Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009
20.11.2009 | 12:37
Sannleikann á borðið
"Sérstakri fyrirgreiðslu til pólitískra vina og vandamanna".
Hvað á vilhjálmur við með þessum rakalausu dylgjum og þvættingi ?
Svar óskast, að öðrum kosti afsökunarbeiðni !
![]() |
Fúsk og pólitísk fyrirgreiðsla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.11.2009 | 13:56
Sami grautur í sömu skál
Alveg er stórmerkilegt að fylgjast með þingmönnum Framsóknar og Sjálfstæðisflokks.
Það virðist ekki skipta neinu máli í hugum þeirra þótt fyrrum blómlegar sjávarbyggðir allt í kringum landið séu rjúkandi rústir vegna gerræðis kvótakerfisins.
Alltaf þegar þingmenn þessarra flokka stíga á stokk til að tjá sig um kvótakerfið illræmda þá er eins og þeir missi meðvitund og bulli tóma steypu.
Eða er ástæðan kanski önnur ?
Er það virkilega svo að útgerðamenn beri fé á ákveðna þingmenn eða hafi í hótunum við þá ?
Ég gæti best trúað að hvor tveggja sé raunin.
Það er allavega ekki nokkur skynsemi í þeirra heimskulega málflutningi !
![]() |
21% lána sjávarútvegsfyrirtækja fryst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.11.2009 | 10:52
Góður grunnur til að byrja á
1. Tegundatilfærsla verði afnumin með öllu.
2. Heimiluð geymsla á kvótum milli ára verði aðeins 2%.
3. Veiðiskylda verði aukin upp í 90%.
4. Ufsi, skötuselur, úthafsrækja, sandkoli og skrápflúra verði tekin út úr kvóta ekki síðar en 1. janúar 2010.
5. Línuívilnun verði aukin í 25 %.
6. Heimilt verði að koma með allt að 15% afla í undirmál sem reiknist einungis 30% inn í kvóta.
7. Byggðakvóti verði afnuminn 1. september 2010.
8. Núverandi fyrirkomulagi við löndun í VS sjóð verði hætt en í staðin verði sett á VS-gjald (td, 2,5%) á allan landaðan afla (brúttóverðmæti) sem renni óskipt í VS sjóðinn.
9. Dragnótaveiðar verði bannaðar víðast hvar innan 4,5 sjómílna miðað við grunnlínupunkta en þar sem landfræðileg nauðsyn þykir til verði miðað við dýpi en þá einungis yfir takmarkaðan tíma ársins.
10. Togveiðar verði alfarið bannaðar öllum skipum innan 12 mílna fiskveiðilögsögunar.
11. Netaveiðar verði alfarið bannaðar allt árið fyrir fyrir ofan 120 faðma dýpi með þeirri undantekningu að sérstök strand-netaleyfi verði veitt árstíðabundið til skötuselsveiða, kolaveiða og grásleppuveiða með sérstökum skilyrðum um stærð skipa, möskvastærð, dýpt neta og netafjölda.
12. Meðafli hjá skipum sem hafa strand-netaleyfi verði alfarið undanskilinn kvóta.
13. Veiðar véla-beitningabáta yfir 15 metrum verði bannaðar innan 6 sml, frá grunnlínupunktum.
14. Veiðar frystitogara verði bannaðar ofan við 120 faðma dýpi í fiskveiðilögsögunni.
15. Flottrollsveiðar verði alfarið bannaðar innan 200 sml íslenzku landhelginar með þeirri tímabundnu undanþágu að veiðar á kolmunna í flottroll verði heimilar undir ströngu eftirliti innan landhelginar á afmörkuðu svæði SA af landinu.
16. Loðnuveiðar verði einungis leyfðar á vetravertíð til manneldis og hroggnatöku. Ekki verði heimilt að veiða loðnu austan línu sem dregin verði réttvísandi í suður frá Dyrhóley og norðan línu sem dregin verði réttvísandi í vestur frá Garðskaga.
17. Stefnt skal að því svo fljótt sem verða má að færa alla starfsemi Fiskistofu, Siglingastofnunar, Landsbjargar og Slysavarnarskólann til Landhelgisgæslunar og sameina þessar stofnanir undir merkjum Strandgæslu Íslands.
18. Stefnt skal að stofnun nýs Fiskveiðisjóðs eins fljótt og kostur er.
19. Stefnt skal að algjörum aðskilnaði veiða og vinnslu eins fljótt og verða má en eigi síðar en 1. september 2010.
20. Stefnt skal að lagasetningu um að allann fisk skuli selja á mörkuðum innanlands.
21. Allir fiskmarkaðir og hafnarvogir á Íslandi verði í eigu og undir ströngu eftirliti ríkisins.
22. Verslun með sölu og leigu á kvóta verði alfarið á höndum opinberrar stofnunar og verði farið eftir almennum leikreglum, sanngjörnum og sýnilegum almenningi.
23. Sett verði á fót "Sannleiks og sáttarnefnd" svo fljótt sem verða má og verði hún skipuð þingmönnum úr öllum flokkum. Starf nefndarinnar verði að kalla til sjómenn og útgerðamenn og yfirheyra þá um galla og brot í núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi.
Strandveiðar handfærabáta.
1. Þorskkvóta handfærabáta þarf að stór auka í strandveiðikerfinu og gefa ufsann frjálsan.
2. Laga þarf skiptingu á milli svæða með tilliti til árstíða og heimila færslu kvóta á milli svæða.
![]() |
Jón beiti sér fyrir fyrningarleið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
16.11.2009 | 14:35
Ráðherra ætti að stöðva þessar ofbeldisfullu veiðar tafarlaust
Hvaða vitglóra er í því að þessir grútaprammar liggi upp við túngarða Hólmra og ausi upp síld í þúsunda tonna tali á meðan heimamenn geta ekki rönd við reist.
Hafa menn gleymt útrýmingu síldarinnar í Hvalfirði 1948, Mjóafirði 1988 og Grundarfirði 2007 ?
Þennan skepnuskap neyðast íbúar við Breiðafjörð að horfa uppá og mega ekki snerta síldina sjálfir þar sem hún er pólitískt eyrnarmerkt LÍÚ.
Nær væri að leyfa heimamönnum að veiða þessa síld og vinna hana í sjávarþorpunum við Breiðafjörð.
![]() |
Síldin erfið viðureignar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.11.2009 | 11:52
Almennt útboð á uppsjávarkvótum
Nú er lag að hreinsa til í veiðum og vinnslu á uppsjávarfiski.
Íslenzka ríkið ætti hiklaust að bjóða út veiðar á norsk-íslenzka síldarstofninum, loðnu, kolmunna og makríl og gera þannig nýliuðum kleift að hefja veiðar og vinnslu úr þessum stofnum.
Það er þjóðarnauðsyn að slíkt fyrirkomulag verði tekið upp ekki síðar en 1. janúar 2010.
![]() |
Samningur um norsk-íslensku síldina staðfestur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
8.11.2009 | 20:08
Lífslíkur hnúfubaks eru 95 ár
Hnúfubakurinn hér við land er oftast 12,5-13 m langur. Kvendýrin vega 30-48 tonn og karldýrin 25-35.
![]() |
Hnúfubakurinn enn í Faxaflóa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.11.2009 | 20:19
Alfriðaður síðan 1847
Algengastir eru þeir á Breiðafirði og Vestfjörðum en minnst eru þeir við suðurströndina.
Talið er að hátt í ein milljón æðarfugla hafi hér vetursetu og halda þeir sig meðfram ströndum landsins.
Um fellitímann safnast þeir í hópa oft þúsundum og stundum tugþúsundum saman.
Fæða æðarfugla, sem þeir kafa eftir á grunnsævi, eru ýmis lindýr svo sem kræklingur, beitukóngur, aða o.fl. en þeir éta líka krabba, krossfiska og marflær.
Dúnn æðarfuglsins hefur verið nytjaður hér á landi um aldir og stór æðarvörp eru nýtt um land allt.
Dúntekja ár hvert er um 3.000 kg en mun mest hafa farið í 4.700 kg.
Hreiður æðarfugla eru grunn og opin, búin til úr sinu og ýmsu öðru tilfallandi efni.
Fuglinn fóðrar þau svo að innan með æðardún sem er afar verðmætur.
![]() |
Skutu friðaða æðarfugla í Hvalfirði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.11.2009 | 20:00
Er sóðaskapur á síldarmiðunum orsökin fyrir sýkingunni ?
Það læðis að manni sá grunur að ástæðan fyrir sýkingu síldarstofnsins sé sá gengdarlausi sóðaskapur sem viðgengist hefur á síldarmiðunum sl, nokkur ár.
Risavaxin flottrollsskip með fullvinnslu um borð hafa verið að ryðja sér til rúms með aukinni græðgisvæðingu í sjávarútvegi.
(Ryksugutogarar eins og Kristján Ragnarsson fyrverandi formaður LÍÚ kallaði þýsku vinnsluskipin fyrir 30 árum).
Undanfarin ár hefur síldinni verið skóflað upp í stórum stíl upp í fjöru við Grundarfjörð og víða. Mörg skip hafa fengið mun meira magn en þau hafa ráðið við að taka um borð og oft á tíðum hefur mörg hundruð tonnum verið slept dauðum niður á veiðislóðina.
Fullvinnsluskipin eru gjörn á að liggja yfir og nálægt veiðislóð síldarinnar sólarhringum saman og smásíld, slóg, hausar og ýmis afskurður fer þá í hafið í þúsunda tonna tali.´
Ekki er ósennilegt að þetta sé ástæðan fyrir ástandinu á síldarstofninum í kringum landið !
Eins vakna upp spurningar um hvers vegna síldin hefur þjappað sér á mjög svo óvenjuleg svæði inn í Grundarfirði og innan skerja við Stykkishólm.
Hvaða áhrif hafa hinir nýju öflugu fjölgeislamælar á síldartorfunar í bland við mörgþúsund hestafla vélbúnað síldarskipanna ?
![]() |
40.000 tonna síldarkvóti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.11.2009 | 10:10
Frábær árangur af kvótakerfinu
Þar höfum við það eina ferðina enn !
Sjá hér hvernig Færeyingar tóku skynsamlega á sínum málum.
![]() |
Slakur árgangur þorsks og ýsu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.11.2009 | 12:54
Í fullu samræmi við kvótakerfið illræmda
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
-
Ársæll Níelsson
-
Jóhannes Ragnarsson
-
Hafdís Ösp
-
Jón Kristjánsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Þórður Sævar Jónsson
-
Lýður Árnason
-
Ólafur Ragnarsson
-
Karl V. Matthíasson
-
Valmundur Valmundsson
-
Árni Gunnarsson
-
Elfar Logi Hannesson
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Ketill Sigurjónsson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Ívar Pálsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Magnús Jónsson
-
Jens Guð
-
Jón Valur Jensson
-
Þorsteinn Valur Baldvinsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
S. Einar Sigurðsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.4.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 40
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 39
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar