Bloggfærslur mánaðarins, júní 2012
8.6.2012 | 12:40
Meinvarp í íslenzku efnahagslífi
Einar Oddur sagði brýnt að breyta rekstrarformi ríkisstofnana, ekki síst opinberra vísindastofnana.
Hann sagði að ríkið hefði ekkert með það að gera að reka vísindastofnanir.
Hins vegar ætti að auka framlög ríkisins til vísindastarfsemi.
Í framhaldi af þessu réðst Einar Oddur harkalega að Hafrannsóknastofnun, sem hann nefndi helsta óvin sjávarbyggðanna, en hún fær hátt á annan milljarð króna á fjárlögum til starfsemi sinnar.
Orðið meinvarp, sem Einar Oddur notaði um stöðu Hafrannsóknastofnunar í íslensku efnahagslífi, er venjulega notað um krabbameinsæxli.
Leggur til meiri þorskkvóta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.6.2012 | 16:10
Eru Vestfirðingar hættir að geta rifið kjaft ?
Þegar mætast stálin stinn í ágreiningsmálum verða menn að semja svo báðir megi sæmilega við una. Þar dugar ekki að annar valti yfir hinn.
Útvegsbændur telja sig aðkreppta núna og segja að stefni í óefni hjá þeim. Vel má svo vera hjá þeim sumum. Nú verður löggjafinn að vanda sig og reyna að láta sem flesta njóta sannmælis.
En það er eitt í allri þessari yfirþyrmandi umræðu sem menn virðast alveg gleyma að nefna.
Það er hið merkilega ákvæði í lögum, að kvótagreifarnir geta selt frumburðarrétt þeirra sem næstir þeim eru, jafnvel hundruða manna, án þess nokkur geti rönd við reist.
Þetta þekkja Vestfirðingar manna best og má undarlegt telja að þeir skuli ekki löngu vera búnir að rísa upp og segja hingað og ekki lengra.
Sagt hefur verið, að þegar Vestfirðingar hætta að geta rifið kjaft séu þeir steindauðir úr öllum æðum. Er kannski svo komið?
Menn hafa selt óveiddan fisk í sjónum hér vestra beint við nefið á saklausu fólki fyrir jafnvel milljarða, tilkynnt það samdægurs og pillað sig svo í burtu með blóðpeningana í sekkjum, ef svo mætti segja.
Má ekki nefna þetta svona í framhjáhlaupi þegar þjóðfélagið rambar á barmi upphlaupa?
Þurfum við ekki lífsnauðsynlega að breyta þessu ómannlega kerfi, sem virðist uppfundið af andskotanum sjálfum ?
Grein eftir Hallgrím Sveinsson.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.6.2012 | 17:37
Ég skil ekki þessa frétt
Hvað er verið að tala um, "brugðist við tilmælum nefndarinnar með ásættanlegum hætti að hluta til" ?
Mannréttindanefnd SÞ lokar máli gegn stjórnvöldum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.6.2012 | 13:31
Kvótakerfið byggir á andvana fæddri hugmyndafræði
Kvótakerfið átti að skila okkur 500-550 þúsund tonna jafnstöðuafla þorsks - en er að skila 160 þúsund tonnum.
Við Kanada austanvert átti sama uppskrift að skila einni milljón tonna jafnstöðuafla eftir 1990...
en þar hrundi stofninn árið 1992 eftir 14 ára tilraunastarfsemi með 20% "aflareglu".....
Allt eru þetta staðreyndir um árangur af þessari tilraunastarfsemi með þeirri andvana fæddu hugmyndafræði sem fiskveiðistjórn hérlendis byggir nú á - stefnu um að svelta smáþorsk til hlýðni við tölfræðilega tilgátu.
Í Barentshafi hrintu Rússar okinu af sér árið 2000 og þá loksins fór hafið að svara í samræmi við líffræðileg grundvallaratriði - það virðist verða að veiða töluvert mikið til að viðkomandi stofn auki afrakstur...
Reynslan gefur þetta til kynna - þetta er ekki kenning.
Tilgátan sem þvinguð er upp á okkur í dag - það er kenning.... að öllum líkindum - andvana fædd kenning ef marka má reynslu...
Gagnstæð stefna - friðun við Kanada austanvert virðist hafa leitt af sér að þorskstofninn þar hrundi við þessa tilraunastarfsemi - vöxtur hrundi og stofninn féll.
Þyngsti fiskurinn á miðunum við Kanada árið 1993 - var 0,84 kg - 7 ára gamall undirmálsfiskur - elsti og þyngsti þorskurinn á því svæði.
Þorskstofnar við Kanada Austanvert eru staðbundnir sér stofnar a.m.k. 9 sjálfstæðir stofnar - það var sannað með skýrslu Harold Thompson fiskifræðings árið 1943 en hann hafði merkt þorsk á svæðinu í 10 ár 1930-1940 og gaf skýrslu sína um staðbundna þorskstofna þarna árið 1943.
Á Íslandi virðast einnig margir og staðbundnir undirstofnar í þorskstofninum - svo áleitin spurning er hvernig á beita "20% aflareglu" á marga undirstofna - af handahófi - út í loftið.
Faglegar forsendur fyrir ríkjandi fiskveiðistjórn virðast flestar fengnar með ágiskunum og tilgátum út í loftið.
Hvernig getur svona lagað endað - nema illa - þegar grunn forsendan sjálf virðist andvana fædd hugmyndafræði sem sveltir smáfisk og þorskstofninn virðist vera að úrkynjast smá saman - ef grannt er skoðað?
Grein eftir Kristinn Pétursson.
Ég ældi bara á móti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.6.2012 | 16:00
Hótar sakleysingjum
Ljótt er að sjá Gunnþór Ingason á mf, mynd með þessari frétt mbl.is, hafandi í hótum við börn, konur og gamalmenni um borð í nýja Berki NK.
Ætli einhverjum hugnist þetta ?
Skip Síldarvinnslunnar ekki á sjó | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 1
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 71
- Frá upphafi: 764330
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 53
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar