Bloggfærslur mánaðarins, júní 2010
25.6.2010 | 08:37
Hið alkunna samráð og ofríki LÍÚ
Þetta ætti ekki að koma mönnum á óvart.
Þeir munu frekar láta þessar heimildir detta dauðar niður heldur en að lækka verðið á leigunni.
Nú er mál til komið að sjávarútvegsráðherra grípi inn í og gefi veiðar á ýsu frjálsar sem eftir er af fiskveiðiárinu.
Undrast lítil viðskipti með ýsu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.6.2010 | 15:38
Svívirðileg ráðstöfun
Í tilkynningu frá Sjávarútvegsráðuneytinu segir.
"Fyrir liggur vilji útgerða að miðla þessum heimildum eftir mætti, þannig að aðrir sem stunda veiðar á markíl en ráða ekki yfir heimildum í síld, geti stundað makrílveiðar með eðlilegum hætti," segir í tilkynningu".
Trúir þessu einhver sem reynt hefur réttlætis og siðferðiskend LÍÚ ?
Kvótinn í sumargotsíldinni er allur í eigu örfárra útgerða innan LÍÚ sem eina ferðina enn er gefið það ógnvænlega vald að miðla aflaheimildum eftir sínu höfði gegn því gjaldi sem þeir einir ráða.
Af hverju miðlar ráðuneytið ekki sjálft þessari viðbót á jafnréttisgrundvelli gegn gjaldi í ríkissjóð ?
Eigum við kanski von á því einn daginn að Hreiðar Már Sigurðsson og Sigurður Einarsson verði ráðnir sem yfirmenn Fjármálaeftirlitsins ?
Kvótaaukning á sumargotsíld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.6.2010 | 11:13
Þetta var allt fyrirséð
Þetta hörmulega klúður er dæmigert fyrir vald misviturra embættismanna yfir sjávarútvegsráðherra, embættismanna sem ráðnir voru pólitískt í valdatíð Sjálfstæðisflokksins.
Ekkert var tekið tillit til aðvörunarorða sjómannanna sjálfra á svæði A sem sáu vitleysuna strax á síðasta ári.
Og spurningin brennur á mönnum.
Af hverju er þetta ekki lagað strax og eftir hverju er verið að bíða ?
Ójafnvægi á milli strandveiðisvæða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 20.6.2010 kl. 13:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
18.6.2010 | 16:39
Mikið hafísár 1695
Litlu eftir vertíðarlok urðu frakkneskir hvalveiðimenn að ganga af skipi sínu í ísi fyrir Reykjanesi; 8 skotskum mönnum var bjargað af ísjaka í Vestmannaeyjum, höfðu franskir víkingar rænt þá, flett klæðum og látið þá svo út á ísinn allslausa.
Að vestan kom ís fyrir Látrabjarg, en norðanlands mátti ríða og renna fyrir hvern fjörð um vorkrossmessu.
Ísinn gekk sumstaðar upp á land og varð að setja báta lengra upp en vandi var til. Nyrðra sást eigi út yfir ísinn af hæstu fjöllum, syðra sást út fyrir hann og kaupskipin fyrir utan, sem hvergi komust að landi, og eigi varð heldur komist til þeirra, og komust menn í mikla þröng af siglingarleysinu, því flest vantaði, er á þurfti að halda, kornvöru, járn, timbur og veiðarfæri.
Anno; 1695.
Hafís þokast nær landi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.6.2010 | 20:14
Minni Hrafnseyrar við Arnarfjörð
Hrafnseyri við Arnarfjörð er landnámsjörð og gamalt höfðingjasetur. Í landnámsbókum segir að fyrst hafi reist þar bústað Án rauðfeldur, Grímssonar loðskinna úr Hrafnistu í Noregien dóttursonur Án bogsveigis. Hann hafði að sögn herjað á Írland eins og víkingum var títt og fengið þar þeirrar konu er Grélöð nefndist, dóttur Bjartmars jarls. En þau fóru til Íslands, þrátt fyrir ættgöfgi konunnar, að nema land og gerast frumbýlisfólk.
Skemmtileg frásögn hefur varðveist um bólstaðarskipti þeirra Áns og Grélaðar. Þau reistu fyrst bæ í Dufansdal, en Grélöðu geðjaðist ei sá staður, þótti þar illa ilma úr jörðu. Fluttu þau sig þá yfir fjörð og reistu bú, þar sem enn stendur bær, uppi á allháum bakka frammi við sjó, og nefndu Eyri.
Bæjarstæði er fallegt, sér þaðan til botns í Arnarfirði þar sem áin Dynjandi steypist niður af samnefndri heiði og myndar Fjallfoss, en suður og út með firði ber fyrir auga reglubundna röð fjallshnjúka allt til hafs með víkur og dali á millum eins og vígskörð í risakastala. Á þessum stað þótti Grélöðu vera hunangsilmur úr grasi.
Á Sturlungaöld bjó sem kunnugt er Hrafn Sveinbjarnarson á Eyri og var höfðingi þar vestur um firði. Er höfðingjaætt hans oftast kölluð Eyrarmenn. Hrafn var sagður hinn mesti ágætismaður, lækningafróður og mikill vinur Guðmundar biskups Arasonar.
Saga hans í Sturlungasafninu minnir að vísu um sumt á hálfvæmna helgisögu; sennilega rituð af klerki og fylgismanni kirkjuvaldshreyfingarinnar og dregur mjög fram hlut Hrafns gagnvart höfuðóvini hans, hinum harðskeytta keppinaut um völdin á Vestfjörðum, Þorvaldi Vatnsfirðingi.
Mætti vel vera eitthvert samband milli hunangsilmsins sem Grélöð fann og greint er frá í landnámsbókum og hins guðhrædda biskupsvinar og góðmennis sem Hrafnssaga lýsir. En við Hrafn hefur Eyri jafnan verið kennd síðan. Þar hefur verið kirkjustaður í margar aldir og í kaþólskum sið var guðshús staðarins helgað Maríu guðsmóður og Páli postula.
Um aldamótin 1800 er Hrafnseyri samt hvorki höfðingjasetur né stórbýli, en þetta prestakall er þó í röð betri brauða. Sr. Jón Sigurðsson, afi alnafna síns forseta fékk þetta prestakall 1785. Sigurður, sonur hans, varð stúdent úr Hólavallaskóla í Reykjavík 1798, en hugði ekki á eða skorti efni til framhaldsnáms við Kaupmannahafnarháskóla, heldur réðs sem vinnumaður til föður síns, uns hann var vígður aðstoðarprestur hans fjórum árum síðar, árið 1802.
Árið 1803 kvænist sr. Sigurður Þórdísi og fékk þriðjung Hrafnseyrar til ábúðar og 12 rd í árslaun. Alllöngu síðar hreppir sr. Sigurður hálfar preststekjur en fyrst árið 1821, eftir lát föður síns, fær hann veitingu fyrir öllu prestakallinu.
Af þessu sést glöggt að sr. Sigurður sættir sig framan af ævi við fátækleg kjör aðstoðarprests. Í rauninni varð hann aldrei efnaður maður, þó eflaust hafi hann bjargast vel með miklum dugnaði á þeim hallæristímum sem gengu yfir landið. Stærst verður bú hans 4 nautgripir, 60 fjár og 2 hross auk staðarkúgilda.
En í Arnarfirði var sjávarafli og margvísleg hlunnindi, selveiðar og bjargfuglatekja, ómetanleg búdrýgindi þegar lífsafkoma fólks snérist fyrst og fremst um að hafa til fæðis og klæðis. Heimilisfólk í tíð þeirra feðga, Jóns og Sigurðar, var oftast 16-20 manns. Hefur því orðið að afla mikils utan heimilis umfram það sem svo lítið bú gat gefið af sér, enda voru þeir feðgar atorkusamir mjög og héldu sig og sína fast við störf.
Sr. Jón húsaði bæ sinn allan, myndarlega eftir því sem þá var títt, á sinni presttíð. Um sr. Sigurð er sagt að hann hafi aldrei látið verk úr hendi falla. Þau Þórdís og sr. Sigurður eignuðust tvö börn auk Jóns, Jens og Margréti.
Fjölmenni á Hrafnseyri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.6.2010 | 15:27
Fyrrum ráðherra hreykir sér af rústun sjávarbyggða
Nú er hart sótt að Hafró um að auka aflaheimildir en stofnunin harðneitar, það sé langtíma markmið að byggja upp stofninn með því að takmarka veiðar og ekki megi kvika frá því þó hart sé í ári.
Það hefur verið stunduð væg ofveiði á stofninum í áratugi ........
sagði forstjórinn í útvarpsviðtali fyrir skömmu.
Oft er fróðlegt að skoða gamlar blaðagreinar. Þær eru fljótar að gleymast enda er sagt að ekkert sé jafn gamalt og blaðið frá í gær.
Þær eru heimild um hvað menn sögðu, eða voru að hugsa, á hverjum tíma. Heimildirnar mást ekki út þó höfundar kynnu að óska þess.
Hér að neðan er grein úr Mogga frá haustinu 1997, þegar Hafró var að hæla sér af árangri uppbyggingarstarfsins (Mbl. 14. 10. 1997).
Verndun þorsksins ber ávöxt
Á árunum 1986-1996 sýndu mælingar Hafrannsóknastofnunarinnar, að nýliðun í þorskstofninn var oftast langt undir meðallagi.
Miðað við sóknarþungann framan af á þessu tímabili varð áframhaldandi minnkun stofnsins ekki umflúin. Sérstakar áhyggjur höfðu menn af þróun hrygningarstofnsins.
Lagt var til að draga stórlega úr veiðum, til þess að snúa þróuninni við. Afleiðingarnar af slíkum takmörkunum þýddu mikla tekjuskerðingu fyrir sjávarútveginn og reyndar þjóðina alla auk þess sem hætta var á að markaðir töpuðust.
Menn vonuðu í lengstu lög, að unnt yrði komast hjá miklum niðurskurði í afla og fjöregg þjóðarinnar myndi rétta við, nánast af sjálfsdáðum.
Sú von brást og enn hélt stofninn áfram að minnka þrátt fyrir ýmsar veiðitakmarkanir.
Eftir útfærslu landhelginnar 1975 hafði árlegur þorskafli verið á bilinu 250-470 þúsund tonn fram til 1993.
Nauðsynlegt reyndist að draga svo úr veiðum, að ársaflinn yrði ekki meiri en hann var á árum síðari heimsstyrjaldarinnar, þegar landsmenn voru helmingi færri.
Þetta mikilvæga skref var stutt dyggilega af flestum hagsmunaaðilum sjávarútvegsins.
Í kjölfar friðunaraðgerða varð aflinn tæp 200 þús. tonn fiskveiðiárið 1993/94.
Lægst fór aflinn í 165 þús. tonn fiskveiðiárið 1994/95. Aflareglan svokallaða, sem tekin var upp í þorskveiðunum 1995 er þýðingarmikil við endurreisn þorskstofnsins.
Árangurinn af þessum friðunaraðgerðum er nú óðum að koma í ljós:
1. Veiðidánartala hefur lækkað um tæplega helming undanfarin þrjú ár, sem þýðir m.ö.o. að mun fleiri fiskar í veiðistofni lifa úr hverjum árgangi en áður.
2. Bæði veiðistofn og hrygningarstofn eru nú aftur í vexti.
3. Afli á sóknareiningu hefur aukist verulega og þannig stuðlað að hagkvæmari veiðum.
4. Takmörkun sóknar hefur leitt til þess að frekar er sóst eftir stærri og verðmeiri þorski, þannig að dregið hefur úr smáfiskadrápi og skyndilokunum á smáfisk.
5. Í ár eru fyrstu merki um, að klak hafi heppnast bærilega um margra ára skeið. Hefur ekki fundist jafnmikið af seiðum síðan 1984.
Gott klak í ár eru langþráð og um leið ánægjulegustu tíðindin, því í raun fer fiskstofn ekki að rétta við að gagni, nema að klakið heppnist vel og helst sem oftast.
Allt er þetta til vitnis um að friðunaraðgerðir undanfarinna ára eru farnar að bera ávöxt. Fleiru er verið að vinna að til verndar þorskinum.
Í því sambandi má sérstaklega nefna smáfiskaskiljuna, sem verið er að taka smám saman í notkun. Miklar vonir eru bundnar við hana til þess draga enn frekar úr veiðum smáfisks.
Með stækkandi stofni hefur þorskaflinn aftur farið vaxandi og er kvótinn á yfirstandandi fiskveiðiári 218 þúsund tonn.
Óskir um auknar þorskveiðiheimildir eru enn til staðar þótt þrýstingurinn sé ekki eins mikill og oftast áður.
Í mikið hefur verið lagt til að ná þeim árangri, sem nú örlar á. Þótt útlitið sé bjartara nú en um langt skeið byggjum við ekki framtíð þorskveiða okkar á einum góðum þorskárgangi.
Í kjölfar stækkandi hrygningarstofns markar klakið í ár vonandi, að betri nýliðun sé framundan, því það þarf nokkra góða árganga til að bera uppi auknar veiðar.
Aflaregla sú, sem tekin var upp í þorskveiðunum á án efa eftir að skila góðum árangri er fram í sækir.
Skynsamlegast er því að halda áfram á þeirri braut hófseminnar, sem þegar hefur verið mörkuð.
Ég er ekki í nokkrum vafa um, að það sem gert hefur verið og verið er að gera til verndar þorskinum, t.d. að taka upp aflareglu fyrir fleiri tegundir, eins og nú er unnið að, muni nýtast vel við friðun annarra fiskstofna í framtíðinni.
Þetta skrifaði Sigfús Schobka fiskifræðingur á Hafró haustið 1997, eftir að metafli hafði verið í seiðaleiðangri Hafró.
Skemmst er frá því að segja að þetta fór allt í vaskinn. Seiðin fóru í fiskafóður og árið 2000 varð horfellir í stofninum, nokkuð sem var kallað ofmat. "Ofmatið" var þrautaleið Hafró til að komast frá óþægilegri gagnrýni um að ráðleggingar þeirra væru della.
Mér er þetta vel kunnugt því ég varaði stjórnvöld við því að hungureinkenni væri í stofninum og að hann að dragast saman en ekki að stækka eins og Hafró hélt fram. Enginn hlustaði en spáin rættist
Enn lemur Hafró hausnum við steininn og reynir að þvinga náttúruna með stærðfræðilögmálum.
Fer ekki að verða komið nóg?
Grein Sigfúsar ber með sér verið var að auka veiðar undir vísindalegu eftirliti. Var það þessi væga ofveiði ? Bull er þetta.
Greinarskrif fengin að láni hjá Jóni Kristjánssyni fiskifræðingi.
Rétt ákvörðun að draga úr veiðum 2007 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 10.3.2017 kl. 18:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.6.2010 | 12:15
Nú er komið nóg af þvælunni
Ef stjórnvöld grípa ekki inn í núna og stöðva þessa þvælu þá verður almenningur að skerast í leikinn og taka til sinna ráða.
Þorskstofninn stækkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.6.2010 | 06:36
Upplogin og pöntuð skýrsla
Eins og við var að búast þá kemur þessi niðurstaða ekki á óvart þó svo að staðreyndirnar tali ALLT öðru máli.
Hvernig í ósköpunum datt Jóni Bjarnasyni í hug að fá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands í að ransaka sinn eigin glæp.
Ég skora á ráðherra að láta hlutlausa aðila, td "SÉRSSTAKAN SAKSÓKNARA" taka ærlega út svikamyllu LÍÚ og Háskólans.
Þessi skýrsla er lygi af sverustu gerð og öruglega samin af Ragnari Árnasyni svika prófessor og álíka óþokkum.
Kvótamarkaður talinn skilvirkur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 10.3.2017 kl. 18:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 59
- Frá upphafi: 764335
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 43
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar