18.11.2011 | 22:52
Launhelgi lyganna
Loðnan er undirstaða alls lífríki sjávar við ísland. Ef loðnan er drepin hrynja margir fiskistofnar eins og við höfum illilega orðið vitni af.
Baráttan um ætið bitnar síðan með ógnarþunga á öllum sjófugl við Ísland sem að endingu rústar tegundunum.
Baráttan um ætið á ekki að standa á milli gráðugra grútapramma-útgerða og alls lífríki sjávar við Ísland heldur á milli tegundana.
Loðnuveiðar ætti einungis að leyfa á vetravertíð til manneldis og hroggnatöku.
Ekki ætti að vera heimilt að veiða loðnu austan línu sem dregin verði réttvísandi í suður frá Dyrhóley og norðan línu sem dregin verði réttvísandi í vestur frá Garðskaga.
Upphafskvóti ætti ekki að koma til greina fyrr en loðnan gengur vestur fyrir Dyrhóley að undangengnum mælingum.
LÍÚ væddar loðnuveiðar eru glæpur gagnvart öllu lífríki hafsins og fólkinu í sjávarbyggðunum.
Lífríki hafsins þarf nauðsynlega á loðnunni að halda en hún er ekki til handa gráðugum ofstækismönnum.
Eftir að farið var að veiða loðnu í gríðarlegu magni og þá einkum í flottroll hefur varla komið loðna inn á Breiðafjörð til hryggningar. Hún hefur einfaldlega verið drepin og torfunum splundrað.
Grænþörungur sem er aðalfæða hörpudisksins nærist aðalega á næringarsúpu úr rotnandi loðnu sem verður til við það er loðna hryggnir og deyr.
Beint samhengi er á milli loðnuveiða og hruns hörpuskeljarstofnsins á Breiðafirði. Hörpudiskurinn hafði ekki rétta næringu og sýktist af þeim sökum og stofninn hrundi.
Hörpudiskurinn lifir á svifþörungum og smáum lífrænum ögnum sem berast með straumum nálægt sjávarbotninum. Hann heldur sig mest á hörðum botni á 15-80 m dýpi, einkum þar sem straumar bera að gnótt næringarefna.
Grænþörungar og plöntur geyma forðanæringu á formi sterkju í frumu-líffærum sem nefnast plastíð. Þetta eru einu hópar lífvera sem gera það.
Hörpudiskur enn í lægð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.11.2011 | 16:35
Volaða land
Volaða land,
horsælu hérvistar-slóðir,
húsgangsins trúfasta móðir,
volaða land!
Tröllriðna land,
spjallað og sprungið af eldi,
spéskorið Ránar af veldi,
tröllriðna land!
Hraunelda land,
hrákasmíð hrynjandi skánar,
hordregið örverpi Ránar,
hraunelda land!
Hafísa land,
ískrandi illviðrum marið,
eilífum hörmungum barið,
hafísa land!
Stórslysa land,
fóstrað af feiknum og raunum,
fóðrað með logandi kaunum,
stórslysa land!
Blóðrisa land,
mölvað af knútum og köglum,
klórað af hrímþursa nöglum,
blóðrisa land!
Vandræða land,
skakt eins og skothendu kvæði
skapaði Guð þig í bræði,
vandræða land!
Drepandi land,
búið með kjark vorn og kjarna,
kúgandi merg þinna barna,
drepandi land!
Drepandi land,
hvað er það helzt sem þú safnar?
Sult vorn og örbirgð þú jafnar,
drepandi land!
Vesæla land!
Setið er nú meðan sætt er,
senn er nú étið hvað ætt er,
vesæla land!
Hrafnfundna land,
munt þú ei hentugast hröfnum?
Héðan er bent vorum stöfnum,
hrafnfundna land!
Höf: Matthías Jochumsson.
Óvíst hvenær kvótafrumvarp kemur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.11.2011 | 08:07
Kindur eru ekki vitlausar
Það voru vísindamennirnir Laura Avanzo og Jennifer Morton við Cambridge háskólann sem stóðu að hinni nýju rannsókn. Þær vildu vita hvort hægt væri að nota sauðfé sem tilraunadýr við að rannsaka Huntington sjúkdóminn en hann veldur heilarýrnun og eyðileggur taugakerfið hjá mönnum.
Niðurstöður rannsóknanna komu vísindamönnunum verulega á óvart. Sauðfé er mun gáfaðra en áður var talið og getur unnið úr ýmsum þrautum á svipaðan hátt eða betur en jafnvel simpansar.
Þannig voru sauðirnir mjög snöggir að átta sig á í hvaða ílátum mat var að finna og það jafnvel þótt skipt væri um lit og form ílátanna. Slík lit- og formskynjun var áður aðeins talin vera til staðar í mannfólki og öpum.
Þá kom í ljós að sauðfé man andlitsdrætti hjá öðrum sauðum, jafnvel árum saman og er fljótt að stugga frá því fé sem ekki tilheyrir hópnum.
Ær: Heildarfjöldi árið 1980 samtalls; 684.587.-
Ær: Heildarfjöldi árið 2006 samtalls; 358.531.-
Sauðfé: Heildarfjöldi árið 1980 samtalls; 827.927.-
Sauðfé: Heildarfjöldi árið 2006 samtalls; 455.656.-
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.10.2011 | 21:48
Fyrrum greiningarmeistari Kaupþings kveður sér hljóðs
Sjávarútvegur getur ekki tryggt núverandi byggðamynstur, sem myndaðist við allt aðrar aðstæður en nú eru uppi, á tímum þegar strandsiglingar voru mikilvægari samgönguleið en vegakerfi landsmanna.
Þetta kom fram í máli Ásgeirs Jónssonar, forstöðumanns greiningardeildar Kaupþings banka, á málþingi um sjávarútvegsmál og byggðaþróun sem Rannsóknarmiðstöð um samfélags- og efnahagsmál stóð fyrir í Háskóla Íslands þann 31, ágúst 2007..
Ásgeir varaði við því að sjávarútvegur fari í sama far og landbúnaður fór í um miðja síðustu öld með niðurgreiðslum og höftum, þjóðin hafi ekki efni á því.
Allar tilraunir til þess að þröngva sjávarútvegi í þann farveg að viðhalda núverandi byggðamynstri muni hola þessa atvinnugrein innan.
Af hverju er það slæmt að fimm stór fyrirtæki eigi 80 prósent af aflaheimildunum? Ef þau geta borgað sæmileg laun, borgað sína skatta, geta skilað sínu og búið til verðmæti er ekkert að því," sagði Ásgeir.
Umræða um hrunið á villigötum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.10.2011 | 10:37
Mannfjandsamlega VÍS
Guðmundur Sesar Magnússon bjargaði lífi tengdasonar síns þegar bát þeirra hvolfdi fyrir austan land rétt fyrir jólin 2009. Sjálfur drukknaði hann.
Héraðsdómur hefur synjað ekkju hans um tryggingabætur af því að hann telst hafa verið við vinnu. Hún segir að hann hafi verið á atvinnuleysisbótum.
Hjónin og prestarnir Jóna Hrönn Bolladóttir og Bjarni Karlsson sögðu með eftirminnilegum hætti frá hetjudáð Sesars, þegar bát þeirra Ívars Smára Guðmundssonar, tengdasonar hans, hvolfdi úti fyrir mynni Fáskrúðsfjarðar í desember 2009:
Stundum er lífið sjálft stærra í sniðum en nokkurn hefði órað fyrir og mannleg örlög svo þrungin merkingu að maður gerir rétt í því að staldra við, sögðu þau.
Tengdafeðgarnir höfðu ásamt þriðja manni stofnað útgerð og keypt 15 tonna plastbát sem þeir sóttu til Vopnafjarðar og hugðust sigla honum heim í Hafnarfjörð.
Fyrirvaralaust færðu stórar öldur bátinn á hvolf í ólgandi haf skammt frá Skrúð. Sesar og Ívar komust í vélarrúmið þar sem var dálítið súrefni.
Sesar hafði orð á því að nú væri stund þeirra komin og þeir skyldu þá reyna að deyja eins og menn. Og enn var beðin bæn frelsarans, Faðir vor. Þá segir Ívar við tengdaföður sinn: Og ég sem hlakkaði til að eiga fyrstu jólin með syni mínum og konunni.
[...] Þá horfði Sesar inn í augu hans í myrkrinu og sagði: Þá skaltu líka lifa! Þú getur komist niður gatið, inn í stýrishúsið og út! Við svo búið setti hann hönd ofan á hvirfil tengdasonar síns og ýtti honum af afli niður í átt að útgönguleiðinni.
Síðustu kraftana virðist Sesar hafa nýtt til að skutla björgunargalla út til Ívars svo að hann króknaði ekki uppi á kilinum.
Ívari var bjargað en lík Sesars fannst í vélarrúmi bátsins þegar hann var dreginn til hafnar í Fáskrúðsfirði.
Oddrún Kristófersdóttir, ekkja Sesars, segir að hann sjálfur hafi ekki getað gert sér grein fyrir því, þennan örlagaríka morgun, að hann væri í vinnu við að flytja bátinn og ætti því hvorki rétt á bótum úr fjölskyldutryggingu VÍS né ferðatryggingu VISA.
Að þessari niðurstöðu komst héraðsdómur Reykjavíkur í gær; sjá dómana HÉR og HÉR.
Það er ljótt að gera svona, síðasta sort, ég er hneyksluð á þessu, segir Oddrún í samtali við Pressuna og vandar tryggingafélögunum ekki kveðjurnar.
Meira að segja starfsfólkið hjá VÍS er hneykslað út í vinnuveitandann sinn, ég nefni engin nöfn.
Því hafi hann verið skráður stjórnarmaður og framkvæmdastjóri útgerðarinnar. Því hafi þeir þurft bát og verið að sækja hann.
Við vorum tryggð í bak og fyrir, við vildum vera örugg ef eitthvað kæmi fyrir. En þessi félög segja alltaf nei og freista þess að komast hjá því að borga. Það stóð ekkert á því að bæta gps-tækið og tölvuna fyrir nokkra hundrað þúsund kalla en svo er manni þvælt út í málaferli út af hinu og í versta falli græða félögin vextina á meðan. - Þeir borguðu svo sem líftrygginguna ...
Dómurinn segir að fyrir liggi að félagið ÍSG Ræktun ehf. keypti bátinn Börk frænda NS055 skömmu áður en umræddur atburður gerðist. Tilgangur ferðar Guðmundar Sesars og Ívars hafi verið að sækja bátinn og sigla honum suður. Sesar og Ívar höfðu, ásamt öðrum, stofnað félagið til þess að undirbúa kræklingaræktun og voru kaupin á bátnum liður í þeim undirbúningi.
Byggði ekkjan á því að Sesar hefði ekki verið á launum um borð í Berki frænda, hann hefði ekki verið lögskráður á bátinn og ekki hefði verið gerður við hann skiprúmssamningur. Þá geti þau verk sem hann skilaði í ferð sinni ekki talist arðsöm að neinu leyti.
En dómurinn segir:
Í almennri orðnotkun merkir frístund frjálsa stund utan vinnutíma.
Þegar metið er hvort Guðmundur Sesar var í vinnu er slysið varð eða við frístundaiðju verður ekki fram hjá því litið að hann sat í stjórn ÍSG Ræktunar ehf. og var jafnframt framkvæmdastjóri félagsins.
Þá verður heldur ekki fram hjá því litið að kaupin á bátnum voru liður í þeirri starfsemi sem félaginu var ætluð og flutningur bátsins til Reykjavíkur sömuleiðis.
Enda þótt Guðmundur Sesar hafi ekki verið launaður starfsmaður félagsins þykir ljóst að hann hafi, er slysið varð, verið við vinnu í þágu félagsins. Er því fallist á með stefnda að þau atvik sem stefnandi byggir kröfu sína á falli utan gildissviðs [tryggingarinnar] sem stefnandi var með hjá stefnda.
Fengið að láni hjá pressan.is
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.10.2011 | 09:27
Mannréttindi á Íslandi til umfjöllunar hjá SÞ í beinni útsendingu á vefnum
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra og sendinefnd frá Íslandi svarar fyrir stöðu mannréttindmála á Íslandi hjá vinnuhópi Sameinuðu þjóðanna í Genf í dag, mánudaginn 10. október. Vefútsending SÞ hófst kl. 7 að íslenskum tíma. Sjá vefútsendingu hér á vef Sameinuðu þjóðanna með því að smella á Channel 11.
Skýrsla um stöðu mannréttindamála á Íslandi var send til Sameinuðu þjóðanna í júlí síðastliðnum en hún er hluti af úttekt SÞ á stöðu mannréttindamála í aðildarríkjunum. Vinnuhópur á vegum innanríkisráðuneytisins og fleiri ráðuneyta vann að gerð skýrslunnar í samræmi við drög að kaflaskipan sem kynnt var fyrir fjölmörgum hagsmunaaðilum og félagasamtökum sem starfa á sviði mannréttindamála.
Mikil áhersla var lögð á samráð við frjáls félagasamtök, stofnanir og almenning og fengu um 60 aðilar drög að kaflaskipan skýrslunnar send. Þá var í júní haldinn opinn fundur um skýrsludrögin og komu þar fram ýmsar ábendingar frá ýmsum aðilum. Drögin voru jafnframt birt á vef ráðuneytisins og í framhaldi af því var lokið við gerð skýrslunnar og hún send SÞ í byrjun júlí, eins og áður segir.
Úttekt SÞ á stöðu mannréttindamála hófst 2008 með nýju eftirlitskerfi á vegum SÞ og hafa aðildarríkin nú í fyrsta sinn að skoðað stöðuna hvert hjá öðrum með beinum hætti. Markmiðið er að bæta stöðu mannréttindamála í heiminum og að hvetja ríki til að uppfylla skuldbindingar á sviði mannréttindamála. Skýrsluna má sjá hér að neðan eins og hún var send SÞ á ensku.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.10.2011 | 17:17
Tawakkul Karman
Ellen Johnson-Sirleaf, forseti Líberíu, landi hennar og baráttukonan Leymah Gbowee og jemenska andófskonan og lýðræðissinninn Tawakkul Karman, deila með sér friðarverðlaunum Nóbels í ár.
Allar hafa þær barist fyrir lýðræði í heimalöndum sínum og í tilkynningu norsku Nóbelsnefndarinnar í gær 7. okt, var lögð áhersla á hlut kvenna í mannréttindabaráttunni.
Karman sagði að verðlaunin væru viðurkenning fyrir mótmælendur og lýðræðissinna í Jemen. Baráttunni fryrir lýðræði og umbótum í Jemen yrði haldið áfram.
Tawakkul Karman starfar sem blaðamaður og er gift þriggja barna móðir.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.10.2011 | 14:50
Kofi Annan: Farið og breytið heiminum!
6.10.2011 | 12:52
Falsspámenn og þjóðníðingar
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.10.2011 | 13:43
Kvóti í umsjá hirðis -
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 45
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 36
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar