Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008
31.5.2008 | 10:45
Lóndrangi klifinn í fyrsta sinn
30.5.2008 | 16:59
Islendinger tapte 20 mill i Troms
De islandske eierne har tapt til sammen 20 millioner på GPG-anleggene i løpet av de fire årene anleggene på Vannøya og Kamøyvær har vært drevet, melder NRK Troms og Finnmark.
Fredag ettermiddag leverte eierne inn oppbud for GPG på Vannøya og Kamøyvær.
GPG Norges advokat, Stig Bjørklund sier at aktiva i selskapet er beregnet til 130 millioner kroner, mens gjelda er på 136 millioner.
Eierne av GPG Norge har bestemt seg for å gå til skifteretten i dag og slå selskapet konkurs. Det får FiskeribladetFiskaren bekrefta fra flere hold.
Jeg har ikke fått noe skriftlig ennå, men alt tyder på at det blir slik du legger det fram, sier GPGs advokat, Stig Bjørklund.
På mange måter er dette en lettelse, sier hovedtillitsvalgt i GPG, Gunnar Westerheim.
De ansatte har allerede begjært bedriften konkurs med grunnlag i millionkrav på lønn og feriepenger. GPG Norge har omtrent 100 ansatte på øya Vanna i Troms og i Kamøyvær i Finnmark.
30.5.2008 | 10:18
Eggert Ólafsson 1726-1768
Þann 30. mai 1768, drukknaði Eggert Ólafsson (f, 1726) varalögmaður og skáld frá Svefneyjum á Breiðafirði.
Hann nam náttúruvísindi við Hafnarháskóla, og lagði auk þess stund á fornfræði, málfræði, lögfræði, lögspeki og búfræði.
Eggert fór í rannsóknarferðir um Ísland með Bjarna Pálssyni, síðar landlækni, á árunum 1752-1757. Í þessari ferð könnuðu þeir náttúru landsins en einnig almennt ástand þess og gerðu tillögur til úrbóta.
Eggert samdi ferðabók þeirra félaga á dönsku og kom hún út árið 1772. Tveimur árum síðar kom bókin út á þýsku, á frönsku árið 1802 og hlutar hennar á ensku 1805. Á íslensku kom hún út árið 1943.
Eggert drukknaði á Breiðafirði, ásamt konu sinni Ingibjörgu Halldórsdóttur, systur séra Björns Halldórssonar í Sauðlauksdal.
Voru þau á leið heim úr vetursetu í Sauðlauksdal. Meðal ljóða Eggerts er "Ísland ögrum skorið."
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.5.2008 | 16:01
Islendinger må svare innen 12 i morgen
I hele dag har konserndirektør for bedriftsmarkedet i Sparebanken, Olav Karlsen, sittet i møter om saken.
- Hva snakket dere om i dag da Karlsen?
- Det vil jeg ikke inn på nå, men fristen for islendingene er satt til klokken 12 i morgen - fredag.
Han vil overfor FiskeribladetFiskaren ikke konkretisere hva valgene går ut på. Men det er på det rene at forhandlingene mellom GPG-eierne, banken og eventuelle interessenter til å aksjene, er kjørt.
De ansatte har allerede begjært bedriften konkurs med grunnlag i millionkrav på lønn og feriepenger. Men denne begjæringen vil stille bak i køen. Annerledes er det om banken sier stopp, eller at eierne sjøl melder oppbud.
Overfor FiskeribladetFiskaren papiravis, har hovetillitsvalgt Gunnar Westerheim og tillitsvalgt Rita Dale gitt helt klart uttrykk for at de ønsker nye eiere som kan få på beina en produksjon så fort som mulig.
Linkur; http://www.fiskeribladetfiskaren.no/default.asp?side=101&lesmer=7607
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.5.2008 | 13:38
Gísli Brynjúlfsson 1827 - 1888.
Þann 29. mai 1888, lést Gísli Brynjúlfsson skáld. Hann var styrkþegi Árnasjóðs og dósent í íslenzkum fræðum við Kaupmannahafnarháskóla.
Gísli Brynjúlfsson markaði spor bæði í bókmenntum okkar sem skáld og í stjórnmálasögu landsins, þó svo nafn hans sé ekki jafn þekkt og margra annarra.
Hann var eldhugi í öllu sem hann gerði og frelsishugsjónin átti huga hans þó svo að hugmyndir hans í þeim efnum færu ekki alltaf saman við hugmyndir fjöldans.
Sem ljóðskáld var hann í hávegum hafður um tíma, en þar einnig naut hann ekki alltaf sannmælis og fékk ekki þá almennu viðurkenningu sem hann átti skilið.
Heimild; skólavefurinn.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.5.2008 | 16:54
Skúrkar og siðblindingjar
Í heimskreppunni miklu 19291934 nagaði samviskan marga og ekki var óalgengt að menn hentu sér út um glugga á háhýsum eða stútuðu sér með öðrum aðferðum.
Nú virðast vera aðrir og bjartari tímar hjá einstaklingum sem rústað hafa fyrirtækjum, bönkum, sparisjóðum og lífeyrissjóðum, enda hlaupa margir hlægjandi á braut með hundruðir milljóna í vasanum.
Ég skora á fólk að lesa bókina;
"ÞRÚGUR REIÐINNAR" eftir John Steinbeck sem kom út árið 1939. Hún segir frá flutningi landbúnaðarverkamanna frá Oklahoma til fyrirheitna landsins í vestri, Kaliforníu, þar sem þeir telja að betra líf og atvinna bíði þeirra.
Tugir þúsunda annarra öreiga eru hins vegar á sömu leið í sams konar erindagjörðum og því er ekki mikla vinnu að fá þegar til Vesturstrandarinnar er komið. Aðkomufólksins bíður eymd, atvinnuleysi og niðurlæging.
Sjöfaldar ævitekjur á einu ári | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.5.2008 | 13:58
Konungstilskipun um sjókortagerð
Þann 28. mai 1800, var gefinn út konungsúrskurður um að gera skyldi vandlegar strandmælingar við Ísland. Unnið var að þessum mælingum í átján ár og sjókortin gefin út á árunum 1818-1826.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.5.2008 | 11:52
Hrefnan og þorskurinn stungin af frá LÍÚ
Forfeður okkar flúðu frá Noregi vegna ofbeldis og ofstjórnar Haraldar-hárfagra og námu land á Íslandi til að geta lifað mannsæmandi lífi við frjálsar aðstæður.
Nú hafa hrefnan og þorskurinn fundið upp sömu aðferð og flúið til Grænlands vegna ofstjórnar og sveltistefnu stjórnvalda og LÍÚ.
Hrefnu fækkar á landgrunninu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.5.2008 | 10:41
Ég fer í Hollywood um helgar
Við lestur viðhengdar fréttar kom upp í huga mér hending úr texta dægurlagsins "þrisvar í viku" eftir þá félaga Jón Ólafsson og Stefán Hjörleifsson, sem hljómsveitin "Á móti sól" gerði frægt hér um árið.
Hér fyrir neðan er textinn í seinna versi lagsins.
Ég fer í ljós þrisvar í viku
og mæti reglulega í líkamsrækt
ég fer í Hollywood um helgar
með mynd af bílnum í vasanum.
Hér er ein spurning til forystumanna lífeyrissjóðanna og alþingismanna:
Finnst ykkur eðlilegt að lífeyrissjóðirnir eigi hlut í bönkum sem haga sér með þessum hætti líkt og Kaupþing gerir ?
Almenningur á Íslandi er neyddur (kúgaður) til að leggja 10% af launum inn í lífeyrissjóði sem síðan misvitrir og jafnvel siðblindir einstaklingar í skjóli valds síns ráðstafa eftir eigin geðþótta.
Hættir við stofnun 70 milljarða króna fasteignaþróunarsjóðs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.5.2008 | 11:50
Jónas Hallgrímsson
Þann 26. mai 1845, lést í Kaupmannahöfn, skáldið og náttúrufræðingurinn Jónas Hallgrímsson aðeins 38 ára að aldri.
Konráð Gíslason sagði frá láti Jónasar vinar síns á þessa leið: Seint um kveldið þann 15. mai, gekk Jónas upp stigann í íbúð sinni, er honum skruppu fætur, og gekk við það hinn hægri fótur í sundur fyrir ofan ökla; komst hann þó á fætur og inn til sín, lagðist niður alklæddur og beið morguns.
Morguninn eftir er komið var að Jónasi þá var hann þungt haldinn og bað um að láta flytja sig í Friðriksspítala í Kaupmannahöfn. Drep hljóp í fótinn og dreifði það sér um líkamann sem að lokum dró hann til dauða.
Jónas Hallgrímsson var jarðsettur í Hjástaðar-kirkjugarði þann 31. mai, að viðstöddum öllum þeim íslendingum sem staddir voru í Kaupmannahöfn og þekktu til Jónasar. Hörmuðu allir örlög Jónasar mjög og það tjón sem ættjörð hans hafði orðið fyrir.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 1
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 71
- Frá upphafi: 764330
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 53
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar