Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010
29.1.2010 | 11:42
Verðlagsstofa skiptaverðs er vandamálið
Meðalverð : Slægður þorskur m/haus
í janúar 2009 til október 2009.
Selt beint til fiskverkenda | Selt á innlendum mörkuðum | Vegið meðalverð | |||
verð (kr) | tonn | verð (kr) | tonn | ||
jan. 2009 | 246,12 | 6.465 | 279,84 | 1.260 | 251,62 |
feb. 2009 | 217,91 | 7.915 | 228,35 | 1.652 | 219,71 |
mar. 2009 | 192,04 | 11.912 | 196,85 | 2.651 | 192,91 |
apr. 2009 | 159,56 | 6.578 | 200,71 | 1.555 | 167,42 |
maí. 2009 | 158,90 | 5.476 | 200,09 | 1.041 | 165,48 |
jún. 2009 | 157,42 | 3.973 | 231,93 | 706 | 168,67 |
júl. 2009 | 158,19 | 2.437 | 230,93 | 506 | 170,70 |
ágú. 2009 | 157,09 | 2.838 | 238,85 | 443 | 168,14 |
sep. 2009 | 166,67 | 6.096 | 306,26 | 616 | 179,48 |
okt. 2009 | 189,42 | 6.862 | 333,14 | 542 | 199,93 |
Meðalverð og magn | 186,55 | 60.553 | 230,38 | 10.972 | 193,27 |
Meðalverð : Óslægður þorskur
Selt beint til fiskverkenda | Selt á innlendum mörkuðum | Vegið meðalverð | |||
verð (kr) | tonn | verð (kr) | tonn | ||
jan. 2009 | 217,92 | 2.836 | 226,95 | 1.796 | 221,42 |
feb. 2009 | 195,78 | 2.875 | 189,73 | 1.542 | 193,67 |
mar. 2009 | 169,50 | 2.429 | 166,51 | 1.056 | 168,59 |
apr. 2009 | 170,55 | 2.099 | 184,68 | 1.396 | 176,19 |
maí. 2009 | 170,77 | 2.352 | 197,84 | 1.722 | 182,21 |
jún. 2009 | 171,38 | 2.533 | 228,86 | 1.643 | 193,99 |
júl. 2009 | 181,85 | 1.729 | 246,63 | 1.543 | 212,40 |
ágú. 2009 | 182,35 | 1.323 | 222,38 | 1.870 | 205,80 |
sep. 2009 | 190,10 | 1.461 | 303,12 | 1.556 | 248,37 |
okt. 2009 | 208,27 | 1.369 | 323,94 | 1.404 | 266,84 |
Meðalverð og magn | 185,89 | 21.005 | 230,12 | 15.529 | 204,69 |
Fiskurinn dreginn landshorna á milli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.1.2010 | 12:27
Strandir
Gerður Kristný rithöfundur hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör fyrir ljóð sitt Strandir í árlegri ljóðasamkeppni lista- og menningarráðs Kópavogs.
Verðlaunaafhendingin fór fram við hátíðlega athöfn í Salnum að kvöldi afmælisdags Jóns úr Vör, 21. janúar 2010.
Strandir.
Að vetri
er aðeins fært
hugleiðina
Sængurhvít sveitin
breiðir úr sér
innan við augnlokin
Bjarndýr snuddar í snjó
nær síðasta jaka
til baka
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.1.2010 | 15:42
Auðsveipar undirlægjur og þrælar
Það vekur furðu mína að lesa þessa sameiginlegu ályktun Snæfellinga.
Það er greinilegt að þrælsótinn er að drepa trillukarla á Nesinu.
Þykir sjómönnum á Arnarstapa í Ólasfsvík, Rifi, Grundarfirði og Stykkishólmi svona ljúft og skyllt að beygja sig undir útgerðarauðvaldið og LÍÚ með því að ástunda þann skepnuskap að leigja kvóta fyrir bróðurpartinn af allri innkomu ?
Nær væri að menn fögnuðu fyrningarleiðinni innilega með von um að geta brotið af sér þrælahlekkina og orðið frjálsir menn að nýju með leigu á aflaheimildum frá þjóðinni á sanngjörnum verðum.
Vara við hugmyndum um fyrningu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.1.2010 | 13:48
Forn merking orðsins er ráð yfir landi eða stjórn
Í Heimskringlu segir meðal annars:
"Gunnhildur móðir þeirra hafði mjög landráð með þeim" og er þar átt við að Gunnhildur konungamóðir hafi farið með stjórn ásamt sonum sínum.
Í sömu heimild er einnig að finna vísi að þeirri merkingu sem við notum orðið í núna. Í Heimskringu eru Svíakonungi eignuð þessi orð:
Hann svarar þunglega um sættina en veitti jarli átölur þungar og stórar um dirfð þá er hann hafði gert grið og frið við hinn digra mann og lagt við hann vináttu, taldi hann sannan að landráðum við sig, kvað það maklegt að Rögnvaldur væri rekinn úr ríkinu.
Nota á hugtakið landráð varlega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.1.2010 | 19:46
Látið loðnuna í friði
Hætta ætti loðnuveiðum við landiðí eitt skipti fyrir öll og banna allar veiðar með flottrolli í lögsögu Íslands.
Flottrollið veldur gríðarlegum skaða á öllum fiskistofnum beint og óbeint. Smug fiska í gegnum flottroll skilur eftir sig 10-15 fallt af dauðum fiski í sjónum umfram það sem skipin koma með að landi.
Flottrollið splundrar göngu fiskitorfa og ruglar göngumynstur þeirra.
Loðnan er undirstaða alls lífríki sjávar við ísland. Ef loðnan er drepin hrynja margir fiskistofnar eins og við höfum illilega orðið vitni af.
Nærtækasta dæmið er léleg nýliðun þorsks, hrun hörpudisksstofnsins, hrun rækjustofnanna og margt fleira.
Baráttan um ætið bitnar síðan með ógnarþunga á öllum sjófugl við Ísland sem að endingu rústar tegundunum.
Baráttan um ætið á ekki að standa á milli gráðugra grútapramma-útgerða og alls lífríki sjávar við Ísland heldur á milli tegundanna.
Stjórnvöld verða að grípa strax til aðgerða og stöðva loðnuveiðar í eitt skipti fyrir öll.
Fundu loðnu við Austurland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
21.1.2010 | 22:43
Grátkór þjófanna er réttlaus
Ef þjófar kaupa og selja þýfi sín í millum, er það áfram þýfi og þeir eru áfram þjófar.
Þannig er með kvótann og kvótagreifana.
Þjóðin á auðlindina, sem þeir þykjast hafa keypt hver af öðrum eða af sjálfum sér.
Til dæmis með kennitöluskiptum og með hjálp bankanna.
Þjóðin á auðlindina, sem þeir hafa veðsett upp í topp með hjálp bankanna.
Glæpurinn rýrnar ekki, þótt nýjar kennitölur séu komnar í stað gamalla.
Lög segja, að þjóðin eigi auðlindina.
Breytist ekki, þótt tugir manna gerist stórþjófar í kvótafyrirtækjum og bönkum með veðsetningu á eigum annarra.
Grátkór þjófanna er réttlaus.
Færsla fengin á: www.jonas.is, takk Jónas fyrir lánið.
Þess krafist að stjórnvöld falli frá fyrningarleið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.1.2010 | 21:32
Hafísfréttir frá 1881
Árið 1881 lagði ísa norðan að öllu landinu á svæinu frá Látrabjargi, norður, austur og suður að Eyrarbakka.
Hafísinn hafði komið upp undir Norðurland í lok nóvembermánaðar árinu áður, og varð um jólin landfstur við Vestfirði norðan til og við Strandir, rak þar inn á hvern fjörð og voru hafþök fyrir utan.
Í fyrstu viku í janúarmánuði lónaði hafísinn frá fyrir norðan og rak út hroðann af Eyjafirði og öðrum fjörðum.
Að kvöldi hins 9. janúar sneri við blaðinu og gerði ofsa-lega norðanhríð um allt Norðurland og Vestfjörðu, en minna varð af því syðra og eystra; illviðri með hörkufrostum hjeldust fram í miðjan febrúar.
Með hríðum þessum rak hafísinn að landi og fylti firði og víkur og fraus víða saman við lagnaðarísa í eina hellu, því þá voru hin grimmustu frost.
Í lok janúarmánaðar var Eyjafjörður allur lagður út undir Hrísey og mátti aka og ríða eftir honum endilöngum; ísinn var síðar mældur á Akureyrarhöfn og var nærri þriggja álna þykkur.
Hafís kominn að Hornbjargi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.1.2010 | 11:36
Flóki Vilgerðarson
Norðmaðurinn Flóki Vilgerðarson, oftast nefndur Hrafna-Flóki, kom að landi í Vatnsfirði á Barðaströnd að talið er árið 860 og voru í fylgd með honum tveir norskir bændur er nefndir voru Þórólfur og Herjólfur.
Flóki gekk upp á fjall eitt í Vatnsfirði og sá þá ofan í annan fjörð, líklega Arnarfjörð, og var hann fullur af hafís.
Landnáma segir að eftir þetta hafi Hrafna-Flóki og menn hans nefnt landið Ísland.
Hrafna-Flóki hafði litlar mætur á landinu. Í Landnámu segir að hann hafi siglt aftur til Noregs með mönnum sínum.
Og er menn spurðu af landinu, þá lét Flóki illa yfir, en Herjólfur sagði kost og löst af landinu, en Þórólfur kvað drjúpa smjör af hverju strái á landinu, því er þeir höfðu fundið; því var hann kallaður Þórólfur smjör.
Samkvæmt Landnámu voru það því Hrafna-Flóki, Þórólfur og Herjólfur sem nefndu landið fyrst Ísland.
Ísland bar nafn með rentu á „litlu ísöld“ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.1.2010 | 22:59
Allan fisk á markað 1. september 2010
visir.is, dags 13. janúar 2008.
Þingmenn Vinstri grænna ítreka kröfu um heildarendurskoðun á stjórn fiskveiða og fagna niðurstöðu Mannréttindanefndar SÞ um að "grunnforsendur sem íslenska kvótakerfið byggir á standist ekki."
VG segir í ályktun, að ekki þurfi að fara mörgum orðum um að markmið núverandi laga um stjórn fiskveiða hafi ekki náðst og reyndar hafi lögin aldrei verið fjær markmiðum sínum en einmitt nú.
Atli Gíslason, þingmaður VG, segir að markmið núgildandi laga um stjórn fiskveiða hafi verið að vernda fiskistofnana og stuðla að hagkvæmri nýtingu þeirra.
Lögin hafi átt að treysta atvinnu og efla byggð í landinu. Þingmenn VG lögðu í fyrra fram frumvarp til laga þess efnis að þegar í stað yrði hafin heildarendurskoðun á lögum um stjórn fiskveiða og að ný heildarlög tækju gildi 1. september 2010. "Þar er um algjöra umpólun að ræða á kerfinu", segir Atli.
Hann segir að kvótakerfið hafi leitt til óeðlilegs eignarhalds. Tilvitnun lýkur.
Krafan er: ALLAN FISk Á MARKAÐ.
Selja fisk fyrir 22 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.1.2010 | 15:42
Mikið hagsmunamál fyrir íslenzka þjóð
Hætta ætti loðnuveiðum við landiðí eitt skipti fyrir öll og banna allar veiðar með flottrolli.
Flottrollið veldur gríðarlegum skaða á öllum fiskistofnum beint og óbeint. Smug fiska í gegnum flottroll skilur eftir sig 10-15 fallt af dauðum fiski í sjónum umfram það sem skipin koma með að landi.
Flottrollið splundrar göngu fiskitorfa og ruglar göngumynstur þeirra.
Loðnan er undirstaða alls lífríki sjávar við ísland. Ef loðnan er drepin hrynja margir fiskistofnar eins og við höfum illilega orðið vitni af.
Nærtækasta dæmið er léleg nýliðun þorsks, hrun hörpudisksstofnsins, hrun rækjustofnanna og margt fleira.
Baráttan um ætið bitnar síðan með ógnarþunga á öllum sjófugl við Ísland sem að endingu rústar tegundunum.
Baráttan um ætið á ekki að standa á milli gráðugra grútapramma-útgerða og alls lífríki sjávar við Ísland heldur á milli tegundana.
Stjórnvöld verða að grípa strax til aðgerða.
Hrygningarstofn loðnu 355 þúsund tonn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 48
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar