafrannsóknastofnunar telja mikið og mæla. Forkólfarnir læðast með gögnin úr landi til Kaupmannahafnar þar sem ákveðið verður að halda bullinu áfram.
![]() |
Mikill annatími hjá starfsmönnum Hafrannsóknarstofnunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.4.2007 | 22:01
Komin tími til að aftengja
Hafró er eitt stærsta meinvarp samtímans:
Flest venjulegt fólk heldur í alvöru að Hafró sé heiðarlega rekið apparat og þau gögn sem þeir byggja sín vísindi á séu þau bestu sem völ er á. Þetta er því miður ekki rétt og ráðleggingar fiskifræðinganna ekki í neinu samræmi við réttar niðurstöður. Allt snýst þetta um að pumpa upp verð á þorskaflaheimildum og mynda síðan spennu inn í heimildir á öllum öðrum tegundum á fiski. Þetta er gert af undirlægi LÍÚ og bankakerfisins.
Aukaverkaninar sem þessu fylgja eru þektar en þær svæsnustu eru eins og allir ættu að vita. Stórfellt brottkast á fiski. Fiski landað fram hjá hafnarvog í stórum stíl. Þorskur breytist í ýsu og ýmsar aðrar ódýrari kvótategundir t.d. lýsu sem er enn undan kvóta. Steinbítur breytist í hlýra sem er undan kvóta.
![]() |
Skora á ráðherra að auka þorskkvótann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 5.4.2007 kl. 00:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.4.2007 | 20:13
Tröllaþáttur
Fjandi, andi flár, grár.
Flýi, mýi með skýi,
særður, marður, síbarður
sökkvi hinn dökkvi og hrökkvi.
Falli allur seiðsullum,
svíði því níði með stríði,
niður skriðinn, nauðmóður,
nístur, hristur og ristur.
Nú sé hann bundinn,
hnepptur í dróma, helvízkt grey,
hart úr liðunum (liðnum) undinn;
sem gróða færir grundin,
gengur lögur um sundin.
![]() |
Nancy Pelosi komin til Sádí-Arabíu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.4.2007 | 16:49
Stefni ég þér að dómstóli drottins og þaðan í helvíti
að vitni þeirra heilögu stefnuvotta Ragules, Raffaels, Selatyels,Misaels, Mikaels og Anasyels:
Undan vindi vondan sendi,
óskir ferskar raski þrjózkum;
galdurs eldur gildur holdið
grenni, kenni og að innan brenni.
Eyrun dára örin særi,
eitrið ljóta bíti hann skeytið
allur fyllist illum sullum,
eyði snauðum bráður dauði.
![]() |
Listrænar rennibrautir í London |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.4.2007 | 15:21
Frá marbendli
Mér er í minni stundin
þá marbendill hló;
blíð var baugahrundin
(er bóndinn kom af sjó);
Kysti hún laufalundinn,
lymskan undir bjó;
sinn saklausan hundinn
sverðabaldur sló.
![]() |
Bresku sjóliðarnir leiddir á fund Íransforseta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.4.2007 | 13:53
Sjáið veisluna drengir
Þessi fleygu orð gapti okkar hæstvirtur fjármálaráðherra framan í þingheim og alþjóð í beinni útsendingu og endurtók í sífellu á síðasta degi Alþingis. Nú vill þannig til að veisla fjármálaráðherra hefur algjörlega farið fram hjá sjávarbyggðunum og til marks um það vill ég sýna hver raunveruleg staða er.
Tálknafjörður: Brunabótamat og fasteignamat eignana Skógar íbúðarhús 300 m2 og Eyrarhús íbúðarhús 187 m2. Eignir þessar standa báðar á eignarlandi úr jörðinni Eyrarhús í Tálknafirði.
1. Skógar; Brunabótamat kr, 48,5 m. Fasteignamat kr, 8,2 m. Söluverð c.a, 80% af fm.
2. Eyrarhús; Brunabótamat kr, 26,5 m. Fasteignamat kr, 5,2 m. Söluverð c.a, 80% af fm.
Tilvitnun í "Fiskileysisguðinn" Gapuxi er maður sem gapir hálfvitalega framan í viðmælanda sinn og mælir sífellt sömu orðin.
4.4.2007 | 12:09
Sjávarþorpin
fá ekki nema smánarbætur í örorku þrátt fyrir að enginn sé að þykjast.
Byggðakvóti sem ráðherra hefur enn ekki tekist að úthluta þó fiskveiðiárið sé rúmlega hálfnað er ekkert annað en lúalegar örorkubætur fyrir fólkið í sjávarbyggðunum. Enda er sjávarútvegsráðherra orðinn þektur fyrir að stjórna sínum málaflokki með "skipulögðu aðgerðarleysi" og virðist þungt haldinn "ákvarðanatökufælni".
![]() |
Fær fangelsisdóm fyrir að þykjast vera fatlaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
-
Ársæll Níelsson
-
Jóhannes Ragnarsson
-
Hafdís Ösp
-
Jón Kristjánsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Þórður Sævar Jónsson
-
Lýður Árnason
-
Ólafur Ragnarsson
-
Karl V. Matthíasson
-
Valmundur Valmundsson
-
Árni Gunnarsson
-
Elfar Logi Hannesson
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Ketill Sigurjónsson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Ívar Pálsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Magnús Jónsson
-
Jens Guð
-
Jón Valur Jensson
-
Þorsteinn Valur Baldvinsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
S. Einar Sigurðsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.9.): 12
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 55
- Frá upphafi: 765739
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 48
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar