Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007
7.4.2007 | 16:11
Af hverju sekkur skip ?

![]() |
Yfirmenn sokkins farþegaskips ákærðir fyrir vanrækslu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 8.4.2007 kl. 01:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.4.2007 | 21:41
Passíusálmur nr. 51
Á Valhúsahæðinni
er verið að krossfesta mann.
Og fólkið kaupir sér far
með strætisvagninum
til þess að horfa á hann.
Það er sólskin og hiti,
og sjórinn er sléttur og blár.
Þetta er laglegur maður
með mikið enni
og mógult hár.
Og stúlka með sægræn augu
segir við mig:
Skyldi manninum ekki leiðast
að láta krossfesta sig?
Steinn Steinarr.
![]() |
Páfi við messu í Péturskirkju á föstudaginn langa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 8.4.2007 kl. 02:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.4.2007 | 19:42
Hallgrímur Pétursson
Hallgrímur Pétursson er eflaust frægastur þeirra Íslendinga sem lifðu á sautjándu öld. Hallgrímur telst vera fremsta trúarskáld Íslendinga og þann heiður hlotnast honum fyrir Passíusálmana, alls fimmtíu að tölu, sem lifa með þjóðinni enn þann dag í dag. Í Passíusálmunum er rakin píningarsaga Krists og lagt út af henni jafnóðum. En Hallgrímur samdi einnig guðsorðabækur, ádeilur, tækifæriskviðlinga og rímur svo eitthvað sé upptalið.
Þá hafa heilræðavísur Hallgríms verið íslenskum börnum hið ágætasta veganesti í gegnum árin og er hreint með ólíkindum að vísur sem eiga uppruna sinn á 17. öld hafi staðist tímans tönn svo sem þær hafa gert, að ekki sé talað um fyrir börn. Hallgrímur fæddist árið 1614, annaðhvort í Gröf á Höfðaströnd eða Hólum í Hjaltadal. Hann lést í Ferstiklu skammt frá Saurbæ á Hvalfjarðasströnd þar sem hann þjónaði lengst sem prestur 18. desember 1674
![]() |
Passíusálmar lesnir víða um land |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 8.4.2007 kl. 01:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.4.2007 | 14:34
Jesú kristur
Vissulega var það fólkið sem ákvað að krossfesta Jesú. Fólkinu - eða öllu heldur leiðtogum þess - fannst Jesús óþægilegur svo að það yrði að ryðja honum úr vegi.
Krossfesting var andstyggileg pyntingaraðferð, ein af mörgum sem mannkynið hefur fundið upp í blóðugri sögu sinni. Í Rómaveldi var krossfestingu beitt á menn sem þóttu pólitískt hættulegir, svo sem á þræla er gerðu uppreisn eða á þegna í skattlöndunum sem þóttu ógna veldi Rómverja. Með því að krossfesta slíka menn á almannafæri þóttust Rómverjar geta sýnt fram á hver það væri sem völdin hefði. Og það þótti Pílatusi líka þegar hann hafði framselt Jesú til krossfestingar.
Að kristnum skilningi var því hins vegar þveröfugt farið. Sá sem sigraði á Golgata var ekki Pílatus heldur hinn krossfesti Jesús. Sá sigur kom í ljós í upprisu hans á þriðja degi. Hún birti að Jesús er Messías, Kristur. Um leið leiðir hún í ljós að hið pólitíska vald, hvort sem það er vald Rómar eða einhvers annars stórveldis, er ekki hinsta vald í heimi. Það er annað vald sem er öllu stjórnmálavaldi æðra og það er vald Guðs, vald kærleikans.Handtaka Jesú og dómurinn yfir honum hafa með öðrum orðum tvær hliðar. Ytri hliðin snertir hlutdeild manna sem vildu ryðja honum úr vegi. Innri hliðin lýtur að sambandi Jesú og Guðs. Að kristnum skilningi er Jesús Guðs elskaði Sonur, "orð Guðs í holdi manns" eins og segir í jólaguðspjalli Jóhannesar (Jóhannesar guðspjall 1. kapituli 1-14). Guð sendi son sinn í heiminn af því að hann elskar heiminn segir Jóhannes líka í 3. kapitula 16. versi. Kristnir menn játa á grundvelli upprisu Jesú að Guð hafi náð frelsistilgangi sínum þrátt fyrir að menn hafi afneitað honum.
Sennilega hefði Guð getað gripið inn í atburðarásina á Golgata með því að forða syninum frá kvöl og dauða. Það gerði hann ekki og því segir kristinn vitnisburður að Guð hafi ekki þyrmt sínum eigin syni heldur framselt hann fyrir okkur til þess að geta gefið okkur allt með honum: Frelsi, líf, fyrirgefningu og frið (sjá Rómverjabréfið 8.31-39).Í þeim skilningi dó Jesús fyrir okkur og fórnaði sér vegna okkar. Þegar við því minnumst dauða Jesú, minnumst við þess að sátt er komið á milli Guðs og manna. Þess vegna er bæði unnt og skylt að vinna að sátt, friði og einingu meðal manna. Það er sú nýja ytri hlið á krossfestingu Jesú sem að okkur og breytni okkar snýr í ljósi upprisu Jesú.
![]() |
Píslarganga farin kring um Mývatn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.4.2007 | 13:31
Ýsan
Aukin ýsugengd við Ísland vegna hlýnunar sjávar
Heimkynni ýsunnar eru í N-Atlantshafi, N-Íshafi, Barentshafi meðfram ströndum Noregs, í Norðursjó og allt suður í Biskajaflóa, við Bretlandseyjar, Færeyjar og Ísland. Í NV-Atlantshafi er ýsan við strendur N-Ameríku, en við Grænland hefur hún aðeins fundist sem flækingur.
Ýsan er algeng í hafinu allt í kringum Ísland þó mest sé af henni við S og SV-ströndina. Ýsan er grunnsjávar- og botnfiskur sem heldur sig að mestu á 10-200 m dýpi. Fæða ýsunnar er mjög fjölbreytileg, en hún étur ýmis botndýr, s.s. skeljar, smásnigla, marflær o.m.fl., en einnig eru á matseðli hennar smáfiskar eins og sandsíli, loðna og spærlingur.Ýsan hrygnir í hlýja sjónum sunnan-, suðvestan- og vestanlands, mest á hafsvæðinu milli Vestmannaeyja og Snæfellsness. Hrygningin byrjar í apríl og lýkur í lok maí. Að lokinni hrygningu dreifir fullorðni fiskurinn sér í fæðuleit. Ýsan verður kynþroska 3-4 ára gömul. Meðalstærð ýsu er 45-60 cm, en hún getur orðið allt að 80 cm löng.
Ýsuveiðar
Ýsuveiðar íslenskra skipa hafa mestar orðið um 67.000 tonn árið 1982, en minnstur varð aflinn árið 1943 um 13.000 tonn. Meðalýsuafli íslenskra skipa hefur verið 40.000 tonn á ári síðastliðna hálfa öld.
![]() |
Góð og slæm gróðurhúsaáhrif í Evrópu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.4.2007 | 12:19
Hinsta ferð
Lagt af stað í örlagaför
Farþegaskipið Titanic lagði úr höfn frá Southampton á Englandi í sína fyrstu sjóferð 10. apríl 1912. Titanic var þá stærsta skip heims, 45.000 tonn að þyngd og um 275 metrar á lengd. Það var talið ósökkvandi vegna vatnsþéttra skilrúma. Sumt af efnaðasta fólki heims var um borð í skipinu þegar það sigldi á ísjaka á Atlantshafi 14. apríl 1912 og sökk á innan við þremur tímum. Af 2.224 farþegum og áhafnarmeðlimum sem um borð voru fórust 1.517 vegna þess að skipið var búið of fáum björgunarbátum og sjórinn var mjög kaldur. Í kjölfar slyssins voru settar nýjar öryggisreglur fyrir skip.
(AP/Frank O. Braynard Collection)
![]() |
Tveggja farþega af sokknu farþegaskipi saknað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.4.2007 | 02:34
Garpatal Péturs Hoffmans
Til skilningsauka á arfgengum dyggðum og öðrum eiginleikum sögumanns
Þarna hefur þú þessa menn, lesandi góður, og haf nú í huga við lestur ævisögu minnar. Hygg ég að þú komist að þeirri niðurstöðu að nokkuð sé líkt með mér og Þórólfi Kveldúlfssyni, því slíkur sem hann var konuingsvaldinu á sínum tíma, slíkur var ég sýslumönnum, lögreglustjórum, stórkaupmönnum, útgerðarmönnum og öðrum yfirgangshundum vorra tíma. Slíkur var ég einnig fisksölum á meðan ég var meðal þeirra. Og slíkur var ég meðal þjófa og annara afhraksmanna á öskuhaugunum á meðan ég dvaldi þar.
Öllum þessum stéttum gerði ég lágt undir höfði og fór ekki í manngreinarálit. Ekki hef ég síður stefnt til metorða á Íslandi en Þórólfur í Norvegi. Og hefst nú saga mín. Þér að segja
![]() |
Austurríkismenn beðnir að miðla málum í Úkraínu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.4.2007 | 22:01
Rækjan
Sú rækjutegund sem lifir hér við land kallast nú til dags aðeins rækja en til er eldra heitið stóri kampalampi (lat. Pandalus borealis). Rækjan er dæmigerð kaldsjávartegund og ein af þeim rúmlega 50 tegundum sem tilheyra ættinni Pandalidea. Pandalus borealis er langmest veidda kaldsjávarrækjutegund í heimi.
Tegundin finnst víða á norðurhveli jarðar, meðal annars við strendur Maine í Bandaríkjunum, við austurströnd Kanada og austur í Norðursjó og Skagerrak. Einnig veiðist hún í talsverðu magni í Barentshafi sem og í Kyrrahafi við strendur Alaska og allt suður til Kaliforníu.
Rækjur sem lifa á meira en 200 metra dýpi eru iðulega nefndar djúpsjávarrækjur. Þær lifa á dýptarbilinu milli 200 - 700 metra. Kjörbotngerð þeirra er leirbotn. Rækjur eru einnig algengar á grunnslóð á dýpi innan við 200 m. Þær nefnast innfjarðarrækjur og eru algengar í öllum stærri fjörðum og flóum við landið. Kjörbirta rækjunnar er myrkur. Á daginn þegar dagsbirtan nær niður í sjóinn heldur hún sig rétt við botninn en þegar skyggja tekur syndir hún upp að yfirborðinu. Slíkar reglubundnar hreyfingar nefnast dægurhreyfingar og eru mjög algengar meðal sjávardýra.
Helsta fæða rækjunnar eru ýmsir hryggleysingjar eins og lindýr og ormar sem hún finnur í mjúkum leirbotninum. Ofgnótt er af slíkum dýrum í leirbotni. Þegar rækjan fer upp að yfirborðinu á næturnar eru ljósátur, ýmsar krabbaflær og þörungar helsta fæðan.
Ýmsar tegundir fiska éta rækju og er þorskurinn (Gadus morhua) skæðastur. Nokkrar aðrar tegundir eru einnig umfangsmiklir afræningjar og má þar helst nefna grálúðuna á djúpslóð og smokkfisk, ýsu og tindabikkju á grunnslóð.
Lífsferill rækjunnar er mjög sérstakur því að hver rækja er á ævi sinni bæði kvendýr og karldýr. Samkvæmt rannsóknum íslenskra sjávarlíffræðinga skiptir rækja á grunnslóð um kyn við 3-4 ára aldur og er hún þá 16 -21 mm á lengd. Þessi kynskipti gerast mun síðar á djúpslóð eða þegar rækjan er orðin 5-6 ára og 22-24 mm á lengd. Að mati vísindamanna er ástæðan fyrir þessum mun sú að sjór er mun heitari í fjörðum og flóum hér við land en í úthafinu og flýtir það mjög fyrir allri þroskun. Þar sem fyrra kyn hverrar rækju er karlkyn þá eru kvendýrin oftast talsvert stærri.
Hrygningartímabilið er mjög breytilegt eftir stað og fer eftir hitastigi og öðrum umhverfisþáttum. Á því svæði sem rækju er að finna innan íslensku efnahagslögsögunnar eru þessir þættir mjög breytilegir. Einnig er eggjafjöldinn mjög háður stærð kvendýranna. Stærstu kvendýrin framleiða allt upp í tvö þúsund egg en minnstu kvendýrin fáein hundruð eggja. Eftir að eggin eru frjóvguð festir kvendýrið þau við sundfæturna undir halanum meðan þau þroskast. Þetta tímabil nefnist eggburðartímabil. Þroskunarhraðinn er mjög breytilegur og talið er að hitastig sjávar ráði þar mestu um. Fyrir norðan land þar sem kaldast er þarf kvendýrið að bera eggin í um tíu mánuði en við Snæfellsnes og Eldey í rúma fimm mánuði. Klakið fer fram á vorin þegar þörungablómi sjávar er í hámarki, en þörungar eru fyrsta fæða rækjulirfanna.
Talið er að úthafsrækjan hrygni annað hvert ár en innfjarðarækjan á hverju ári.
Efri myndin sýnir kampalampa (Pandalus borealis) og er fengin af rússnesku vefsetri um sjávarlíffræði.
Neðri myndin sýnir kampalampa á mjúkum sandbotni. Hún er fengin á vefsetri sem sérhæfir sig í sjávarmyndum.
5.4.2007 | 19:37
Þorskur

Heimkynni þorsksins eru í Norður-Atlantshafi. Í Norðaustur-Atlantshafi er hann frá Svalbarða í Barentshafi suður í Biskajaflóa. Í Norðvestur-Atlantshafi er þorskur við Grænland og frá Hudsonflóa og Baffinslandi suður til Hatterashöfða í Bandaríkjunum.
Hér við land er þorskur algengur allt í kringum landið. Hann er botnfiskur sem lifir á allt frá nokkurra metra dýpi niður á 600 metra eða dýpra en er algengastur á 100-400 metra dýpi. Þorskurinn heldur sig bæði á sand- og leirbotni, sem og á hraunbotni. Einnig þvælist hann upp um sjó í ætisleit eða við hrygningu.


Sýnt hefur verið fram á að vöxtur þorsksins er háður stærð loðnustofnsins á hverjum tíma. Meðalþyngd fjögurra til sex ára þorsks er allt að 25% minni þegar loðnustofninn er í lægð miðað við ástandið þegar loðnustofninn er stór.
![]() |
Jean Nouvel mun hanna tónleikahöll fílharmóníusveitar í París |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.4.2007 | 17:02
Aukin gengd skötusels er
dæmi um áhrif hlýnunar sjávar til góða fyrir Ísland
Skötuselur (fræðiheiti: Lophius piscatorius) er botnfiskur sem lifir í austanverðu Atlantshafi við Ísland til Múrmansk og allt suður til Gíneuflóa. Hann finnst hvorki við Grænland né við austurströnd Norður-Ameríku. Skötuselur hefur fundist allt í kringum Ísland, en er algengari sunnan og vestan landsins.
Skötuselur er gríðarlega hausstór og kjaftvíður. Neðri kjálkinn nær fram fyrir þann efri. Munnurinn er breiður og nær yfir allt höfuðið og í báðum kjálkum eru hvassar tennur sem allar vísa aftur. Engin bráð sleppur ef skötuselur nær að læsa skoltunum utan um hana.
Skötuselur getur notað ugga á kviðnum sem eins konar fætur og gengið eftir sjávarbotninum en þar felur hann sig í sandi og þangi. Fiskurinn fellur afar vel inn í botngróður og tekur breytingum eftir botngróðri og líkist sjálfur þangi og getur því falið sig þar sem mest er um æti. Kvenfiskar geta orðið meira en 2 metra langir. Stærsti skötuselur sem hefur veiðst við Ísland var 134 sm langur.
Mikill munur er á útliti og stærð karlkyns og kvenkyns fiska. Karlkyns skötuselur er miklu minni en kvenfiskur eða um 20-30% af stærð kvenkyns skötusels. Kvenfiskurinn hefur fálmara sem hann notar sem agn til að ginna bráð en karlfiskurinn hefur enga fálmara og getur því lítið veitt. Hann verður að finna kvenfisk og bíta sig fastan við húð hans. Við bitið gefur karlfiskurinn frá sér hvata sem leysir upp og meltir bæði húð kvenfisksins og munn karlfisksins og karlfiskurinn verður þannig sníkjudýr á líkama kvenfiskins og nærist á blóði og hrörnar með tímanum í að verða aðeins eistu sem dæla sæði eftir þörfum inn í líkama kvenfisksins.
Fiskurinn hefur þrjá langa fálmara ofan á höfðinu sem hann notar sem tálbeitu til að lokka til sín bráð. Magi skötuselsins getur þanist afar mikið út og geta skötuselir étið bráð sem er stærri og þyngri en þeir sjálfir.
Hrogn skötuselsins svífa um í þunnu einföldu lagi af glæru slímkenndu efni sem er 60-90 sm breitt og 8 til 9 metra langt. Skötuselur vex um 15-20 cm fyrsta árið og á þriðja ári er hann orðinn 50 cm langur. Hann verður kynþroska þegar hann hefur náð 75-80 cm lengd.
![]() |
Deilt um innihald skýrslu um afleiðingar loftslagshlýnunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
-
Ársæll Níelsson
-
Jóhannes Ragnarsson
-
Hafdís Ösp
-
Jón Kristjánsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Þórður Sævar Jónsson
-
Lýður Árnason
-
Ólafur Ragnarsson
-
Karl V. Matthíasson
-
Valmundur Valmundsson
-
Árni Gunnarsson
-
Elfar Logi Hannesson
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Ketill Sigurjónsson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Ívar Pálsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Magnús Jónsson
-
Jens Guð
-
Jón Valur Jensson
-
Þorsteinn Valur Baldvinsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
S. Einar Sigurðsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 42
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar