Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008
6.2.2008 | 14:26
Athyglisvert
......er að fylgjast með þingmönnum á Alþingi fordæma pyndingar á föngum í Guantanmo og víðar á sama tíma og Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðana hefur úrskurðað að hérlendis séu ástunduð gróf mannréttindabrot.
Þingmenn þykjast ekki sjá þær andlegu pyndingar og ofbeldi sem íslenzka ríkisstjórnin beitir fólk í sjávarbyggðum !
Vel flestar sjávarbyggðir eru "Guantanmo" Íslands þar sem íbúarnir hafa verið beittir andlegu, fjárhagslegu og félagslegu ofbeldi árum saman með kvótakerfinu.
![]() |
Fordæma pyntingar á föngum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.2.2008 | 09:51
Riðuveiki í sauðfé
Mynd: Olafsson.
Riðuveiki í sauðfé smitast fyrst og fremst með því að skepnurnar éta, drekka eða sleikja smitefnið í sig.
Smit getur einnig orðið um sár og þess eru dæmi að riðuveiki hafi komið fram í kind eftir burðarhjálp manns með óþvegnar hendur, nýkomnum frá því að hjálpa riðukind að bera.
Þetta þýðir að smit hafi þá verið borið í skepnu um fæðingarveg. Unnt er að sýkja kindur í tilraunum á marga fleiri vegu. Blóðsýni úr riðukind var dælt í æðar heilbrigðra kinda á Keldum og fengu nokkrar þeirra riðu.
Heimild; Sigurður Sigurðarson.
![]() |
Flutti hey milli sauðfjárveikihólfa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.2.2008 | 23:00
Dýrkun á vanþekkingu
Höfuðpáfi kvótakerfisins í dag er Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra og þingmaður frá Bolungarvík.
Einar barðist mjög harkalega gegn kvótakerfinu og framsalinu á sínum tíma. Hann var þeirra á meðal sem lögðu fram tillögu um að tekinn yrði upp jafnstöðuafli í þrjú ár og þá veidd 350 þúsund tonn af þorski árlega. Þessi tillaga var byggð á áratuga sögu þorskveiða við Íslands.
Þáverandi forstjóri Hafrannsóknastofnunar kallaði tillöguna dýrkun á vanþekkingu og hún var felld.
Sjá link í forystugrein R.T. ritstjóra DV í dag; http://dv.is/leidarinn/lesa/4780
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.2.2008 | 15:58
Mannréttindanefnd LÍÚ
.....hefur "nauðga" hundruð fjölskyldna í sjávarbyggðum, fjárhagslega, andlega og félagslega, selt mansali og hnept í þrældóm og ánauð kvótakerfisins.
Rauði kossinn og Amnesty hafa því miður ekki séð ástæðu til að amast við því !
![]() |
Fórnarlömb mansals á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.2.2008 | 15:43
Í landi er leynilögregla
............til að hafa upp á þjófum, og vísindamenn sitja á rökstólum til að ransaka pest í sauðkindum.
Mundi það móðga nokkurn ef komið væri á leynilögreglu og vísindastofnun til að ransaka hvernig úngir glaðir og hraustir menn eru dregnir unnvörpum niðurá hafsbotn á hverju ári ?
Sjálfsagðir hlutir. Hvert á að senda reiknínginn ? Laxnes 1944.
![]() |
Telja kvótakerfið getulaust |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ein er sú hefð tengd öskudeginum sem ekki finnst annars staðar en á Íslandi, en það er sú venja að hengja öskupoka á fólk. Kannski má rekja upphaf þess til katólskunnar og krafts öskunnar sem gjarnan var mögnuð með heilögu vatni.
Sóttu menn í að taka ösku með sér heim úr kirkjum til að blessa heimilið. Þessi pokasiður þekkist á Íslandi allt frá miðri 18. öld, mögulegt er að heimild öld eldri greini frá sama sið. Hér skiptist pokasiðurinn lengi vel í tvennt eftir kynjum:
Konur hengdu öskupoka á karla en karlar poka með steinum á konur. Líklegt er að ólík kynjahlutverk og aðgengi að hlutum hafi þar skipt máli, en lykilatriði hjá báðum kynjum var að koma pokunum fyrir svo að fórnarlambið tæki ekki eftir því.
Heimild; Árni Björnsson, Saga daganna.
![]() |
Öskupokar: Gamall og góður siður endurvakinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
-
Ársæll Níelsson
-
Jóhannes Ragnarsson
-
Hafdís Ösp
-
Jón Kristjánsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Þórður Sævar Jónsson
-
Lýður Árnason
-
Ólafur Ragnarsson
-
Karl V. Matthíasson
-
Valmundur Valmundsson
-
Árni Gunnarsson
-
Elfar Logi Hannesson
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Ketill Sigurjónsson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Ívar Pálsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Magnús Jónsson
-
Jens Guð
-
Jón Valur Jensson
-
Þorsteinn Valur Baldvinsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
S. Einar Sigurðsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 3
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 45
- Frá upphafi: 764919
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 45
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar