Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009
26.2.2009 | 12:33
Farið hefur fé betra
Mikið rosalega er ég glaður í dag yfir þessari ákvörðun Árna Mathiesen EX-sjávarútvegsráðherra.
Með því að hætta sjálfviljugur í stað þess að láta draga sig út úr stjórnmálunum á afturlöppunum eins og í stefndi, þá hefur hann sparað mér persónulega mikin tíma og fyrirhöfn.
Nenni ekki að skrifa meira í bili um þennan misvitrasta stjórnmálamann íslenzka lýðveldisins.
Nú fer ég að líta í kringum mig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
25.2.2009 | 19:02
Skúrkar á leið í blaðaútgáfu
Ekki er það glæsileg byrjun hjá nýjum hluthafahópi að leggja í þessa vegferð með hið minnsta tvo óþokka innanborðs.
Þorsteinn Már Baldvinnsson og Pétur Pálsson eru þektir á landsvísu fyrir stórfellt svindl í kvótakerfinu síðastliðin 20 ár.
En þeir hafa sloppið við að vera hankaðir þar sem hinn múturþægi Fiskistofustjóri Þórður Ásgeirsson hefur veitt þeim skjól með fulltingi fyrrum þriggja sjávarútvegsráðherra Halldórs Ásgrímssonar, Árna Matthíssen og Einars K. Guðfinnssonar.
Ekki eru nú minni afrek þessara skúrka þegar skoðuð er hlutdeild Þorsteins og Péturs í hlutafélögunum Stími ehf og Suðurnesjamenn ehf, en eins og alþjóð veit þá hafa nú þegar fallið á ríkissjóð tugir milljarða vegna þeirra tveggja svikamyllufélaga.
Þórsmörk kaupir Árvakur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.2.2009 | 13:04
Geltandi búrtíkur LÍÚ
LÍÚ sparkar í hundstíkurnar sínar og þær spóla af stað gjammandi og kjafsandi.
Steingrímur J. Sigfússon sjávarútvegsráðherra lætur ekki spangólið í þessari tík hafa áhrif á sig og heldur fast við fyrri ákvörðun.
Loðnukvóta strax | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.2.2009 | 11:29
Störf handa þúsundum – frjálsar handfæraveiðar
Eins og ástandið er núna í landinu hljótum við að íhuga það alvarlega hversu margir gætu fengið atvinnu við það að fara á handfæri. Í landi þar sem 15.000 manns eru atvinnulausir hlýtur það að vera bilun að gefa ekki handfæraveiðar frjálsar á næsta sumri.
Þó þessi atvinnugrein hafi átt undir högg að sækja eru enn margir sem kunna vel til verka og mjög auðvelt er að kenna ungum mönnum að veiða fisk með þessum hætti. Það er líka deginum ljósara að þessar veiðar eru mjög vistvænar og skapa auðvitað mörg störf í ofanálag og tilkostnaður er margfalt minni en á stórum skipum.
Hvað er dapurlegra en að vera atvinnulaus, skuldum vafinn og standa á bryggjusporðinum, horfa út fjörðinn eða flóann og vita að þarna er lífsbjörg en mega ekki veiða einn einasta fisk til þess að skapa sér tekjur. Ég efast um að slík staða sé til í nokkru öðru landi í heiminum en hér. En hér má engu breyta, alls engu.
Þeir sem vilja veiða á smábátum skulu hafa kvóta og engar refjar með það og ef þeir eiga engan kvóta þá skulu þeir gera svo vel að borga 10 fiska fyrir að veiða 12. Þetta er auðvitað ömurlegt lénskerfi sem neytt hefur verið upp á þjóðina á örfáum árum og keppast nú hagfræðingar við að segja að sölu- og leigukerfi kvótans sé í rauninni upphafið að efnahagshruni Íslands.
Lög stéttaskiptingar
Já, það hefur verið eftirtektarvert að sjá hvernig lögin um stjórn fiskveiða hafa gert þorp og bæi að stéttskiptum samfélögum. Í rauninni er það þannig, að gjá, sem ekki var fyrir, hefur myndast á milli þeirra, sem hafa veiðiréttinn og hinna, sem engan hafa. Það þarf ekki nema að líta í kring um sig til að sjá þetta og því miður hefur þetta líka leitt til pólitísks ótta hjá mörgu fólki sem ég hef hitt.
Og hverjum líður svo vel með þetta. Líður þeim vel sem hafa kvótann undir höndum? Það efast ég um, enda eru margir þeirra líka fórnarlömb kvótakerfisins vegna skulda sinna. Eða hinum, líður þeim vel? Ekki heldur. Við verðum að stíga út úr óttanum og taka höndum saman um endurreisn Íslands.
Og íslenskir útgerðarmenn verða að taka þátt í því. Ég skora á LÍÚ að fara nú að koma til leiksins á nýjum forsendum og nýrri hugsun. Og ganga af þeirri braut sem hefur leitt okkur til einhæfni, samþjöppunar og einokunar. Við verðum að vakna.
Áþreifanleg aðgerð
En á meðan við erum vöknum af þessum draumi, sem varð martröð, skulum við segja við ungu drengina okkar og ungu konurnar okkar: Nú ætlum við að leyfa frjálsar handfæraveiðar eftir skynsamlegum reglum, við skulum leyfa veiðar á 15.000 tonnum."
Það myndi gefa nokkrum þúsundum atvinnu, það myndi gefa von, bjartsýni og gleði. Slíkt er áþreifanleg aðgerð. Við getum séð fyrir okkur til dæmis ung hjón sem eru að koma að landi á trillunni sinni með nokkur hundruð kíló af fiski eftir góðan dag. Já, umvafin eru þau gleði og lífstilgangi.
Og þetta er hægt að gera með einfaldri lagasetningu, jafnvel reglugerðarbreytingu. Það er ekki eftir neinu að bíða. Tökum okkur á, verum ekki hrædd, sýnum hugrekki og leyfum fólki að bjarga sér landi og lýð til heilla. Vilji er allt sem þarf.
Grein eftir Karl V. Matthíasson birt á visir.is, dags 19.02.2009.
CCP með flesta starfsmenn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
15.2.2009 | 16:35
Þetta kemur ekki til greina
Núverandi ríkisstjórn ber enga ábyrgð á því hvernig Binni litli í Vinnslustöðinni og álíka skepnur hafa hagað sér í offjárfestingum og græðgisvæðingu síðustu ára.
Þessi heimtufrekja og hótanir eru ekki þess virði að svara þeim.
Ég legg hins vegar til að útgerðamenn grútaprammanna verði allir fangelsaðir fyrir landráð svo fljótt sem verða má öðrum óþokkum til viðvörunar !
Já og hinn múturþægi og auðsveipi Fiskistofustjóri hljóti sömu meðferð fyrir áratuga yfirhylmingar og ofsóknir gegn saklausu fólki.
Eyjamenn skora á sjávarútvegsráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.2.2009 | 00:09
Ríkisstjórnin er ekki lengur hóra LÍÚ
Einar Kristinn Guðfinnsson fyrverandi sjávarútvegsráðherra var hóra LÍÚ í orðsins fyllstu merkingu.
Grútarhausar og auðsveipir þrælar LÍÚ verða að átta sig á því áður en þeir vaða upp á dekk með kjaft að nú er kominn nýr húsbóndi í sjávarútvegsráðuneytið.
Nýr sjávarútvegsráðherra sem ekki lætur rafta og dóna vaða yfir sig á slorugum klofstígvélunum.
Ísland er komið á hausin einmitt vegna ofbeldis og kúgunar Líú og það veit þjóðin.
Loðnuveiðar ætti að banna alfarið við ísland til verndar öllu lífríki sjávar og komandi kynslóðum.
Vilja hefja loðnuveiðar strax | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
9.2.2009 | 18:25
Launhelgi lyganna
Vona að Steingrími J. Sigfússyni auðnist að taka löngu tímabæra ákvörðun um að stöðva loðnuveiðar í eitt skipti fyrir öll eins og gert hefur verið í nánast öllum löndum þar sem ábyrg umgengni um lífríki hafsins er í hávegum höfð.
Loðnuveiðar eru glæpur gagnvart öllu lífríki hafsins og fólkinu í sjávarbyggðunum.
Lífríki hafsins þarf nauðsynlega á loðnunni að halda en hún er ekki til handa gráðugum ofstækismönnum gjaldþrota brotajárns og tortýminga útgerða.
Eftir að farið var að veiða loðnu í gríðarlegu magni og þá einkum í flottroll hefur varla komið loðna inn á Breiðafjörð til hryggningar. Hún hefur einfaldlega verið drepin og torfunum splundrað.
Grænþörungur sem er aðalfæða hörpudisksins nærist aðalega á næringarsúpu úr rotnandi loðnu sem verður til við það er loðna hryggnir og deyr.
Beint samhengi er á milli loðnuveiða og hruns hörpuskeljarstofnsins á Breiðafirði. Hörpudiskurinn hafði ekki rétta næringu og sýktist af þeim sökum og stofninn hrundi.
Hörpudiskurinn lifir á svifþörungum og smáum lífrænum ögnum sem berast með straumum nálægt sjávarbotninum. Hann heldur sig mest á hörðum botni á 15-80 m dýpi, einkum þar sem straumar bera að gnótt næringarefna.
Grænþörungar og plöntur geyma forðanæringu á formi sterkju í frumu-líffærum sem nefnast plastíð. Þetta eru einu hópar lífvera sem gera það.
Gefur út rannsóknarkvóta í loðnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.2.2009 | 14:22
Svona eiga eiginkonur að vera
Hún sagði greinilega allan sannleikann og lét ekki eiginmanninn skipa sér fyrir verkum í þeim efnum. það mættu fleiri taka sér Dorrit Moussiaeff til fyrirmyndar.
En ég skil vel að hún hafi látið sér segjast með að fara ekki á mótmælin enda beindust þau ekki síður að forsetanum sjálfum undir niðri.
Dorrit segist lengi hafa varað við fjármálahruni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.2.2009 | 17:35
Landráðamaður og svikahrappur ætlar aftur í framboð !
Það er ótrúlegt að verða vitni af því hvað fyrverandi sjávarútvegsráðherra er gjörspillt og siðblint kvikindi.
Vonandi verður skepnan feld út af listanum !
Nei annars !
Vonandi nær hann fyrsta sætinu, þá er næsta víst að fylgi Sjálfstæðisflokksins hrynur í NV kjördæmi.
Sturla og Herdís hætta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4.2.2009 | 17:48
Ríkistjórn Íslands ætti að afnema ákvæði laga nr. 116/2006 og 79/1997 og leggja Fiskistofu niður
Það er engin hemja að menn séu dæmdir fyrir jafn auðvirðilega smámuni. Slíkir dómar á okkar tímum eru svífyrðilegir í ljósi þeirra smámuna sem dæmt er fyrir.
Fiskistofa kærir þessa blessuðu saklausu sjómenn sem gerðu nákvæmlega ekkert af sér annað en að reyna að afla fjölskyldum sínum farborða.
Þessi lög eru arfleið frá valdatíma Sjálfstæðis og Framsóknarflokksins líkt og mörg lög sem ógnarstjórnir ýmisa landa hafa sett á sinni valdatíð en hafa síðan verið afnumin af nýjum stjórnvöldum.
Lög þessi voru sett til höfuðs andstæðingum kvótakerfisins og hafa þau svo sannarlega náð tilgangi sínum sem var að útrýma öllum útgerðum og einstaklingum sem voguðu sér að gagnrýna kerfið.
Passað var upp á að gera andmælendur að leiguliðum kvótaþrælkunar LÍÚ og Fiskistofa hafði það eitt hlutverk að hundelta hinar minnstu yfirsjónir til að koma mönnum í gálgann eins og umræddur dómur sýnir svo ekki verður um deilt.
En Fiskistofa horfir með velþóknun á brottkast, framhjálandanir, tegundasvindl og meðafla í bolfisk hjá flottrollsskipum LÍÚ.
Nýjasta dæmið er hérna; http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4456510/2009/02/02/12/
Dæmdir fyrir veiðar án kvóta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 1
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 71
- Frá upphafi: 764330
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 53
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar