30.9.2011 | 21:26
Ferjusiglingar á milli Bíldudals og Þingeyrar
Það er mikið þjóðþrifamál að koma sem allra fyrst á ferjusiglingum á milli norður og suðursvæðis Vestfjarða.
Ekki þarf að fjölyrða um það hverslags gríðarleg samgöngubót það yrði fyrir alla íbúa Vestfjarða.
Eins og nú árar er lítil sem engin von til þess að ráðist verði í jarðganga og vegaframkvæmdir á Vestfjörðum og því nauðsynlegt að taka annan og mun betri pól í hæðina.
Með réttri ferju, álíka skipi og myndin er af með þessu bloggi væri hægt að sigla frá Bíldudal til Þingeyrar á innað við klukkutíma aðra leiðina með um 70 farþega og 8 fólksbíla eða einn trukk með tengivagn.
Það sem mundi sparast er öll vinna við ónýtan veg um Dynjandisheiði og jarðgöng undir Hrafnseyrarheiði.
Hafnirnar á Þingeyri og á Bíldudal eru til staðar og þyrfti einungis smávægilegar viðbætur að koma til vegna ferjubrúa á hvorum stað.
Kaupverð á svona skipi er áætlað um 400 milljónir íslenzkar á móti margra milljarða framkvæmd við jarðgöng og uppbyggingu vega.
30.9.2011 | 07:38
Gæfulegur Björn Valur -
"Þar á Björn Valur samleið með fulltrúum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins í nefndinni sem nálgast hafa málið með sama hætti".
"Í umfjöllun um framgang frumvarpsins í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að Björn Valur Gíslason, þingflokksformaður VG og fulltrúi flokksins í sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd, sendi sjávarútvegsráðherra eigið bréf þar sem hann segir að ekki eigi að leggja frumvarpið fram að nýju heldur þurfi að smíða nýtt frumvarp um stjórn fiskveiða sem meðal annars eigi að byggjast á niðurstöðu svonefndrar sáttanefndar".
Álit svo kallaðrar "sáttanefndar" er ónýtt og einskins virði.
Ástæðan: LÍÚ fór með ofbeldi og hótunum í nefndinni og knúði fram niðurstöðu sem festir kvótakerfið illræmda í sessi um aldur og ævi.
En nú er Björn Valur Gíslason sem sagt genginn til liðs við stjórnarandstöðuna enda fyrir löngu síðan búinn að gleyma því út á hvað hann var kosinn til Alþingis.
Þetta er hörmuleg niðurstaða.
Bullandi ágreiningur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.9.2011 | 16:15
Sátt um atvinnufrelsi er sátt um byggðir
Undirritaðir einstaklingar fagna þeirri ákvörðun stjórnarflokkanna að taka löggjöf um stjórn fiskveiða til heildstæðrar endurskoðunar og vilja leggja sitt af mörkum til þess að tekið verði tillit til hagsmuna samfélaga í sjávarbyggðum og til þess að loksins takist að færa löggjöfina og starfsumhverfi atvinnugreinarinnar að almennum og viðurkenndum leikreglum í atvinnulífi.
Atvinnufrelsið, sem tryggt er í stjórnarskránni, verður að vera sá grundvöllur sem á er byggt. Atvinnfrelsi í sjávarútvegi er lífakkeri sjávarþorpanna allt í kringum landið og þegar fyrir það er tekið verða afleiðingarnar eins og sjá má í hnignandi byggð í öllum landsfjórðungum, fjötruð í böndum einokunar, ánauðar og arðráns.
Tekið er undir einlægar vonir stjórnvalda um sátt innan atvinnugreinarinnar og sátt í þjóðfélaginu um sjávarútveg landsmanna og allar þær tillögur sem við gerum miða að því að svo geti orðið og við bendum á að þær eru í fullu samræmi við boðaða samningaleið ríkisstjórnarinnar.
Fyrri tilraunir til þess að betrumbæta ranglæti kvótakerfisins hafa allar mistekist af þeirri einföldu ástæðu að ekki var hreyft við aðalmeinsemdinni, sjálfu úthlutunarkerfi veiðiheimildanna. Ekki verður lengur vikist undan því að færa almannahagsmuni framar sérhagsmunum.
Tvær skýrslur, sem unnar voru á síðasta ári vegna endurskoðunar laganna um stjórn fiskveiða draga fram með skýrum hætti að í meginatriðum hefur mistekist að ná þeim markmiðum sem sett voru.
Sýnt er fram á í skýrslum Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands og Rannsóknarstofnunar Háskólans á Akureyri að gildandi löggjöf stuðlar að óhagkvæmri sókn, gífurlegri skuldasöfnun og útflæði fjármagns til fárra eigenda, samþjöppun veiðiheimilda, kemur í veg fyrir hagræðingu og framfarir í útgerð og að stunduð er umfangsmikil viðskipti með veiðiheimildir með gífurlegum hagnaði þar sem nýir menn í útgerð eru þolendur skipulegs og kerfisbundins arðráðs í þágu þeirra sem árlega fá veiðiheimildir nánast endurgjaldslaust en nýta einokunaraðstöðu sína til hins ýtrasta.
Engin framleiðniauking varð í útgerð frá 1991 til 2007 þrátt fyrir verulega samþjöppun veiðiheimilda en hún á sama tíma varð 74% á sama tíma í fiskvinnslunni, atvinnugrein sem er utan kvótakerfisins og býr við atvinnufrelsi og samkeppni.
Staðreyndin er sú að framsalið gerir mönnum kleift að halda árum saman einkaleyfi til veiða án þess að nýta það sjálfir en láta þess í stað aðra veiða fiskinn gegn himinháum skatti. Þetta fyrirkomulag með framsalinu hefur undir yfirvarpi hagræðingar endurvakið útdauða stéttaskiptingu í íslensku þjóðfélagi.
Stærsta áhyggjuefnið hlýtur þó að vera að algerlega hefur mistekist að byggja upp þorskstofninn og ástand stofnsins hefur á undanförnum árum fremur versnað en hitt. Ástæða er til þess að draga úr stjórn með aflamarki og auka þess í stað fjölbreytni í stjórnun t.d. með veiðarfærastýringu, friðun svæða og dreifinu álags á miðunum. Að lokum þarf að draga úr mengun og orkusóun við veiðarnar.
Fiskveiðar og fiskvinnsla - framtíðarsýn
Löggjöf um atvinnugreinina grundvallist á ákvæðum stjórnarskrárinnar um atvinnufrelsi og verði útfærð samkvæmt reglum um samkeppni sem almennt gilda í atvinnurekstri. Reglur verði almennar og gilda um sérhvern útgerðarflokk og allar vinnsluaðferðir. Jafnræði verði milli aðila í sjávarútvegi varðandi aðgang að fiski og veiðiheimildum.
Þjóðareign auðlindarinnar verði bundið í stjórnarskrá og staðfest með almennum aðgangi að miðunum sem verði ákvarðaður með lögum.
Hópurinn leggur til að þjóðareignin verði staðfest með almennum aðgangi að fiskimiðunum á þann hátt að hverjum manni verði heimilt að róa 5 daga í viku hverri allt árið ( 8 mánuði ársins) með handfæri án þess að afla sér sérstakra veiðiheimilda. Eigi verði fleiri en tveir menn á bát með allt að fjórum rúllum og hver róður má ekki standa lengur en xx klst.
Greitt verði auðlindagjald af hverjum veiddum fiski til hins opinbera sem skiptist að jöfnu milli landssvæða/sveitarfélaga og ríkisins. Auðlindagjald verði ákveðið hlutfall af markaðsverði fisksins og greiðist við sölu hans.
Greitt verði mengunargjald sambærilegt við það sem þegar er komið á í stóriðju og flugsamgöngum, sem endurspegli kostnað vegna mengunarinnar sem af veiðunum hlýst. Gjaldinu verði ætlað að stuðla að veiðum með sem minnstri mengun og hafa áhrif á val veiðarfæra og skipa til þess að svo verði. Mengunargjaldið reiknast einkum út frá olíunotkun og útblástursmengun tekur mið af heimsmarkaðsverði á CO2.
Fiskimiðunum umhverfis landið verði skipt í fjögur veiðisvæði. Hlutur hvers svæðis í hverri fiskitegund af leyfðum heildarafla verði skv. veiði síðustu 20 ára. Hafrannsóknarstofnun getur lagt til að breyta veiðiálagi á tilgreindum miðum. Sérstakur markaður starfar á hverju svæði sem ráðstafar veiðiheimildum skv. þeim reglum sem ákveðnar verða.
Veiðiheimildir utan 200 mílna falla ekki undir ofangreind fjögur svæði og verði sérstakt svæði, svo og veiðiheimildir í djúpsjávar- og uppsjávartegundum, innan sem utan 200 mílna, sem samanlagt mynda fimmta veiðisvæðið. Vinnslu- og frystiskip hafa aðeins rétt til veiða á fimmta veiðisvæði.
Útgefnar veiðiheimildir veita aðeins rétt til veiða á tilgreindu veiðisvæði. Sérstakur markaður starfar á hverju svæði sem ráðstafar veiðiheimildum skv. reglum sem ákveðnar verða. Nauðsynlegt er að veiðiheimildir verði í boði sem oftast, t.d. vikulega og leigutíminn verði breytilegur en þó aldrei lengri en 10 ár.
Ríkið annast útleigu veiðiheimilda á markaði. Á hverju ári verði ákveðið hlutfall veiðiheimilda í boði á hverju veiðisvæði. Viðhaft verði uppboðsmarkaðsfyrirkomulag og gjaldið fyrir veiðiheimildirnar nefnist veiðiheimildagjald. Sérhver getur keppt um veiðiheimildir hvar sem er, en áfram gilda takmörk gegn samþjöppun svo sem um hámark heimilda í höndum skyldra aðila. Tekjur af veiðiheimildagjaldi skiptast jafnt milli svæðis og ríkis.
Beint framsal veiðiheimilda verði óheimilt.
Skilgreind verði strandhelgi umhverfis landið ( 12 25 mílur) og skylt verður að landa fiski veiddum innan hennar á viðkomandi veiðisvæði. Þær veiðar verði undanþegnar mengunargjaldi.
Jafnræði verði milli aðila í atvinnugreininni varðandi aðgang að veiðiheimildum og fiski.
Veiðar og vinnsla verði algerlega aðskilin og óheimilt að niðurgreiða kostnað eða með öðrum hætti að skekkja samkeppnisstöðu vinnslufyrirtækja með millfærslu frá útgerð til fiskvinnslu. Óheimilt verði einnig að selja fisk til vinnslu í beinni sölu á lægra verði en er á fiskmarkaði. Sérreglur vinnsluskipa verði felldar niður. Vinnsluskip komi með allan afla að landi.
Skylt verður að selja fisk innanlands. Erlendir aðilar hafi einungis heimild til þess að kaupa fisk á markaði.
Auðlindagjaldi verði m.a. ráðstafað til þess að greiða skuldir sem ríkið hefur yfirtekið vegna kerfisbreytingarinnar. Íbúar á hverju svæði taka ákvörðun um ráðstöfun á sínum hluta auðlindagjaldsins.
Aðlögun núverandi kerfis að nýju fyrirkomulagi
Nú þegar verði fjórðungur veiðiheimilda til reiðu eftir nýju kerfi og allar eftir 10 ár.
Handhafi kvóta eigi tvo kosti:
- Semji um að halda kvótanum allt að 10 árum, en sæti þó skerðingum sem eru nauðsynlegar til þess að ná fram markmiðinu að ofan. Sannanleg fjárfesting í aflaheimildum síðastliðin 15 ár milli óskyldra aðila verði metin út frá kaupverði og forsendum hennar um nýtingartíma. Litið verði til þess að kaupverð sé í eðlilegu samhengi við fiskverð og að ekki haft þurft lengri tíma en 15 ár til þess að greiða fjárfestinguna. Útgerðarmanni verði bætt það sem vantar upp á að forsendur kaupanna standist vegna kerfisbreytingarinnar nú með lengri umsömdum nýtingartíma eða umsamdri fjárhæð.
- Semji um að ríkið yfirtaki allar veiðiheimildarnar strax með sömu skilmálum og í a.
Kristinn H. Gunnarsson, Bolungavík
Ólafur Halldórsson, Ísafirði
Elín Björg Ragnarsdóttir, Reykjavík
Gísli Halldórsson, Ísafirði
Lýður Árnason, Hafnarfirði
Sigurður J. Hreinsson, Ísafirði
Magnús Reynir Guðmundsson, Ísafirði
Fengið að láni á betrakerfi.is
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.9.2011 | 14:33
Í skjóli illræmdasta kvótakerfis veraldar
Framlegð íslenzks sjávarútvegs verður ennþá meiri ef við lokum til dæmis öllum höfnum Vestfjarða, Snæfellsnes og Vestmannaeyja og flytjum alla íbúanna í óseldar blokkaríbúðir á suðvestur horninu.
Með því móti gæti ríkissjórður sparað sér tugi milljarða á ári í rekstri á sjúkrahúsum, skólum, vegamálum og allri þjónustu við almenning á þessum óþolandi útnárum og krummaskuðum.
Þetta væri mjög hagkvæmt fyrir LÍÚ þar sem framlegðin í sjávarútveginum mundi vaxa um tugir prósenta á hverju ári.
Ef að líkum lætur eru þeir félagar og vinir Hannes Hólmsteinn Gissurarson, Ragnar Árnason og Audun Iversen hjá Nofima mér hjartanlega sammála.
Allt er þetta svo í anda Nicolae Ceausescu fyrrum forseta Rúmeníu.
Sem sagt eins og manni grunaði þá er svo kölluð "sjávarútvegssýning" fyrst og fremst áróðursvettvangur LÍÚ, Sjálfstæðisflokksins, og Framsóknarflokksins fyrir óbreyttu kvótakerfi.
Góða framlegð má þakka fyrirkomulagi veiða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
13.9.2011 | 20:13
Nú skal róið án kvóta - þolimæðin á þrotum
Ágæti félagi.
Í liðinni viku héldum við félagsfund og einnig héldum við ráðstefnu um fiskveiðistjórnunarmál. Jafnframt höfum við átt samtöl við fjölda félaga okkar á landsbyggðinni sem að ekki áttu þess kost að koma á fundinn.
Það er augljóst að þolinmæði okkar allra er þrotin. Stjórnvöld eru fjær því að ná fram breytingum á kerfinu í dag enn þau voru fyrir rúmum tveimur árum síðan. Frumvarp Jóns Bjarnasonar fær falleinkunn hjá öllum og ekki síst þeim sem vilja sjá breytingar á þessu handónýta fiskveiðistjórnkerfi.
Fjögur ár eru liðinn síðan mannréttindanefnd SÞ birti álit sitt þar sem segir að stjórnkerfi fiskveiða brjóti mannréttindi og að stjórnvöldum beri að breyta því. Fjögur ár og ekkert gerist enn. Nú biðja stjórnvöld okkur að gefa sér meiri tíma. Meiri tíma meðan hlutirnir fara ennþá verr. Við verðum ekki sakaðir um að hafa ekki sýnt biðlund, en núna verðum við að knýja stjórnvöld til aðgerða.
Nú er tími athafna kominn. Í lögum um stjórn fiskveiða er kveðið á um að enginn megi stunda fiskveiðar í atvinnuskyni án þess að hann hafi til þess almennt veiðileyfi. Það er eina skilyrðið sem að við þurfum að uppfylla samkvæmt þessum lögum. Hvergi og ég ítreka hvergi í lögum um stjórn fiskveiða er sett fram sú krafa að skip hafi yfir aflaheimildum að ráða til þess að fá að stunda fiskveiðar í atvinnuskyni.
Nú hafa allnokkrir félaga okkar tekið ákvörðum um að róa til fiskjar án aflaheimilda, enda eru þeir ekki að brjóta lög um stjórn fiskveiða með því. Svipti Fiskistofa skip veiðileyfi fyrir afla umfram aflaheimildir er það skýrt brot af þeirra hendi. Komi til þess munu Samtök íslenskra fiskimanna stefna yfirvöldum fyrir viðeigandi dómstólum, íslenskum sem alþjóðlegum.
Engin hætta er á því að veiðileyfissvipting verði ennþá í gildi í vor þegar grásleppuvertíð og strandveiðar hefjast: En þá verðum við komnir með í hendur það mál sem að við þurfum gegn stjórnvöldum. Það er nauðsynlegt að dómstólar fái að fjalla aftur um fiskveiðistjórnkerfið en þeir hafa ekki haft tækifæri til þess síðan mannréttindanefnd SÞ birti álit sitt árið 2007.
Við munum því ákveða hvaða dag við ætlum að róa, bjóða almenning velkominn niður á höfn til að taka á móti okkur þiggja fisk að gjöf. Þurfum þó að gæta að því að vigta hann á hafnarvog, því ekki stendur til að brjóta lög.
Í framhaldinu munu menn fara í róðra og selja aflann á markaði og halda áfram þar til bátarnir verða sviptir veiðileyfi.
Ég vek athygli á því að það að halda áfram veiðum eftir að skip er svipt veiðileyfi er brot á lögum um stjórn fiskveiða, þrátt fyrir að veiðileyfissviptingin væri ólögmæt.
Núna ríður á að sýna styrk og samstöðu, sýna stjórnvöldum að okkur er full alvara og sýna að við látum ekki kúga okkur lengur.
Ég vek einnig athygli á því að Finnbogi Vikar hefur á facebook síðu Samtaka íslenskra fiskimanna óskað eftir bát til þess að róa til fiskjar á, en hann hefur ekki yfir sjálfur yfir bát að ráða.
Jón Gunnar Björgvinsson
FormaðurSamtaka íslenskra fiskimanna
GSM: 863 5151
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.9.2011 | 07:52
Fundarboð - nú dregur brátt til tíðinda
Ágæti félagi.
Jón Gunnar Björgvinsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.8.2011 | 09:53
Fiskifræðilegur harmleikur
Einu sinni var ekki veidd rækja í úthafinu, einungis innfjarða, í Ísafjarðardjúpi Arnarfirði og Öxarfirði.
Það var fyrir elju eins manns að úthafsrækjuveiðin var "búin til". Snorri heitinn Snorrason skipstjóri á Dalvík var upphafsmaðurinn og þó illa gengi í fyrstu gafst hann ekki upp. Það tók tæp 30 ár að gera þessar veiðar arðbærar.
Ég sagði "búa til", því svo virðist að aukin sókn í fisk- eða rækjustofna hafi þau áhrif að stofnarnir skili meiri uppskeru.
Meðan sókn var óheft á Íslandsmiðum veiddust 4-500 þús. tonn af þorski áratugum saman. Þegar farið var að hefta veiðar til að koma í veg fyrir ofveiði minnkaði aflinn jafnt og þétt og er nú í sögulegu lágmarki. Þetta er uppskera friðunarinnar.
Talandi um rækju er fróðlegt að líta til rækjuveiðanna á Flæmska Hattinum. Þær hófust 1993 og fóru hrað vaxandi. Árið 1995 veiddust 25 þús. tonn og lagt var til að stöðva veiðar til að vernda stofninn.
Árið eftir sóttu Íslendingar stíft til að afla sér kvótareynslu. Alltaf var lagt til veiðibann en það var hundsað og aflinn var yfirleitt 40-50 þús tonn.
Þegar rækjuverð lækkaði og olíuverð hækkaði dró úr sókn og þar með afla. Nú er svo komið að afli er lélegur og sóknin nær engin.
Fróðlegt er að lesa skýringar Hafró á minnkandi stofni úthafsrækju við Ísland:
"Ýmsar ástæður geta verið fyrir versnandi ástandi rækjustofnsins, m.a. aukin þorskgengd inn á svæðið sem veldur auknu afráni á rækju, einkum ungrækju. Einnig er hugsanlegt að auknar rækjuveiðar á síðustu tveimur fiskveiðiárum hafi haft þau áhrif að rækjan verði aðgengilegri fyrir þorskinn sem leiði til aukins afráns á rækju. Aðrir þættir, s.s. hlýnun sjávar sem flýtir tíma klaks sem hittir þá síður á hámark þörungablómans hefur líka mikil áhrif á nýliðun."
Ekki fæ ég skilið hvernig rækjuveiðar verði til þess að rækjan verði "aðgengilegri fyrir þorskinn", en etv. skilja þeir það snillingarnir á Hafró. Og, auknar rækjuveiðar ??
Rækjan var tekin úr kvóta í fyrra en hafa rækjuveiðar aukist? Mér er það til efs.
Þá er athyglisvert að þeir gera því skóna að át þorsks og gráðlúðu sé orsakavaldur minnkunar rækjustofnsins. Samt er ekki orð um hvað þessar tegundir voru að éta á rækjuslóðinni, kíktu þeir ekki í magann á þessum fiskum?
Ekki er að sjá að þeir hafi gert það, þeim finnst sennilega betra að spinna upp skýringarnar. Eftir stendur að sóknarsamdráttur í rækjuveiðum hefur leitt til minnkandi stofns. - Ætla menn aldrei að læra?
Grein eftir Jón Kristjánsson fiskifræðing.
Rækjustofninn er enn í lægð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.8.2011 | 08:18
Skaði Vestfirðinga er óbætanlegur
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.8.2011 | 10:13
Svarti dauði á Íslandi
4.8.2011 | 17:32
Að veðsetja eigur annara
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 45
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 36
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Erlent
- Tekur upp hanskann fyrir biskupinn í Washington
- Bréf Bidens til Trumps: Megi Guð blessa þig
- Saksóknarar rannsaki embættismenn
- Nýr gróðureldur blossar upp í Los Angeles
- Rússneskt herskip gripið við njósnir við Bretland
- Könnun: Bandaríkjamenn vilja vísa milljónum brott
- Réðst á hóp leikskólabarna þar sem tveir létust
- Trump segir Rússa mega búast við frekari aðgerðum