18.6.2011 | 14:18
Símahjal LÍÚ og "sérfræðinganna"
Það merkilega við þessa skýrslu svokallaðs sérfræðingahóps er að niðurstöður hennar eru byggðar á "SÍMAVIÐTÖLUM" við örfáa stjórnendur sjávarútvegsfyrirtækja (LÍÚ) sem eiga allra hagsmuna að gæta í því að kvótakerfið verði áfram óbreytt.
Það er kanski ekki að undra að "ENGINN" virðist þora að setja nafn sitt undir skýrsluna sem má sjá hér á heimasíðu LÍÚ en hana er hvergi annars staðar að finna nema hjá þeim samtökum.
Innihaldi skýrslunar er haldið mjög á lofti með fulltingi Páls Magnússonar útvarpstjóra ríkisútvarpsins sem ekki hefur legið á liði sínu enda hafa allir fréttatímar ríkisútvarpsins frá því á hádegi á þjóðhátíðardaginn 17. júní verið uppfullir af allskyns samhengislausum tilvitnunum í skýrsluna og heimskulegum viðtölum við oddvita Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins um innihald hennar.
Í reynd má segja að útvarp allra landsmanna hafi með þessu háttarlagi sínu ráðist á ríkisstjórn Íslands hvað eftir annað með það eitt að markmiði að fella hana.
Nú er mál að Páll Magnússon verði látinn sæta ábyrgð fyrir heimsku sína og virðingarleysi og hann taki pokann sinn "STRAX".
Lagt til að ráðherra rífi frumvarpið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.6.2011 | 13:23
Ómerkilegur hræðsluáróður akademískra fáráðnlinga
Froðunni úr loftbólu-veðum LÍÚ sem settu íslenzka þjóð á hausinn hefur ekki enn verið tappað úr kvótakerfinu.
Þessum svo kallaða sérfræðingahóp sem er þétt skipaður af akademískum fáráðnlingum á mála hjá LÍÚ og Sjálfstæðisflokknum er fullvel kunnugt um þá staðreynd en samt skal reynt að halda áfram að ljúga að almenningi.
Í Noregi eru varanlegar aflaheimildir metnar af lánastofnunum og Norska ríkinu einungis á 30% af því verði sem íslenzkir banka gera hér á landi.
Þetta er staðreynd þrátt fyrir að íslensk og Norsk sjávarútvegsfyrirtæki selji afurðir sínar á sömu mörkuðum en allt rekstrarumhverfi í Noregi sé miklu betra en á Íslandi.
Það merkilega við þessa skýrslu svokallaðs sérfræðingahóps er að niðurstöður hennar eru byggðar á símaviðtölum við örfáa stjórnendur sjávarútvegsfyrirtækja sem eiga allra hagsmuna að gæta í því að kvótakerfið verði áfram óbreytt.
Það er kanski ekki að undra að "ENGINN" virðist þora að setja nafn sitt undir skýrsluna sem má sjá hér á heimasíðu LÍÚ en hana er hvergi annarstaðar að finna en hjá þeim samtökum enda halda þeir henni mjög á lofti með fulltingi Páls Magnússonar útvarpstjóra á RÚV sem ekki hefur legið á liði sínu og hafa allir fréttatímar ríkisútvarpsins verið uppfullir af allskyns samhengislausum tilvitnunum í skýrsluna.
Í reynd má segja að útvarp allra landsmanna hafi með þessu háttarlagi sínu ráðist á ríkisstjórn Íslands hvað eftir annað með það eitt að markmiði að fella hana.
Nú er mál að Páll Magnússon verði látinn taka pokann sinn.
Hér fyrir neðan er viðhengd skrá frá 2008 sem gerð var af alvöru sérfræðingum í sjávarútvegi og sýnir raunvirði aflaheimilda.
Kann að lenda á skattgreiðendum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 18.6.2011 kl. 14:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
14.6.2011 | 14:00
Níðingsverk sem eru Sjálfstæðisflokknum þóknanleg
Kristín Hávarðsdóttir.
Snúið út úr afstöðu sjálfstæðismanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.6.2011 | 15:50
Kvótakerfið virðist byggja á andvana fæddri hugmyndafræði
Kvótakerfið átti að skila okkur 500-550 þúsund tonna jafnstöðuafla þorsks - en er að skila 160 þúsund tonnum.
Við Kanada austanvert átti sama uppskrift að skila einni milljón tonna jafnstöðuafla eftir 1990...
en þar hrundi stofninn árið 1992 eftir 14 ára tilraunastarfsemi með 20% "aflareglu".....
Allt eru þetta staðreyndir um árangur af þessari tilraunastarfsemi með þeirri andvana fæddu hugmyndafræði sem fiskveiðistjórn hérlendis byggir nú á - stefnu um að svelta smáþorsk til hlýðni við tölfræðilega tilgátu.
Í Barentshafi hrintu Rússar okinu af sér árið 2000 og þá loksins fór hafið að svara í samræmi við líffræðileg grundvallaratriði - það virðist verða að veiða töluvert mikið til að viðkomandi stofn auki afrakstur...
Reynslan gefur þetta til kynna - þetta er ekki kenning.
Tilgátan sem þvinguð er upp á okkur í dag - það er kenning.... að öllum líkindum - andvana fædd kenning ef marka má reynslu...
Gagnstæð stefna - friðun við Kanada austanvert virðist hafa leitt af sér að þorskstofninn þar hrundi við þessa tilraunastarfsemi - vöxtur hrundi og stofninn féll.
Þyngsti fiskurinn á miðunum við Kanada árið 1993 - var 0,84 kg - 7 ára gamall undirmálsfiskur - elsti og þyngsti þorskurinn á því svæði.
Þorskstofnar við Kanada Austanvert eru staðbundnir sér stofnar a.m.k. 9 sjálfstæðir stofnar - það var sannað með skýrslu Harold Thompson fiskifræðings árið 1943 en hann hafði merkt þorsk á svæðinu í 10 ár 1930-1940 og gaf skýrslu sína um staðbundna þorskstofna þarna árið 1943.
Á Íslandi virðast einnig margir og staðbundnir undirstofnar í þorskstofninum - svo áleitin spurning er hvernig á beita "20% aflareglu" á marga undirstofna - af handahófi - út í loftið.
Faglegar forsendur fyrir ríkjandi fiskveiðistjórn virðast flestar fengnar með ágiskunum og tilgátum út í loftið.
Hvernig getur svona lagað endað - nema illa - þegar grunn forsendan sjálf virðist andvana fædd hugmyndafræði sem sveltir smáfisk og þorskstofninn virðist vera að úrkynjast smá saman - ef grannt er skoðað?
Grein eftir Kristinn Pétursson.
Sagan samofin kvótakerfinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.6.2011 | 23:26
Flottrollsveiðar ógna öllu lífríki hafsins við Ísland
Hér fyrir neðan er upptalning á afleiðingum flottrollsveiða við Ísland. Þetta eru nákvæmlega sömu afleiðingar og aðrar þjóðir hafa orðið fyrir vegna flottrollsveiða.
Sjá hér og hér og hér og hér og hér
1. Þorskstofninn í lágmarki árum saman vegna fæðuskorts og sjálfráns.
2. Nánast allir rækjustofnar uppétnir vegna fæðuskort.
3. Allur hörpudiskstofn dauður vegna næringarskorts og sýkingar.
4. Loðnustofninn í lágmarki vegna gengdarlausrar ofveiði.
5. Karfastofnar í lágmarki.
6. Grálúðustofninn nánast hruninn vegna fæðuskorts.
7. Rauðsprettustofninn í sögulegu lágmarki vegna fæðuskorts.
8. Kolmunannstofninn hrunin vegna gengdarlausrar ofveiði í flottrol.
9. Sandsíli og trönusíli uppétið vegna fæðuskorts.
10. Sjófugl allur í stórkostlegri útrýmingarhættu vegna fæðuskorts.
11. Síldarstofnin hrunin vegna sýkingar.
Kreppa í Krýsuvíkurbjargi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 9.6.2011 kl. 15:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.6.2011 | 11:40
Komið nóg af bullinu
Nú ætti það að vera sameiginlegt markmið allrar þjóðarinnar að leggja þessa stofnun sem kallast Hafró niður í núverandi mynd.
Ég held allir hljóti að sjá það núna hverslags þvæla og tilraunastarfsemi fer fram innan veggja þessarar vitleysisstofnunar.
Þorskkvóti eykst samkvæmt veiðireglu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.6.2011 | 08:05
Rógburður um strandveiðar
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
7.6.2011 | 16:20
Laga-snápur við Háskóla Íslands á launum hjá LÍÚ
Stjórnmál og samfélag | Breytt 8.6.2011 kl. 12:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.6.2011 | 14:47
Slátrarinn frá Bolungarvík
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 47
- Frá upphafi: 764343
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 37
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Hér fyrr neðan gefur að líta athugasemdir sem tvær ungar konur frá Stöðvarfirði skrifa á blogg Sigurjóns Þórðarsonar fyrrum alþingismanns og formans Frjálslyndaflokksins.
Einar K. Guðfinnsson talar um vitleysisbreytingar á kvótakerfinu en styður heils hugar rústun og eyðingu heilla samfélaga í þeim eina tilgangi að tryggja velferð sína gagnvart LÍÚ og fjárhagslega heilsu Sjálfstæðisflokksins.
Tilvitnanir hér fyrir neðan.
Það er svo til háborinnar skammar hvernig var farið með frystihúsið á Stöðvarfirði.
Það er ótrúlegt hvernig Samherji hefur fengið að ganga hér um landið og rústa heilu byggðarlögunum.
Ég er með myndir innan úr húsinu sem mig blóðlangar til að koma fyrir almannasjónir til að sýna fólki hvernig þetta lið vinnur. Þeir eyðilögðu húsið.
Fríða Einars.
Samherjamenn lofuðu gulli og grænum skógum hér fyrir nokkrum árum og Stöðfirðingar brostu hringinn yfir því að vera svo "heppnir" að fá Samherja í samkrull með okkur hvað fiskvinnsluna varðar..
Framtíðin virtist björt, jafnvel bjartari en oft áður - það voru keyptar nýjar græjur í húsið en svo allt í einu þá rífa þeir vonina úr hjörtum okkar allra - símtalið er komið, Kambaröstin, sem við Stöðfirðingar allir berum afar hlýjar tilfinningar til, hefur verið selt til Afríku, skipið er á leið í land, veiðarfærum skal hent á bryggjuna og af stað skal haldið strax niður í nýja heimahöfn.
Ég persónulega mun ALDREI fyrirgefa þeim hvernig þeir fóru með yndislegan stað sem fólkið mitt byggir. Þeir eyðilögðu staðinn af þeim fádæma kulda sem einkennir þeirra starfshætti
- þeim er andskotans sama um allt og alla, eina sem þeir hugsa um er þeirra eigið rassgat og hversu miklum peningum þeir geta troðið inná sig, sama hver fórnarkostnaðurinn verður - jafnvel lífsviðurværi tuga manna og kvenna... Bara sviðin jörð eftir bakteríuna Samherja!!!
Fríða, skora á þig að setja myndir af stað á netið...það má alveg leyfa fólki að sjá hvernig þeir skyldu við húsið!!!