Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009
30.4.2009 | 15:35
Pönnusteikt fiskflök
Hér gefur að lýta frábæra og mjög einfalda aðferð við pönnusteikingu á fiski.
Sjávarafurðir lækka áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.4.2009 | 13:12
Hreyndýr á Íslandi
Hreindýr voru flutt til Íslands á árunum 177187 frá Finnmörku í Noregi. Þau voru sett á land í Vestmannaeyjum, á Suður - og Suðvesturlandi, á Norðausturlandi og á Austurlandi.
Þrír fyrstu hóparnir sem fluttir voru til landsins, til Vestmannaeyja og Rangárvallasýslu árið 1771 Reykjaness árið 1777 og til Norðurlands árið 1784 dóu allir út.
Talið er að harðir vetur, hagleysa og ofbeit í vetrarhögum hafi ráðið þar mestu um. Hins vegar dafnaði sá hópur sem fluttur var til Vopnafjarðar árið 1787 og halda þau nú til á hálendinu norðan og norðaustan við Vatnajökul og á Austfjörðum.
Dagar Lífar taldir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.4.2009 | 16:32
Mjaldur (White Whale-Delphinapterus leucas)
Fullvaxnir tarfar eru 4,2 5,5 m langir og vega 1-1,6 tonn en kýrnar 3 4,1 m og vega 400 600 kg. Lífslíkur eru 30 40 ár.
Fullvaxin dýr eru ljósgul eða alhvít en kálfar gráir eða brúnir en lýsast með aldrinum.
Höfuðið er lítið og kúpt og dýrið getur hreyft það í allar áttir og breytt framstæðum munnsvipnum.
Bægslin eru fremur stutt, spaðalaga, lítið eitt uppsveigð og velhreyfanleg. Sporður er oft dökk á jöðrum og bakuggi enginn en dökk rák í staðinn. Hann kafar oft í 1-2 mínútur í einu.
Mjaldurinn er flækingur umhverfis Ísland og er oftast í 5-20 dýra hópum en líka miklu stærri, rúmlega 1000 saman.
Hann syndir oft upp stórfljót í kaldari löndum og eltir laxfiska stundum mörg hundruð km frá strönd, en þar heldur hann sig að mestu og verður lítið vart við hann á djúpsævi. Hann er gæfur og auðvelt að komast að honum.
Aðalfæðan er ýmsar fiskategundir, smokkfiskur og áta. Hann kafar líklega ekki miklu dýpra en 300 m, þar sem hann er að mestu á grunnsævi.
Kýrnar verða kynþroska um 5 ára aldur en tarfar átta ára. Mökunin á sér stað, þegar ísa leysir, og meðgangan er u.þ.b. 14 mánuðir Kálfurinn er u.þ.b. 1,5 m langur og 80 kg við fæðingu.
Dýrin verða ekki hvít fyrr en á 5-12 ára aldri. Engin önnur hvalategund getur gefið frá sér eins margbreytileg hátíðnihljóð og mjaldurinn og aðeins hnoðarar og náhvalir geta hreyft höfuðið eins frjálslega og mjaldurinn.
Grænlendingar hafa frá alda öðli veitt mikið af þessari norðlægu og sílspikuðu skepnu, 400-1000 dýr á ári.
Skozkir og norskir hvalveiðimenn ofveiddu mjaldur og enn þá er ekki talið að stofnarnir, sem þeir tóku úr, hafi náð sér á strik. Hvítabirnir og rostungar taka líka úr stofnunum og talið er að mengun hafanna ógni tilveru þeirra verulega.
Heildarstofnstærð er áætluð 50.000 70.000 dýr.
Sjaldséður mjaldur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
25.4.2009 | 13:09
Rekaviður við Ísland
Rekaviður hefur alltaf verið mikill við Ísland en þó mismunandi milli ára. Í þessu trjálausa landi var rekaviðurinn mikil búbót og bjargaði íbúum landsins frá hörmungum í gegnum aldirnar.
Viðurinn var nýttur til margra þarfa td, til húsa, báta og húsgagnasmíði, askar, ker og kirnur voru smíðaðar og gert var til kola til upphitunar og í eldsmiðjur til smíða á járni, svo fátt eitt sé nefnt.
Á Vestfjörðum þar sem flestar galdrabrennur fóru fram var notaður rekaviður í brennurnar.
Eignarhald á öllum sjávarreka takmarkaðist við jarðir og leiguskilmála og menn komu sér upp merkjum til að merkja drumba.
Rekaviður sem legið hefur lengi í sjó er orðinn gegndrepa af salti og grjótharður, þannig að ending hans er mjög mikil eins og elstu byggingar landsins eru vitni um.
Fyrir norðurlandi rekur viðinn aðallega frá stórfljótum Síberíu þar sem yfirborðsstraumar bera hann til hafs þar til hann nær hafísnum og rekur með honum umhverfis Norðurpólinn á nokkrum árum og losnar svo frá ísnum og rekur til Íslands.
Trén eru aðallega fura, lerki og nokkuð af greni og ösp en mikið af viðnum sekkur til botns áður en hann nær til Íslands.
Menn telja trén reka allt að eitt þúsund kílómetra á ári með hafstraumnum.
Á rekajörðum eru fjörur oft hvítar af trjábolum og eru elstu trén allt að 500 ára gömul.
Áður fyrr á öldum rak töluvert sunnanlands en mikið dró úr honum eftir að Ameríka hóf að byggjast, en eitthvað berst enn með golfstraumnum frá fljótunum ósa við Mexíkóflóa.
Vestan og austanlands er eitthvað um rekavið en hvergi í sama mæli og á Norðurströndinni.
Hvenær getum við farið að nýta þessa skóga? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 27.4.2009 kl. 08:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.4.2009 | 13:12
Fyrrum oddviti Sjálfstæðismanna í NV er sama sinnis
Ég treysti Samfylkingunni og VG til að breyta ranglátasta kvótakerfi í heimi og ég er viss um að Sturla Böðvarsson fyrrum oddviti Sjálfstæðismanna í NV og fyrrum samgönguráðherra og forseti Alþingis er sama sinnis enda sagði hann á 17. júní 2007 í hátíðaræðu á Ísafirði.
Tilvitnun;
Áform okkar um að byggja upp fiskistofnana með kvótakerfinu sem stjórnkerfi fiskveiða virðist hafa mistekist.
Sú staða kallar á allsherjar uppstokkun á fiskveiðistjórnunarkerfinu ef marka má niðurstöðu Hafrannsóknarstofnunar.
Staðan í sjávarútvegsmálum er því mjög alvarleg og kallar á breytingar ef sjávarbyggðirnar eiga ekki að hrynja.
Margt bendir til þess að aflaheimildir safnist á hendur fárra útgerða sem leggja skipum sínum til löndunar í útflutningshöfnunum og herða enn frekar á þenslunni í atvinnulífinu þar, allt í nafni hagræðingar sem mun koma hart niður á þeim byggðum sem allt eiga undir veiðum og vinnslu sjávarfangs.
Ástandið og horfurnar í minni sjávarbyggðunum er mjög alvarlegar ef draga verður úr veiðum og sú staða kemur flestum á óvart.
Miðað við aflabrögðin við Breiðafjörð á síðustu vertíð hvarflaði það ekki að nokkrum manni þar að við ættum eftir að standa frammi fyrir því að skera enn niður veiðiheimildir á næsta fiskveiðiári. Tilv, lýkur.
Og hér getum við séð allt um reynslu Færeyinga af íslenzka aflamarkskerfinu.
Hótanir ráðherra ekki við hæfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.4.2009 | 16:33
Norska kvótakerfið á ekkert skylt við það íslenzka
Til að fyrirbyggja allan misskilning þá á norska kvótakerfið ekkert skyllt við þð íslenzka !
ESB mun mjög líklega fara að dæmi Færeyinga enda þeirra dagakerfi rómað um allan heim fyrir frábæran árangur en íslenzka kvótakerfið sem nú er að falli komið eitt hið mislukkaðasta og hataðasta af stærstum hluta þjóðarinnar.
Þetta vita lang flestir ráðamenn ESB enda stendur ekki til að fara að dæmi íslendinga.
Segja mikinn niðurskurð nauðsynlegan í fiskveiðiflota ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.4.2009 | 13:52
Byggðakvótinn var notaður eins og þýfi úr vel heppnuðu sjóráni
"Það var eðli hvers góðs sjóráns hér áður fyrr að ræningjarnir skiptu fljótt og vel á milli sín þýfinu í skjóli nætur".
Þannig höguðu margir sveitastjórnarmenn sér í ýmsum sjávarþorpum allt í kringum landið þegar byggðarkvóta hafði verið úthlutað til viðkomandi sveitarfélags.
Afnám byggðakvóta vonbrigði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.4.2009 | 11:40
Bylting fyrir íslenzkt þjóðarbú
Innköllum 15000 tonn af þorski og 3000 tonn af ufsa fyrir fiskveiðiárið 2008 / 2009.
Samtalls 18000 tonn.
Gefum handfæraveiðar frjálsar á bátum undir 6 tonnum frá 1. mai til 15. september.
Gefum okkur að heimilt verði að nota fjórar sjálfvirkar handfærarúllur um borð í hverjum bát.
Gefum okkur að hver trilla fiski að jafnaði 45 tonn af slægðu yfir tímabilið.
Gefum okkur að handfærabátar undir 6 tonnum á Íslandi séu 220-250.
Gefum okkur að markaðsverð á slægðum færafiski verði sem hér segir.
Þorskur kr, 210: Ufsi kr, 100.
Samtalls aflaverðmæti kr, 3,4 milljarðar.
Segjum að bátarnir verði allir með tveimur mönnum um borð þá gætu þetta verið 600 til 800 manns á færum og ef mið tökum margfeldisáhrifin af því x 3 því væru það 1800 til 2400 manns sem fengju vel út úr þessu.
Tekjur litlu sveitarfélaganna mundu margfaldast á örfáum mánuðum og hafnirnar fengju á milli 40 til 50 milljónir bara í bein hafnargjöld (sem er 1,25% af afla).
Einnig getum við sett í lög að hafnirnar ættu 10% af aflaverðmætinu sem greitt yrði við hverja sölu á fiski en þá eru tekjur hafnanna komnar í 340 milljónir sem er ekkert smáræði og mundi á einu sumri snúa þeim vel flestum úr gjaldþroti til sjálfbærni.
En áttum okkur líka á einu: Útsvarið sem er í mörgum tilfellum 13% af tekjum manna; segjum að 30% fari af heildaraflaverðmætinu í laun; Það gera þá 850 milljónir; sem gera þá kr, 110-115 milljónir fyrir sveitarfélögin.
Að gera þetta ekki eins og nú árar væri brjálæði.
Stofnað leikhús í Kaffivagninum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.4.2009 | 07:54
Upphafið á fylgishruni VG og Samfylkingar
Kvótakerfi ekki breytt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
9.4.2009 | 12:24
Íslenzkir sauðaþjófar
Ég vill byrja á því að skora á Steingrím J. Sigfússon sjávarútvegsráðherra að losa Sigurgeir Þorgeirsson, ráðuneytisstjóra í sjávarútvegsráðuneytinu frá viðræðunum áður en lengra er haldið í rökræðum við Evrópubandalagið, Norðmenn og Færeyinga.
Eins og margir vita þá er Sigurgeir Þorgeirsson, hækja LÍÚ enda settur í starfið af aðalhækju glæpasamtakanna. Burt með manninn !
Hvað finndist almenningi á Íslandi ef Grænlendingar mundu ákveða einhliða að veiða 120 þúsund tonn af þorski við A-Grænland og landa stærstum hluta af honum í gúanó ?
Þorskurinn við A-Grænland er að stórum hluta íslenzkur og kemur okkur sem sagt ekkert við hvað Grænlendingar ákveða með veiðar úr þeim stofni ?
Þetta kallar LÍÚ ábyrga fiskveiðistjórnun, er það ekki ?
Svara ekki boði um makrílfund | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 10.4.2009 kl. 21:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 1
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 71
- Frá upphafi: 764330
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 53
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar