Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009
30.11.2009 | 07:13
Dragnótaveiðar við Ísland
Dragnótin vistvænasta veiðafærið.
Dragnótin er vistvænasta veiðarfærið sem notað er við Ísland í dag og hefur verið frá því veiðar með dragnót hófust á síðari hluta 19 aldar. Veiðisvæði dragnótar spannar einungis um 3-5% af landgrunninu innan lögsögu Íslands.
Ástæður þessa takmörkuðu veiðislóðar dragnótarinnar eru þær að dragnót er einungis hægt að nota á leir, malar og sandbotni. Veiðar með dragnót á mörgum veiðisvæðum við landið eru einnig mjög árstíðabundnar vegna breytilegrar göngu ýmisa fisktegunda.
Ástæður þess að einungis er hægt að veiða með dragnót á mjúkum botni eru þær að dragnótin og tógin sem henni tilheyra festast í botni, veiðarfærið rifnar og skemmist ef út á harðan botn er farið. Einnig takmarkar dýpi sjávar virkni dragnótarinnar og eru veiðar sjaldnast stundaðar fyrir neðan 150 faðma dýp. Hér er komin skýringin á því hversu smávægilegt veiðisvæði dragnótarinnar er í samanburði við öll önnur veiðarfæri sem notuð eru við Ísland.
Eðli málsins samkvæmt spilla dragnótaveiðar hvorki botngróðri, botnlagi né lífríki sjávar á nokkurn hátt, enda engu til að spilla og er nánast um veiðar á berangri hafsbotnsins að ræða þar sem lítill botngróður þrífst. Veiðar með dragnót örva vöxt og viðgang ýmisa fisktegunda með yfirferð sinni eftir hafsbotninum þar sem hinar fjölbreytilegu lífverur hafsbotnsins verða að fæðu flatfiska og bolfiska.
Fiskur veiddur í dragnót jafnt flatfiskar allskonar, sem og bolfiskar leita út af hörðum botni inn á veiðisvæði dragnótarinnar eftir æti, þá gjarnan á liggjanda við sjávarfallskipti. Það æti sem um er að ræða er td, sandsíli, trönusíli og ýmsar aðrar tegundir smáfiska og smádýra, td. sandormar og krabbadýr. Veiðislóð dragnótarinnar er matborð hinna ýmsu fiskitegunda.
Besta hráefnið.
Fiskur veiddur í dragnót er mjög stutt dreginn þegar hann kemur um borð í veiðiskipið, oft líða ekki nema 20-30 mínútur frá því dragnótinni er kastað og að búið er að hífa voðina og fiskurinn kominn um borð. Lítil pressa er á fiskinum þar sem hann er hífður um borð í litlum skömmtum og er þá sprell lifandi þegar hann er blóðgaður frá móttöku í rennandi sjó.
Ef vel veiðist geta pokarnir orðið margir sem þarf að hífa um borð, en reynt er að hafa pokana ekki stærri en svo að þeir rúmi ekki meira magn af fiski en sem nemur 500-1000 kg. Er þetta gert til að fyrirbyggja að fiskur kremjist og blóðspryngi með tilheyrandi skemmdum og losi í holdi.
Fiskur veiddur í dragnót er að jafnaði vænni en fiskur sem veiðist í önnur veiðafæri að netafiski undanskyldum og vegur sá þáttur í rekstri dragnótaskipa mikið fyrir afkomu veiðanna þar sem oft er mikil munur á verði góðs dragnótafisks og fisks sem veiddur er í önnur veiðafæri.
Veiðar með dragnót.
Áður en ákvörðun um kast með dragnót er tekin þá þarf að gæta að ýmsum þáttum er varða strauma, sjávarföll, vindátt og sjólag. Einnig hafa birtuskilyrði og sólarljós mikið um það að segja hvernig fiskast. Mjög misjafnt er eftir árstíðum, dýpi og svæðum hver áhrif mismunandi þátta hafa til árangurs af veiðunum.
Það sem vegur þyngst í góðum árangri við veiðarnar ásamt samspili margra þátta er án efa það fæðuframboð sem fiskurinn hefur á viðkomandi veiðislóð. Ef fæðuframboð er takmarkað á veiðislóð dragnótar er næsta víst að lítið sem ekkert veiðist.
Ef pláss og dýpi á veiðislóð dragnótar er nægilegt þá er oftast kastað allri vírmanilunni sem til staðar er um borð í skipinu en ef plássið er takmarkað eins og algengt er á veiðislóð dragnótar út af Vestfjörðum og víðar, þar sem verið er að kasta dragnót á sand polla og gjótur sem leynast víða úti í hrauni, þá er mjög misjafnt hversu miklu er hægt að kasta.
Geta dragnótarinnar til að ná í fisk er bundin innan þess svæðis sem tógin afmarka með legu sinni á hafsbotni. Mjög misjafnt er hversu mikið flatamál þess svæðis er, þar sem dýpi, straumur, hversu mikið skverað er og lengd tógana sem eru úti ráða mestu þar um, en oft er það einungis 1/3 af lengd tógana sem skafa botninn en 2/3 eru laus frá botni upp í sjó í átt til veiðiskipsins.
Lokaorð. Veiðislóð dragnótarinnar er eins og frjór akur bóndans sem yrkir landið af alúð og dugnaði.
Dragnótaveiðar ætti samt sem áður aldrei að leyfa á uppeldisstöðvum fisks líkt og inn á fjörðum og víkum og ekki heldur á veiðislóð minni strandveiðibáta.
Undirritaður leggur til að dragnótaveiðar verði víðast hvar ekki heimilar innan 4,5 sjómílna frá grunnlínupunktum nema að takmörkuðu leyti og þá einungis árstíðabundið.
Það liggur í hlutarins eðli að veiðar með dragnót á veiðislóð smáfisks ganga ekki upp líffræðilega vegna verndunarsjónamiða né hagfræðilega undir núverandi aflamarkskerfi fyrir innbyggða hvata sem leiða til brottkasts og svindls ýmiss konar.
Lítil áhrif dragnótaveiða á lífríkið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.11.2009 | 06:59
"Prófessorinn" er eitt stærsta meinvarpið í íslenzku samfélagi
Hér neðanmáls eru ummæli Ragnars Árnasonar, próffessors hins múturþæga hagfræðings sem hann viðhafði um dóm Mannréttindanefndar SÞ, í Fréttablaðinu þann 13. janúar 2008.
Ef við afnemum kvótakerfið munum við tapa tugum milljarða á hverju ári en einnig yrðu margföldunaráhrif í gegnum allt hagkerfið." Ragnar segir að sérfræðingar fjármálafyrirtækja telji að ein forsendan fyrir vexti fjármálakerfisins og útrás íslenskra fyrirtækja sé auðurinn sem felst í kvótanum.
"Ef sá auður verður skertur verður samsvarandi samdráttur í fjármálageiranum og hagkerfinu öllu. Þeir sem vilja afnema kerfið eða kollsteypa því hljóta að vera í efnahagslegum sjálfsmorðshugleiðingum."
Tilvitnun lýkur.
Undirritaður treystir því að stjórnvöld sjái til þess að Ragnari Árnasyni svokölluðum "prófessor" verði hið snarasta komið úr húsum Háskólans og á bak við lás og slá og inn á viðeigandi stofnun fyrir geðsjúka afbrotamenn.
Sýn forsjármanna brengluð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.11.2009 | 12:01
Enn vælir Samherja undirlægjan
Það er löngu tímabært að leggja þessum fíflalegu samtökum sem kalla sig Farmanna- og fiskimannasamband Íslands.
Tvær spurningar:
1. Hvað eru margir íslenzkir farmenn til í dag, 1, 2 eða kanski 3 ?
2. Fiskimenn hvar eru þeir, held þeir séu hér ?
Fulltrúar Farmanna- og fiskimannasambands Íslands eru umboðslausir og hafa ekkert vægi í málefnum sjómanna.
Sjómenn vara stjórnvöld við | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
28.11.2009 | 21:29
Áætlunarsiglingar á milli Bíldudals og Þingeyrar eru nauðsynlegar
Á meðan íbúar bíða (kanski í 20 ár ?) eftir eðlilegum heilsárssamgöngum á milli norður og suðursvæðis Vestfjarða er nauðsynlegt að taka upp sem fyrst áætlunarsiglingar á milli Bíldudals og Þingeyrar.
Heilsársvegur milli norður- og suðursvæðis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 29.11.2009 kl. 00:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
28.11.2009 | 10:31
"Ginningarfífl stóriðju og útgerðarauðvald".
Ég má til með að sýna þetta myndband aftur hérna vegna viðhengdar fréttar um ályktun kjördæmisráðs Samfylkingarinnar.
Ég vona að fleiri þingmenn stjórnar og reyndar líka stjórnarandstöðunar tjái sig um lesti kvótakerfisins illræmda með viðlíka og jafn afgerandi hætti og Ólína Þorvarðardóttir og Árni Páll Árnason hafa gert.
Kviki ekki frá fyrningarleið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.11.2009 | 14:09
Ábending til sjómanna
Sjómenn vita sem er að Sjómannafélag Íslands hefur ekkert gert fyrir þá síðastliðin mörg ár annað en að horfa aðgerðarlausir á LÍÚ og fyrrum ríkisstjórn Sjálfstæðis og Framsóknarflokks vaða yfir mannréttindi sjómanna.
Það er mjög gott mál ef sjómenn sigla í land til að mótmæla á réttum forsendum.
Sjómenn ættu að mótmæla áralöngum mannréttindabrotum í kvótakerfinu, Verðlagsstofu skiptaverðs sem gefur útgerðum 50-70% afslátt af fiskverði og krefjast þess að allur fiskur fari á markað.
Það yrðu raunverulegar kjarabætur sem mundu skila sjómönnum líkast til 120% launahækkun.
Hvetja sjómenn til að sigla í land | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.11.2009 | 11:19
Málpípa Samherja kveður sér hljóðs
Það er illt fyrir óbreytta félagsmenn í Farmanna- og fiskimannasambandi Íslands að sitja uppi með Árna Bjarnason sem formann.
Formann sem vinnur leynt og ljóst gróflega gegn hagsmunum nær allra sjómanna og sjávarþorpanna á Íslandi.
Þetta varð fólki ljóst í gær eftir að formaðurinn lýsti sig andvígann nýju frumvarpi Jóns Bjarnasonar sjávarútvegsráðherra um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu.
Árni Bjarnason er óhæfur og umboðslaus maður út í bæ sem lætur undan hótunum LÍÚ og fyrrum vinnuveitanda sínum Samherja.
Árni Bjarnason; fáðu þér aðra vinnu og skammastu þín fyrir skítlegt eðli þitt gagnvart íslenzkri þjóð.
Afþakka boð ráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
27.11.2009 | 00:14
Réttlætinu fullnægt
Einhvern tíma í gamla daga var sjómannaafslætti komið á til að liðka fyrir kjarasamningum við útvegsmenn sem þoldu ekki að eigin sögn launahækkanir.
Það er mjög ranglátt að krefja skattgreiðendur um uppbót á laun til einnar stéttar.
Því er réttur tími núna til að vísa þessu máli alfarið til útvegsmanna.
Skoðum alla þá ríkisstyrki sem útgerðin fær.
1. September ár hvert fá (sér valdir) útgerðarmenn úthlutað ókeypis frá ríkinu ca. 400 þúsund þorskígildistonnum sem er ríkisstyrkur að verðmæti 40-60 milljarðar á ári.
2. Útgerðarmenn borga engan virðisaukaskatt af neinum fjárfestingum og aðföngum.
3. Útgerðarmenn draga 30% af brúttóverði afla áður en kemur til skipta fyrir sjómenn (svo kallað olíuverðshlutfall) sem þýðir á ársgrundvelli að sjómenn borga hvern og einn einasta olíudropa sem keyptur er á LÍÚ skipin og gott betur en það.
4. Útgerðin greiðir 50% lægra olíuverð til skipa sinna en almenningur á bifreiðar og til húshitunar.
5. Útgerðarmenn knúðu fram með ofbeldi og nauðung lög (með fullthingi ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks) um Verðlagsstofu skiptaverðs sem gefur útgerðinni 50-70 % afslátt af fiskverði til sjomanna hjá þeim útgerðum sem landa í eigin vinnslu.
Verðlagsstofa skiptaverðs leiðir til eftirfarandi.
a. Flestar hafnir landsins verða fyrir 50-70% tekjuminkun.
b. Sveitarfélögin verða af gríðarlegum upphæðum fyrir ranglega reiknað útsvar.
c. Lífeyrissjóðir verða af miklum framlögum og sjómenn samsvarandi skerðingu á réttindum.
d. Stéttarfélög eru svikin um framlög í stórum stíl með tilheyrandi skerðingu á sjúkra og orlofssjóði sjómanna.
e. Ríkissjóður hlunnfarinn um marga miljarða á ári í staðgreiðslu af launum sjómanna.
Boðar afnám sjómannaafsláttar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
23.11.2009 | 23:09
Ráðherra ætti að stöðva þessar veiðar strax
Ráðherra sjávarútvegsmála ætti umsvifalaust að stöðva veiðar á gulldeplu.
Veiðar úr þessum nánast óransakaða stofni eru gerræðislegar í ljósi þess að hér mun vera um að ræða mikilvæga fæðu fyrir karfa og ufsa.
Er ekki komið nóg af yfirgangi græðgisvæddra grútarpramma LÍÚ skipa sem sett hafa fjölmarga nytjastofna í algjört uppnám vegna fæðuskorts ?
Hrun í flestum sjófuglastofnum við ísland má rekja til flottrollsveiða þessara sömu skipa auk hruns stofns hörpudisks í Breiðafirði og víðar við strendur landsins.
Fyrsti gulldepluafli vetrarins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.11.2009 | 22:56
Gefum kvótalausu aumingjunum smá mola
Klausuna neðanmáls er líka að finna í yfirlýsingu LÍÚ þótt Mogginn hafi ekki séð ástæðu til að birta hana einhverra hluta vegna.
Við verðum að skipta stærstum hluta makrílsins á milli þeirra skipa sem hafa stundað veiðarnar, en jafnframt að taka frá ákveðið magn fyrir þá sem vilja spreyta sig við makrílveiðar".
Siðblindu skepnur !
Það verður engu skipt upp fyrir ykkur umfram aðra íslendinga !
LÍÚ vill meiri makríl en Jón | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 59
- Frá upphafi: 764335
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 43
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar