1.8.2011 | 10:10
Gríðarlegt brottkast í ESB
Sjómenn í fiskveiðiflota Evrópusambandsins köstuðu fyrir borð 2,1 milljón tonna af þorski á árunum frá 1963-2008, samkvæmt rannsókn stofnunarinnar New Economic Foundation.
Guardian segir frá þessu í dag. Verðmæti þessa afla sé framreiknað um 2,7 milljarðar punda, jafnvirði um 510 milljarða króna. Blaðið segir brottkastið hafa verið á Norðursjó, Skagerrak og Ermarsundi.
Búist er við því að rannsóknin veki enn umræðu um brottkast á miðum Evrópusambandsríkjanna, þar sem stórlega hefur verið gengið á þorskstofninn með ofveiði, svo liggur við útrýmingu.
Á sumum miðum hefur brottkastið numið tveimur þriðju af veiddum afla. Maria Damanaki, fiskveiðistjóri Evrópusambandsins, vill breyta reglum um kvóta, og grípa til ýmissa annarra ráðstafana, til að stemma stigu við brottkasti.
Hugmyndir hennar hafa þó fallið í grýtta jörð hjá þeim sem eiga hagsmuna að gæta í fiskveiðum; bæði sjómönnum og útgerðarmönnum.
RUV segir frá.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.7.2011 | 11:06
Hvaða er búrtík ?
Sá var háttur heldri húsmæðra í sveit í gamla daga að koma sér upp duglegri búrtík. Til þess var að jafnaði valinn bitagjarnasti og grimmasti hundurinn á bænum. Honum voru að jafnaði gefnir bestu bitarnir úr búrinu og átti þar á móti að varna því að aðrir kæmust þar að.
Á einni af ferðum sínum kom Bólu-Hjálmar að slíkum bæ, en var ekki kunnugur húsaskipan og villtist í búrið, og ekki var að sökum að spyrja. Bútíkin birtist urrandi með uppbrett trýnið og beit Hjálmar í kálfana. Þá varð Hjálmari að orði:
Ólán vex á illum reit
ei voru leiðir kunnar.
Mig í kálfa báða beit
búrtík húsfreyjunnar.
Húsfreyja heyrði tiltalið og hótaði Hjálmari öðru harðara, þó ekki verði það tíundað hér.
Úr grein eftir Pétur Bjarnason.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.7.2011 | 11:37
Grimsby síðutogarar - myndband
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.7.2011 | 15:55
Enn sígur á ógæfuhliðina hjá Vestfirðingum
Samkvæmt tölum Hagstofunar bjuggu í lok annars ársfjórðungs þessa árs (2011) 7.090 manns á Vestfjörðum og hafði þeim fækkað um 50 frá fyrsta ársfjórðungi.
Samkvæmt tölum Hagstofunnar hafði fækkað um tíu í Bolungarvík, tuttugu í Tálknafjarðarhreppi, tíu í Reykhólahreppi, tíu í Vesturbyggð og tíu í Súðavíkurhreppi. Í Ísafjarðarbæ hafði íbúum hinsvegar fjölgað um tuttugu frá fyrsta ársfjórðungi.
Launatekjur á Vestfjörðum eru með þeim lægstu á landinu eða einungis 87% af landsmeðaltali.
Telja má fullvíst að enn frekari fækkun verði á Vestfjörðum á næstu mánuðum og misserum þar sem íbúarnir treysta ekki lengur loforðum stjórnmálamanna um breytingar á kvótakerfinu og að mannréttindi íbúanna verði virt.
Í nýlegri skoðanakönnun kom fram að 98% ungs fólks ætlar að leita að störfum erlendis, það sér ekki framtíð sína í fiskvinnslu og landbúnaði, enda launin svo lág að fólk vill frekar vera á atvinnuleysibótum en vinna þar. Það eru ekki einungis atvinnulaust fólk sem er að fara það er frekar velmenntað fólk sem lætur ekki bjóða sér svona þjóðfélag.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.7.2011 | 07:53
Sævar Ciesielski er látinn
Sævar Ciesielski lést af slysförum í Kaupmannahöfn aðfaranótt miðvikudags. Hann hafði verið búsettur þar um skeið. Sævar var einn sakborninganna í Geirfinnsmálinu og hlaut þyngsta dóminn, ævilangt fangelsi í héraðsdómi.
Hæstiréttur mildaði dóminn í sautján ár og sat Sævar inni í níu ár. Eftir að hann losnaði úr fangelsi, árið 1984, hóf hann baráttu fyrir endurupptöku málsins, en hann hélt því alla tíð fram að á honum hefði verið framið réttarmorð. Árið 1993 fór hann fram á endurupptöku málsins, en henni hefur ætíð verið hafnað.
Þættir úr ævi Sævars voru skrásettir í bókinni Stattu þig drengur eftir Stefán Unnsteinsson sem kom út árið 1980. Þar lýsir Sævar barnæsku sinni, en hann dvaldi meðal annars í Breiðavík. Í skýrslu nefndar um áfangaheimilið í Breiðavík er bókin sögð mikilvæg heimild um ástandið þar.
visir.is segir frá.
11.7.2011 | 11:45
Birna Rán
Það er óhætt að segja að þeir verða ekki öllu fallegri íslenzku sjóararnir.
Meðfylgjandi myndir eru af Birnu Rán Tryggvadóttur og fengnar að láni með leyfi höfundar á bloggsíðu Bent.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 13.7.2011 kl. 10:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.7.2011 | 07:30
Mörgum oft að máltíð
Þaraþyrslingurinn óð hér upp í landsteina í sumar, var hann með mesta móti og varð mörgum oft að máltíð.
Tilvitnun: Úr annál ársins 1918 sem birtist í Lögréttu og ritaður var af Jóni Þorbergssyni.
Hvert á að senda reikninginn ? Í landi er leynilögregla til að hafa upp á þjófum, og vísindarmenn sitja á rökstólum til að rannsaka pest í sauðkindum.
Mundi það móðga nokkurn ef komið væri á leynilögreglu og vísindastofnun til að rannsaka hvernig úngir glaðir og hraustir menn eru dregnir unnvörpum niður á hafsbotn á hverju ári ?
Það hefur laungum þótt mannlegt á Íslandi að sigla manndrápsfleytu í tvísýnu, láta slarka, láta slag standa, komast af ef ekki brá útaf, fara annars til botns og fá eftirmæli og táramessu.
Tilvitnun: "Sjálfsagðir hlutir" , Halldór Laxnes.
Úttekt gerð á gæðum strandveiðiaflans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.6.2011 | 17:53
þá verður uppreisn
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.6.2011 | 10:57
Þorskstofninn að hrynja ?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.6.2011 | 14:36
Kvótakerfið rannsakað frá 1984
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 46
- Frá upphafi: 764342
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 37
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar