Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Hvalveiðar í heiminum

Opinberu tölur Alþjóðahvalveiðiráðsins um hvalveiðar taka til ársins 1999 (veiðiársins 1999/2000 á suðurhveli) og eru sem hér segir:

Ríki
Stórhveli
Hrefna
Heildarveiði

Samtals
(fjöldi)
Samtals
(fjöldi)
Samtals
(fjöldi)
Samtals
(tonn)
Noregur
591
591
2955
Japan
539
539
2695
Danmörk (Grænland)
9
185
194
1285
Rússland
124
124
3750
Bandaríkin
48
48
2880
St. Vincent og Grenadines
2
2
80

Heimild (Fjöldi hvala):
Annual Report of the International Whaling Commission 2000 (Cambridge 2001).
Eigin útreikningar á þyngd byggja á eftirfarandi forsendum: hrefna 5 tonn, langreyður og hnúfubakur 40 tonn, sandlægja 30 tonn, norðhvalur 60 tonn.

Veiði ríkja utan Alþjóðahvalveiðiráðsins á stórhvölum og hrefnu er talin óveruleg. Samkvæmt þessum tölum veiða Norðmenn og Japanir flesta hvali ef hrefnan er meðtalin, en Rússar og Bandaríkjamenn veiða flesta stórhvali. Sé litið á heildarþyngd aflans veiða Rússar mest af hval, en Noregur, Bandaríkin og Japan svipað magn.
mbl.is Ekki ákveðið hvort hvalveiðikvóti verði gefinn út í ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnarvelta

Ég vona að þetta boði að Kristinn velti líka ríkistjórninni. Stundum eru óvænt atvik í lífi manna fyrirboði ýmisa tíðinda og grunar mig að svo sé í þetta skiptið. Kiddi velti væntanlega til vinstri en Einar hefur að líkindum velt til hægri.
mbl.is Kristinn H. Gunnarsson lenti í bílveltu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smá djók fyrir alla sem eru súrir út í lottóið

Gamall kúreki í fullum skrúða kom inn á kránna og fór beint á barinn og pantaði sér viský. Þar sem hann situr og dreypir á drykknum kemur ung, glæsileg kona og pantar sér drykk, spyr gamla kúrekann hvort hann sé alvöru kúreki ? Já það er ég, hef verið það alla ævi. Hef verið alla mína tíð á búgarði, rekið kúahjarðir, verið á hestbaki, reist girðingar, já ég er alvöru kúreki.

Eftir smá stund segir kúrekinn við dömuna: Hvað ert þú? Ég er lesbía, eyði öllum mínum tíma í að hugsa um konur, frá því ég vakna á morgnanna, þegar ég fer í sturtu, þegar ég borða, þegar ég horfi á sjónvarpið og þegar ég er komin í rúmið á kvöldin, hvað sem ég geri þá hugsa ég stöðugt um konur. Stutt seinna fer unga konan og kúrekinn pantar sér annan drykk.

Nokkru síðar kenur par og sest við barinn og maðurinn spyr gamla kúrekann hvort hann sé virkilega alvöru kúreki ? Það hef ég alltaf haldið, þangað til rétt áðan að ég komst að því að ég er lesbía.


mbl.is Enginn með allar lottótölur réttar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætli séu til svona kvótahundar líka ?

Gæti verið lausnin fyrir Fiskistofu að fá sér svona kvótahund á hvert krummaskuð. Það væru þá líkur á að kvótasvindl mundi leggjast af, því vart tækju menn séns á því að verða bitnir í rassgatið við að keyra fiski fram hjá hafnarvog. Þetta mundi líka stórbæta stöðu þeirra sem þurfa að leigja allar sínar heimildir af kvótafíklunum í "Kvótapóker-spilaklúbbi LÍÚ". Verð á leigukvóta mundi skít falla og gjafakvótar líka í framhaldinu. Úps !
mbl.is Áhugi fíkniefnahunds leiddi til handtöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú þykir mér týra !

Flateyrar - Jarlinn:"Hinrik Kristjánsson, framkvæmdastjóri Kambs hf, sagði í samtali við Svæðisútvarp Vestfjarða að verið væri að hagræða. Lítið framboð væri af þorski og útlitið ekki gott. Leigan á þorskkvóta hefði hækkað mjög og væri nú rétt undir 200 krónum kílóið."

Hvað er Hinrik að meina ? Hélt að Hinrik vinur minn hefði allt undir kontrol !

 


mbl.is Níu konum sagt upp hjá Kambi á Flateyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ei vitkast sá sem aldrei hefur verið hryggur

Þorgeir Ljósvetningagoði mælti „Ef vér slítum í sundur lögin, slítum vér og í sundur friðinn."

Thomas Hobbes (1588-1679) kallar grundvallarsiðareglur náttúrulög og segir þau vera boð skynseminnar um að gera það sem stuðlar að eigin varðveislu, enda leiði þau röklega af sjálfsbjargarviðleitni mannsins.

Hobbes segir að inntaki náttúrulaganna sé best lýst með gullnu reglunni þegar hún er orðuð neikvætt: „Gerðu ekki öðrum það sem þú vilt ekki að aðrir geri þér." Fyrsta regla þeirra er: „Leitaðu friðar og haltu hann".

Hlýðni við náttúrulögin er því forsenda þess að menn geti búið saman í samfélagi og sá sem brýtur gegn þeim segir sig í raun úr lögum við aðra menn. Slíkir menn eru óalandi og óferjandi í mannlegu samfélagi og voru því áður fyrr gerðir útlægir.

"Held að sumir ættu að hugsa sinn gang"


mbl.is Framkvæmdastjóra Verðbréfaþjónustu sparisjóðanna vikið úr starfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bara önnur leiðin

Hvernig er það, var ekki hægt að fá vegabréfsáritun fyrir Árna Finnsson bara aðra leiðina ?
mbl.is Hvalaverndunarsinnar funduðu í New York
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þekki ekki þessa hönnun

Ég lærði skipatækni á sínum hjá Ingólfi Þórðarsyni og Jóni Þór í Stýrimannaskóla Íslands. Ég set fyrirvara við hönnun á þessu skipi og finnst einkennilegt að sjá á botninn á skipinu þar sem það marar í kafi með flatan botninn upp úr yfirborðinu. Þeir sem hafa áhuga á að skoða gögn um skipið geta linkað sig inn á meðfylgjandi.

http://bourbon-online.com/media/offshore/ahts/AHTS-BOURBON-DOLPHIN-BO.pdf

 


mbl.is Leit að mönnunum á Bourbon Dolphin hætt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband