Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008
30.8.2008 | 13:08
Vestfirðingar hefji strax veiðar utan kvóta úr flökkustofni þorsks frá A-Grænlandi ?
Nú ættu Vestfirðingar að bregðast hart við og hefja strax veiðar á þorski utan kvóta á flökkustofni (Grænlandsþorski) þeim sem Hafró hefur lokseins uppgvötað með DNA ransóknum.
Vestfizkir sjómenn hafa að vísu um aldir vitað af þessum þorski en eins og alþjóð veit þá lítur akademíska háskólafólkið fyrir sunnan ekki á vestfizka sjómenn sem viti borið fólk heldur sem heimskar skepnur í mannsmynd.
Flökkustofn þorsks frá Grænlandi lýtur vart öðrum lögmálum í röksemdarfærslum stjórnvalda og LÍÚ heldur en veiðar (brotajárns og ryksuguskipa LÍÚ) á flökkustofni makríls úti fyrir Austfjörðum
Læt hér fylgja stutta frétt um þetta efni af skip.is, frá því í gær 28.08.2008.
Fiskifræðingar hjá Hafrannsóknastofnun telja nú líklegt að þorskur gangi frá Vestfjarðamiðum yfir á Dohrnbankasvæðið á sumrin í ætisleit en komi síðan til baka á hrygningarstöðvar við Ísland í febrúar, að því er Björn Ævarr Steinarsson, sviðsstjóri veiðiráðgjafarsviðs Hafrannsóknastofnunar, sagði í samtali við Fiskifréttir.
Björn Ævarr sagði jafnframt að Hafrannsóknastofnun hefði haft samráð og samstarf við grænlensku hafrannsóknastofnunina um rannsóknir á þorski við Austur-Grænland. Hafró mun leggja til um 100 rafeindamerki til merkinga á þorski við Austur-Grænland sem fram fara á næstunni um borð í grænlenska rannsóknaskipinu Paamiut.
Sjá nánar ítarlega umfjöllun um tengsl þorsks við Ísland og Grænland í nýjustu Fiskifréttum þar sem rætt er við Einar Hjörleifsson fiskifræðing auk Björns Ævars Steinarsson.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 1.9.2008 kl. 10:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
29.8.2008 | 11:47
Sænskir sunnudagaskóladrengir
Þetta lítiræði sænsku sjómannana sem þeir eru sakaðir um að hafa tegunda-tilfært þykir nú ekki þess vert að hafa á orði á Íslandi.
Óskapnaðurinn varðandi tegunda-tilfærslur á vigtarnótum, framhjálandanir og skipulagt brottkast ýmissa "meiriháttar" (að eigin áliti) íslenzkra útgerðamanna fengi fulltrúa FAO og heimsbyggðina alla til að súpa hveljur í langan tíma.
Hætt er við að kvótakerfið íslenzka hrynji á einni nóttu ef réttir aðilar fást til að segja frá hlutunum eins og þeir eru í reynd !
Ekki mun duga að banka upp á hjá Fiskistofu (The Icelandic Cota Smink Company ohf) en þar ráða ríkjum kónar sem klárlega létu frekar drepa sig heldur en að segja sannleikann í þessu máli !
Sænskir sjómenn ákærðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
28.8.2008 | 00:22
Tapa stórt þrátt fyrir gríðarleg opinber framlög (ríkisstyrkir í formi leigukvóta)
Skip Granda hf.
Ásbjörn RE-50 | Reykjavík | -1.085.879 | ||
Brettingur NS-50 | Vopnafjörður | 0 | ||
Faxi RE-9 | Reykjavík | -2.946.000 | ||
Helga María AK-16 | Akranes | - 426.000 | ||
Höfrungur III AK-250 | Akranes | + 458.000 | ||
Ingunn AK-150 | Akranes | + 100.000 | ||
Lundey NS-14 | Reykjavík | - 55.000 | ||
Ottó N Þorláksson RE-203 | Reykjavík | +1.505.527 | ||
Sturlaugur H Böðvarsson AK-10 | Akranes | - 828.000 | ||
Venus HF-519 | Hafnarfjörður | - 148.000 | ||
Víkingur AK-100 | Akranes | + 34.000 | ||
Örfirisey RE-4 | Reykjavík | - 91.000 | ||
Þerney RE-101 | Reykjavík | - 254.000 | ||
Fram kemur á vef fiskistofa.is (dags, 28.08.2008) að skip Granda hf, hafa látið frá sér aflaheimildir innan fiskveiðiársins 2007-2008, sem nemur -3.735 tonnum í þorskígildum talið umfram það sem fært er á skip félagsins.
Mikið tap á rekstri HB Granda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 29.8.2008 kl. 00:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
27.8.2008 | 13:24
Vestfirðingum hefur fækkað um 1.400 manns á áratug
Vestfirðingar voru 7.299 talsins þann 1. janúar sl., samkvæmt tölum Hagstofunnar og hefur þeim fækkað um tæplega 1.400 manns á síðustu tíu árum.
Rúmlega 500 erlendir ríkisborgarar eru búsettir í fjórðungnum, þar af eru Pólverjar fjölmennastir eða 361 talsins.
Hefur þeim fjölgað lítillega undanfarinn áratug en árið 1998 voru íbúar með erlent ríkisfang í fjórðunginum 461 eða 0,5%.
Mannfjöldanum er nokkuð jafnt skipt á milli kynjanna; 3.757 karlmenn og 3.542 konur.
Frétt af bb.is
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.8.2008 | 11:48
Vélstjórar brjóti upp ofbeldiskerfi LÍÚ
Sjómannadagsræða Guðmundar Ragnarssonar formanns félags Vélstjóra-og málmtæknimanna er hér á heimasíðu VM.
"Talandi um auðlindina í sjónum, þá hef ég séð ýmislegt á mínum starfsferli varðandi umgengnina á henni. Má þar t.d. nefna smuguveiðarnar. Á þessum tíma hef ég verið þátttakandi í að henda þó nokkrum tonnum af fiski í sjóinn. Það er bara partur af raunveruleikanum, hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Allt það upphlaup sem hefur orðið í fjölmiðlum á undanförnum árum, hafi brottkast komið til umræðu, er með eindæmum og hlægilegt fyrir okkur sem til þekkja.
Allir sverja af sér brottkastið, engin vill kannast við þessar staðreyndir, þó allir viti af því sem við þetta starfa. Þetta eru raunverulegir hlutir sem bitna fyrr eða síðar á okkur sjálfum. Þetta er ekkert flókið, við erum með fiskveiðistjórnunarkerfi og við erum með arðsemiskröfur í rekstri sjávarútvegsins. Við erum allir sekir um þetta brottkast, stjórnmálamenn sem setja leikreglurnar, útgerðarmenn sem þurfa að ná endum saman og sjómenn sem eru í þessu til að hafa sem mest upp úr sér.
Ástæða þess að ég tala um þetta hér er að við síðustu ákvörðun á fiskveiðiheimildum í þorski, urðu þau mestu mistök sem við höfum gert sem snúa að umgengni um auðlindina í hafinu. Til að arðsemi útgerðarinnar gangi upp, fórum við að sækja í ýsuna sem aldrei fyrr, með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir stofninn. Til að ná í þessa ýsu hefur flotinn legið á grunnslóð þar sem smáþorskurinn er að vaxa og engin fórnar þorskkvóta á verðlausan smáfisk.
Það sem ég spyr mig að er hvort við höfum ekki með síðasta niðurskurði í þorskveiðunum verið að eyðileggja meira fyrir okkur, en við erum að byggja upp? Það eru takmörk fyrir því hvað hægt er að vera með mikinn niðurskurð í einni tegund, til að geta haft möguleika að ná í aðra, vegna þess að þessar fisktegundir synda á sömu miðum á sama tíma. Því stjórnum við ekki.
Hafrannsóknir eru ung fræðigrein, það verður að hafa það hugfast þegar verið er að gagnrýna þeirra niðurstöður. Að mínu viti eru þetta einu haldbæru vísindin sem við getum farið eftir. Því miður virðist árangurinn af öllum þessum friðunum í áratugi vera jafn fjarlægur og þegar við hófum fiskveiðistjórnunina.
Það er athyglisvert að í flest öllum fiskveiðistjórnunarkerfum í Norður- Atlantshafi er verið að veiða talsvert minna úr stofnunum í dag en þegar friðunin hófst, þó svo að hún hafi staðið yfir í áratugi. Það sem ég vil leggja áherslu á er að framkvæmd friðunarinnar er ekki síður mikilvæg en friðunin sjálf, svo hlutirnir gangi upp og ekki verði stórslys í vistkerfinu við framkvæmd hennar".
VM: Gengur illa að fá sjómenn með réttindi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.8.2008 | 17:33
Öl alda sonum
Forfeður vorir komu út hingað austan um haf með ýmsa vitneskju í farangri sínum. Til að mynda gerðu þeir sér grein fyrir bölvun drykkjuskapar. Alkunn eru erindin um ofdrykkjuna í Hávamálum.
Byrði betri
ber-at maður brautu að
en sé mannvit mikið,
vegnest verra
vegur-a hann velli að
en sé ofdrykkja öls.
Er-a svo gott
sem gott kveða
öl alda sonum,
því að færra veit
en fleira drekkur
síns til geðs gumi.
Afengisbanni aflétt á Hyatt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þetta er góður árangur hjá áhöfn Venusar og óska ég þeim áframhaldandi velfarnaðar í störfum sínum.
Ég get ekki varist því að leiða hugann að orðum Guðmundar Jónssonar skipstjóra Venusar frá því sl, vetur er hann við fréttamann sjónvarps lét þau orð falla að afrakstur áhafnar Venusar væri nú ekki mikill miðað við einn "bankastjóra ræfill", sem fengið hafði í kaupauka kr, 300 milljónir bara fyrir það eitt að mæta fyrsta daginn í vinnunna.
Nú berast fréttir af stórfeldum ágreiningi LÍÚ og sjómannaforystunnar vegna kröfu þess fyrrnefnda að áhafnir fiskiskipa beri þyngr byrðar vegna hækkunar á heimsmarkaðsverði á olíu.
Þetta gerist á sama tíma og ljóst er að olíufélögin eru með 37% álagningu sem var á sama tíma fyrir ári síðan 11%.
Er ekki nóg komið af vitleysunni í kringum LÍÚ og tími til kominn að leysa þessi hryðjuverkasamtök Þorsteins Más Baldvinnssonar og Samherja hf, upp í eitt skipti fyrir öll.
Ég skora á sjómannaforystuna að semja aldrei aftur við LÍÚ og hafna öllum samskiptum við samtökin.
Skipa þarf gerðadóm til að taka á öllum málefnum sjómanna og sjávarútvegs á Íslandi án allra afskipta LÍÚ.
Aflaverðmætið 162 milljónir króna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
16.8.2008 | 22:22
900 þúsund tonnum af þorski kastað í sjóinn síðastliðin 18 ár
Skoðanakönnun sem Skáís gerði meðal 900 sjómanna fyrir Kristin Pétursson á Bakkafirði um áramótin 1989-1990 gaf til kynna að allt að 53 þúsund tonnum væri kastað fyrir borð á flotanum öllum á hverju ári.
Þetta er eina skoðanakönnunnin sem gerð hefur verið um brottkast á Íslandsmiðum og er "MARKTÆK" fyrir þær sakir að sjómenn fengu að svara undir nafnleynd.
Allar kannanir sem gerðar hafa verið síðan eru "ALLT Í PLATI".
Einar Vestfirðingur Guðfinnsson ætti að skammast sín og segja af sér ráðherradómi og þingmennsku fyrir kjaftæðið sem hann viðhafði í sjónvarpsfréttum fyrir fáeinum dögum er hann atyrti Grétar Mar og sakaði hann um ómerkilegar lygar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.8.2008 | 17:52
Sjávarútvegsráðherra LÍÚ
Meðfylgjandi hér neðanmáls er frétt af skip.is, frá því í dag. Þar kemur fram að Einar Vestfirðingur Guðfinnsson, meintur sjávarútvegsráðherra allra íslendinga, er enn eina ferðinna að hórast í kringum "Mannréttindanefnd LÍÚ", og núna í hlutverki gestgjafa LÍÚ fyrir Grænlenskan ráðherra.
Og tilefnið ? Jú auðvitað til að reyna að forða Brimi hf, frá löngu tímabæru gjaldþroti vegna sjálfskapavítis og græðgi stjórnenda félagsins.
Fyrir hverja aðra er "Ofur-Vestfirðingurinn" Einar Guðfinnsson að semja um grálúðukvóta á sama tíma og Vestfirðingafjórðungur er að hrynja til grunna vegna svika ráðherrans við sitt eigið fólk ?
Ég á þess ósk heitast að Grænlenski ráðherran hundsi með öllu væluliðið íslenzka og gefi þeim drag í afturendann !
Tilvitnun í frétt af skip.is
Hér á landi er staddur sjávarútvegs-, veiðimála- og landbúnaðarráðherra Grænlands, Finn Karlsen í boði Einars K. Guðfinnssonar sjávarútvegsráðherra.
Heimsóknin hófst formlega í gær, þriðjudaginn 12 ágúst. Ráðherrann heimsótti skrifstofu LÍÚ í dag ásamt aðstoðarmanni sínum Hans Möller.
Friðrik J. Arngrímsson framkvæmdastjóri LÍÚ bauð ráðherrann velkominn. Rædd voru ýmis sameiginleg málefni varðandi fiskveiðar Grænlendinga og Íslendinga svo sem veiðar úr deilistofnum, hvalveiðar og umhverfismerkingar.
Í máli framkvæmdastjóra LÍÚ kom fram nauðsyn þess að efla samvinnu milli landanna um sameiginleg hagsmunamál.
Ráðherrann upplýsti að ákveðið hafi verið skipa nefnd með fulltrúum Íslands og Grænlands til þess að fjalla sérstaklega um grálúðuveiðar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
12.8.2008 | 15:27
Í tólfhundruð ár höfum við búið hér á þessum stað
Það kemur mér ekki á óvart þótt brúðhjónin hafi tekið þessa skyndiákvörðun, enda Tálknafjörður fallegastur allra fjarða.
Sjá ljósmyndir; http://nilli.blog.is/album/
Já, og hér höfum við búið mann fram af manni í 1200 ár, fæðst, lifað og dáið.
Í 1200 ár höfum við búið hér og sótt sjóinn !
En nú er það ekki lengur hægt !
Erlendir auðhringir með LÍÚ í broddi fylkingar hafa rænt af okkur fiskimiðunum og halda Alþingi Íslendinga í herkví með hótunum !
Skyndigifting í lopapeysu og í gúmmískóm | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 59
- Frá upphafi: 764335
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 43
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar