Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2010

Sólarupprisuræðan

hafnastraeti 1910 

Þegar konfersráðið kemur ha !

Góðan daginn !

Það er nefnilega það.

Þrjátíu vertíðir á sjó.

Sá sem rær hjá Gúdmúndsen þarf herskip.

 

Eftir þrjátíu vertíðir, góðan daginn:

þú ert sendur heim,

heimí þetta skráþura hreyfingalausa bjakk

sem þeir kalla land

og það er nefnilega það;

 

Höfundur; Halldór Laxnes.


mbl.is Reykjavík eins og fiskiþorp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Minni Vestfjarða

hrafnseyri við arnarfjörð mynd naá

Sú var tíð að sjávarþorpin á vestfjörðum voru eins og blóm í eggi. Iðandi mannlíf, menning og sagan út um allt.

Eins og segir í sögu Hrafna flóka. "smjör draup af hverju strái" eilíft vor í lofti og bjartsýnin réð ríkjum hjá hverri sálu.

Fólkið sem bjó í þorpunum byggði sér bæi, skóla, bryggjur, flugvelli og vegir voru lagðir. Útvegsbændur byggðu sér öflug skip og fiskhús af flottustu hönnun þess tíma.

Fræknustu sjómenn og fengsælustu skipstjórar við N Atlandshaf mönnuðu flota vestfirðinga sem var sá öflugasti og best búni í víðri veröld. Valinn maður í hverju rúmi.

Harðduglegir íbúar þorpana höfðu nóg að bíta og brenna og atvinnan var meiri en næg fyrir alla.

geirþjófsfjörður 1-1

Erlendir sem íslenzkir farandverkamenn komu í þorpin til að aðstoða heimamenn við að gera verðmæti úr öllum þeim afla sem barst að landi.

Frystihús, salthús, skreiðarhús, fiskimjölsverksmiðjur og lýsisbræðslur voru í hverju þorpi sem möluðu samfélaginu og eigendum sínum gull allt árið.

Peningarnir flóðu frá útlöndum líkt og í lækjum og hagsældin í þorpunum var mikil.

Árið var 1983:

Fiskifræðingar og stjórnmálamenn fundu það út að þorskstofninn við Ísland væri ofveiddur.

Þetta sama ár var komið á kvótakeffi við stjórn fiskveiða. Vestfirðingar vöruðu við slíkum bölsýnis spám og töldu að um náttúrlega niðursveiflu væri að ræða.

Vestfirðingar vöruðu við markaðsdrifnu kvótakerfi í fiskveiðum og að sjávarþorpin við Ísland gætu nánast þurkast út þar sem fiskveiðiheimildirnar færðust á hendur örfárra braskara sem gerðu sér sjómennina að þrælum og leiguliðum.

geirþjófsfjörður 1-2

Árið er 2010.

Sjávarþorpin á Vestfjörðum og víðast hvar á landinu eru eins og eyðibýli. Skipin upp höggvin, brend, sökt, eða þeim hreinlega verið stolið eins og mörg dæmin sanna.

Tilvitnun í Íslandsljóð Einars Benediktsonnar.

Þú fólk með eymd í arf !

Snautt og þyrst við gnóttir lífsins linda,

litla þjóð, sem geldur stórra synda.

Tilvitnun lýkur.

geirþjófsfjörður 1-3

Örfá sjávarútvegsfyrirtæki eru eftir á Vestfjörðum, nánast allur flotinn er farinn.

Stór hluti af íbúunum er flúin eða við það að flýja.

Þeir sem fara og eru farnir eru flest allir meira og minna gjaldþrota og eignarlausir.

Þeir sem eftir hokra verða að sætta sig við sjálfskipuð yfirvöld þorpanna sem haga sér flest líkt og Jóhann Bogesen stórversír á Óseyri við Axafjörð forðum daga í söguni Sölku Völku.

Það er komið meira en nóg af ofbeldi sem íslenzk stjórnvöld hafa farið fram með gegn íbúunum í sjávarþorpum vestfjarða.

Það verður aldrei sátt né friður á meðan ekki verður snúið til réttlætis og fiskveiði auðlindinni aftur skilað.


mbl.is Vestfirðingum fækkar mest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórt framfaramál í höfn - allt eftirlit til ríkisins

sjávarréttir
Matvælastofnun, MAST hefur tilkynnt skoðunarstofum að stofnunin muni ekki fela faggildum aðilum framkvæmd eftirlits með sjávar­útvegs­fyrirtækjum frá og með 1. mars 2011.

 

Með ákvörðun sinni hafa stjórnvöld hafnað vilja Landsssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ), Samtaka fiskvinnslustöðva (SF), Samtaka atvinnulífsins (SA) og tilmælum sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis, um að viðhalda ætti núverandi skoðunarstofufyrirkomulagi í sjávarútvegi og ákveðið að snúa alfarið til ríkisrekins eftirlits, að því er segir á vefsíðu LÍÚ.

sjávarréttir 2

,,Allt fá því fyrsta matvælafrumvarpið var lagt fram á Alþingi vorið 2008 hafa LÍÚ ásamt SF og SA lagt til að núverandi skoðunarstofufyrirkomulag í sjávarútvegi haldi sér.

Samtökin hafa vísað til þess að skapast hafi löng reynsla af þjónustu skoðunarstofa, almenn ánægja hafi verið með þetta fyrirkomulag í greininni,” segir á vef LÍÚ og bætir við:

,,Í reglum ESB er heimildarákvæði um að stjórnvaldi sé heimilt að framselja framkvæmd eftirlitsins til faggilts aðila, en ágreiningur hefur verið um túlkun reglna ESB að þessu leyti.

Frétt af skip.is


Þorvaldur Gylfason skrifar:

þorvaldur gylfason

Þorvaldur Gylfason, stjórnlagaþingmaður og prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands

Stjórnarskráin er æðstu lög landsins. Þeim lögum sem öðrum ber öllum Íslendingum að virða. Eins og margir hafa bent á, er ekki nóg, að landsmenn búi við góða stjórnarskrá, heldur þarf einnig að búa svo um hnútana, að stjórnarskráin sé virt.

Á því hefur tvisvar orðið misbrestur undangengin ár.

Tvö nýleg dæmi til upprifjunar:

Þegar forseti Íslands beitti málskotsrétti sínum til að vísa til þjóðaratkvæðis fjölmiðlalögum, sem Alþingi samþykkti 2004, bar ríkisstjórninni að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um málið skv. stjórnarskránni.

Slík atkvæðagreiðsla var ekki haldin.

Alþingi lét sér duga að fella lögin úr gildi, þótt stjórnarskráin kveði ekki á um slíka málsmeðferð.

Stjórnlagadómstóll, sem gæti verið Hæstiréttur eða sérstakur dómstóll skv. nýrri stjórnarskrá, hefði þurft að vera til staðar til að úrskurða, hvort stjórnvöld brutu stjórnarskrána, svo sem virtist vera, og gera gagnráðstafanir.

Þegar Hæstiréttur felldi dóm sinn 1998 í máli Valdimars Jóhannessonar gegn ríkinu vegna synjunar sjávarútvegsráðuneytisins á umsókn Valdimars um leyfi til fiskveiða, taldi rétturinn fiskveiðistjórnarkerfið brjóta gegn jafnræðisákvæðum í 65. grein stjórnarskrárinnar.

Þar segir, að allir skuli vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.

Oddvitar ríkisstjórnarinnar réðust gegn dómi Hæstaréttar í fjölmiðlum og sögðu landauðn vofa yfir, næði dómurinn fram að ganga. Þá sendu 105 prófessorar Háskóla Íslands af 150 frá sér yfirlýsingu til varnar Hæstarétti.

Hæstiréttur sneri dómi sínum við nokkru síðar í öðru skyldu dómsmáli (Vatneyrardómur) og sá þá ekkert athugavert við ókeypis afhendingu verðmætra aflaheimilda til fáeinna útvalinna. Tveir dómarar skiluðu þó séráliti í síðara málinu í samræmi við fyrri dóminn.

Málið var ekki dautt. Árið 2007 gaf mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna út bindandi álit þess efnis, að fiskveiðistjórnarkerfið brjóti gegn brjóti gegn 26. grein Alþjóðasamnings um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi.

Álit mannréttindanefndarinnar er í samræmi við Valdimarsdóm Hæstaréttar 1998, enda er 26. grein Alþjóðasamningsins nánast samhljóða 65. grein stjórnarskrár okkar.

Þótt álitið sé bindandi, þar eð Ísland hefur fullgilt Alþjóðasamninginn, hefur mannréttindanefndin engin tök á að tryggja, að ríkisstjórnin virði álit nefndarinnar með því að nema mannréttindabrotaþáttinn burt úr fiskveiðistjórnarkerfinu og bæta fórnarlömbum skaðann.

Mannréttindanefndin getur gert það eitt að setja Ísland á lista með þeim löndum, sem neita að falla frá mannréttindabrotum.

Það er ekki góður félagsskapur.


Fleiri ánægðir með störf Jóns Bjarnasonar en stjórnarandstöðuna

greitt úr netum

í nýútkomnum Þjóðarpúlsi sem kannanafyritækið Gallup birti í vikunni, kemur fram að 18% landsmanna eru ánægð með störf Jóns Bjarnasonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, en aðeins 16% landsmanna eru ánægð með frammistöðu stjórnarandstöðunnar. 

Ekki hefur farið mikið fyrir þessari niðurstöðu á stóru fréttamiðlunum í útvarpi, sjónvarpi eða á netinu.

Fengið að láni á skutull.is


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband