Bloggfærslur mánaðarins, september 2009
30.9.2009 | 22:32
Dagur upp á dekk um miðja nótt - það þarf að ræða makrílinn !
Ekki er forsvaranlegt að úthluta kvóta á makríl eftir veiðireynslu þeirra örfáu skipa sem getað hafa stundað þessar ofbeldisfullu veiðar í skjóli yfirburða sinna sem þeir fengu með kaupum á rándýrum skipum vegna sérstaks vinskapar og sérstöðu Samherja hf, og fleiri inna fyrrum gjaldþrota bankanna.
Úthlutun makrílkvóta þegar þar að kemur ætti skilyrðislaust að lúta almennum leikreglum þannig að allir geta setið við sama borð.
Kemur þá til kasta ríkisins að bjóða kvótann út gegn gjaldi í ríkissjóð.
Það væri algjört brjálæði að ætla að gefa þeim makrílkvótann sem er að verðmæti svipað og allur þorskkvótinn.
Þá væri ekki langt að bíða þess að þeir væru búnir að verðleggja hann og veðsetja í útlöndum til næstu áratuga.
Einnig er algjörlega óásættanlegt að veiða þennan dýra fisk (makríl) í bland við síld og gefur það augaleið hvers vegna.
Það er lítið mál að sjá muninn á makríl og síld á leitartækjum í dag og lítið mál að veiða hann í hringnót með réttri fellingu en skipin verða að vera hljóðlát og segir sig sjálft að þessi risa stóru vinnsluskip (umhverfissóðar og grútaprammar) hafa lítið í þær veiðar að gera.
Ég var í Norðursjónum með föður mínum á Sölva Bjarnasyni BA-65, sumarið 1974, þá 14 ára gamall og við veiddum makríl í hringnót og það gekk bara vel, upp í 90 tonn í kasti.
Einnig mætti skipta við suma (grútarprammana) á makrílkvóta og bolfisk (þorski / svipuð verðmæti)og leggja kvótan inn í auðlindasjóð sem síðan ráðstafaði honum gegn gjaldi til nýliða og inn í strandveiðar.
Hinn nýi Fiskveiððasjóður ætti einnig að hafa tekjur af þessu.
Flottrollsveiðar ættu alfarið að vera bannaðar innan 200 sml íslenzku landhelginar með þeirri tímabundnu undanþágu að veiðar á kolmunna í flottroll verði heimilar undir ströngu eftirliti innan landhelginar á afmörkuðu svæði SA af landinu.
Innköllun veiðiheimilda hefst eftir ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 1.10.2009 kl. 07:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.9.2009 | 15:22
Yndislegur matur
Ég fæ vatn í munninn þegar ég horfi á þetta myndband. Það var tímabært að hefja hvalveiðar af fullum þunga.
Ef ekki núna þá aldrei einfaldlega vegna þeirra staðreynda sem íslenzk þjóð stendur frammi fyrir.
Mikil skortur á erlendum gjaldeyrir, fæðuskorti í hafinu og hækkandi matvælaverði í heiminum.
1.500 tonn af hval til Japan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.9.2009 | 23:46
Lestir urðu að dyggðum og heimskan að viti
Skítlegt eðli komst í tísku á Íslandi. Yfirgangur, hótfyndni, ógnanir, græðgi, rógburður, dylgjur, spilltar mannaráðningar, sleikjugangur, sjúkleg persónudýrkun, ritstuldur, menningarlegur náriðilsháttur svo eitthvað sé nefnt. Öllu var hent á hvolf og lestir urðu að dyggðum og heimskan að viti.
Ofanritað er hárnákvæm skilgreining á því ástandi sem ríkti á Íslandi megnið af þessum áratug.
Vonandi dettum við ekki aftur í sama pytt.
Átti fund með Strauss-Kahn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 23.9.2009 kl. 09:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.9.2009 | 11:18
Ekki um misskilning að ræða hjá ráðherra
Þessar athugasemdir Þorsteins Más Baldvinnssonar vegna ummæla hæstvirts sjávarútvegsráðherra Jóns Bjarnasonar eru útúrsnúningar og dylgjur eins og við var að búast úr þeirri áttinni.
Það vekur athygli mína í þessu viðtali við Máa að hann minnist ekki á aflaheimildir skipanna heldur einungis á skipin sjálf og lætur þar við sitja.
Hér má sjá dóm Hæstaréttar frá 2005 sem staðfestir grunsemdir Jóns Bjarnasonar og gerir röksemdir Þorsteins Más að engu.
Segir um misskilning sé að ræða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
19.9.2009 | 11:06
Kvótakerfið gengið sér til húðar
Með kvótakefinu, sem byggt er upp á veiðiheimildum ,,aflahlutdeild" sem sjávarútvegsráðuneytið úthlutaðar til skipa og helst óbreyttar milli ára og sérstökum veiðileyfum ,,aflamarki eða ,,krókaaflamarki" hafa heimildir til velflestra fiskveiða í atvinnuskyni orðið að afmörkuðum og framseljanlegum sérréttindum útgerðarmanna.
Ráða þeir því í raun í dag hvaða sjávarbyggðir eða -byggðalög lifa og dafna; hvar verðmæti eigna helst og hvar þær verða lítils eða einskis virði.
Kvótakefið fær útgerðarmönnum þannig mikið og jafnframt ógnvænlegt vald; vald sem leitt hefur til fólksflutninga, eignaskerðinga og félagslegra hörmunga, eins og reyndar spáð var í umsögnum fulltrúa fiskvinnslunnar, þegar frumvarpið var í smíðum.
Í kjölfar dóms hæstaréttar í málinu nr. 145/1998: Valdimar Jóhannesson gegn íslenska ríkinu, sem kveðinn var upp í desember 1998 var sú breyting gerð að allir eigendur haffærra skipa geta fengið almennt veiðileyfi sbr. 4. og 5. gr. laga nr. 38/1990 um stjórn fiskveiða, eins og þeim var breytt með lögum nr. 1/1999.
Til að geta nýtt almennt veiðileyfi sitt og fá notið stjórnarskrár bundins atvinnufrelsis þurfa þeir útgerðamenn, sem fá eða geta fengið almennt veiðileyfi, að fá kvóta framseldan frá handhöfum hans.
Illmögulegt að leigja ýsukvóta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.9.2009 | 14:51
Samherja sópurinn
Þarna sjáum við vinnubrögð Þorsteins Más Baldvinssonar í hnotskurn.
Ef þú ert ekki sammála mér þá ertu óvinur minn og ég stappa á þér vesalingur.
Næst lokar hann blogginu !
Ólafur lætur af starfi ritstjóra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
16.9.2009 | 22:57
Lengi lifi Hugo Chávez og byltingin
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.9.2009 | 14:27
Það er fáu logið á kanann
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 33
- Frá upphafi: 763844
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar