Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009
26.5.2009 | 00:47
Færeyska leiðin er eina færa lausnin
Já þeir kalla ekki allt ömmu sína hjá EB enda víla þeir ekki fyrir sér að fyrna kvótann á einu bretti.
Kanski íslenzk stjórnvöld taki sér EB til fyrirmynda og geri slíkt hið sama.
Enn og aftur komum við að upphafi alls og endi í allri umræðunni um hin ýmsustu fiskveiðuistjórnunarkerfi heimsins enda alltaf sama niðurstaðan þegar upp er staðið.
Hvað er vandamálið við öll kerfin, allstaðar ?
BROTTKAST OG KVÓTASVINDL - BROTTKAST OG KVÓTASVINDL.....
Aðeins einni þjóð hefur tekist ætlunarverk sitt að stýra fiskveiðum með sjálfbærni, hagkvæmni, sanngirni, réttlæti og án alls BROTTKASTS OG KVÓTASVINDLS !
Sammála um að breyta fiskveiðireglunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.5.2009 | 09:51
Kóralrifin eru í mikilli hættu vegna togveiða
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.5.2009 | 14:21
Málpípur og undirlægjur LÍÚ
Halda bæjarstjórnarmenn Langanesbyggðar að fiskur hætti að ganga á fiskimiðin fyrir NA landi og halda þeir að steypt verði upp í hafnarmynnin á Þórshöfn og Bakkafirði ef fyrningarleið verður farin ?
Ekkert kæmi íbúum Þórshafnar og Bakkafjarðar eins vel ef þeim væri skilað aftur nýtingaréttinum á fiskimiðunum í gegnum fyrningarleið ríkisstjórnarflokkanna.
Bæjarstjórn Langanesbyggðar er ekki að hugsa um hagsmuni íbúa Þórshafnar og Bakkafjarðar þegar þeir senda frá sér slíka yfirlýsingu heldur fara þeir á móti grundvallar réttindum íbúanna sem af þeim hefur verið stolið fyrir mörgum árum.
Bæjarstjórn Langanesbyggðar er með þessu að ganga erinda grútarverksmiðju eiganda í Vestmannaeyjum og LÍÚ og eru tilbúnir að fórna hagsmunum og réttindum alls fólksins í byggðunum.
Þið ættuð að skammast ykkar bæjarstjórnarmenn og segja af ykkur.
Fyrningarleið ógnar atvinnulífi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
12.5.2009 | 09:57
Aðför LÍÚ að lífríki hafsins
Ný ríkistjórn ætti að taka löngu tímabæra ákvörðun um að stöðva loðnuveiðar í eitt skipti fyrir öll eins og gert hefur verið í nánast öllum siðmentuðum löndum þar sem ábyrg umgengni um lífríki hafsins er í hávegum höfð.
Loðnuveiðar eru glæpur gagnvart lífríki hafsins þmt, öllum sjófugli.
Lífríki hafsins þarf nauðsynlega á loðnunni að halda en hún er ekki til handa gráðugum ofstækismönnum LÍÚ.
Eftir að farið var að veiða loðnu í gríðarlegu magni hefur varla komið loðna inn á Breiðafjörð til hryggningar. Hún hefur einfaldlega verið drepin og torfunum splundrað.
Grænþörungur sem er aðalfæða hörpudisksins nærist aðalega á næringarsúpu úr rotnandi loðnu sem verður til við það er loðna hryggnir og deyr.
Beint samhengi er á milli loðnuveiða og hruns hörpuskeljarstofnsins og sjófugls á Breiðafirði. Hörpudiskurinn hefur ekki rétta næringu og sýktist af þeim sökum og stofninn hrundi.
Fiskar fá ekki loðnu að éta með þeim afleiðingum að hann legst á sandsílið og baráttan verður hörð fyrir bjargfuglinn í samkeppni um fæðuna og stofnar bjargfuglsins hrynja.
Hörpudiskurinn lifir á svifþörungum og smáum lífrænum ögnum sem berast með straumum nálægt sjávarbotninum. Hann heldur sig mest á hörðum botni á 15-80 m dýpi, einkum þar sem straumar bera að gnótt næringarefna.
Grænþörungar og plöntur geyma forðanæringu á formi sterkju í frumu-líffærum sem nefnast plastíð. Þetta eru einu hópar lífvera sem gera það.
Mikil fækkun bjargfugla síðustu 20 árin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.5.2009 | 17:18
Minni Íslands - Íslandsljóð
Þú fólk með eymd í arf !
Snautt og þyrst við gnóttir lífsins linda,
litla þjóð, sem geldur stórra synda,
reistu í verki
viljans merki, -
vilji er allt sem þarf.
Trúðu á sjálfs þíns hönd, en undur eigi.
Upp með plóginn. Hér er þúfa í vegi.
Bókadraumum,
böguglaumum
breytt í vöku og starf.
Þú sonur kappakyns !
Lít ei svo við með löngun yfir sæinn,
lút ei svo við gamla, fallna bæinn,
byggðu nýjan,
bjartan, hlýjan,
brjóttu tóftir hins.
Líttu út og lát þér segjast, góður,
líttu út, en gleym ei vorri móður.
Innköllun veiðiheimilda hefjist 2010 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 11.5.2009 kl. 08:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.5.2009 | 11:27
Vinstri grænir hafið þetta í huga
Kvótamiðlun LÍÚ er samráðsvettvangur útgerðafélaga innan vébanda LÍÚ, þar sem handhafar kvótans með samstilltum aðgerðum halda uppi háu kvótaverði til útgerða án kvóta.
Þá fjármuni sem handhafar kvótans fá við framsal hans geta þeir síðan nýtt í samkeppni sinni um kaup afla á fiskmörkuðum við fiskverkendur án útgerðar eða útgerðir án kvóta.
Handhafar kvótans ráðið því hver fær og getur nýtt rétt sinn til fiskveiða í atvinnuskyni og hver afkoma þeirra og fiskverkenda er.
Hluta kvóta má flytja milli ára, sem gerir það að verkum að aldrei verður umfram framboð. Auk þess sem handhafar kvótans geta með málamyndafærlsum milli útgerða sinna búið til viðskipti.
Ekkert eftirlit er af hálfu stjórnvald með kvótaviðskiptum, ef frá er talið að þau ber að tilkynna til Fiskistofu, sem getur stöðvað framsal kvóta sé það mat starfsmanna hennar að framseldur kvóti sé umfram veiðigetu framsalshafa.
Ekkert almennt eftirlit virðist með því hvort um málamyndargerðinga sé að ræða enda fer Fiskistofa ekki fram á afrit reikninga fyrir viðskiptinn og með öllu er óvíst og óljóst hvort virðisaukaskatti sé skilað að viðskiptum með kvóta.
Telja verður að með þessu fyrirkomulagi á kvótaviðskiptum hafi Landsamband íslenskra útvegasmanna og félagsmenn þess félags gerst brotlegir við 10., 11. og 12. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005.
Auk þess sem ætla verður að í þessu skipulagi felist óbeinn stuðningur íslenska ríkisins við þröngan hóp útvegsmanna, sem í skjóli einokunar og samráðs geta stýrt fiskveiðum og fiskvinnslu hér á landi.
Félagsmenn í Landssambandi íslenskra útvegsmanna geta með sýndargerningum haldið uppi verði á kvóta og þar með skert samkeppnishæfni skipa án kvóta.
Eigendur skipa án kvóta þurfa að greiða það verð fyrir kvótann sem kvótaeigendurnir setja upp hverju sinni. Verðinu ráð þeir einir.
Flokksráð VG þingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.5.2009 | 20:14
Ólöglegt samráð LÍÚ og brot ríkisins gegn EES samningnum
Landsamband Íslenskra útvegsmanna stendur fyrir samráði með verð á aflamarki í öllum tegundum á óveiddum fiski og eru aðildarfélagar samtakana með nálega 80% markaðshlutdeild á leigumarkaðnum á sinni könnu.
Landsamband Íslenskra útvegsmanna rekur kvótamiðlun í húsakynnum sínum og stjórna þaðan verði á leigukvótum í krafti yfirburða á markaðnum enda handhafar nær allra veiðiheimilda í aflamarkskerfinu.
Verð á aflahlutdeild og aflamarki lúta engum lögmálum markaðarins heldur einungis handstýrðu afli Líú. Hvorki ríkisstjórnin né samkeppnisyfirvöld aðhafast neitt í málinu og láta þessi lögbrot yfir þjóðina ganga.
Kvóti sem úthlutað er ár hvert af sameiginlegri auðlind þjóðarinnar til útvaldra fyrirtækja og einstaklinga er ríkisstyrkur og hann ber að afnema samkvæmt bókun 9. í EES samningnum.
EESsamningurinn.
2. KAFLI:
RÍKISAÐSTOÐ:61. gr.
1. Ef ekki er kveðið á um annað í samningi þessum er hvers kyns aðstoð, sem aðildarríki EB eða EFTA-ríki veitir eða veitt er af ríkisfjármunum og raskar eða er til þess fallin að raska samkeppni með því að ívilna ákveðnum fyrirtækjum eða framleiðslu ákveðinna vara, ósamrýmanleg framkvæmd samnings þessa að því leyti sem hún hefur áhrif á viðskipti milli samningsaðila.
BÓKUN 9 {1}
UM VIÐSKIPTI MEÐ FISK OG AÐRAR SJÁVARAFURÐIR
{1} Sjá samþykktir.
4. gr.
1. Aðstoð sem veitt er af ríkisfjármunum til sjávarútvegs og raskar samkeppni, skal afnumin.
2. Löggjöf varðandi markaðsskipulag sjávarútvegs skal breytt þannig að hún raski ekki samkeppni.
3. Samningsaðilar skulu leitast við að tryggja samkeppnisskilyrði sem gerir hinum samningsaðilunum kleift að beita ekki ráðstöfunum gegn undirboðum og jöfnunartollum.
Breytingar tryggi betur störf í sjávarúrtvegi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.5.2009 | 14:20
Kaffistofa Halldórs Ásgrímssonar
Ragnar SF-550, skr-2755 er einn af línubátum Hornfirðinga.
Þetta er Víkingur 1200-V, búinn beitningarvél 22.000 krókar.
Báturinn er 14.89 brúttótonn, 11,97.
Aðal vél bátsins er Caterpillar C-18, 1.015 hestöfl.
Heyrst hefur að Skinney Þinganes hf, sé raunverulegur eigandi bátsins og á honum hvíli skuldir sem nemi kr, 5000 miljónum (fimmþúsund-milljónir).
Eins og allir vita þá er bæjaráð Hornafjarðar kaffistofan í Skinney Þinganes hf, og fyrrum sjálfsafgreiðslukontor gamla KB-Banka í boði Halldórs Ásgrímssonar, Hesteyrar hf, og Framsóknarflokksins.
Ég gæti sennilega keypt öll íbúðar, atvinnu, skóla, íþrótta og hafnarmannvirki á Vestfjörðum fyrir kr, fimm-þúsund-milljónir..........
Finnst íslenzkri þjóð ekki komið nóg af spillingu ?
Bæjarráð Hornafjarðar varar við fyrningarleið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.5.2009 | 13:33
Nýjan ríkisdal
Nú ættu íslendingar að kaupa gull fyrir IMF lánið og slá nýja mynt sem heitið getur ríkisdalur.
Nýr ríkisdalur með gullfót gæti orðið á skömmum tíma ein sterkasta mynt í veröldinni.
Innköllum síðan gömlu krónuna á 25% af núverði og miklu réttlætismáli verður þar með ýtt úr vör.
Írar fleygi evrunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 48
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar