Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009
31.8.2009 | 15:30
Til hamingju Ísland
Þessi frétt er sérstakt fagnaðarefni fyrir íslenzka þjóð. Loks eignuðumst við alvöru sjávarútvegsráðherra sem þorir.
Ekki hefði Jón Bjarnason getað valið betri mann en Adda Kidda Gauj sér við hlið.
Ég efast ekki um að þeim vinunum mun ganga vel að vinda ofan af vitleysunni í LÍÚ.
Guðjón Arnar í sjávarútvegsráðuneytið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
30.8.2009 | 17:53
LÍÚ borgi reikninginn
Ég vill góðfúslega benda Pétri á að senda stjórnarmönnum LÍÚ reikninginn fyrir veiðarfærunum . Þar sem Pétur upplýsir í meðfylgjandi frétt að hann sé búinn að vera leiguliði (þræll LÍÚ) síðastliðin 2 ár, þá er ekkert sjálfsagðara en að þessi svífirðilegu glæpasamtök greiði til baka smá hluta af þeim blóðpeningum sem þau hafa stolið af Pétri og hans fjölskyldu.
Mannréttindarnefnd Sameinuðu þjóðanna komst að sömu niðurstöðu og ég en að vísu var það haustið 2007.
Núna er að verða komið haustið 2009 og ekkert farið að bóla á aðgerðum frá íslenzka ríkinu !!!
Þetta er búið spil | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.8.2009 | 14:05
Dönsku jarða- og ábúðarlögin
Í dönsku lögunum er lögð þung áhersla á að landbúnaðarland sé nýtt til búskapar og eitt af markmiðum laganna er að auka samkeppnishæfni landbúnaðar.
Sérstakur kafli laganna fjallar um hvaða skilyrði þurfi að uppfylla til að taka land úr landbúnaðarnotum og er þar mikil áhersla á að unnið sé eftir skipulagi sveitarfélaga.
Með áðurnefndum lagabreytingum voru rýmkuð ákvæði sem fjölluðu um hverjir mega kaupa bújarðir og hvaða skilyrði þeir þurfa að uppfylla.
Margvíslegar kröfur eru gerðar til þeirra sem kaupa bújarðir og mikil áhersla er lögð á ábúðarskyldu jarðareiganda. Dönsku bændasamtökin styðja það eindregið og leggja áherslu á að ábúðarskyldu sé viðhaldið.
Eftirfarandi kröfur þarf m.a. að uppfylla til að kaupa bújörð á frjálsum markaði í Danmörku:
* Hafa náð 18 ára aldri.
* Búseta á jörðinni innan 6 mánaða frá kaupum.
* Búa að lágmarki í 8 ár á jörðinni áður en hægt er að leigja hana öðrum.
* Ef bújörðin er stærri en 30 hektarar þarf kaupandinn að hafa landbúnaðarmenntun og reka þar sjálfur búskap.
Ef viðkomandi á fleiri en eina jörð þurfa þær allar að liggja innan 10 km loftlínu frá íbúðarhúsinu á þeirri jörð sem viðkomandi hefur fasta búsetu.
Meginregla er að sami aðili má ekki eiga fleiri en fjórar jarðir en ef einstaklingur á fleiri jarðir má samanlögð stærð þeirra ekki fara yfir 400 hektara. Ef einstaklingur á hluta af bújörð telst sá hluti jarðarinnar með í þessu tilviki.
Þegar um hjón er að ræða geta þau hvort um sig átt fjórar jarðir, uppfylli þau aðrar kröfur (svo sem um menntun og búsetu).
Erlendir ríkisborgarar geta nú keypt bújarðir í Danmörku að því tilskildu að þeir uppfylli þær kröfur sem settar eru samkvæmt jarðalögunum. Einnig er það breytinga að einstaklingar án búfræðimenntunar geti keypt jarðir sem eru minni en 30 ha.
Þegar jarðir ganga kaupum og sölum innan fjölskyldu eða erfast gilda sérstakar reglur. Þá eru t.d. ekki gerðar kröfur um búfræðimenntun og 10 km loftlínukrafan gildir heldur ekki varðandi búsetu.
Sérstakur kafli laganna fjallar um kaup lögpersóna (svo sem hlutafélaga) á bújörðum. Þannig getur hlutafélag keypt jörð ef einstaklingur, sem uppfyllir skilyrði til að mega kaupa og reka bújörð og hefur fasta búsetu á jörðinni og á að minnsta kosti 10% hlutafjár, er aðili að hlutafélaginu.
Aðrir hluthafar geta aðeins verið fjölskyldumeðlimir sem eiga samtals ekki meira en 400 hektara lands.
Heimild; Bændablaðið 11. janúar 2005 / Erna Bjarnadóttir.
Óttast að hömlur rýri verðgildi bújarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.8.2009 | 18:13
Líttu þér nær Jóhann !
Þessi ræða þín er ágætlega skrifuð af LÍÚ en ég held þú verðir að fara að skipta henni út og fá nýja. Það eru allir orðnir þreyttir á þessari gömlu tuggu.
Ástæðan fyrir samdrlætti (hruni) á landsbyggðinni er ekki núverandi stjórnvöldum að kenna heldur vinum þínum í Sjálfstæðisflokknum eftir 20 ára óstjórn og niðurlægingu landsbyggðarinnar.
Það verður engin breyting á fyrr en kvótakerfinu og gjaldþrota stjarnfræðilega skuldsettum sjávarútvegsfyrirtækjum verður kastað fyrir róða og það munu núverandi stjórnvöld þurfa að gera.
3X á Ísafirði segir upp fólki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.8.2009 | 11:39
Stofnun Eimskipafélags Íslands 1914
Laugardaginn 17. janúar 1914, var stofnfundur Eimskipafélags Íslands settur í Iðnaðarmannahúsinu í Reykjavík. Hafði bráðabirgðastjórn undirbúið allt sem vandlegast og gengið frá frumvarpi til laga fyrir félagið.
Stofnfundurinn varð mönnum að óvörum svo fjölmennur, að flytja varð fundarstaðinn úr Iðnó í Fríkirkjuna. Fundurinn samþykkti einróma svofelda tillögu: Ákveðið er að stofna hlutafélag, er nefnist Eimskipafélag Íslands.
Á framhaldsfundi, sem haldinn var í Fríkirkjunni 22. janúar sama ár, voru lög samþykkt fyrir hið nýja félag og stjórn þess kosin.
Þessir hlutu kosningu af hluthöfunum á Íslandi: Sveinn Björnsson, Ólafur Johnson, Eggert Claessen, Garðar Gíslason, Jón Björnsson.
Þessir hlutu kosningu af hluthöfum meðal Vestur-Íslendinga: Jón Gunnarsson, Halldór Daníelsson. Jón Björnsson kaupmaður vék skömmu síðar úr sæti í stjórn félagsins fyrir Olgeiri Friðgeirssyni, sem var tilnefndur af landstjórninni, eftir að landsjóður hafði gerst hluthafi í félaginu.
Á fundinum var samþykkt eftirfarandi tillaga: Félagsstjórninni veitist heimild til að láta byggja tvö skip til millilandaferða.
Svohljóðandi tillaga var einnig samþykkt: Félagsstjórninni veitist heimild til þess að láta byggja eða kaupa tvö strandferðaskip, ef þeir samningar verða, að landssjóður gerist hluthafi í félaginu með 400 þús. kr.
Þann 6. febrúar sama ár, skipti hin nýkjörna stjórn Eimskipafélags Íslands með sér verkum: Formaður var Sveinn Björnsson, varaformaður Halldór Daníelsson, ritari Ólafur Johnson og gjaldkeri Eggert Claessen. Framkvæmdastjóri félagsins var ráðinn Emil Nielsen, áður skipstjóri á Sterling.
Tapa 117 milljörðum króna vegna gjaldþrots Eimskips | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.8.2009 | 12:57
Nafnlausir hugleysingjar í bloggheimum !
Það er við hæfi að birta brot úr ræðu Lýðs Guðmundssonar stjórnarformanns Exista og hengja við þessa frétt er fjallar um hvernig farið var með fólk í svikamyllu Kaupþings sem var að stærstum hluta stjórnað af sömu mönnum og sýsluðu með stofnbréf í SPRON.
Lýður virðist álíta sem svo að Exista sé að fara í gjaldþrot vegna kjafthátts huglausra bloggara sem ekki þori að skrifa undir nafni.
Oddviti umræðunar virðist mér á orðum Lýðs vera Egill Helgason vinur allra íslendinga á Eyjunni.
Ég efast ekki um að Egill svari hraustlega fyrir sinn part og mbl.is, bloggararnir munu öruglega gera það líka svikalaust.
Úr ræðu Lýðs.
"Ég ætla ekki að elta ólar við það samfélag hugleysingja sem stór hluti bloggheima virðist orðinn.
Sóðakjaftur þeirra sem þar skýla sér undir dulnefnum á samt sinn þátt í því andrúmslofti sem daglega er kynt undir og því miður leika nokkrir oddvitar umræðunnar í netheimum þar talsvert hlutverk líka.
Ég virði tjáningarfrelsi í landinu en ég fyrirlít margt það sem nafnlausir hugleysingjar senda daglega frá sér með bloggi sínu og orðbragði sem aldrei ætti að sjást eða heyrast, sagði Lýður".
Meti svo hver fyrir sig.
Upplýsi um seljanda stofnfjárbréfa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
25.8.2009 | 17:34
Guðfaðir Icesave í Luxemborg í viðtali við mbl
Hver tekur mark á þessum manni ? Kanski samflokksmenn hans í NV kjördæmi ? Nei varla ! En eitt er alveg víst að við hin sem erum þó margfallt fleiri tökum alls ekki neitt mark á Icesave og Stím ehf, þingmanni Sjálfstæðisflokksins !
Óvíst um sjálfstæðisatkvæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.8.2009 | 16:07
Hvað þá með ríkisstyrki í formi kvótaúthlutunar 1. september ár hvert til sérvalina útgerða ?
EESsamningurinn.
2. KAFLI:
RÍKISAÐSTOÐ:61. gr.
1. Ef ekki er kveðið á um annað í samningi þessum er hvers kyns aðstoð, sem aðildarríki EB eða EFTA-ríki veitir eða veitt er af ríkisfjármunum og raskar eða er til þess fallin að raska samkeppni með því að ívilna ákveðnum fyrirtækjum eða framleiðslu ákveðinna vara, ósamrýmanleg framkvæmd samnings þessa að því leyti sem hún hefur áhrif á viðskipti milli samningsaðila.
BÓKUN 9 {1}
UM VIÐSKIPTI MEÐ FISK OG AÐRAR SJÁVARAFURÐIR
{1} Sjá samþykktir.
4. gr.
1. Aðstoð sem veitt er af ríkisfjármunum til sjávarútvegs og raskar samkeppni, skal afnumin.
2. Löggjöf varðandi markaðsskipulag sjávarútvegs skal breytt þannig að hún raski ekki samkeppni.
3. Samningsaðilar skulu leitast við að tryggja samkeppnisskilyrði sem gerir hinum samningsaðilunum kleift að beita ekki ráðstöfunum gegn undirboðum og jöfnunartollum.
SVÞ: Aldrei aftur einokun á sementsmarkaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.8.2009 | 14:50
Síðasti Daninn drepinn
Eini Daninn, sem eftir lifði af þeim sem fóru ránsförina í Viðey í fyrravor, Jóakim að nafni, hefur verið ráðin af dögum.
Maður þessi hugðist hafa vetursetu á Ásláksstöðum á Vatnsleysuströnd. Menn úr klaustrinu í Viðey fóru á skipi suður á Nes til útróðra á vertíð.
Lentu þeir skipi sínu í Vatnsleysu og gengu þaðan um nótt til Ásláksstaða, tóku hús á Jóakim og drápu hann.
Annó febrúar 1540.
Hinir vammlausu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 48
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar