Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007
13.4.2007 | 20:13
Vonandi er Magnús sannspár
![]() |
Magnús Þór: Erum lykillinn að falli ríkisstjórnarinnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.4.2007 | 14:33
Kvíði
Helstu líffræðilegu viðbrögð við kvíða eru sviti, roði í andliti, hjartsláttaróregla og -köst, ör andardráttur eða andnauð, vöðvaspenna, óþægindi í kviðarholi, tíð þvaglát, að kyngja munnvatni óvenju oft, verkir og sársauki og einbeitingarskortur.
Kvíði kemur fram í atferli sem skjálfti, titringur, málhelti, stam, hlé milli orða og spurningar sem endurspegla kvíða. Stundarminni skerðist í kvíða, það dregur úr viðbragðsflýti og hæfni til að læra flókið efni. Þegar fólk er kvíðið aukast líkur á að beita gömlum, vel æfðum viðbrögðum sem eiga þó ef til vill ekki við. Þetta er sambærilegt við það sem gerist, þegar akstursskilyrði breytast seint á haustin, frýs skyndilega og verður launhált. Þá eru viðbrögð sem voru rétt að sumarlagi ekki lengur viðeigandi.
Kvíði getur ýmist verið tímabundinn eða langvarandi. Sem dæmi um hinn fyrrnefnda má nefna kvíða fyrir próf eða mikilvæga atburði og hverfur hann þegar álaginu linnir. Langvarandi kvíði er verri viðureignar og getur haft neikvæð áhrif á líf einstaklings vegna þess óöryggis sem honum fylgir. Kvíðnir einstaklingar hafa oft áhyggjur af áliti annarra, eiga erfitt með að taka ákvarðanir, eru nákvæmir, leita eftir fullkomnun, finna til óeirðar og röskunar á svefni, finnst lítið til sín koma og eru sjálfum sér ónógir.
Þótt kvíði geti verið vel fallinn til að koma einstaklingi í viðbragðsstöðu og verjast yfirvofandi ógn telst varla æskilegt að vera almennt kvíðinn eða hræddur.
Kvíði er að jafnaði fylgisfiskur þunglyndis en erfitt er að sýna fram á að hann leiði til þunglyndis.
Heimild; visindavefurinn
![]() |
Varð lofthræddur á Stórabeltisbrúnni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.4.2007 | 13:19
Eitt dæmið enn um sekt ríkisins gagnvart sjávarþorpunum
![]() |
Landeigendur og rétthafar fengu 2,3 milljarða á 5 ára tímabili |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.4.2007 | 12:34
Ríkið er þá væntanlega skaðabótaskylt gagnvart sjávarbyggðunum
![]() |
Ríkið skaðabótaskylt gagnvart rútufyrirtæki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.4.2007 | 21:09
Mikið hafísár
Litlu eftir vertíðarlok urðu frakkneskir hvalveiðimenn að ganga af skipi sínu í ísi fyrir Reykjanesi; 8 skotskum mönnum var bjargað af ísjaka í Vestmannaeyjum, höfðu franskir víkingar rænt þá, flett klæðum og látið þá svo út á ísinn allslausa. Að vestan kom ís fyrir Látrabjarg, en norðanlands mátti ríða og renna fyrir hvern fjörð um vorkrossmessu.
Ísinn gekk sumstaðar upp á land og varð að setja báta lengra upp en vandi var til. Nyrðra sást eigi út yfir ísinn af hæstu fjöllum, syðra sást út fyrir hann og kaupskipin fyrir utan, sem hvergi komust að landi, og eigi varð heldur komist til þeirra, og komust menn í mikla þröng af siglingarleysinu, því flest vantaði, er á þurfti að halda, kornvöru, járn, timbur og veiðarfæri.
Anno; 1695.
![]() |
Hafísinn þokast austar og fjær landi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.4.2007 | 18:27
Bátur staðinn að ólöglegum reykingum undan Vestfjörðum
![]() |
Sömu reglur gilda um reykingar um borð í skipum og á öðrum vinnustöðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
12.4.2007 | 14:32
Löngu pöntuð niðurstaða af LÍÚ
![]() |
Stofnvísitala þorsks lækkar um 17% á milli ára |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.4.2007 | 13:26
Mál til komið
Í drögum að ályktunum fyrir landsfund Samfylkingarinnar, undir kaflanum "Lifandi lýðræði" grein nr, 4. kemur fram langþráð tillaga um sameiginlegar auðlindir landsins.
Tilv;
" Binda í stjórnarskrá ákvæði um þjóðareign á auðlindum sem tryggi að nýtingarrétti sé aðeins hægt að úthluta tímabundið gegn gjaldi "
![]() |
Samfylkingin vill stórátak í samgöngumálum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.4.2007 | 12:47
Mikil náð að eiga kærleiksríkan dómara
![]() |
Skilorðsbundið fangelsi fyrir sígarettusmygl |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.4.2007 | 12:14
Fyrrum efnilegasti aflamaður landsins
Binni í Gröf
Benóný Friðriksson, (7. janúar 1904 12. maí 1972) betur þekktur sem Binni í Gröf, var landsfrægur aflamaður. Hann fæddist í Vestmannaeyjum og var sonur formannsins Friðriks Benónýssonar og Oddnýjar Benediktsdóttur.
Binni gerðist með afbrigðum góður sjó- og aflamaður, einhver mesti sem við Vestmannaeyjar hefur fiskað. Binni réri fyrstu vertíðar sínar með vélbátnum m/b Nansen og var hann formaður á bátnum í forföllum Jóhanns á Brekku. Árið 1926 var honum boðið að taka formennsku á vélbátnum m/b Gullu. Þar var hann starfandi þrjár vertíðir, síðan tók hann við bátnum Newcastle, og var svo með vélbátana m/b Gottu, m/b Heklu, m/b Gulltopp, e/s Sævar, m/b Þor og m/b Andvara. Eftir það keypti hann skipið m/b Gullborg og varð landsþekktur fyrir formennsku sína á þeim bát.
Binni varð aflakóngur í Vestmannaeyjum árið 1954 og hélt þeim titli samfellt í 6 vertíðir, og fékk titilinn margoft til viðbótar yfir ævina.
Benóný hafði ávallt duglegri skipshöfn að stjórna enda samrýmdist hverskonar seinagangur og stirðleiki ekki skapi skipstjórans.
Binni var sæmdur fálkaorðunni árið 1971 fyrir störf sín. Kona hans var Katrín Sigurðardóttir frá Þinghól í Hvolhreppi og áttu þau saman 8 börn.
![]() |
Efnilegustu skákmenn landsins á alþjóðlegu skákmóti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
-
Ársæll Níelsson
-
Jóhannes Ragnarsson
-
Hafdís Ösp
-
Jón Kristjánsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Þórður Sævar Jónsson
-
Lýður Árnason
-
Ólafur Ragnarsson
-
Karl V. Matthíasson
-
Valmundur Valmundsson
-
Árni Gunnarsson
-
Elfar Logi Hannesson
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Ketill Sigurjónsson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Ívar Pálsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Magnús Jónsson
-
Jens Guð
-
Jón Valur Jensson
-
Þorsteinn Valur Baldvinsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
S. Einar Sigurðsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 3
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 45
- Frá upphafi: 764919
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 45
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar