Leita í fréttum mbl.is

Ísland í skugga illræmdasta kvótakerfis veraldar

puddings_and_pies.jpg

Kvótakerfið setti þjóðina í eitt það stærsta gjaldþrot sem um getur í mannkynssögunni.

Aldrei áður hefur heil þjóð látið glepjast af jafn miklum blekkingum og almenningur á Íslandi lét gera með því að fámenn klíka harðsvíraðra afbrotamanna veðsetti gjöfulustu fiskimið heims hringin í kringum landið út á 200 sjómílur og seldi þjóðarauðlindina í hendur erlendra banka og vogunarsjóða.

Hvergi í heiminum hefur það gerst svo vitað sé að fámenn klíka hardsvíðaðra glæpamanna hafi fengið til fylgilags við sig með mútum og hótunum heilu stjórnmálaflokkana, háskóla, bankastofnanir, ráðuneyti og vísindastofnanir.

Í skugga þessara staðreynda hefur sjómannadagurinn verið haldinn undanfarin 28 ár.


mbl.is Kvótafrumvörpin skyggðu á sjómannadaginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Atlaga að mannréttindum íbúa sjávarþorpanna

papamaison.jpg

Ragnari Árnasyni, prófessor er slétt sama um mannréttindi, menningarlega arfleið, efnahagslega velferð, atvinnu og heill og hamingju íbúa sjávarþorpanna.

Það eina sem vakir fyrir prófessornum er að tryggja áframhaldandi greiðslur í eigin vasa frá samtökum LÍÚ líkt og verið hefur undanfarin ár.

Öll þau rök sem prófessorinn notar í málflutningi sínum fyrir áframhaldandi óbreyttu kvótakerfi eru haldslaus og ómerkileg í alla staði enda standast þau alls enga skoðun.

Það er umhugsunarefni fyrir okkur sem eigum heima í sjávarþorpum hvort við ættum ekki að fá lögspekinga til að kanna hvort grundvöllur sé fyrir opinberri ransókn á störfum Ragnars Árnasonar með það að markmiði að fá ríkissaksóknara til að birta honum ákæru vegna gengdarlausra árása á velferð og hagi fólks í sjávarþorpum Íslands.


mbl.is Atlaga að sjávarútvegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aflaheimildir Vestfirðinga munu aukast um 10 þúsund tonn fram til 2015 og íbúum fjölga 1500

fjolskylda.gif

Með breyttu fyrirkomulagi í stjórn fiskveiða munu aflaheimildir Vestfirðinga aukast að lágmarki um 10 þúsund tonn fram til ársins 2015.

Þetta er mat þriggja virtra endurskoðenda sem unnið hafa álit fyrir undirritaðan á grundvelli nýrra frumvarpa Jóns Bjarnasonar sjávarútvegsráðherra.

Fram kemur í nefndu áliti að vestfirðingum mun líklega fjölga á næstu 4-5 árum um 1500 manns og mun fólksfjölgunin fara mjög hratt af stað strax og frumvörpin verða að lögum.

Allt fasteignaverð á vestfjörðum mun líklega tvöfaldast á fyrstu 2 árum nýrra kvótalaga sem mun leiða af sér gríðarlegar samfélagslegar og efnahagslegar breytingar fyrir íbúa svæðisins.

Málflutningur Einars Vals Kristjánssonar er vítaverður.

Eitt er víst að Einar Valur Kristjánsson er að hætta sem formaður Útvegsmannafélags Vestfjarða vegna hrikalegrar stöðu Gunnvarar hf, og verður hans eflaust minnst sem mannsins sem skuldsetti stærsta útgerðarfélag Vestfirðinga til heljar með braski í eigin þágu.

Vestfirðir hafa farið hræðilega út úr kvótakerfinu og má lesa lítilega um það hér


mbl.is Segja aflaheimildir á Vestfjörðum skerðast um 3700 lestir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjartir tímar framundan í sjávarþorpunum - mörg þúsund ný störf

folk_1-2.jpg

Þröng hagsmunaklíka LÍÚ sigar Samtökum atvinnulífsins eins og grimmum hundi á íbúa sjávarþorpanna í von um að koma inn hjá þeim slíkri ofsa hræðslu að þeir krefji stjórnvöld um að láta af breytingum á kvótakerfinu.

Það sem ekki hefur enn verið sagt og stjórnvöld verða að halda á lofti er að mörg þúsund ný störf munu skapast í sjávarþorpum landsins með afnámi þræla og lénskerfis LÍÚ.

Það sem ekki hefur enn verið sagt og stjórnvöld verða að halda á lofti er að allar eignir íbúanna í sjávarþorpunum sem og eignir sveitarfélaganna munu hækka í verði um tugir prósent.

Það sem ekki hefur enn verið sagt og stjórnvöld verða að halda á lofti er með breytingum á kvótakerfinu er verið að skila til baka hluta af því þýfi sem útgerðarmenn stálu frá íbúum sjávarþorpanna og fénýttu sér í áratugi.

Það sem ekki hefur enn verið sagt og stjórnvöld verða að halda á lofti er með breytingum á kvótakerfinu er verið að leysa þúsundir íbúa sjávarþorpanna úr þrældóm og ánauð kvótakerfis LÍÚ.


mbl.is Dökk mynd dregin upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tómar hafnir Austfjarða

faskrudsfjordur_2.jpg

Það er nánast sama í hvaða sjávarþorp komið er á Austfjörðum, allar hafnir tómar fyrir utan nokkra risastóra grútarpramma.

Í hundruðir ára iðaði allt af lífi í sjávarþorpunum fyrir austan, mannlífið var gott og fólkið sem þar bjó lifði hamingjusömu lífi í sátt við umhverfi sitt og afkomu.

Öllum íbúum í sjávarþorpunum fyrir austan er örugglega í fersku minni það ofbeldi og sú kúgun sem þeir urðu fyrir þegar nokkrir útgerðarmenn með Samherja hf, í broddi fylkingar nánast eyddu hverri byggðinni á fætur annari í skipulagðri útrýmingu í nafni hagræðingar með samþjöppun aflaheimilda.

Það vill ábyggilega engin íbúi Austfjarða óbreytt ástand utan örfáir sem halda sig eiga öll fiskimiðin við landið.


mbl.is Mikil skerðing á Austfjörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvers vegna þarf strangari löggjöf um krókaveiðar á Íslandi en í Noregi - og stenst það mannréttindaákvæði stjórnarskrár Íslenska lýðveldisins ?

norskir_fiskibatar_2.jpg

Það virðist orðið að hefð á Íslandi þegar málefni fiskveiðistjórnar eru til umræðu, að skauta létt yfir aðalatriði málsins, -  en oftar en ekki eru haldnar langar ræður um aukaatriði.

En það sem verra er - er að vanþekking alþingismanna opinberast einnig á því hvaða grundvallaratriði þarf að hafa í heiðri þegar löggjöf er til umræðu sem takmarkar mannréttindi.

Til þess að takmarka slík mannréttindi (atvinnufrelsi)  í siðuðu landi - þarf slíkur lagabálkur  að fara gegn um fyrirfram ákveðna "síu" - að slík löggjöf standist mannréttindaákvæði stjórnarskrár viðkomandi lands:

norskir_fiskibatar_3.jpg

Úr Stjórnarskrá lýðveldisins

75. gr. [Öllum er frjálst að stunda þá atvinnu sem þeir kjósa. Þessu frelsi má þó setja skorður með lögum, enda krefjist almannahagsmunir þess.

Samkvæmt annarri setningu 75. gr. stjórnarskrár, "enda krefjist almannahagsmunir þess".....

... verða að liggja fyrir rökstuddar  SANNANIR  sem duga til að svipta almenning í sjávarbyggðum frelsi til að róa til fiskveiða.

Hvaða sannanir liggja á borðinu um einhverja "hættu" af krókaveiðum.  Ágiskanir út loftið  duga skammt!!Angry

norskir_2.jpg

Umrætt "minna frumvarp" virðist  (hugsanlega?) til þess fallið að koma að einhverju leyti til móts við áminningu mannréttindanefndar Sameinuðu Þjóðanna  um mannréttindabrot í lögum um stjórn fiskveiða hérlendis - en betur má ef duga skal!

Löggjöfin um þetta "minna frumvarp" virðist því í rétta átt - en gengur of skammt.

Gallinn við umræðuna nú - er að lítil umræða er um þau grundvallar-mannréttindi sem um er að ræða.

T.d:

 - hvers vegna þarf strangari löggjöf á Íslandi um krókaveiðar - en gilda nú í Noregi um slíkar veiðar? 

norskur_sjoma_ur_2.jpg

Í Noregi gildir einföld almenn regla um krókaveiðar báta undir 11 metrum.

Þar er heimilt  að veiða allt að 38 tonn af þorski pr. bát - á slíka báta -  og ótakmarkaðar heimildir eru til veiða í aðrar fisktegundir á slíkum bátum.

Ef - engin - merkjanleg "hætta" er af slíku fyrirkomulagi  við veiðar báta í Noregi undir 11 metrum - hver er þá "hættan" af sambærilegu fyrirkomulagi hérlendis?

Ef slíkir bátar veiða meira en umrædd 38  tonn af þorski  í Noregi - kemur 50% gjald (auðlindagjald?) á  landaðan þorskafla af umframveiði - umfram umrædd 38 tonn.

Gjaldið rennur beint til viðkomandi sveitarstjórnar við sölu aflans.

norskur_sjoma_ur_3.jpg

Í Noregi hlýtur að ríkja:

  • sömu fiskifræðilegu grundvallaratriðin
  • og sömu mannréttindákvæðin 
  • svo hvers vegna þarf löggjöf á Íslandi að vera langtum róttækari en í sambærileg löggjöf í Noregi - um sama málefnið?

Er ekki kjarni málsins sá - að í Noregi eru uppfyllt þarna þau atriði sem varða tilgreinda 75. gr. stjórnarskrár Íslands - og jafnræðis er  einnig gætt skv 65. gr stjórnarskrár...

65. gr. [Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.

norskir_sjomenn_5.jpg

Nú fer þessi tillaga til sjávarútvegsnefndar.

Ég myndi vilja sjá tillöguna koma aftur frá nefndinni þannig að allir nefndarmenn sjávarútvegsnefndar Alþingis sameinist um Norsku leiðina og  þetta verði fyrsta skrefið í að afnema tilefnislausa ofstjórn á fiskveiðum hérlendis - ofstjórn sem ekki stenst tilgreind  ákvæði stjórnarskrár lýðveldisins

Rétt er svo að hafa í huga - að lagaheimild til ofstjórnar -(alvarleg skeðring mannréttinda án faglegs tilefnis),

kann að vera refsivert mannréttindabrot, sem þá er á ábyrgð viðkomandi fagráðherra.

norskir_sjomenn_1-1_1088382.jpg

Allir þingmenn skrifa undir drengskaparheit að stjórnarskrá lýðveldisins.

Ráðherrar, ráðuneytisstjórar og æðstu embættismenn ríkisins - undirrita einnig slík skjöl í votta viðurvist - embættiseiðum að virða stjórnasrkrá lýðveldisins. 

Grein eftir Kristinn Pétursson.


mbl.is Kynna útreikninga um áhrif kvótafrumvarpa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fiskveiðistjórn í pólitískri sjálfheldu hjá Stalínistum Íslands

Actan, breskur lávarður sagði: Það er auðveldra að gefa hundi bein, en ná því aftur.

Ágætur Íslendingur sagði: Fiskveiðistjórnin var verst fyrst, smá versnaði svo þar til hún varð óþolandi.

Í Rússlandi var reyndur áætlanabúskapur  á þurru landi ... hjá Stalín í landbúnaði, iðnaði o.fl. 

Stalínistar Íslands hófu svo áróður fyrir áætlanabúskap  með þorskstofninn neðansjávar (stærðfræðileg fiskifræði/fiskihagfræði) strax  eftir útfærslu landhelginnar 1975.

Stalínistar Íslands lofuðu "gífurlegri auðlindarentu" -  og 550 þúsund tonna jafnstöðuafla þorsks -  ef tekin væru upp áætlanabúskapur þeirra um að spara  veiði á smáþorski - "byggja upp stofninn" og fá þannig gífurlegan árangur  - eftir örfá ár....

Fyrsta reynslan varð eins og myndin sýnir

me_alvigt_7_ara_thorsks_vi_island.jpg

að vaxtarhraði hrundi í þorskstofninum strax við þessa fyrstu tilraunin.

Enn hefur ekki fengist rætt opinberlega - að fagleg grundvallaratriði voru þarna þverbrotin -

Grundvallaratriði í fiskilíffræði eru að veiða verði umtalsvert magn af smáfiski  í fiskistofni - ef stofninn á að skila hámarks afrakstri.

Þorskstofninn minnkaði sjálfkrafa úr 1600 þúsund tonn 1980 -  vegna vaxtarhraða falls (5,3/4,2 =26%) í 1600 x 100-26% =.

  •  426 þúsund tonn vegna falls í vaxtarhraða 1980-1983
  •  334 þúsund tonn hurfu til viðbótar 1980-1983   
  • Stofnstærð 1983 mældist aðeins 830 þúsund tonn.

Kjarni málsins er að hvorki þessum 426 þúsund tonnum - eða 334 þúsund tonnum = 760 þúsund tonnum  var landað -og voru því aldrei veidd. 

Kenningin (villureikningurinn) "ofveiði" er því blekking.

Þessi grundvallaratriði voru og eru - hundsuð af Stalínistum Íslands

Mistökin 1983 voru að greina fall í vaxtarhraða þorskstofnsins faglega rangt- sem "ofveiði", en það gerist þegar formúlunni um áætlanabúskapinn er snúið vitlaust í "árlegu endurmati" og árlegt frávik reiknað sem "ofveiði" á fiski sem aldrei var veiddur.

 - í stað þess að viðurkenna umtalsvert hækkaðan dánarstuðul þorsks við aukna friðun smáþorsks með áætlanabúskapnum neðansjávar

Þarna hófust mistökin ...

...- sem  virðast svo hafa orðið krónísk mistök... röng greining  árlega  á því hvað fór úrskeiðis í áætluninni

Í stuttu máli má segja að þessi krónísku mistök (árlega) séu frekar einföld.

"Flöskuháls" virðist myndast hjá smáþorski - þegar veiðisvæði er lokað og  ætluð "uppbygging" hefst.  Smáþorski fjölgar á svæðinu - en fæðan er áfram sú sama.

Mistökin viðast þau - að "gleyma"  grundvallaratriði í allri líffræði. Stækkun fiskistofns getur aldrei orðið - nema til komi aukin fæða í náttúrunni - samfara meiri friðun.

Þvinganir um stækkun fiskistofns eins og friðun smáþorsk virðist bara hækka náttúruleg afföll í stofninum.

  • 1972-1978 var um 45% veiðiálag og þorskstofninn stækkaði mikið - við þetta mikla veiðiálag... (sama og í Barentshafi 2000-2005)
  • 1980 var því komin 25% sókn (400 þús Tn veiði úr 1600 þús Tn stofni) og allt átti að fara að virka eftir formúlunni.... en....
  • 1980-1983 hrundi vöxturinn og dánarstuðull  hækkaði.... með minnkandi sókn.... (í raun)
  • vitlaust reiknaður "sóknarþungi" með rangri fráviksmælingu - er auðvitað galin stærðfræði - þorskur sem drepst við tilraunina er reiknaður sem "aukinn sóknarþungi" - því formúlu Stalínista er vitlaust snúið... 
  • 1992 gerðist það sama... sterkir árgangar (1983 og 1984)  áttu að "byggjast upp"  - en týndust... og meðalvigt 7  ára þorsks fór niður í 3,5 kg....
  • 1999-2002 týndust svo fræg 600 þúsund tonn... eins og oft hefur verið fjallað um hér í fyrri færslum
  • Nú er 20% sókn - eins og drap þorskstofninn við Labrador úr hungri...

Niðurstaðan var alltaf sú sama hérlendis - stórfellt veiðitap árlega í þorski  - við þessa tilraunastarfsemi....

Í dag hefur þorskstofninn stækkað - einkum eldri hluti stofnsins - þar sem aukið fæðuframboð hefur orðið hjá stórþorski - makríll og síld....  Það er engri "uppbygginu" að þakka eins og sumir  reyna að plata sjálfa sig með.... náttúran sjálf er þar að verki....  þetta er ekki "að þakka" Stalínistum Íslands.

Áhætta á sjálfáti þorsks á smáþorski  VEX með fjölgun stórþorsk. Einn 10 kg stórþorskur étur c.a. 25 stk 1 kg smáþorska á ári (24,5 kg).

Þetta  var niðurstaða skv. rannsóknum og doktorsritgerð Ólafs Kr. Pálssonar fiskifræðings  - að um 35% af fæðu stórþorsks væru smáþorskur.

100 þúsund tonna EXTRA (óþarfa) stækkun þorskstofnsins með 10 kg meðalvigt -  þarf því að éta því 245 þúsund tonn af smáþorski  á ári -skv. þessum rannsóknum Dr. ÓKrP! 

Til hvers er þá verið að þvinga náttúruna í þennan farveg - í stað þess að auka veiðar OKKAR á bæði smærri og stærri þorski?

Gagnstæð reynsla 

_orskur_i_barentshafi.jpg

Nýjasta reynsludæmið í þessum grundvallaratriðum - er nú frá Barentshafi 2000-2011.

Þar var (sem betur fer) stóraukin sókn í smáþorsk  árin 2000-2005 sbr mynd...þrátt fyrir stanslausar hótanir Alþjóða hafrannsóknarráðsins (ICES) um "hrun stofnsins" - ef þessi leið væri farin.

Í dag er "gamla sóknarmynstrið" aftur tekið við í Barentshafi af kreddukenningum Stalínista ICES og Barentshafi er nú fyrst úthafa að skila svipuðu aflamagni  og áður en "Stalínisminn" var innleiddur þar.

Það er eiginlega grátbroslegt - að Rússar skuli í raun hafa verið fyrstir þjóða til að brjótast undan  þessum neðansjávar-Stalínisma-ICES-  en það skammarlega er að Íslendingar hafa verið leiðandi í boðskap þessa áætlanabúskapar neðansjávar innan ICES. 

fiskileysisgu_inn_bls_43_jpg.jpg

Hérlendis var  svipuð reynsla af mikilli sókn í smáþorsk árin 1950-1970  -

eins og reynslan í Barentshafi nú... ef sagan er skoðuð faglega - og af sanngirni - sbr. meðfylgjandi mynd sem eru sögulega faglegar staðreyndir um reynslu okkar Íslendinga um mikið sóknarþol þorskstofnsins þetta tímabil án nokkurrar merkjanlegrar "áhættu".

Niðurstaða: 

Það virðist ekki hægt að stjórna sjávarútvegi  - eins og stóru dagheimili - með pólitískri ofstjórn að sunnan - sem byggir á andvana fæddri kenningu sem ekki stenst.

Aukum þorskveiðar, minnkum atvinnuleysi - aukum gjaldeyristekjur þjóðarinnar með því að draga strax úr ofstjórninni.

Boltinn er hjá landbúnaðar og sjávarútvegsráðherra.

Grein eftir Kristinn Pétursson. 


mbl.is Mælt fyrir öðru frumvarpinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Álit Jóns Steinssonar

Eftir lestur álit Jóns Steinssonar þá er ég enn frekar sannfærður um ágæti beggja frumvarpa Jóns Bjarnasonar sjávarútvegsráðherra. Ástæðan er fyrst og fremst sú að hinn góðkunni fræðimaður Jón Steinsson sér hlutina líkt og aðrir fræðimenn fyrr og nú...

Auðsveipir þrælar og leiguliðar Samherja hf

Það er nær öruggt að þessi svo kallaða yfirlýsing áhafnar hefur verið samin af forstjóranum sjálfum og áhöfninni fyrirskipað að skrifa undir að öðrum kosti yrðu þeir reknir allir með tölu og skipinu hent í brotajárn. Þegar skipið er skoðað inn á vef...

Systursamtök LÍÚ - búrtíkur Samherja hf

Ekki var við neinu öðru að búast frá Farmanna-og fiskimannasambandi Íslands en að þau ærðust yfir öllum smávægilegustu breytingum á kvótakerfinu. Allir vita að Árni Bjarnason formaður samtakanna er búrtík Samherja hf, og beinlínis settur þar inn sem...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband