Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007
8.4.2007 | 11:11
Erfðasyndirnar sjö
Hinar sjö kristnu höfuðsyndir, eða dauðasyndirnar sjö eru eftirtaldar: Hroki, öfund, reiði, þunglyndi, ágirnd, ofát og munúðlífi. Í Íslensku alfræðiorðabókinni er leti talin upp í stað þunglyndis. Þessar sjö syndir eru ekki taldar upp berum orðum í Biblíunni og því síður nefndar dauðasyndir.
Marteinn Lúther telur upp þessar sjö birtingarmyndir syndarinnar. Hann notar aðra aðgreiningu synda að auki, þrjár birtingarmyndir syndarinnar gagnvart Guði: Vanþakklæti, eigingirni og hroka. Lúther sagðist sjálfur ekki átta sig alveg á greinarmuni synda og dauðasynda.
Fyrir Lútheri er syndin fólgin í manninum en ekki verkum hans maður verður ekki góður fyrir Lúther þó hann breyti rétt, segja má að aðeins hugurinn að baki gjörðinni skipti máli.
Kaþólskir nota orðið galla eða löst yfir það sem Lúther nefnir synd en segja syndir drýgðar í einstökum verkum. Gallar í fari manna geta stuðlað að því að þeir drýgi synd. Sömu sjö atriði teljast til helstu galla mannsins meðal kaþólskra.
---
Höfuðsyndirnar eða -lestirnir sjö eru andstæðir höfuðdyggðunum sjö, sem eru ekki heldur nefndar sem slíkar í Biblíunni. Höfuðdyggðirnar sjö eru: Viska, hófstilling, hugrekki, réttlæti, von, trú og kærleikur. Meira er lagt upp úr þessum dyggðum í kaþólskri siðfræði en lútherskri.
Nýverið var gerð könnun á vegum Gallup á því hvað Íslendingar meti helst í eigin fari og annarra. Í Tímariti Máls og menningar (2. tbl. 2000) eru niðurstöður hennar túlkaðar svo að nýju íslensku höfuðdyggðirnar séu: Hreinskilni, dugnaður, heilsa, heiðarleiki, jákvæðni, traust, fjölskyldu- og vináttubönd.
Heimild; Sigurjón Árni Eyjólfsson.
![]() |
Kærleikurinn sterkari en hatrið og dauðinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.4.2007 | 10:54
Gandreið
Ætli Lísa Robertson sé ekki eina konan sem farið hefur ríðandi á milli Bombay og Sydney ?
Sjá link; http://www.snerpa.is/net/thjod/gandr.htm
![]() |
Ástarfundur í flugvél hafði slæm eftirköst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.4.2007 | 02:28
Páskalambið
Fram kemur í píslarsögum guðspjallanna (Matt. 26.-27. kap., Mark. 14.-15. kap., Lúk. 22.-23. kap. og Jóh. 18.-19. kap.) bar handtöku og krossfestingu Krists upp á páskahátíð gyðinga. Þess vegna varð páskalambið að tákni fyrir Krist í hugum kristinna manna eins og sjá má í Fyrra Korintubréfi Páls postula þar sem hann segir: Því að páskalambi voru er slátrað, sem er Kristur. (5:7) Milli páskahátíðar gyðinga og páska kristinna manna eru því bein söguleg og hugmyndafræðileg tengsl sem meðal annars koma fram í hinu sameiginlega heiti hátíðanna.
Heimild; Saga dagana eftir Árna Björnsson.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.4.2007 | 22:59
Nokkrir ljóskubrandarar
Sp. Hvers vegna er ekki hægt að kenna ljósku að keyra?
Sv. Vegna þess að, hvert skipti sem að ljóska kemur upp í bíl, stekkur hún upp í aftursætið og fer úr öllum fötunum.
Sp. Hver vegna er ekki hægt að kenna ljósku að synda?
Sv. Vegna þess að, í hvert skipti sem hún blotnar leggst hún á bakið og glennir út lappirnar.
Ljóskan fór til læknis og þegar hann sagði henni að hún væri ófrísk spurði hún: Og á ég það?
Ljóskan fór til læknis og hann sagði henni að hún gengi með tvíbura og þá sagði ljóskan enn gaman en hver á þá hitt barnið?.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.4.2007 | 22:40
Einn góður af barnum á Hótel Sögu
7.4.2007 | 19:36
Saga páskaeggsins

Upphafið má rekja til þess að á miðöldum þurftu leiguliðar í Mið-Evrópu að gjalda landeigendum skatt í formi eggja fyrir páska. Leiguliðar þurftu reyndar að greiða landeigendum skatt nokkrum sinnum á ári og yfirleitt í formi einhverra afurða sem til urðu á bæjunum. Um páskaleytið á vorin voru egg mjög eftirsóknarverð því þá voru hænurnar nýbyrjaðar að verpa á ný eftir vetrarhléð sem móðir náttúra sér þeim fyrir.
Snemma skapaðist sú hefð að landeigendur gáfu fimmtung af þessum eggjum til bágstaddra. Sá siður að gefa börnum páskaegg er dreginn af þessari hefð. Fljótlega var farið að blása úr þeim, þau skreytt og notuð til gjafa á páskum.
Á barokktímanum byrjaði yfirstéttin að gefa hvort öðru skreytt egg og oftar en ekki var lítið gat gert á skurnina og litlu spakmæli, rímu eða ljóði stungið í eggið.
Sælgætisframleiðendur hófu páskaeggjagerð í Mið-Evrópu á 19. öld en á Íslandi urðu þau ekki algeng fyrr en í kringum 1920. Kannski er ástæðan fyrir því að Íslendingar tóku svona seint við sér sú að enginn hefð var í kringum páskaegg, enginn páskaeggjaskattur og fyrst og fremst fáar hænur. Hænsnarækt var fátíð á Íslandi þangað til í kringum 1930 og þá var í fyrsta skipti hætt að flytja inn hænuegg.
Heimild; Saga daganna eftir Árna Björnsson.
![]() |
Margir leituðu að páskaeggjum í Elliðaárdal |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 8.4.2007 kl. 01:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.4.2007 | 17:52
Kannabisplantan

![]() |
Kviknaði í út frá flúrlampa sem notaður var við kannabisræktun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 8.4.2007 kl. 02:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.4.2007 | 17:24
Drukknaðir ísbirnir
Í fyrsta skipti hafa fundist drukknaðir ísbirnir sem taldir eru vera fórnarlömb loftslagsbreytinganna. Að sögn Sunday Times fundust nýlega fjórir dauðir ísbirnir á floti í sjónum í norðurhéruðum Alaska og er búist við því að þeim eigi eftir að fjölga.
Að sögn blaðsins leiddu rannsóknir vísindamanna til þeirrar niðurstöðu að ísbirnir á umræddu svæði þyrfi nú orðið að synda allt að 100 km leið yfir opið haf til þess að finna æti. Þótt ísbirnir séu afburða sunddýr þá eru þeir vanari því að synda meðfram ströndum eða við ísjaðra þar sem þeir geta hvílst.
Langsund yfir opið haf geti hins vegar reynst þeim skeinuhættara. Þeir geti ofkælst eða örmagnast á úthafssundi eða orðið kröppum öldum að bráð. Grænlenska útvarpið greindi frá.
![]() |
Knútur tvöfaldar aðsóknina að dýragarðinum í Berlín |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 8.4.2007 kl. 01:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.4.2007 | 17:13
Vöðuselur
Heimkynni vöðuselsins eru aðallega í Norður-Íshafinu beggja vegna Grænlands. Hann var stærsti selastofn á þessu svæði og Norðmenn og Kanadamenn veiddu mikið af honum. Stórar vöður þessara sela komu gjarnan til Íslands um jólaleytið fyrr á tímum en út því dró á árunum 1860-70.
Á Vestur- og Norðurlandi beið fólk þessara vaðna með eftirvæntingu og veiddi hann í þúsundatali. Brimillinn er rjómagulur með svart höfuð og svartan blett eftir endilöngum hliðunum. Urtan er ljósari.
![]() |
Vöðuselskópar við Suður-Grænland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 8.4.2007 kl. 01:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.4.2007 | 16:28
Hraðskreiðasti fugl veraldar

![]() |
Farþegaflug aldrei verið öruggara en nú |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 8.4.2007 kl. 01:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
-
Ársæll Níelsson
-
Jóhannes Ragnarsson
-
Hafdís Ösp
-
Jón Kristjánsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Þórður Sævar Jónsson
-
Lýður Árnason
-
Ólafur Ragnarsson
-
Karl V. Matthíasson
-
Valmundur Valmundsson
-
Árni Gunnarsson
-
Elfar Logi Hannesson
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Ketill Sigurjónsson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Ívar Pálsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Magnús Jónsson
-
Jens Guð
-
Jón Valur Jensson
-
Þorsteinn Valur Baldvinsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
S. Einar Sigurðsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 42
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar