Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Til bjargar Vestfjörðum

Innganga Íslands í EB er stærsta framfaramál Vestfirðinga. Með inngöngu í EB munu Vestfirðingar aftur endurheimta yfirráð sín yfir fiskveiðiauðlindinni þar sem reglur EB vernda jaðarbyggðir fyrir gráðugum og siðblindum mógúlum líkt og Þorsteini Má Baldvinnsyni og Guðmundi Kristjánssyni (vinalausa) sem lögðu á ráðin með Landsbanka Íslands og veittu byggðum Vestfjarða banvænt högg úr launsátri.
mbl.is 57,9% hlynnt aðildarviðræðum við Evrópusambandið samkvæmt könnun SI
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Norsk heimsvaldastefna í norðurhöfum

 

4a14930rFormaður samtaka útgerðarmanna í Norður-Rússlandi sakar Norðmenn um heimsvalda- og útþenslustefnu í norðurhöfum. Hann segir að kominn sé tími til að taka á árásargirni og ögrunum þeirra.

Þetta kom fram á sjávarútvegsráðstefnu í Murmansk í gær. Varaformaður utanríkismálanefndar rússneska þingsins tekur undir með formanni útgerðarmanna og segir að Norðmenn hafi orð á sér fyrir að reka heimsvaldastefnu í Norður-Íshafinu. Þar geri þeir kröfur sem engir aðrir styðji.

Vitnað er í ummæli varaformanns utanríkismálanefndarinnar á viðskiptavefnum NA24.no og vefsíðu Fiskaren. Einnig kemur fram að í fyrra hafi 11 rússneskir togarar verið teknir og færðir til hafnar í Noregi.

Af skip.is; 16.3.2007.


Þinglýsing LÍÚ mistókst.

Þá vitum við það ! Ómerkileg tilraun LÍÚ til Þinglýsingar á fiskveiðiauðlindinni við Ísland mistókst. Fer þá væntanlega að bresta á flótti í liðið.
mbl.is Jón Sigurðsson: Stjórnarandstaðan gekk á bak orða sinna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á að borga þjófum bætur ?

Friðrik Jón Arngrímsson krafðist þess í sjónvarpsfréttatíma fyrir skömmu að kvótinn yrði ekki af útvegsmönnum tekinn bótalaust. Á að borga þjófi bætur ef hann næst með þýfi ? Er ríkistjórnin tilbúin að setja ákvæði um slíkt í lög ?

Innlent | mbl.is | 7.2.2006 | 15:48: Frétt af mbl.is.

 

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur.

Veiðiheimildir ekki varðar af eignarréttarákvæði stjórnarskrár:

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað íslenska ríkið af kröfu smábátaútgerðarmanns, sem taldi að breytingar á lögum, sem gerðar voru á lögum um stjórn fiskveiða árið 2004 og lutu að því að sóknaraflamarkskerfi smábáta var aflagt og krókaaflamarkskerfi tekið upp í staðinn, hefðu valdið honum tjóni og brotið gegn eignarréttarákvæði og jafnréttisreglu stjórnarskrár.

Útgerðarmaðurinn vildi að bótaréttur hans yrði viðurkenndur. Héraðsdómur vísar hins vegar til þess, að í lögum um stjórn fiskveiða, sem sett voru upphafleg árið 1990, segi að úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögunum myndi ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum. Af þessu leiði að veiðiheimildir samkvæmt lögunum séu ekki varðar af ákvæðum 72. gr. stjórnarskrárinnar.

Útgerðarmaðurinn taldi einnig að reikniregla, sem lögfest var með lagabreytingunni árið 2004, hefði brotið gegn jafnræðisreglu stjórnarskrár. Dómurinn komst hins vegar að þeirri niðurstöðu, að lagaákvæðin væru hvorki ómálefnaleg né andstæð jafnræðisreglunni.

 


Minning og samúð

fórustOg manstu

eitt kvöld undir rökkur.

Þú stóðst í fjöru með fóstru þinni.

Þið horfðuð með ugg á frosna hlunna,

út á fjörðinn,

til himins,-

þið áttuð von á litlum báti fyrir eyrarodda,

en hann kom ekki.

 

Og rökkrið varð að þungu myrkri með veðurhljóði,

þögn

og tárum í kodda,

og þú sofnaðir einsamall í of stóru rúmi.

 

Brot úr "Útmánuðum" eftir Jón úr Vör.

 


Það trúir því enginn að hann komist aftur inn á þing, ekki einu sinni hann sjálfur.

Ólafur Thórs var eitt sinn að halda ræðu á Alþingi þegar þingmaður einn fór að kalla og hrópa fram í. Gekk á með þeim ósköpum í nokkurn tíma. Þegar Ólafur hafði fengið nóg af framí köllunum, þá gerði hann stutt stans á máli sínu og þögn varð í salnum. Skyndilega segir Ólafur. "Hallt þú kjafti uppbóta þingmanns ræfill sem sveikst þig inn á þing". Þess má geta að þingheimur sprakk úr hlátri en uppbóta þingmaðurinn lét lítið fyrir sér fara sem eftir lifði þings. Amen ! 
mbl.is Jón: Trúi ekki að loforð um útgjaldaveislu gangi í augu almennings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er mun meira vit í frændum okkar norðmönnum heldur en í ráðamönnum Íslands.

Þeir minnstu fá frjálsa sókn

Af skip.is; 14.3.2007

 

 

Eigendur norskra smábáta undir tíu metrum að lengd fá frjálsa sókn það sem eftir lifir árs að því er fram kemur í Fiskeribladet. Þá fá eigendur 10-11 metra langra báta, sem gert hafa út á kvóta í flokknum undir 10 metrum, einnig að veiða frítt.

Þetta er niðurstaða endurúthlutunar á árskvótanum fyrir minni fiskiskip og –báta sem tók gildi í gær. Samvæmt því fá fjórir bátaflokkar 5-25% aukningu á kvótum sínum en í þeim eru bátar sem hafa verið lengdir eða eru lengri bátar sem komu í stað eldri báta og töpuðu kvótum við breytingar sem gerðar voru um síðustu áramót.

Þrír útgerðarflokkar halda óbreyttri stöðu. Það eru bátar sem eru 10-15 metra langir, 15-21 metra langir og 21-28 metra langir og hafa verið rétt flokkaðir fram að þessu.


ALLT Í PLATI NEFND:

Ein lyga nefndin enn rétt fyrir kosningar. Það mun ekkert koma út úr þessu kjaftæði og raunin er sú að það er enginn vilji til þess. Markmiðið er að lofa bara nógu miklu fyrir kosningar. Það er þekt aðferðafræði hjá Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum í aðdraganda kosninga:
mbl.is Ríkisstjórn samþykkir að skipa nefnd vegna ástands atvinnumála á Vestfjörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband